Morgunblaðið - 25.06.1967, Page 4
4
MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1967.
BÍLALEIGAN
- FERÐ-
D«Lggjald kr. 350,-
og pr. km kr. 3,20.
SÍMI 34406
SENDUM
MAONÚSAR
SKIPHOITI 21 SÍMAR 21190
eftir lolcun slmi 40381
"«'1-44-44
\mitim
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifaliö i leigugjaldi.
Sími 14970
BILALEIGAN
- VAKUR -
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
^B/IA IF/fiA M
RAUOARARSTÍG 31 SlMI 22022
Golf
KYLFUR
BOLTAR
og fleira.
P. Eyfeld
Langavegi 65.
^ íslenzkan enn
Þórunn Guðmundsdóttir
skrifar Velvakanda:
,4 aeinni tíð hafa óvenjulega
margir ritað um meðferð ís-
lenzks máls frá ýmsum sjónar-
miðum, gefið blöðum, útvarpi
og sjónvarpi sinn undir hvorn
og ekki að ófyTirsynju. Mikið
hefur verið rætt um stafsetn-
ingu, það eilífa vandamál. Ég,
sem þetta rita, hefi á langri
ævi kynnzt margs konar staf-
setningu. Það segi ég hiklaust,
að sú, sem nú gildir, þykir
mér langskást. Hún er sjálfri
sér samkvæmust og hnitmið-
aðri en hinar.
Zeta, ypsílon og tvöfaldir
samhljóðar benda til upprun-
ans og styðja að því að halda
við því tæra og skíra sam-
hengi íslenzkunnar, sem er
hennar aðal, eins og Velvak-
andi benti á í ágætri grein í
dálkum sínum í Morgunblaðinu
27. maí s.L
Ég er Mka á því, að zetu
ætti að nota í barnabókum
og kenna hana jafnt annarri
stafsetningu. Hitt er annað
máþ að stafsetningu á að ætla
þann stað í virðingastiga máls-
ins, sem henni ber, en alls ekki
ofar. Hún er mikils virði sem
snyrtilegur búningur okkar
ágæta máls, sem var skapað af
mönnum jafn gefnum að rök-
vissri hugsun og skáldlegri sýn.
En þegar ambögum, útlendum
slettum og rangsnúnum orð-
myndum er hrúgað saman í
eina litla blaðagrein, þá skiptir
stafsetningin á þessu dauðans
litlu málL Ég þakka Velvak-
anda áðumefnda grein. Ef
margir blaðamenn væru sama
sinnis, væru blöðin ekki jafn
illa rituð og þau eru oft og
tíðum.
Mér dettur oft í hug, hvort
blaðamenn sumir hverjir muni
vera stórum heimskari en
hversdagslegt alþýðufólk eins
og ég og minÍT líkar, þegar ég
renni augum yfir þann vesæla
samsetning og framsetningu
dauðans einfaldra efna, sem
þen bjóða lesendum. Þá vant-
ar líba orðin. Þeir vita ekki,
hvað algeng dýr heita eða önn-
ur alþekkt fyrirbærL
hí Geta hyrnur
verið ferhyrndar ?
Ég vil aðeins nefna eitt
dæmi margra slíkra. Fyrir
nokkm sögðu blöðin frá nýrri
gerð af mjólkurílátum, sem
þau nefndu „ferkantaðar hyrn-
ur“. Held ég, að þau hafi flest
tekið' þátt í þeirri „kantötu“.
Nú, orðið „kantur“ er alveg
óþörf dönskusletta, þar sem
„brún“ er íslenzkt heiti á sama
hugtaki. En þar að auki eru
þetta helber ósannindi; hver
hálfviti getur talið brúnir á
kassa, og þær eru tólf. Seinna
sá ég aftur minnzt á þessi sömu
ílát og voru þau nú ferhymd.
Var það að vísu nær sanni en
hitt, því að horn á kassa eru þó
ekki nema átta. Nú skal ég
kenna ykkur alveg ókeypis,
góðir blaðamenn, að svona
sjaldgæfir og dularíullir hlut-
ir kadlast ferstrendir á ís-
lenzku. Hlustið þið nokkurn
tíma á þáttinn um „daglegt
mál“ í útvarpinu? Þar gætuð
þið fengið fróðleik, sem ykkur
vantar sárlega. Því miður
hlusta þeir sjálfsagt sízt á þann
ágæta þátt, sem helzt þyrftu
þess með.
f vetur áttu tveir lærðir út-
verðir íslenzks máls í langri
sennu um setningafræði, sem
annar þeirra hafði samið en
hinn hallmæltL Ég las ritsmíð-
ar þessar fyrir forvitni sakir,
en kunni ekki um að dæma
því að í þeirri fræði kann ég
varla skil á einföldustu atrið-
um og tel mér þó lítinn skaða.
Mér finnst, að hafi ég efni
og orð til að segja það með,
þá komi setningarnar í réttri
röð af sjálfu sér.
Þegar ég hef fundið hugsun
minni stað í orðum, þá er ég
vön að setja punkta og jafnvel
kommur hingað og þangað. En
ég get alls ekki skilið, að þetta
eigi að vera hátíleg fræðigrein,
og sízt handa börnum og ung-
lingum. Því skýrari, sem hugs-
un er og því betur sem hún
er orðuð, því minna máli skipta
greinarmerkin, þó að þokka-
legra sé að hafa þau.
