Morgunblaðið - 03.10.1967, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKT. 1967
Útgefandi: Hf. Aryakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús jónsson.
Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Jphannessen.
Eyjólfur KonráS Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson.
Rifstjóm og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
REKSTRAR GR UND-
VÖLLUR SJÁVAR-
ÚTVEGSINS -
k lyktun aukafundar Lands-
-t*- sambands íslenzkra út-
vegsmanna staðfestir það,
sem raunar er á allra vitorði,
að sjávarútvegurinn á við
mikla erfiðleika að etja. LÍÚ
staðfestir einnig, að kjarni
vandamálsins er verðfall á
sjávarafurðum og aflabrestur.
Bolfiskafli bátaflotans síð-
ustu vetrarvertíð minnkaði
um 16% frá árinu áður, nam
175 þús. lestum en var 208
þús. lestir 1966. Verðfall á
frystum fiskflökum nemur nú
15—20% frá meðalverði sl.
árs. Aflabrestur hefur orðið
á humarveiðum og dragnóta-
veiðum og sérstök vandamál
hafa skapazt í skreiðarsölu
vegna borgarastyrjaldar Ní-
geríu.
Miðað við 16. sept. var
verðmæti síldaraflans upp
úr sjó 264,6 milljónir en 715,5
milljónir sl. ár og aflaverð-
mæti á skip var 16. sept. sl.
1.740.000 kr. en var á sama
tíma í fyrra 3.850.000 kr. Mið
að við 23. sept er áætlað út-
flutningsverðmæti síldaraf-
urðanna 474 milljónir en var
á sama tíma í fyrra 1464
milljónir og nemur lækkun-
in um 990 milljónum.
Verðfallið á lýsi er gífur-
legt. Um mitt sl. ár var mark-
aðsverð á því rúmlega 70
sterlingspund er nú talið
36 sterlingspund. Markaðs-
verð á mjöli var um mitt sl.
ár rúmlega 19 shillingar en
er nú komið í rúmlega 14 shill
inga.
Þótt togaraútgerðin hafi
gengið betur í ár að því er
afla varðar stendur hún nú
frammi fyrir lækkuðum toll
kvóta á ísfiski á Þýzkalands-
markaði og stórhækkuðum
tollum og jafnvel hvalveið-
arnar sjá nú fram á verulega
erfiðleika vegna verðfalls á
lýsi og mjöli og sölutregðu á
sumum hvalafurðum. fslenzk
stjórnarvöld fá ekki ráðið við
þetta mikla verðfall á afurð-
um okkar eða aflabrestinn,
það er væntanlega öllum
ljóst. Þessum erfiðleikum
verður að taka og bregðast
við þeim á raunsæjan hátt.
fslenzkt efnahagslíf og af-
koma landsmanna er enn
bundin sjónum í svo ríkum
mæli að slíkir erfiðleikar
hljóta að snerta hvern einasta
landsmann.
Fólk verður að búa sig und
ír að taka afleiðingum minnk
andi afla og lækkandi verðs,
það er óhjákvæmilegt. Um
leið verður að treysta á skiln-
ing almennings á þeim ráð-
stöfunum, sem nauðsynlegt
er að gera til þess að skapa
sjávarútveginum á ný skap-
legan rekstrargrundvöll. Sjáv
arútvegur og fiskiðnaður er
meginundirstaða lífsafkomu
okkar og þegar slíka vá ber
að höndum í þeirri atvinnu-
grein hljóta allir landsmenn
að taka þátt í að leysa þá
erfiðleika.
LÝÐRÆÐI í
S- VIETNAM
|Z osningarnar í Suður-Víet-
nam voru tvímælalaust
spor í rétta átt. Það virðist
samdóma álit þeirra, sem með
þeim fylgdust að þær hefðu
farið svo heiðarlega fram sem
frekast mátti búast við og
enn hafa ekki komið fram
sannfærandi upplýsingar um
hið gagnstæða.
