Morgunblaðið - 03.10.1967, Page 2

Morgunblaðið - 03.10.1967, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKT. 1987 Verður norskt síldar- flutningaskip fengið til flutninga á síld til söltunar á Siglufirði? FÉLAG um kaup á síldarflutn- ingaskipi á Siglufirði vinnur nú að því að fá leigt hingað til lands norska síldarflutningaskip- ið Kloster til tilraunar við flutn- ing á síld til söltunar. Er gert ráð fyrir því að skipið komi hingað bráðlega, takist samning- ar. Kloster er með einfalt þilfar u.þ.b. 200 fet að lengd og 975 nettótonn áð stærð. Það er smíð- að í Hollandi árið 1960. Um borð í því eru mjög fullkomin tæki til að ísa fersksíld úti á regin- hafi. Hefur skipið verið í til- raunum með þessa aðferð í sum- ar. Aðferðin sem notuð er við ís- inguna á sildinni er í stuttu máli þessi. Skipið nær í síldina beint á miðum. Það leggst upp að síld- arnótum vei'ðiskipanna, ef svo má að orði komast, en dælir síð an síldinni um borð í 400 hl. geymi, sem er í miðju skipinu. Afköst dælunnar eru 660 rúm- metrar á hverja klukkustund við 5C0 sn/mín. Frá geyminum renn ur síldin svo niður í róterandi mál, þar sem hún er mæld í skömmtum, er hæfa í hvern kassa. Þaðan heldur hún áfram ar þró, áfram í gegnum hreyfan- legt rör niður- í gegnum töpp- unarvél í lestinni, og þaðan rað- ast hún í kassana, sem allir eru á hjólum. Þarna er um að ræða fjögur færibönd, sem eru sam- anlagt 110 metrar að lengd og fjórar töppunarvélar ísinn kemur frá kæliklefum fremst í lestinni. Hann er flutt- ur upp á þilfarið í lyftu, en þar tekur færibandið vi’ð og flyt ur hann áleyðis til geymslu. Þar er svo ísnum deilt á fjögur færi- bönd, sem flytur hann áfram til töppunarvélanna í lestinni — í gegnum þróna og hið hreyfan- lega rör. Til þess að afferming geti gengið fljótar fyrir sig, er köstunum staflað upp á uppskip- unarpalla. Sé um miög stór köst að ræða hjá veiðiskipunum, getur Kloster lagzt upp að nótinni eftir sem áður og dælt úr henni meðan veiðiskipið fyllir sig einnig. Kloster á að geta athafnað sig við allar sömu aðstæður og veiði skipirt. Norska síldartlutningaskipið Kloster. Samþykkt aukafundar LÍÚ: Stjórn LIU undirbúi greinargerð og ályktun um tengsl við EFTA og EBE A AUKAFUNDI Landsam- bands íslenzkra útvegsmanna, sem haldinn var sl. föstudag var samþykkt tiilaga frá Jarðskjálftamælum komið fyrir syðra ÞEGAR Morgunblaðsmenn heim sóttu vitavörðinn í Reykjanes- vita sl. laugardagskvöld voru þar fyrir þeir Þorbjörn Sigurgeirs- son, prófessor, og Ragnar Stef- ánsson, jarðskjálftafræðingur, sem unnu að því að koma jarð- skjálftamæli fyrir. Þeir félagar völdu mælitæki sínu stað uppi á lofti radíóvita- húss vitavarðar, en það er mjög rammbyggilega gert, járnbent í hólf og gólf. Þarna var komið fyrir jarð- skjálftamæli þeim, sem áður var í Surtsey. Hinar minnstu jarð- hræringar koma fram á segul- bandstæki, en við það eru tengdar leiðslur með rafstraumi frá mælum, sem þeir félagar höfðu komið fyrir í allmikilli fjarlægð. í gær komu þeir fyr- ir fleiri jarðskjálftamælum úti við, þannig að þeir mynda þrí- hyrning. Ragnar Stefánsson tjáði Morg unblaðinu í gær, að síðustu jarð skjálftakippirnir hefðu mælzt aðfaranótt sunnudags. Hefðu upptök þeirra verið 50—55 km frá Reykjavík, eða úti fyrir Reykjanesi. stjórn LÍÚ um að sérstakri samþykkt varðandi aðild Is- lendinga að EFTA og tengsl við EBE yrði vísað til stjórn- ar samtakanna sem síðan ber að undirbúa greinargerð og ályktun um hugsanlega að- ild eða samninga íslands við Fríverzlunarbandalagið og Efnahagsbandalag Evrópu og afhenda hana ríkisstjórninni enda verði hún samþykkt af a.m.k. % stjórnarmanna. Jafn f%. ______ Þeir Þorbjörn Sigurgeirsson (t.v.) og Ragnar Stefánsson koma tækjum sínum fyrir uppi á lofti radíóvitahússins. Ljósm. Ól. K. M. SovétnjósnarSnn sem var nær orðinn yfirmaður brezku leyniþiónustunnar