Morgunblaðið - 29.10.1967, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKT. 1967
5
EFTIR þær stórumræður, sem
fram fóru á fyrstu dögum þings-
ins, hefur ai!t verið með kyrrum
kjörum í þingsölum og var síð-
astliðin vika rólegri og hljóðlát-
ari á Alþingi, en verið hefur um
langt skeið. Fátt var flutt af
markverðum ræðum og enn
færra merkilegra mála var lagt
fram í þinginu.
Það sem af ei þinghaldi, hafa
þingmenn aðallega lagt fram
mál, sem áður hafa verið flutt
á Alþingi og bendii málatilbún-
aður þingmanna fram til þessa
hvorki til þess, að breytingar í
þingliðinu hafi aukið ímyndun-
arafl og hugmyndaauðgi þing-
manna né að þmgmenn hafi ver-
ið búnir að búa sig tiltakanlega
vel undir þinghaldið.
Eina nýja málið, sem lagt var
fram í sl. viku og ástæða er til
að gfera að umtaisefni er þings-
ályktunartillaga, sem nokkrir
þingmenn Fram-sóknarflokksins
undir forustu Ólafs Jóhannesson
ar hafa lag't fram á Alþingi og
fjallar um, að kannað verði hve
margir íslenzkir menntamenn,
hafi setzt að erlendis að námi
loknu og hvers vegna þeir hafi
kosið að vinna í öðrum löndum
en heimalandi sínu.
Þótt nokkrar upplýsingar liggi
fyrir um þetta atriði og t. d. sé
ljóst, að nokkuð á annað hundr-
að læknar séu starfandi í öðrum
löndum, aðallega Svíþjóð og
milli 60 og 70 verkfræðingar,
liggja þó engan veginn fyrir
tæmandi upplýsingar um þessi
mál og ekki heldur hvað veldur
fyrst og fremst útivist þessara
íslenzku menntamanna.
Tillaga Framsóknarmanna er
því tvímælalaust tímabær, og
því ber að fagna, að komin er
fram tillaga um slíka athugun.
Eitt atriði er einnig ástæða til
að kanna, en ekki er getið um í
tillögu Framsóknarmannanna,
en það er, hvort þessir íslenzku
menntamenn, sem starfandi eru
erlendis hafa raunverulega betri
kjör en þeir eiga kost á hér á
landi.
Þess eru vafalaust dæmi, að
einstaklingar í þessum hópi hafi
tekjur, sem þeir ineð engu móti
geta aiflað hér á landi, en rík á-
stæða er þó til að ætla, að mjög
margir þeirra íslenzku mennta-
manna, sem erlendis starfa búi
við mjög svipuð kjör og þeir
mundu hafa hérlendis og
kannski lakari. Það væri mjög
mikilsvert að fá þetta upplýst
þannig, að enginn misskilningur
sé á báða bóga, um þau kjör,
sem mönnum eru búin erlendis
og hérlendis.
í sambandi við þetta mál er
stundum um það talað, að þessir
menntamenn svíki þjóð sína,
sem lagt hafi fram mikið fé til
menntunar þeirra. í sjálfu sér á
þetta sjónarmið rétt á sér, en að
eins að takmörkuðu leiti. Sann-
leikurinn er sá, að margir þeirra
sem stundað hafa langt nám er-
lendis hafa fengið til þess styrki
frá erlendum háskólum og ekki
fengið lánsfjármagn nema að
takmörku leiti hér á landi til
þess, að þeim yrði kleift að
stunda nám erlesidis.
Sl. mánudag var til fyrstu um
ræðu í neðri deild Alþingis frum
varp ríkisstjórnarinnar um
æskulýðsmál sem lagt var fram
sl. vor, en hlaut þá ekki af-
greiðslu. í frumvarpi þessu er
lagt til að koma á samræmdara
skipulagi en verið hefur á æsku
lýðsstarfi í landinu og er frum-
varpið e.t.v fyrst og fremst mik-
ilvægt að því leiti, að það er við
Ekta
skinn
tizkusnið
urkenning hins opinbera á þýð-
ingu þessa málaflokks.
í frumvarpinu eru ákvæði um
fjárstuðning við æskulýðsstai’fs-
semi, en þar er aðeins um heim-
ildarákvæði að ræða og eftir að
koma í ljós, að hve miklu leiti
ríkissjóður telqr sér fært á
þessu stigi málsins að veita þann
fjárstuðning, sem heimildir eru
fyrir um í frumvarpinu, en vissu
lega er þess fjár full þörf.