Kosningarnar munu því
styrkja þá meginröksemd
Bandaríkjamanna fyrir þátt-
töku í Víetnamstríðinu, að
þeir séu þar til þess að berj-
ast fyrir málstað lýðræðis og
frelsis en óneitanlega veikti
herforingjastjórnin mjög þá
röksemd, eða eins og Robert
Kennedy sagði í ræðu fyrir
nokkru: „Skuldbindingar okk
ar eru gagnvart fólkinu í Suð
ur-Víetnam — ekki hershöfð-
ingjunum í Saigon“.
En á sama hátt og kosn-
ingarnar og framkvæmd
þeirra eru spor í rétta átt og
styrkja málstað Bandaríkj-
anna í Suður-Víetnam er
handtaka helzta andstæðings
herforingjanna í kosningun-
um spor aftur á bak. Ekki
verður séð að fram hafi kom-
ið a.m.k. til þessa sannfær-
andi rök fyrir þeim ákærum
sem á Duz eru bornar. Þær
kunna að sjá dagslins Ijós síð
ar.
Engum dettur í hug að lýð-
ræði, eins og við þekkjum
það á Vesturlöndum verið
byggt upp á einum degi í Suð
ur-Víetnam, en hins vegar á
hershöfðingjunum, sem nú
hafa verið kjörnir lögmætri
kosningu þar í landi, ekki að
líðast að setja pólitíska and-
stæðinga sina í fangelsi nema
óyggjandi rök liggi fyrir um
sekt þeirra.
Frá því var skýrt í fréttum inni Tijuna í Mexikó. Telp- sem lögð voru í sjúkrahús,
fyrr í vikunni, að tugir barna uranr tvær á myndinni en lifðu eitrunina af. Mæður
hefðu látizt af völdum mjólk- Maria Rodrigues og Ruth þeirra sitja við rúm þeirra.
ureitrunar í landamæraborg- Morales voru meðal 50 barna,
Gefur morgunstund guli í mund?
Nýstárlegar rannsóknir á morgunhönum og nœturhröfnum
MARGIR álíta sig bezt fyrir
kallaða að morgni dags gagn-
stætt öðrum, sem telja sig
bezt fyrirkallaða að kvöld-
lagi. Þetta keinur glögglega
fram meðal skólanemenda.
Þcir skipast i aðalatriðum í
tvo hópa. Annar stritar viff
lærdóminn að morgni og
fyrri hluta dags, en hinn kýs
fremur seinni hlutann um
kvöldið.
Nú hafa niðurstöður rann-
sóknar á þessu sviði staðfest
að trúin um morgun og kvöld
menn hefur við nokkur rök
að styðjast. Munurinn er tal-
inn fólginn í tveimur ólikum
persónuleikum hinum dula og
innhverfa og hinum opna og
úthverfa.
Það var sá liður rannsókn-
arinnar, sem beindist að vak-
andi athygli, sem sýndi fram
á, að hinir innhverfu náðu
beztum árangri að morgni,
en þeir úthverfu að kvöldi.
Við athuganir sálkönnun-
ardeildar læknisfræðistofn-
unarinnar í Cambridge kom í
ljós, að mismunur þessi er
einnig í tengslum við dagleg-
ar sveiflur líkamshitans.
Líkamshiti mannsins er að
öllu lægstiur snemma að
morgni dags, en nær hámarki
um klukkan 9 að kvöldi. En
Cambridge athuganirnar
leiddu einnig í ljós, að lík-
amshiti hins innhverfa stígur
fyrr en hins úthverfa, en fell-
ur fyrr að kvöldi.
Þegar líkamshitinn er lág-
ur er hugur og líkami sljórri
en ella. Aftur á móti eykst
heilastarfsemin við aukinn
hita. Þetta kann að vera
ástæðan fyrir betri árangri
hins innhverfa að morgni
andstætt hinum úthverfa að
kvöldi.
Orsakirnar fyrir áður-
nefndu sambandi persónu-
leikans við líkamshitann eru
ókunnar. En þessar mikil-
vægu líffræðilegu sveiflur í
líkamanum eru í vaxandi
mæli viðfangsefni vísinda-
legra rannsókna.
