Morgunblaðið - 25.06.1967, Page 11

Morgunblaðið - 25.06.1967, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNl 1967. 11 Skógar (Skaugum), sveitasetur konungsættarinnar. Þar fæddist Haraldur ríkisarfi fyrir rúm- um 30 árum. irnar, sem hann hafði hug á i öllum tómstundum frá lexí- unum í skólanum. Og hann varð góður íiþróttamaður, eink- um á skíðum og í siglingum, svo sem faðir hans var og er. Ólafur krónprins vann „gullið" fyrir kappsiglingar á Olym- píuleilkjunum í Amsterdam 1928, en Haraldi tókst ekki að gera það sama í Tokyo 1964. Eigi að síður heldur hann trútt við siglingaíþróttina — hvað íþrótt snertir á hún hann hálf- an. En hinn helmingurinn af tómstundaiðjunni er helgaður ýmsu — fyrst og frernst þó veiðiskap í ám. Hann hafði framan af mest gaman af lax- veiði, en smám saman fannst honum silungsveiði vera öllu skemmtilegri. í Lærdalsá í Sogni, sem er eína verulega góða laxá í sunnanverðum Nor- egi (vegna þess að partar úr henni hafa verið í eign sömu fjölskyldunnar, mann fram af manni i nokkrar aldir), er Har aldur ríkisarfi einn slyngasti veiðimaðurinn sem þangað kem ur, hvort heldur er á lax eða silung. Þó að Haraldur ríkisarfi hafi nú í nær tíu ár verið stað- gengill föður síns í ríkisráði, er saga hans sem ríkisstjóra ekki byrjuð enn — og byrjar ekki fyrr en Ólafur konungur er all- ur. En starfssaga hans er löngu byrjuð. Og hún hefiur einkum beinst að því, að búa æsku- lýð Noregs betri daga en áður voru, og sjá til þess, að vel sé búið að unglingum, sem fyrir vanmeta sakir hafa dregizt aft- urúr, svo að úr þeim geti orðið nýtir menn. Þegar hann varð þrítugur, fyrir fjórum mánuð- um, hafði verið gerð lands- söfnun til ágóða fyrir „sumar- vistir'* barna, sem þætti hafa sérstaka þörf fyrir að breyta um loftslag og þroskast. Þessi ,afmælisgjöf“ varð stórfé, sem innan skamms breytist í „Þroskaheimili“ fyrir börn og unglinga. Lesandinn vill helzt vita, ásamt öðru, hvernig „maður- inn líti út“ — ríkisarfinn, sem ætlar að skoða Reykjaivík, Þingvöll og marga aðra staði — en umfram allt Reykholt — í ágúst í sumar? Ég vil ekki taka það að mér, að gefa jafn glögga lýsingu á útliti hans, vaxtarlagi og andlitsdráttum, sem sagnaritarinn Snorri gaf af Haraldi hárfagra: .„hann var allra manna mestur og sterk- astur og fríðastur sýnum, vit- ur maður og skörungur mikill". Haraldur ríkisarfi er friður sýnum, hár vexti, djarfmannleg ur i framgöngu, ræðumaður góður, hnyttinn í tilsvörum og oft gamansámur á líkan hátt og Hákon afi hans varð frægur fyrir á sinni tíð. En að eðlisfari mun hann vera hlédrægur og sízt fyrir það gefinn að láta taka eftir «ér. Að svo stöddu vill hann helzt vera sonur föður síns og semja háttu sína á sama hátt og aðrir uragir menn kjósa. Hann veit um skyldur þær, sem sökum ætternis hvíla á honum í nútíð og framtíð, en hann er um leið bam sinnar tíðar og sú hugsun mun ríkust í honum, að geta orðið hvort- tveggja í senn: góður og þjóð- legur Norðmaður — og vin- sæll og þjóðlegur arftaki föður síns og afa. Morgunblaðið bað mig um að koma þeim spurningum á framfæri við Harald ríkisarfa hvort hann hlakkaði til íslands ferðarinnar í sumar, og hvers- vegna. Sivar hans var á þessa leið: Hann hlakkar til fslands- ferðarinnar, margra hluta vegna, en kannske fyrst og fremst vegna hins nána sam- bands beggja þjóðanna, hinna sögulegu tengsla og hinna gildu þráða sem kynslóð eftir kynslóð hafa haldið við teragsl- unum milli frændþjóðanna. Haraldur ríkisarfi vonar, að heimsókn hans í ágúst verði til þess að styrkja þau tengsli. En viðvíkjandi spuming- unni um, hvað mest aðdráttar- afl fslands sé á ríkisarfann, svarar hann hiklaust: — Heimskringla — Noregs- konungasögur Snorra Sturlu- sonar, og svo í viðbót sú merki- lega lífspeki, sem hægt er að læra af Hávamálum. Skúli Skúlason. Vanur eftirlits- maður með þekkingu á jarðvinnu og steypuvinnu óskast strax til starfa. Enskukunnátta nauðsynleg. Skrif- legar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 244 Hafnarfirði. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ. LÓUBÚÐ Fallegar ítalskar kvenpeysur, ítalskir undirkjólar, verð kr. 180. — Dömubuxur, þykkar og þunnar. — Regnkápur á telpur og drengi kr. 120. — Hnepptar drengja- blússur, drengjahattar, terylenebuxur á drengi. — Regnbuxur í úrvali. — Sund- bolir, sólföt og stuttbuxur. — Kringlóttir kafidúkar. LÓUBIJÐ Starmýri 2. TIL LEIGU Til leigu er 80 — 90 fermetra húsnæði, 4 herbergi (eldhúslaust) og bað. Húsnæðið er á 4. hæð skrifstofuhúss við Hverfisgötu og Snorrabraut. Tvö herbergjanna eru stærst og þau má auðveldlega sameina. Húsnæðið leigist helzt sem skrifstofuhús- næði, iðnaðarhúsnæði (léttur iðnaður), læknishúsnæði eða þ.u.l. — Mánaðar- greiðslur — Einnig kemur til greina að leigja húsnæðið sem íbúðarhúsnæði. Til- boð berist blaðinu fyrir 3. júlí merkt: „Leiguhúsnæði“. Nýkomið HANZKAR — TÖSKUR — VESKI. BEjóðfærahús Reykjavílan* HAFNARSTRÆTI 1. Aletrun á flest alla málmhluti t. d. vindlinga- kveikjara, vindlingaveski, skálar, bakka, verðlaunabikara, penna, borð- búnað og gull og silfurskartgripi. Biðjið um sýnishorn. Afgreitt innan 24 klst. Ódýr og vönduð vinna. Sendi í póstkröfu. inni^i i—n=ui___m HÚSBYGGJENDUR nýtt trá DEXTER! Útihurðaskrár H urðabankarar Bréfalúgur B jöllubnappar Allt með „ANTIK“ áferð og setur skemmtilegan svip á útihurðina. DEXTER kúluhúnaskrár fyrir innihurðir einnig komnar í úrvali. Einkaumboð: Laugavegi 15 Sími 1-33-33. r 1 r L ludvig STORR i L ^^ Á Nýkomnir afar stöðugir 12 og 12 feta súðbirtir plastbátar. Ennfremur 13 feta opnir hraðbátar. Kynnið yður hagstætt verð og greiðslm skilmála. skilmála. Þ. Þorgrímsson & Co. Suðurlandsbraut 6 — Sími 38640.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.