Morgunblaðið - 29.10.1967, Síða 3

Morgunblaðið - 29.10.1967, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKT. It67 3 Jón Auðuns, dómpróf.: Lúter í Worms UM gervallan lúterskan heim og miklu víðar er þess minnzt þessa dagana, að liðin er hálf fimmta öld síðan Marteinn Lúter hratt af stað þeirri siðabyltingu, sem klauf rómversku kirkjuna og varð jafnframt aflvaki siðibótar innan hennar. Marteinn Lúter nefir um sitt hvað sérstöðu meðal mikilmenna trúarbragðasögunnar. Þeir hafa flestir talizt helgir menn, en „heilagur" í venjulegum skiln- ingi var Lúter ekki. Mynd hans verður aldrei vafin töfraljóma heilags lifernis og flekklausrar breytni. Helgisagn- ir hafa ekki að r.okkru ráði myndast um hann. Við gröf hans hafa tákn og stórmerki ekki gerzt. Hann verður aldrei ákall- aður við kertaljós og reykelsis- ilm í hálfrökkvaðri kapellu eða bænaklefa. í hita baráttunnar á orrustu- velli á Lúter heima. Bkki sem helgur maður, held- ur stórbrotin hetja lifir hann í sögunni. Sem trúarhetja er hann í fremstu röð. Sem baráttumað- ur fyrir ' samvizkufrelsi, rann- sóknafrelsi, skoðanafrelsi stend- ur hann í brjóstfylkingu meðal þeirra fremstu. Sú mynd af Marteini Lúter, sem hvað lengst mun lifa, er myndin af honum á rikisþing- inu í Worms vorið 1521. Fornmenntastefnan, vaknandi þjóðerniskennd, vakandi gagn- rýni á skefjalausri misbeitingu kirkjuvaldsins, valdagræðgi og siðleysi kirkjuleiðtoganna, þetta og sitthvað fleira hafði orðið úl þess að skerða virðingu og vald hinnar heilögu kirkju. Þó var vald hennar mikið enn, þegar hvatt var saman til ríkisþings í Worms, — meðal annars og ekki sízt til þess að kveða nið- ur villutrúarmunkinn Martein Lúter. Á þinginu sátu í öndvegi æðstu menn hins andlega og ver aldlega valds, fulltrúar páfa og kjörfurstarnir þýzku undir for- sæti keisarans, Karls Spánar- konungs, heittrúarmanns, sem var ímynd hins óhugnanlega í kirkjunni á SpánL Fyrir dóm þeirrar kirkju, sem nokkru fyrr hafði rofið gefin grið á siðbótarmanniinum Jó- hanni Húss og brennt hann á báli í Konstanz, var Lúter kvadd ur til að standa fyrir máli sínu. Vinir hans löttu hann þeirrar ferðar og bentu honum á, hver örlög kynnu að bíða hans, þar sem rómverska kirkjan væri annarsvegar. En Lúter var ákveðinn og kvaðst fara til Worms, þótt þar væru djöflar eins margir og þaksteinarnir á húsunum. Það er fágætt, að samtíðin sjái og þekki, þegar heimssögulegir atburðir gerast. í Worms ægði mönnum dirfska þýzka imunks- ins. En líklega hefir engan grun að, hve stundin var stór, hver aldahvörf voru að verða þegar Lúter afneitaði drottni valdi páfakirkjunnar og mœlti hátt, svo að allur þingneimur mátti heyra: „Svo framarlega sem ég verð ekki sannfærður með vitnisburði heil. Ritningar og Ijósum skýr- um rökum, því að ég trúi hvorki páfa né kirkjuþingum .. . hvorki get ég né vil afturkalla neitt, því að hvorki er ráðlegt né rá- vandlegt að breyta gegn sam- vizku sinni". Það er áhættulaust í dag, að mæla slíkum orðum, en hverjum er það að þakka? Engum fremur en Marteini Lúter. Til þess að afneita drottin- valdi páfans og kirkjunnar yfir sálum og samvizkum manna frammi fyrir þingheimi í Worms, þurfti meiri kjark en auðVelt er að