Morgunblaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1967.
3
Norðmenn kaupa verk
eftir íslenzka listakonu
MEÐAL nemenda við mynd-
höggvaradeild Statens Kunst-
akademi í Osló er ung ísíenzk
stúlka, Sigrún Guðmundsdótt-
ir frá Reykjavík. Á hinni ár-
legu nemendasýningu voru
fimm verk eftir Sigrúnu, sem
öll vöktu mikla athygli og hef
ur Statens Kunstakademi
fest kaup á einu 'þeirra.
Sigrún hóf nám við Statens
Kunstakademi i fyrráhaust
og 'hafði áður stundað nám
við Statens HSndverk- og
Kunstindustriskole í Osló.
Hér heima hafði Sigrún stund
að listnám í nokkur ár, áður
en hún sigldi til Noregs.
Kennari Sigrúnar við Statens
Kunstakademi er prófessor
Per Palle Storm.
Ég vonast til að geta stund-
að nám við Statens Kunstaka
demi næsta ár, er haft eftir
Sigrúnu. Þess utan hef ég,
sem stendur ekkert ákveðið
í huga, en mig langar steinna
meir að leggja leið mína til
Parísar eða Kaupmannahafn-
Sigrún Guðmundsdóttir við verk sitt, sem Statens Kunst-
akademi festi kaup á.
Engir hermenn frá Noröur-
Víetnam eru í Suður- Víetnam
- segja fulltrúar Víetcong, sem staddir
eru í Reykjavík til að túlka skoðanir
kommúnista á styrjöldinni
ÞRÍIt fulltrúar frá seskulýðs-
samtökum Víetcong í Suður-Ví-
etnam eru nú staddir hér á landi
á vegum Víetnamnefndarinnar
íslenzku til að lýsa skoðunum
sínum á styrjöldinni þar í landi.
Á fundi með blaðamönnum í
gær skýrðu fulltrúarnir m.a. frá
því aðspurðir, að engir hermenn
frá Norður-Víetnam séu í Suð-
nr-Víetnam.
Talsmaður Víetnamnefndari-
innar íslenzku, Sighvatur Björg-
vinsson skýrði frá því í upp-
hafi fundarins, aðv nefndinni
hefði verið tjáð af Æskulýðs-
fylkingunni, að þrír fulltrúar
frá Víetcong gætu koinið til ís-
lands. Hefði verið frá því skýrt,
að fultrúarnir myndu, fara um
öll norðurlönd á vegum Alþjóða-
samtaka lýðræðissinnaðrar æsku
(kommúnista).
Sagði Sighvatur, að fyrir síð-
ustu helgi hefði nefndinni ver-
ið tilkynnt, að fólkið væri á leið
inni til íslands. Hefði nefndin
fallizt á að taka á móti því og
væri það liður í upplýsinga-
starfi. hennar.
Lagði Sighvatur áherzlu á, að
fulltrúarnir þrír væru ekki máls
svarar Víetnamnefndarinnar ís-
lenzku heldur Víetcong hreyf-
ingarinnar. Kvað hann Alþjóða-
samband lýðræðissinnaðrar
æsku greiða ferðakostnaðinn, en
uppihald hér verða greitt af
nefndinni.
Fulltrúarnir þrír voru þá
kynntir, en þeir eru Le Phuong
(41 árs), sem er formaður sendi
nefndarinnar og á sæti í fram-
kvæmdanefnd æskulýðsfylking-
ingar Víetcong, konan Nguyen
Ngoc Dung (30 ára), sem einnig
á sæti í framkvæmdanefndinni,
og Trinh van Anh (28 ára).
Þá var skýrt frá því, að full-
trúarr.fr þrír muni koma fram
í opinberum fundi í Reykjavík
í kvöld og þar muni m.a. verða
Höfn í Hornafirði, 26. júní.
SL. FÖSTUDAGSKVÖLD kom
hingað 146 manna hópur Suður-
Þingeyinga. Er þetta ijölmenn-
asta bændaför hingað í héraðið
af sjö bændaförum, sem- hingað
hafa komið í sex ár, og jafnframt
er þetta sú fyrsta, sem komst
um alla A-Skaftafellssýslu, allt
til Skaftafells.
f þessum stóra hóp voru 40
hjón. Fólkið var mjög heppið
með veður og naut vel náttúru-
fegurðarinnar hér. í gærkveldi
var svo móttöku- og kveðju-
hátíð í Mánagarði, og sátu 300
lagðar fyrir þá spurningar um
ástandið í Víetnam. Á föstudag
fara fulltrúarnir til Osló, en
þeir hafa áður dvalizt í Svíþjóð,
Finnlandi og Danmörku á veg-
um Víetnamnefnda þar.
