Morgunblaðið - 03.10.1967, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKT. 1967
<
MAGNÚSAR
SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190
eftir lokun simi 40381
<£>SIM11-44-44
Hverfisgötn 103.
Síml eftir tokun 31100.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstrætl 11.
Hagstætt leigngjald.
Bensín Innifalið í leigugjaldi.
Sfftii 14970
BÍLALEIGAINi
- VAKUR -
Sundlangaveg 12. Simi 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
jT, - ~ *B/IA If/GJV*
RAUOARARSTÍG 31 SÍMl 22022
Flest til raflagna:
Rafmagnsvörur
Heimilstæki
(Jtvarps- og sjónvarpstæki
Kaf magnsvii rubií ðin sf
Suðurla'ndsbraut 12.
Simi 81670 (næg bílastæði)
Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl.
og Einar Viðar, hrl.
Hafnarstræti 11 - Sími 19406.
AU-ÐVITAÐ
ALLTAF
Þess vegna lenti
þotan í Reykjavík
Marínó Jóhannsson, flug-
uimsjónarmaðuir á Keflavíikur-
flugvelli, skrifar Velvakanda:
„Undanfarið hefir verið tölu-
vert blaðaskrif vegna lending-
ar Boeing-þotu Flugfélags ís-
lands á Reykjavíkuirflugvelli
hinn 11. sept. s.l. Virðast þeir,
sem um þetta mál hafa ritað,
á einu máli <um, að Keflavíkur-
flugvöllur hafi ekki verið
„LOKAf)UR“, og er helzt á
skrifum þessum að skilja, að
einlhverjair annarlegar ástæður
hafi ráðið þeirri áikvörðun
flugstjórans að lenda ekki á
Keflavíkurflugvelli, Einn bréf-
ritarinn skrifar Velvakanda ög
segir sér vera kunnugt um, að
flugvöllurinn hafi verið „op-
inn“ og allt flug gengið sam-
kvæmt áætlun nema þetta eina.
Undirritaðan langar til að
benda á nokkrar staðreyndir í
þessu máli:
1) Frá því um hádegi og
fram undir miðnætti .umrædd-
an dag kom engin farþegaflug-
vél til Keflavíkurflugvallar.
2) Kl. 12 á hádegi var létt-
skýjað á Keiflavík, vindur suð-
suðvestan 4 vindstig (15 hnút-
ar) og skyggni 8 km. Kl. 16.00
var vindhraðinn kominn upp í
6 vindstig (28 hnútar), skyggni
1,6) km og alsikýjað í 300 feta
hæð og rigning. Kl. 17.00 var
vindhraðinn 5-7 vindstig (20-
30) hnútar) og veður óbreytt.
Kl. 24.00 var vindur suðvestan
4 vindstig (15 hnútar), skyggni
13 km, léttskýjað í 1000 feta
hæð og skýjað í 2200 fetum.
f>otan lenti í Reylkjavík kl.
17.22.
3) Lendingarradar (PAR)
fyrir þá bra-ut, sem vindur stóð
á, var toilaður, en lágmarks-
skyggni og skýjahæð fyrir að-
flug var á radar fyrir brautir
25 og 21 er 450 fet og 1.6
km skyggni, og er það lágmark
sett flugmönnum Flugfélags
íslands af félaginu og Flugmála
stjórninni.
Öll blindlendingartæki á
braut 12 voru í lagi, og lág-
marksskyggni og skýjahæð fyr-
ir þá braut er 200 fet og % úr
km. Má því með sanni segja,
að Keflavíkurflugvöll'ur hafi
verið „opinn“, en. 5-7 vindstig
voru þvert á þá braut, og því
afar hæpið að reyna þar lend-
ingu.
Verður því varla sagt annað
en flugstjóri þotunnar hafi gert
rétt í því að snúa frá Keflavík-
urflugvélli og tiryggja öryggi
farþega sinna og farkosts, með
því að lenda þar sem veður var
hagstæðara, en ekki hefi ég séð
deilt um það, að Reykjavíkur-
flugvöllur hafi verið „opinn".
Hvort rétt sé að gera þotuna
út frá Reykjavíkurflugvelli, er
hins vegar annað mál, sem
undirritaður vill ekki leggja
á dóm á þessum vettvangi.
Flúgstjórar íslenzku flug-
félaganna eru reyndir flug-
menn og öruggir og áreiðanlega
færastir til að dæma um, hvar
sé öruggast að lenda, og þeir
láta áreiðanlega engar aninar-
legar ástæður eða deilur leik-
manna ráða þar um.
Keflavíkurflugvelli,
29. september 1967,
Marínó Jóhannsson,
flugumsjónarmaður“.
Þrætumál þetta spannst af
því, að þegar þotan lenti í
Reykjavík, var orsök þess opin-
berlega sögð sú, að völlurinn í
Keflavík hefði verið lokaður,
en flugvallarstjórinn á Kefla-
víkurflugveli, Pétur Guð-
mundssion, bar það til baka.
Kjarni málsins er því sá, að
þótt völlurinn syðra hafi ekki
verið lokaður, hefur flugmann-
inum þótt tryggara að lenda í
R&ykjavík. Þar eð lendingar-
staðamál þotunnar eru mörgum
harla viókvæm, eins og lesend-
um Velvakandi ætti að vera
orðið sæmilega kunnugt, hefur
þessi atburður orðið til þess
að hella nýrri rifrilidisolíu á
þrætueldinn.