gera sér grein fyrir í dag í lýðræðisríkL þar sem menn búa við það frelsi, sem einræðL kirkjulegt eða veraldlegt, sviptir mennina. Að sjálfsögðu er margt í hug- myndaheimi Lúters engan veg- inn eins sjálfsagt í dag og það var fyrir 450 árum. Guði sé lof, að margt hefir verið hugsað á jörðunni síðan. Til þess hafa menn notið þess hugsanafrelsis, sem hann barðist sjálfur fyrir. En siðbótarkirkjan hefir engan veginn ævinlega verið hugsjón siðbótarfrömuðarins samboðin. Menn hafa viljað fjötra sam- vizkurnar í nafni hans, sem var boðberi samvizkufrelsisins. Menn hafa haft tilhneigingu til að gera hann að páfa, manninn sem 'barðist gegn páfaveldinu og páfinn bannsöng og gerði burt- rækan úr kirkjunni. Siðbótarkirkjan fjarlægðist móðurkirkjuna í hita baráttunn- ar meir og meir, og sum-t það, sem lúterskum mönnum varð að deiluefni síðar, lét Lúter sér í litlu rúmi liggja. Guðsþjónustu formið vildi hann látg söfnuð- ina sem mest sjálfráða um og ekki gera formið að aðalatriði. Þegar prófastur nokkur spurði hann, hvort sér væri leyfilegt að bera kórkápu, gat Lúter ekki á sér setið, að bregða til gam- ansemi yfir hégómaskapnum og svaraði, að prófastur mætti bera kórkápur, eina, tvær eða jafnvel sjö! Sumir vildu einskorða sig við hinn gamla messusöng og voru strangir „grallaramenn". Lúter notaði falleg þjóðlög, ver- aldleg lög, við sálma, sem hann orkti Að siðbót Lúters fann opinn jarðveg, stafaði ekki aðeins af því að menn vildu losna undan klafa Rómarkirkjunnar. Margir voru þeir, sem horfðu hariri- þrungnir á hnignun kirkjunnar og þverrandi trúarlíf og þráðu meira kristniilíf, betri kiirkjiu, tímabærari kristniboðun en páfa kirkjan var fær um að reka. f dag hafa margir beztu menn kristninnar þungar áhyggjur af hnignun trúarlífsins, þverrandi áhrifum kirkjunnar, minnkandi trú manna á kirkjunni og aug- ljósa vanmætti hennax til að boða samtíðinni trú, þannig að trúboðið nái til samtiðarfólks. Þessir menn kveðja sér hvar- vetna innan kristninnar hljóðs og eru sannfærðir um, að til þess að reisa við fallna múra kirkjunnar og koma henni aftur í lifandi tengsl við mannlífið, fólkið, sem hún á að þjóna, þurfi siðbótarmaður á borð við Mart- ein Lúter að koma fram, maður með trúarþreki hans og þeirri siðferðisdjörfung, sem augljósust var á ríkisþinginu í Worms. í sínu ágæta riti um Martein Lúter, sem próf. Magnús Jóns- son gaf út á 400 ára afmæli sið- bótarinnar fyrir 50 árum, segir hann.: „Þingið í Worms táknar há- markið í ævisögu Lúters, og i sögu siðbótarinnar. Þar sem hann stendur einn gegnt raimm auknustu völdum heimsins, páfa dæminu og keisaraveldinu, er hann glæsilegastur. Til Worms hvarflar hugurinn, ei vér hugs- um um hetjuna, spéunanninn Lúter. í Worms var grundvallar regla siðbótarinnar hreinust og háleitust: Réttur einstaklingsins. Sjaldan hefir glæsilegar komið fram máttur persónuleikans og sigurafl góðs málstaðar". Séra Bjarni Sigurðsson: Vetnr í sveif VEGURINN liggur bugðóttur um mela og mýrarsund. Ég fer léttan og hjól mín snert hrjúfa mölina svo að urgar í eins og þegar kvörn bryður kornið af tannlausri áfergju. Æsandi að geysast fram um hálsa og dali og þurfa engu að skeyta öðru en komast klakklaust á