London, 2. okt. NTB. Ó Brezku sunnudagshlöð- in Observer og Sunday Times birtu í gær einstæða njósnasögu um sovézkan njósnara, sem litlu mun- aði, að yrði yfirmaður brezku leyniþjónustunnar. Hér er um að ræða Bret- ann Kim Philby, sem árið 1963 flúði frá Beirut til Moskvu, eftir að sovézkur leyniþjónustumaður, er hafði gefið sig fram við vestræn yfirvöld, skýrði þeim frá starfsemi hans. Blöðin segja, að Philby hafi farið að ráðum Sovét- stjórnarinnar, þegar hann ár- ið 1934, hóf að gera ráðstafan- Kim Philby. ir til þess að komast inn í brezku Ieyniþjónustuna. Hon- um tókst það árið 1941 og þremur árum síðar var hann einn helzti yfirmaður allrar njósnastarfsemi Breta um Sovétríkin. Segir Observer, að Philby hafi verið mikilvæg- asti njósnari, sem Sovétríkin hafi nokkru sinni haft á Vest- urlöndum. „Hann klifraði svo hratt upp eftir metorðastigan- um í brezku leyniþjónustunni og leyndi svo vel hinni sönnu starfsemi sinni, að um tíma var talað um hann sem verð- andi yfirmann leyniþjónust- unnar“, segir Observer. Brezka utanríkisráðuneytið hefur ekkert viljað segja um mál þetta, hvorki neitað né játað, en talsmaður ráðuneyt- isins sagði, að það væri venja, þegar um slík mál væri að ræða. Elzti sonur Kims Philbys, John Philby, sem er 24 ára, kom nýlega til London frá Moskvu, þar sem hann, að eigin sögn, atfhenti föður sín- um bréf frá Sunday Trmes. Hann sagði hinsvegar í gær, að hvorki hann né faðir hans hefðu haft sarmvinnu við Sun- day Times um frásögnina. >ó birti blaðið myndir af Kim Philby í Moskvu, sem það seg ir, að John Philby hafi tekið. Að því er Observer segir má rekja þessa furðulegu sögu til áranna upp úr 1930, þegar Philby stundaði nám í Cambridíge. Um þær mundir voru margir brezkir háskóla- Framhald á bls. 24 framt samþykkti fundurinn að vísa til stjórnar samtak- anna tveimur öðrum tillögum, sem snertu þetta mál. Hin upphaflega tillaga, sem lögð var fyrir fundinn var svo- hljóðandi: „Með tilliti til þess að núver- andi tollar í EFTA og EEC, 10— 30%, gera sölu sjávarafurða okk- ar til landa í þessum bandalögum mjög óhagstæða og frekari hækk un virðist yfiorvofandi og toll- arnir stappa nærri því a'ð hindra viðskipti við löndin innan banda laganna, þá telur fundurinn nauð sýnlegt, að ísland gerist aðili að EFTA og leiti eftir aukaaðild að EEC, þar sem sérstaða Islands sé viðurkennd og tryggð, ef EFTA-löndin gerast almennt aðil ar að því bandalagi". Þórhallur Ásgeirsson ráðuneyt isstjóri mætti á fundinu að beiðni samtakanna, og skýrði fundarmönnum nokku'ð frá þess- um tveim bandalögum og svar- aði fyrirspurnum. Á stjórnarfundi í samtökunum, sem haldinn var síðar þennan sama dag, var ákveðið að breyta ofangreindri ályktun, og leggja hana fyrir fundinn þannig: „Fundurinn samþykkir að vísa 8. lið í tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, til stjórnar LÍU. og felur henni að undirbúa greinargerð og ályktun um hugs Fraimhald á bls. 31 Bílaárekstrar á Vesturlandsvegi HARÐUR árekstur varð á Vest- urlandsvegi, skammt fyrir sunn- an Þingvallaafleggjarann um hálfsex á sunnudag. Volvobíll, sem var á leið til Reykjavíkur ók fram úr öðrum bíl, sem sveigði inn á veginn í sömu mund og neyddist ökumaður Volvosins þá til að fara yfir á hægri kantinn. Við það rakst hann á bíl, sem kom á móti, og varð áreksturinn allharður. Hvorug- an ökumanninn sakaði, en stúlka í Volvubílnum og fullorðinn maður í hinum hlutu bæði höfuð högg. Var maðurinn fluttur í sjúkrahús. Báðir bílarnir skemmdust töluvert. Aðalfundur Varðar á Akureyri AÐALFUNDUR Varðar, FUS, á Akureyri, verður haldinn í Sjálf stæðishúsinu uppi nk. föstudags kvöld, 6. október, og hefst klukk- an 20:30. Dagskrá: Venjuleg að- alfundarstörf og umræður um vetrarstarfið. Varðarfélagar eru hvattir til að fjölmenna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.