Og ekki tölum við með lestr-
armerkjum.
Hins vegar bæta þau aldrei
illa hugsaðan og orðaðan
hrærigraut. Ég legg til, að setn-
ingafræðinni sem unglingabók
sé fleygt út í hafsauga og t. d.
„þúsund og ein nótt“ komi í
hennar stað. Líka mættu það
vera nýtízkulegri bækur, t. d.
um geimferðir eða bítla, en
að minnsta kosti ættu þær að
vera á íslenzku mannamálL sem
ekki er þó hægt að segja, að
allar skólabækur hafi til síns
ágætis. Ætti slíkt þó að vera
sjálfsagt og einfalt að hafa
eftirlit með þvL
Fyrir þá skuld
Nýlega kom út lestrarbók
handa smábörnum. Þar var
stögluð í börnin alger rang-
notkun forsetningarinnar „fyr-
ir“. Þessi ágæta forsetning er
nú svo misnotuð og ofnotuð, að
hún virðist ætla að gleypa all-
ar hinar, og hafði hún þó nóg
á sinni könnu áður. Þama er
að gerast byltmg, ef ekki verð-
ur skjótt við spornað. Hvergi
hefi ég séð þess merki, að út-
verðir íslenzkrar tungu bjóði
neinn vörnuð á þessu sviði.
Fyrir skömmu hlýddi ég á
fróðlegar umsagnir lækna um
hjartavernd og hjartasjúkdóma.
Þessir læknar eru sjálfsagt
ágætir og áhugasamir um sitt
starf en þeir hafa ekki á valdi
sínu ýmis frumatriði móður-
máls síns. „Orsakir fyrir“, „lík-
ur fyrir“, „ástæður fyrir“ dundi
á eyrum hlustenda, að ég ekki
nefni „störf í þágu berklaveik-
innar“, sem ef til vill var mis-
mæli, en samt í fyllsta sam-
ræmi við Krabbameinsfélagið
og „forðið slysunum".
Talað er digurbarkalega um
bókmenntaútgáfu og þjóðarhús
á Þingvöllum. Á meðan skríð-
ur íslenzk tunga þegjandi og
hljóðalaust úr sínum fornu
reipum. Ef svo fer sem horfir
má vænta þess, að „fyrir“
verði búin að útrýma öllum
hinum forsetmngunum anno
doimini 1974.
Væri þá vel til fundið, að
gefa út í minningu þeirra
helztu bókmenntir liðinna alda,
sem geyma þær óbrenglaðar.
Þjóðarhöllin á Þingvöllum
gæti orðið minnisvarði á gröf
þeirra, gnæfandi yfir sumar-
bústaðaborgina í „þjóðgarðin-
um“!
+ Heimskutuggur
gera börn frábitin
mannamáli
Það virðist æ ljósara, að
allur sá tími og vinna, sem
ætluð eru móðurmálskennslu,
hefur ekki borið tilætlaðan ár-
angur. Sá átti að nást lögum
samkvæmt með beygingardæm-
um, málfræðistagli, réttritun-
arsamruna og heimskulegum
orðatuggum, sem virðast til
þess valdar að gera böm og
unglinga frábitin mannamáli.
Allt þetta skyldi kórónast
með uppleysingu alls gramsins
í setningahluta, sem hinum
hæst menntuðu virðist vaTla
koma saman um, hvað nefna
slkuli. Þessir spottar og erndar
tengist síðan með alls konar
greinarmerkjum, og sjá! Allt er
fullkomnað, og þú átt tungu-
mál, ungi maður! Síðan er
geysimikið lagt upp úr stafsetn-
ingu orða, sem nemendur
kunna ekiki að nota til neinna
hluta, enda mörg horfin úr
málinu. Þessir sömu nemend-
ur kunrta ekki að nota fornöfn
eða forsetningar í algengu máli
að ég nefni ekki viðtengingar-
hátt, sem líkast lendir í sömu
gröf og forsetningarnar. Lát-
um vera, þótt okkar ungu há-
skólagengnu menn séu ekki all-
ir neinir stílsnillingar; Slíkt er
alltaf sérgáfa. En þegar þeir
kunna ekki að nota óákveðnu
f ornöf nin, eða stigbreytingu
lýsingarorða, eða grauta sam-
an föllunum, eða nota annars
konar ambögur, sem þóttu
fyrrum ekki sæma öðrum en
hálfvitum, þá er eitthvað bog-
ið einhvers staðar.
Við eigum ágæta menn, stór-
vel menntaða á tungu okkar og
bókmenntÍT. Væri nú-ekki ráð
að fela einhverjum þeirra ytfir-
stjóm og varðmennsku á sviði
tungunnar? Þeir ættu að gæta
hagsmuna hennar hjá útvarpi
og sjónvarpi, því að sýnt eT,
að stjórar þeirra stofnana eru
ekki nógu hörundssérir fyrir
þeirna hönd. Þeir ættu að líta
eftir máli á kennslubókum og
hafa vald til að setja stól fyrir
dyr, þar sem þess þætti þörf.
Þórunn Guðmundsdóttir."
Vinsamlegast athugið!
Breytt símanúmer.
ÞRÁINN INGIMARSSON, pípulagningameistari,
Hraunbæ 190 — Sími 82428.
NORSKU
SVEFNHERBERGISSETTIN
eru komin
EIK
TEKK
HVÍT
GLÆSILEG VARA.