Formaður sendinefndarinnar,
Le Phuong, tók fyrstur til máls
og rakti aðdraganda Víetnams-
stríðsins eins og það kemur hon-
um og skoðanabræðrum hans
fyrir sjónir. Kvað hann íbúa
Víetnam vera 31 milljón (þar
af 14 í Suður-Víetnam), en
þarna byggi ein og sama þjóðin,
sem æt-ti sér langa menningar-
sögu. Kvað hann Bandaríkja-
menn nú herða mjög sóknina
Framhald á bls. 31
manns hófið. f dag hélt hópurinn
aft-ur til baka, eftir að hafa ver-
ið sex daga á ferð. Fararstjóri
var sem fyrr Ragnar Ásgeirsson.
— Gunnar.
Fulltrúaráð
Heimdallar
FULLTRÚARÁÐ Heimdallar er
kvatt til fundar kl. 20.30 í kvöld
í Himinbjöxgum, félagsheimili
Heimdallar.
Beit í nef
lögreglu-
manrtsins
Chicago, Illions, 26. júní — AP
LÖGREGLUMAÐURINN, John
Nalepa, var nýkominn á vakt
á laúgardag, er hann sá bifreið
aka framhjá og vantaði á hana
númerið. Nalepa stöðvaði bif-
reiðina og óskaði eftir að sjá
ökuskírteini ökumannsins — en
sá gerði sér þá lítið fyrir og
beit bita úr nefi lögreglumanns-
ins.
Ökumaðurinn var handtekinn
á staðnum, en lögreglumaðurinn
fluttur í sjúkrahús, þar sem
skurðlæknar gerðu sér vonir um
að geta grætt aftur á hann nef-
bitann.
FSýja frá Kína
til Bússlands
Moskvu, 26. júní — AP — NTB
TASS fréttastofan sovézka seg-
ir frá grein, sem birzt hefur í
blaðinu Ogonyok (þýðist: Litli
logi), eftir blaðamann, að nafni
A. Golikov — en þar segir hann
að minnihlutahópar kínverskir,
sem sætt hafi kúgun af hálfu
kínverskra yfirvalda hafi flúið
inn yfir landamæri Sovétríkj-
anna.
Golikov þessi segir, að flótta-
mennirnir hafi margir verið
hungraðir og illa haldnir og hafi
sumir þeirra látizt af vosbúð og
næringarskorti, er yfir landa-
mærin kom. Hefur hann eftir
flóttamönnum, að takist bænd-
um og garðyrkjumönnum ekki
að láta af hendi við yfirvöldin
tilskilda uppskeru sé matar-
skammtur þeirra minnkaður að
sama skapi.
Fjölmenn bœndaför
tll Hornafjarðar
LONDON-AMSTERDAM-KAUPMANNAH0FN
12 dagar, verð kr. 11.800,—
Brcttafrardagar: 2. júlí — 16. júlí — 30. júlí — 13. ágúst —
27. ágúst — 3. september — og 17. september.
Þessar stuttu og ódýru ferðir hafa undanfarin ár, notið sívaxandi
vinsælda og jafnan komizt í færri í þær en vildu. —
Fólki gefst tækifæri til að kynnast þremur vinsælum stórborguim
Evrópu, sem þó eru allar mjög ólíkar. Milljónaborgin London,
tilkomumikil og sögufræg höfuðborg heimsveldis, með sína frægu
skemmtistaði og tízkuhús. — Amsterdam, heillandi og fögur með
fljót sín og skurði, blómum skrýdd og létt í lund. — Kaupmanna-
höfn, þar sem íslendingar una sér betur en víðast á erlendri grund.
Stórborg sem býður upp á fjölbreyttara skemmtanalíf en flestar
aðrar borgir Evrópu. Hægt er að framlengja dvölina í Kaup-
mannahöfn ef óskað er.
Flogið með Gullfaxa hinni nýju og glæsilegu þotu Flugfélagsins.
Fararstjórar: Jón Helgason, Gunnar Eyjólfsson og
Jón Sigurbjörnsson.