Afleiðingarnar af hinum
lága morgunhita eru margvís
legar í daglega lífinu. Slysa-
tíðni þeirra morgunsvæfu er
mest árdegis. Þotuflugmönn-
um lætur sízt að bregðast við
óvæntri hættu og skurðlækn-
ar hafa ekki náð hámarks-
hæfni á þessum tíma dagsins.
Nútíma iðnaðarþjóðfélag
leiðir æ meir til vaktavinnu-
fyrikomulags. Sumir aðlag-
ast tiltölulega skjótt breyting
um líkamsstarfseminnar, sem
af vöktunum hlýzt. Þó er tal-
ið, að það taki hinn aðlögun-
arhæfasta mann fimm daga,
að venjast þessum breyting-
um. Flestir þarfnast tveggja
vikna til slíkrar samhæfing-
ar og sumir ná henni aldrei.
Þetta gefur til kynna, að ef
um næturvaktir er að ræða
skyldu menn kappkosta að
stunda þær a.m.k. um mán-
aðartíma eða lengur svo að
álagið á líkamann, sem orsak-
ast af breytingunni jafnist
sem mest. Slíkt er auðvitað
hægara sagt en gert vegna
trufiandi áhrif næturvinnu á
allt félags og fjölskyldulíf.
Samhliða þessu virðist ýmis
legt benda til, að viss meðöl,
röntgengeislar og uppskurðir
verki mijafnlega á hinum
ýmsu tímum sólarhringsins.
Þessi breytileiki kann í fram-
tíðinni að hafa áhrif á með-
höndlun sjúklinga á spítöl-
um.
Ekki er öll líkamsstarfsem-
in í gangi allan sólarhring-
inn. Alkunna er að hkiti þess
arar stafsemi fylgir hinum 29
daga tunglgangi. Ástæðan
fyrir að kynhvötin t.d. virð
ist háð tunglgangi er mjög á
huldu. Síðustu rannsóknir
bandarískra vísindamanna
hafa enn aukið óvissuna með
því að sýna fram á að fjórvg-
un og fæðingar standa einnig
í tengslum við tunglganginn.
Dr. Walter Menaker í New
York borg hefur nýlega not-
fært sér tölvu ti' að rannsaka
fæðingar 500 þúsund barna
á árunum 1961—’63. í ljps
kom að fæðingar voru tíðari
á hálfsmánaðar tímabilinu í
kringum fullt tungl en ella.
Þar af leiðir að líkur á frjóvg
un eru meiri kringum fullt
tungl.
Þó tunglskin hafi löngum
verið orðað við rómantík og
kynhvatir er vísindaleg skýr-
ing fyrirbærisins ekki fyrir
hendi. Niðurstöður fyrr-
greindra rannsókna undir-
strika að sveiflur í líkams-
starfseminni eru snarari þátt-
ur í daglegu lífi en margan
grunar.
VORUSKIPTA-
JÖFNUÐURINN
ITöruskiptajöfnuðurinn við
* útlönd frá áramótum til
ágústloka er óhagstæður um
1973,9 milljónir en var á sama
tímabili í fyrra óhagstæður
um 874,6 milljónir. Útflutn-
ingstekjurnar eru á þessu
tímabili um 830 milljónum
minni en í fyrra en hins veg
ar er innflutningurinn mjög
svipaður, eða örlítið meiri í
ár, þegar frá er dreginn inn-
flutningur skipa, flugvéla og
vegna Búrfellsvirkjunar í báð
um tilvikum.
Það er athyglisverð stað-
reynd, að innflutningurinn
helzt svipaður og verið hef-
ur, þrátt fyrir stórminnkaðan
útflutning og almenna erfið-
leika í efnahags- og atvinnu-
lífi sökum verðfalls og afla-
brests. Þetta sýnir, að enn hef
ur almenningur ekki að ráði
takmarkað einkaneyzlu sína.
Hitt er svo ljóst, að með
tilliti til fyrirsjáanlegra og
áframhaldandi erfiðleika á er-
lendum mörkuðum er ekki
hægt að búast við því að
einkaneyzla haldist svo mik-
il, sem verið hefur. Úr henni
hlýtur að draga um sinn með
an aflabrestur og óhagstæð
verðlagsþróun varir.