Morgunblaðið - 29.10.1967, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.10.1967, Qupperneq 2
4 2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKT. 1987 t * Landsvirkjun tekur spildu á Hólmsheiði Stjórn Fjöliðjunnar hf. Frá vinstri: Eyjólfur Bjarnason, Sigurbjörn ólafsson, frú Hrefna Ingvars- dóttir, frú Sigurlaug M. Jónsdóttir og Ingvar S. Ingvarsson. (Mynd: Ól. K. M.). Fjöliðjan hf. opnar nýja verksmiðju á Hellu Á FUNDI borgarráðs sl. þriðju- dag var samþykkt að gera leigu samning við Landsvirkjun um landsspildu í Hólmsheiði, 164965 ferm. að flatarmáli, til fimmtiu ára. Ársleiga fyrir 1968 er ein króna á fermetrann. Jón G. Tómasson, borgarritari, sagði Mbl. í gær, að fyíst um Heimsljós í einu bindi KOMIN ER frá Helgafelli þriðja Laxnessbókin á stuttum tíma. Fyrst íslendingaspjall, „hið harkalega ádeilurit en um leið óður til íslands og hinnar miklu þjóðar íslendingasagna". Þá kom út í síðasta mánuði fyrsta stór- skáldverk Halldórs, sagan Undir Helgahnúk, sem hann skrifaði á Klausturárum sínum af svo mikl um eldmóði. Og loks kom i dag það verk skáldsins, sem sumir telja mest og aflaði honum Nó- belsverðlaunanna öðrum fremur Heimsljós. Kemur nú ailt verkið, sem áður kom út í fjórum bind- um, í aðeins einu stóru bindi. Eskifjörður, 26. okt. MESTA söltun á Eskifirði á þessu ári var í gær og fram eftir nóttu. Saltaðar voru samtals 3614 tunnur. Síldin er talsvert blönduð. Hefð: verið unnt að salta 200 til 300 tunnum meira, en sýslumaður skrapp til Reykjavíkur í síðustu viku, en hann kom heim seint í nótt. Nokkrar mæður komust því ekki út í söitun í gær, þar eð enginn var til þess að gæta barna þeirra. Eftirtalin síidarpiön söltuðu sem hér segir: Auðbjörg 1100 tunnur, Bára 1000, Askja 430, Eyri, 603, Sigfús Baldvinsson s.f. 481. Það er ánægjulegt að sjá hvað heimilisfólk á Eskifirði er duglegt við að bjarga gjald- SIÐSKIPTAHÁTÍÐ verður hald in í Skálholti I tilefni af 450 ára afmæli siðbótar. Hátíða- höldin hefjast með samkomu í Skálholtskirkju næstkomandi þriðjudagskvöld 31. október, kl. 9.15. Þá verður hátíðamessa í Skálholtskirkju sunnudaginn 5. nóvember klukkan 14. Áformað er að síðar í nóv- ember verði svo tvær til þrjár samkomur í kirkjunni. Samkom an á þrðijudagskvöld hefst með sinn ætlaði Landsvirkjun að nota svæði þetta til geymslu. Síðar meir væru fyrirhugaðar þarna byggingar og ef til vill yrði svæðið nýtt á annan hátt og því væri leigan aðeins ákveðin eitt ár í senn. Leigutími verður fimmtíu ár frá 1. janúar 1968 að telja. Iðnnemar þinga 25. ÞING Iðnnema samband ís- lands var sett á föstudagskvöld í félagsheimili múrara, að Freyju götu 27. Mættir voru til þings um 60 iðnnemar víðsvegar af landinu. Ingi Torfason, varaformaður I.N.S.Í. setti þingið í forföllum formanns. Síðan fluttu ávörp, Snorri Jónsson frá A.S.Í. og Or- lygur Geirsson frá Æ.S.Í. Því næst voru kosnir starfsmenn þingsins. Ingi Torfason var kos- inn þingforseti og Ólafur Þor- steinsson og Örlygur Sigurðsson varaforsetar. Ritarar þingsins voru kosnir Kristinn Karlsson og Sigurður Jóakimsson. Þá voru kosnar nefndir þingsins. Þing- fundi var framhaldið í félags- heimili læknafélagsins Domus Madica síðdegis í gær. Kópavogur SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópa- vogs heldur almennan fund í Sjálfstæðishúsinu við Borgar- holtsbraut n. k .fimmtudag, 2. nóv. kl. 20,30. Magnús Jónsson fjármálaráð- herra