Ferðaskiifstoían SUNNA
Bankastræti 7, símar símar 16400 og 12070.
STAKSTEINAR
Kjami málsinj
Kommúnistablaðið segir í for-
ustugrein sl. sunnudag, að minn-
kandi þennsla á vinnumarkaðn-
um sé „afleiðing stefnu“. Tognr-
um hafi fækkað og samdráttur
orðið í bátaflotanum, sem aflar -
fyrir frystihúsin. Spyrja má,
hvort það sé afleiðing stjórnar-
stefnunnar að verðlag á útflutn-
ingsafurðum okkar hefur lækkað
um allt að 40%. Er það afleiðing
stjórnarststefnu að sjávaraflinn
er stopull, að þeir tímar koma að
minni fiskur er í sjónum en áð-
ur, að verðurfar er svo slæmt að
bátarnir komist ekki á sjóinn.
Það verður ólijákvæmilega erfitt
fyrir kommúnista að sanna að
svo sé. Talsmenn álbræðslunnar
og Búrfellsvirkjunar bentu ein-
mitt á, að reynslan hefði sýnt
okkur að sjávaraflinn gæti brugð
izt, þess vegna væri nauðsynlegt
að skjóta fleiri stoðum undir ís-
lenzkt atvinnulíf til þess að
tryggja atvinnuöryggið og treysta
velmegun þjóðarinnar. En þegar
ákveðið var að ráðast í þessar
framkvæmdir lék allt í lyndi. Mik
il síldveiði og hátt verðlag á út-
flutningsafurðum okkar. Samt
sem áður vildu stjórnarflokkam
ir Iæra af aldagamalli reynslu fe-
lendinga og treysta ekki á að
þetta mundi standa til frambúð-
ar. Þess vegna var ráðist í Búr-
fellsvirkjun og álbræðsluna.
Stjórnarandstæðingar, Framsókn
armenn og kommúnistar virtust
hins vegar ekki telja þörf á að
draga neinar ályktanir af reynslu
þjóðarinnar um aldir. Þeir vildu
leggja allt á einn hest. Ef farið
hefði verið að þeirra ráðum er
hætt við að verr horfði en nú
gerir. Reynsla síðustu tveggja
ára hefur einmitt sýnt okkur að
jafnhliða stöðugri eflingu undir-
stöðuatvinnuveganna verðum við
að halda áfram uppbyggingu
nýrra atvinnugreiha.
Framsókn og
embættaveitingar
Það er óneitanlega harla bros-
legt að lesa skrif Tímans um em-
bættaveitingar. Enginn flokkur,
hvorki fyrr né síðar hefur mis-
notað jafn herfilega og Framsókn
arflokkurinn aðstöðu sína í ríkis
stjórn til þess að ívilna sínum
flokksmönnum í stöðuveitingum.
Enn minnast menn ummæla Ei-
riks Kristóferssonar, hins Iands-
kunna skipherra í viðtali við
Mbl. fyrir skömmu, þegar hann
lýsti ofsóknum Framsóknar-
manna á hendur starfsmönnum
Landhelgisgæzlunnar, en þeim
var gert að greiða hlut af kaupi
sínu i flokkssjóði Framsóknar en
hótað brottrekstri ella. Núver-
andi ríkisstjórn hefur leitazt við
að skipa hæfa menn í hvert starf.
Þegar til veitingar þýðingarmik
illa embætta kemur verður að
sjálfsögðu að hafa hliðsjón af
mörgum atriðum. Og fróðlegt
væri að vita hvort Framsóknar-
blaðið treystir sér til þess að
nefna dæmi þess að óhæfur mað
ur hafi verið skipaður í embættl
af núverandi ríkisstjóm eða ráð
herrum. Ekki eru mörg ár síðan
fjármálaráðherra Sjálfstæðis-
flokksins skipaði alkunnan Fram
sóknarmann og frambjóðanda
Framsóknarflokksins í mikilvægt
embætti. Endanlega hlýtur ráð-
herra sá, sem embætti veitir að
velja þann til starfa, sem hann
telur hæfastan og getur þá ver-
ið úr mörgum hæfum mönnum
að velja. Hætt er við að of fast-
bundnar reglur yrðu ekki alltaf
til góðs. Og seint mundu menn
sjá Framsóknarráðherra fela veát
ingavaldið „óháðum aðila“.