Gnoð
„Hofsósi, 26. sept. 1967.
Góði Velvakandi!
Til hvers er öll þess leit að
nýyrðum? Við eigum í íslenzku
orðabókinni orðið gnoð-skip.
Ekki tiltekið neitt sérstakt skip,
eða tegund skipa.
Gæti þetta því ekki átt við
nýja farkostinn, sem allir vilja
skíra?
Aðeins „Gnoð“, en mætti
hafa greini með, ef þurfa
þættL
Kær kveðja,
Pála Pálsdóttir".
Tillitsleysi eða
sjálfsögð varúðar-
ráðstöfun?
„Mannvinur“ skrifar:
„Um daginn las ég frétt
þess eðlis, að kona hefði kom-
ið fram heil á húfi, eftir að
víðtæk leit hefði verið gerð að
henni af hendi lögreglu og leit-
arsveita. Konan hafði horfið
frá heimili sínu klukikan tíu
um morguninn og ekkert til
hennar spurzt, þegar leitar-
beiðni barst klukkan þrjú um
daginn. Það 'hlýtur að valda
furðu margra, ef fólk getur
ekki farið frá heimili sínu í
nokkra klukkutíma, eða jafn-
vel daglahgt, án þess að eiga
von á því, að lögregla og Ieitar-
sveitir séu á hælum þess. Það
er furðulegt ófreisi, sem menn
þá búa við, ef slíkt á að við-
gangast. Lögreglan getur tæp-
lega verið skyldug til þess að
sinna slíkum leitarbeiðnium
frá fólki, sem af ímyndaðri
umhyggjusemi fremur e.t.v.
meirá illt en gott með íhlutun
siníli, því að það hlýtur að vera
óhugnanlegt að hafa lögregl-
una allt í einu yfir höfði sér,
þegar maður á sér einskis ills
von, þótt maður hafi ef til vill
brugðið eitthvað af venjulegri
leið, sem hverjum manni hlýt-
ur þó að vera bæði lagalega og
siðferðilega heimilt.
Stiundum er þess getið í leit-
artilkynningum frá lögregl-
unni, að viðkomandi sé, eða
hafi verið að einhverju leyti
sjúkur. Sérhver siðsamuT mað-
ur hlýtur þó að sjá, að slíkar
úthrópanir á þegnunum eru
vægast sagt ósmekklegar og
ættu ekiki að eiga sér stað. Auk
þess eiga jafnvel sjúkir menn
að hafa bæði ferðafrelsi og
persónufrelsi. Annað væri
hrein og bein óhæfa.
Mannvinur“.
^ Veitingahús
á Öskjuhlíð
Dóra Jónsdóttir skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Nú fék'k ég allt í einu hug-
mynd, sem ég gjarnan vildi
koima á framfæri og datt þá í
hiug, að snúa mér til þin. Heita-
vatnsgeymarnir á Öskjúhlíð
eru mannvirki, sem margir
hafa fyrir augunum og virðast
hafa verið allmörgum þyrnir í
augum. En hitt er staðreynd
að af Öskuhlíð er víðsýnt
mjög og fagurt útsýni. Myndi
ekki vera möguleiki á að koma
fyrir veitingasölu á þessum
slóðum, helzt í „Cafeteria“
formii? Víða erlendis er slíkri
kaffisöliu komið fyrir einmitt í
sam'bandi við útsýni, má þar
nefna hið háa Euromast í Rott-
erdarn og fleiri sjónvarpsturna,
eða mannvirki fyrir heimssýn-
inguna í Brússel og París.
Myndi ekki vera hægt að
sameina svona veitingasölu og
útsýni uppi á einum geymin-
um? Ef það væri ógerlegt ofan
á geyminum sjálfum, gæti það
þá ekki verið sjáifstætt fyrir
ofan geyminn t.d. á stálsúlum
eða öðruim undirstöðum, sem
sérfróðir menn myndu sjálfsagt
geta bent á. Með þessu kann
að vera, að hægt væri um leið
að fegra útlit geymanna.
Dóra Jónsdóttir“«
Velvakandi heldur, að á
þetta hafi áður verið minnzt í
þessum dálkum og jafnvel víð-
ar, ennfremur á þá hugmynd,
að veitingasalur snerist hægt
ofan á einum turnanna, en slik-
ir snúningssalir eru vinsælir
víða erlendis.
fóbaksveskin
vinsælu
með fjöðrinni eru kær-
komin tækifæris- og af-
mælisgjöf fyrir pípu-
reykingamenn.
VERZLUNIN ÞÖLL
Veltusundi 3 (gegnt Hótel
íslands bifreiðastæðinu).
Sími 10775.
Skipti óskast
á nýstandsettri 4ra herbergja íbúð í Norðurmýri og
stærra húsnæði. Milligreiðsla eftir samkomulagi.
Upplýsingar í síma 13668 kl. S—9 á kvöldin.
Hvað kostar
að fá teppi
yffir allt gólffið?
CfTmtm ttiia borm kmU* mbm» «a >ér kaldlí).
wfsrojv
Álafoss, Þlngholtsstræti 2. Síml 1J