leiðarenda. Það er orðið kvöld sett, og við höfum farið vítt um héruð og sjaldan staldrað við. Ég ösla áfram forarblaut- an veginn á fimbulhraða. Það ískrar í hemlum og hriktir í fjöðrum, og mér finnst Hann stíga þéttar á inngjöfina eftir því sem á líður. Ég á að vísu enga gleði og enga sorg, ekki heldur eftirvænting né kvíða. En ég nýt þessa stunda, sem hjói mín bruna um malborna vegu og finn grjóthrönglið engjast undir þunga mínum og viðstöðulausum gný. Það hlægir mig, að Hann þykist stjórna mér, en Ég veit, hver hefir Hann á valdi sínu. Ég veit, hvernig orka mín og hamslaus kraftur hafa náð tök um á taugum Hans og hver rikir yfir tilveru Hans handan dagsins. Ég læt hann gleyma þegar Hann gengur undir hand arkrika misseranna. Hann kær- ir sig kollóttann, hvort engið er iðagrænt og strá þess bylgj- ast fyrir andvaranum eða hvort þau eru föl og visin, er þau hafa brostið undan vindum allra átta. Augu Hans sjá ekki búsmalann, sem dreifir sér um móa og lyngbrekkur, og fugla- sveimur haustdagsins er Hon- um ekki fremur augnaynd'i en mý á mykjuskán. Kotbærinn knýtir engin minningartengsl við rætur Hans aftur í forn- eskju, ekki heldur tendrar óð- alssetrið fagnaðarbál vegna framtaks kynslóðarinnar. Fyrr- um var hljóðlátur bruni kvöld- roðans kyndill sem kastaði birtu á lífsundrið. Og fyrr miklu stóð Hann frammi fyr- ir hamrahöllinni og klappaði litlum lófum á þil hennar og trúði því í alvöru, að dyr lykj- ust upp fyrir sér. En þeir dag- ar, er tilvera drakk af lífs- veigum ævinfýrsins, eru horfin ir, og sól þeirra rís aldrei meir. Öllu þessu hefir hann fórnað mér. En Ég þekki enga kvöl og enga þjáningu — þess vegna er gleði mér ekk; nauðsynleg. Vald mitt yfir honum er nautn mín — og skurðgoð mitt, og það dafnar og glæðist lífi af hjartablóði hans, meðan hann þarf ekki á því að halda handa öðrum en mér. Ég ösla áfram forarblautan veginn á fimbulhraða. Húmið hefir sáldrazt yfir leið okkar, env ljósgeislar augna minna rista myrkrið að endilöngu eins og hárbeittur hnífur. Ljós Mitt er sú birta, sem Hann treystir í för sinni um fáfarna vegu. Og ég seiði fram í huga hans lítilsvirðingu á þeim, sem fyrr fóru þessa leið fet fyrir fet. Þeir röktu veg sinn við tungls- ljós og stjörnuskin. Og þá var ferðalangnum ekki ' óviðkom- andi stjörnuhrap úti í geimn- um. Og óðum styttist spölurinn heim. .... Litlar hendur eru á kreiki úti í móa. Þær eru að rísla sér úti um hvippinn og hvappinn. Þessum - höndum verður starsýnt á músarholu sem nýlega hefir verið grafin rétt við vegbrúnina. Hún er djúp og myrk og þröng og full leyndardóma, og þær neyðast til að gjöra hlé á athöfn sinni úti í móanum til að fara heim og spyrja mömmu, hvernig á þessari kynlegu holu standi. Hún hefir áreiðanlega ekki ver ið þarna fyrr, og það er mjúk og rök mold úti fyrir opinu. Og litlu hendurnar fá stórkostleg- ar fréttir. Músin býr í holunni með ungunum sínum, sem lík- ast til eru nýfæddir og þurfa kynstrin öll að éta. Og hend- urnar fá brauðmola hjá mömmu sinni og bera brauð- molana út að holunni og setja þá við holuopið. Litlu hend- urnar vilja fylgjast með ferð- um músarinnar, þegar hún kem ur til að sækja þessa kostulegu gjöf. En annað hvort