kemur á fundinn og ræðir um „Viðhorf í efnahagsmálum”. Að lokinni ræðu fjármálaráð- herra verða almennar umræður, og síðan mun ráðherra svara fyr irspumum, sem fram kunna að koma. Sjálfstæðisfólk í Kópavogl hvatt til þess að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti. eyri þjóðarinr.ar með því að salta síldina. Fólk sem er í fastri vinnu á daginn fer strax í síldarsöltun og það er búið í sinni vinnu. En mest er ég hissa á búðarstúlkum og síma- stúlkum, sem söltuðu í alla nótt frá hálf sex í gærkvöldi til sjö í morgun og mér finnst þær aldrei hafa verið duglegri við afgreiðsluna en einmitt í dag. þess má geta að 16 aðkomu- stúlkur eru hér á Eskifirði við síldarsöltun. — Regina. Þess má geta að 16 aðkomu- ur áður skýrt lesendum Mbl. frá því að sýslumaður og skólastjór inn á Eskifirði aðstoða konur í þorpinu með því að gæta barna þeirra meðan þær vinna við söltun. klukknahringingu og lúðra- blæstri. Þá mun Skálholtskór- inn syngja en aðaierindi kvölds- ins flytur séra Eirikur J. Ei- ríksson, þjóðgarðsvörður á Þing völlum. Á samkomunum sem síðar verða haldnar munu fleiri kunnir menn flytja erindi varð andi siðaskiptin, m.a. Róbert A. Ottósson, er fjallar um tónlist frá siðaskiptatímunum. Söfnuð- ir og sóknarprestur Skálholts- kirkju. EFTIR rúmlega eina viku hefur starfsemi á Hellu á Rangárvöll- um verksmiðja, sem framleiðir einangrunargler og öryggisgler. Þessi verksmiðja er nokkurs konar útibú frá Fjöliðjunni hf. á ísafirði. Á fundi með frétta- mönnum í gær, sagði Ingvar S. Ingvarsson, einn af stjórnendum verksmiðjunnar, að hluthafar hennar teldu það æskilega þró- un, að iðnaðurinn dreifðist um landið, og væri ekki allur í þétt- býlinu. Nauðsynlegt væri að gera atvinnuvegi sem fjölbreytt- asta í dreifbýlinu. Hann sagði, að Hella væri og mjög hagkvæmur staður fyrir verksmiðjuna, hún hefði fengið þar góða aðstöðu, það væri til- tölulega þéttbýlt svæði, það væri stutt á aðalmarkaðinn í Reykjavík, og samgöngur væru ekkert vandamál. Þar fyrir utan þyrfti atvinnufyrirtæki að eiga kost á góðum og stöðugum vinnukrafti, og það fengist á Hellu. Með tilstyrk kaupfélags- ins Þór, hefði fengizt ágætis hús- næði og önnur aðstaða. Það er aðeins einn hluti starfseminnar sem byrjar í næstu viku, það er framleiðsla einangrunarglersins. KVENNADEILD Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands opnar í dag fyrstu verzlun sína, sem ætluð er til hagræðis fyr ir sjúklinga á sjúkrahúsum. Þessi smávöruverzlun er í and dyri Landakotsspítalans, og verður hún opin ki. 13 til 15 á eftirmiðdögum og kl. 18,30 til 19,30 á kvöldin. í verzlun þeasari verða til sölu ýmsir nauðsynjahlutir fyrir sjúklinga og þá, sem heimsækja þá, auk tóbaks og sælgætis. Eins og kunnugt er var Kvennadeild Rauða krossins stofnuð fyrir tæpu ári þar sem konur innan vébanda Reykjavíkurdeildar RKÍ. töldu það tímabært verkefni að taka að ér ýmiss hjálpar- og þjón- ustustörf við sjúklinga og gam alt fólk, sem ekki hefur verið hægt að sinna fram að þessu. Hefur kvennadeildin hafið und irbúning að slíkri starfsemi, — aðstoð við sjúklinga í heima húsum og á sjúkrahúsum, aukn Framleiðsla öryggisglersins hefst svo síðar, en það er nýr liður í iðnaði hérlendis. Öryggisglerin verða framleidd m.a. fyrir bif- reiðar, til innréttina, í verzlana- glugga o.s.frv., og að því er Ingvar segir á verðmunurinn að geta verið töluverður. Aðspurður