hafa þær verið niðursokknar í önn dags- ins eða músin í holunni hefir haft ímugust á þeim. Að minnsta kosti sést holubúanum aldrei bregða fyrir. Og það er komið fram í rökkur, og litlu hendurnar eru orðnar óhrein- ar þreyttar og svangar og svo þurfa þær líka að fara og spyrja mömmu, hvenær pabbi komi heim. Á morgun ætla þær að nota allan daginn til að kynna sér undur holunnar. hefir verið mæðusamur dagur og ekki vanþörf á að teygja úr sér úti í fersku kvöldhúminu og fá sér eitthvað í svanginn. Bezt að skjótast upp fyrir veg, þar sem öxin hafa reynzt einna gómsætust og kjarnbezt. Hér er gnótt matar og ólíkt björgulegra en þar, sem heim- ilið var í fyrra, enda skulu þeir fó að njóta þess litlu grey- in, sem kúra sig hárlausir og ósjáandi heima, að mamma hef ir séð vel fyrir öllu. .... Kringlótt, hvimandi augu gægjast út í rökkrið. Þessi dagur hefir verið mæðu- samur. Ungarnir eru gráðugir og hugur þeirra óseðjandi — og þeir krefja móður sína um mjólk, meiri mjólk löngu eftir að hún er þurr og blóðsogin. Auk þess er einn þeirra, lít- ill og ótútlegur snáði, eitthvað miður sín og fæst ekki til að bera sig eftir björginni. Þetta Allt veigamikið í tilverunni þokar fyrir þeim veruleika, sem er mestur, að ósjálfbjarga vesalingar bíða heima og eiga sér ekki líf utan þess, sem þeir þiggja af móðurskauti. Margvíslegar sveiflur geysast j um móðurhjartað, meðan mag- inn mettast af gómsætum ávexti moldarinnar. Fögnuðurinn er ríkastur, fögnuður foreldris og fögnuður þess, sem ferskra á- vaxta neytir í sveita síns and- litis. Þreyjan og eftirvæntingin er annar stofn og þó vaxinn af keimlíkri rót. Fyrir alla muni verður að hafa hraðann á, því að munnarnir bíða heima, þyrstir munnar, sem bíða eft- ir því einu að finna ylinn frá brjósti mömmu. Innan skamms mun viðþolsleysi óþreyjunnar sigrast á s'kyldunum við mag- ann. Móðureyrað er þunnt. Nú heyrist gnýr í loftL og jörðin bifast af fjarlægum á- tökum annarlegra krafta. Það er ekki lengur til setunnar boð ið. Leiftursnöggt skýzt hún frá matforðanum og stefnir í átt- ina til vegarins — heim til þeirra, sem bíða. En þegar upp á brautina kemur, fatast henni á hlaupunum og blindast gjör- samlega af óþolandi birtu. Og þessir blikandi hnífar sem skera myrkrið, hitta fyrir tvö tindrandi augu í mennskri skelf ingu. ........Og litlu hendurnar segja: Það er blóð á bilhjól- 'nu, pabbi. I STIiTTU MÁLI Alsír, 27. okt. — AP ÁTTA börn fórust og fjögur særðust alvarlega, er jarð- sprengja, sem þau höfðu graf- ið upp í Quarsenis-fjöllunum sprakk. Börnin voru í skólaleið angri um 25 km frá A1 Asnam, sem áður hét Orleansville. Stjórnarblaðið E1 Moudjahid segir, að franskir nýlendusinnar hafi skilið sprengjuna eftir í nýlendustríðinu. Kuala Lumpur, 27. okt. — AP RÍKISSTJÓRN Malasíu gerði í dag upptækar gullstengur úr danska skipinu Svenmærsk. — Gullstengurnar eru um 4 millj. ísl. kr. virði. Þær voru alls 483 talsins. Skipstjóri Svenmærsk var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir smygl á stöngun- um. Moskvu, 27. okt. — AP SOVÉTMENN hafa skotið upp veðurathugunargervihnétti til viðbóta við þá tvo, sem þeir eiga fyrir í geimnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.