um samkeppni, sagði hann, að Fjöliðjan hf. hefði verið stofnuð árið 1961, og væri ekki fyrirtæki, sem hefur vaxið í skjóli hafta og tollmúra, held- ur í frjálsri samkeppni við er- lend fyrirtæki, og uppgangur hennar ætti að nægja til að svara þessari spurningu. Útlit væri nú fyrir að umsetning verksmiðjunnar yrði tíföld á við það sem hún var fyrsta árið. Hvað verðlag snertir sagði Ing- var, að óhætt væri að fullyrða að innlendur iðnaður á þessu sviði hefði sparað ótaldar millj- jónir króna, og að um árabil hefði Fjöliðjan hf. verið með lægstu tilboðin í útboðum hjá Innkaupastofnun ríkisins. Fyrir 6-7 árurn hefði kostnaður við gler verið um 3% af byggingar- kostnaðinum, en væri nú ekki nema 1% eða svo. Sá hluti fram- leiðslunnar, sem fer til Reykja- ingu og endurbót á sjúkrarúm um og öðrum sjúkragögnum, sem lánuð eru -endurgjalds laust í heimahús og aðstoð við eldra fólk. Rauði krossinn hefur fengið l'eyfi til að starfrækja smávöru verzlanir á Landakotsspítala og í Landsspítalanum, og mun kvennadeildin reka þessar verzlanir með sjálfboðaliða- starfi. Þá hefur kvennadeildin tekið að sér umsjá bókasafns Landsspitalans, og hefUT hug á því að koma upp bókaþjón- utu fyrir sjúklinga á öðrum sjúkrahúsum. Hagnaði af smávöruverzlun Rauða krossins verður algjör- lega varið til verbefna á sviðá hjúkrunar- og líknarmála. í stjórn deildarinnar eru: Frú SigríðuT Thoroddsen, form., Frú Geirþrúður Hildur Bern- höft varaform., Frú Katrín Hjaltested, ritari, og Frk. Halla Bergs. gj aldkeri. Formaður verzlunarnefndar er frú Sigríð ur Helgadóttir. víkur og nágrennis, fellur nú í hlut verksmiðjunnar á Hellu, en verksmiðjan á ísafirði mun hinsvegar sjá Norður- og Austur- landi fyrir því gleri, sem þang- að þarf. Verksmiðjurnar verða reknar sem tvö fyrirtæki, en með aðalskrifstofu í Reykjavík. í stjórn verksmiðjunnar á Hellu eru: Frú Sigurlaug M. Jónsdótt- ir, form., Ingvar S. Ingvarsson, Eyjólfur Bjarnason, og til vara Sigurbjörn Ólafsson og frú Hrefna Ingvarsdóttir. Verk- smiðjustjóri verður Þorgrímur Guðnason. í stjórn Fjöliðjunnar hf. á ísafirði eru frú Sigurlaug M. Jónsdóttir, form., Páll Guð- finnsson og Ingvar S. Ingvars- son. Bridge AÐ lokinni fjórðu umferð í tví- menningskeppni 6 efstu paranna þannig: 1. Árni og Björn 1005 gt. 2. Stefán og Jón 946 — 3. Halldór og Helgi 928 — 4. Kristinn og Jóhann 916 — 5. Dagbjört og Kristín 907 — 6. Magnús og Ásmundur 896 — (Frá Bridged. Breiðfirðingafél.). AÐ undanförnu hefur staðið yf- ir tvímenningskeppni hjá Bridge félagi kvenna í Reykjavík og eft- ir fjórar umferðir er staða efstu para þannig: 1. Elín—Rósa 2211 2. Ásta—Guðrún 2147 3. Inga—Gunnþórunn 2140 4. Dagbjört—Kristín 2140 5. Eggrún—Sigurbjörg 2098 6. Steinunn—Þorgerður 2098 7. Sigrún—Sigrún 2085 8. Viktoría—Soffía 2039 9. Hugborg—Vigdís 2034 10. Kristín—Sigríður 2032 Úrslit í einmenningskeppni fé- lagsins urðu þau, að sigurvegari varð Anna Guðnadóttir með 1144 stig — meðalskor 990 stig. Alls tóku 48 konur þátt í keppninni og röð efstu varð þannig: 1. Anna Guðnadóttir 1144 2. Nanna Ágústsdóttir 1142 3. Sigríður Siggeirsdóttir 1131 4. Júlíana Isebarn mo 5. Alda Hansen 1077 6. Guðrún Jónsdóttir 1077 7. Hanna Jónsdóttir 1063 8. Kristín Þórðardóttir 1057 Mesta söltun á Eskifirði á árinu Siðskiptahátíð í Skálholti Smávöruverzlun fyrir sjúklinga á Landakoti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.