Jónas Árnason flutti mjög
skemmtilegv og hressilega ræðu
um þetta frumvarp, þar sem
hann setti fram mjög ólík sjón-
armið, þeim sem yfirleitt koma
fram um æskulýðsmál. Hann
taldi sem sé að „vandamál“
æskulýðsins væru fyrst og
fremst búin til af þeim full-
orðnu og ef að þeir fullorðnu
væru ekki sífellt að ræða um
þessi „vand&mál“, mundu þau
tæpast fyrir hendi. Þetta sjónar
mið Jónasar er vissulega athygl
isvert og önnur atriði í hans
ræðu eru til þess fallin að
hvetja menn til umhugsunar um
æskulýðsmálin með öðrum hætti
en tíðkast hefur.
Ástæða er til að geta þess at-
riðis í ræðu Jónasar Árnasonar,
þar sem hann sagði, að það væri
orðin þjóðarsiður á íslanúi að
kalla jafnan til erlenda sérfræð
inga, til ráðuneytis, ef eitthvað
stæði til. Vissulega er það rétt,
að við getum haft mikið gagn
af ráðum erlendra manna, sem
reynslu hafa á ýmsum sviðum,
en óneitanlega er fullmikið af
því gert að segja, að þetta eða
hitt sé svona á Norðurlöndum
eða í öðrurn löndum, og þess
vegna eigi það að vera þannig
hér á landi.
Skúli Guðmundsson hefur iðk
að það síðustu tvær vikurnar að
skemmta þingmönnum. í sl.
viku flutti hann framsöguræðu
fyrir frumvarpi sínu um hreýt
ingar á tekjustofnalögum sveitar
félaga og í sambandi við þann
málflutning las hann ljóð eftir
Matthías Johannessen ri-tstjóra.
Hvað sem um ljóðið má segja,
fannst mönnum það býsna mik-
ið afrek hjá Skúla að finna ná-
in tengsl milli þessa Ijóðts og
þess frumvarps sem þarna var
á ferðinni.
Margt bendir til, að rólegt
verði enn um sinn í þingsöl-
um, að minnsta kosti næstu
daga, en væntanlega fæst fljót-
lega úr því skorið, hvort við-
ræður ríkisstjórnarinnar og
launþegasamtakanna séu líkleg-
ar til árangurs og á hvorn veg-
inn sem verður er þess varla
langt að bíða, að Alþingi taki
til höndum á ný um lausn efna-
hagsvandamáianna.
Styrmir Gunnarsson.
„Lausavísur44 Karls Friðr-
ikssonar brúarsmiðs
BLAÐINU hefir borizt ljóða- og
vísnakver eftir Karl Friðriksson
brúarsmið og fyrrum yfirverk-
stjóra hjá Vegagerð ríkisins.
Karl er ekki eini vegaverkstjór-
inn, sem fengizt hefir við kveð-
skap og vísnagerð og liggur við
að segja megi, að sú list hafi
legið í landi innan þeirrar stétt
ar. Lítið hefir hinsvegar borið
á kveðskap Karls og margar
fleigar lausavísur hafa gengið
ófeðraðar eða rangferðrar, en
gerðar af honum.
í stuttum formála segir höf-
undur einmitt að sumar vísna
sinna hafi verið ýmist rang-
feðraðar eða skakkt með farnar,
en hann kve'ðst ekki ráðast í út-
gáfu þessara „Lausavísna", eins
og hann nefnir kverið, vegna
þess að hann haldi sínar vísur
hafa bókmenntalegt gildi eða
séu betur kveðnar, en almennt
gerist. Einnig hafi það ráðið
nokkru um að synir hans og
kunningjar hafi eggjað sig til
þessa. Hann treystir einnig á
lífseiglu ferskeytlunnar. Margar
eru vísur Karls gamansamar og
sumar með kerknisblæ en -einnig
margar hugljúfar og jafnvel
rómantízkar.
I lok „Lausavísna" Karls eru
kviðlingar um þingmenn og í
inngangsorðum að þeim segir
hann: „Viðvíkjandi þingmanna-
vísum þeim, sem hér fara á eftir,
vil ég taka það fram, að þáð
var siður þá, (eins og enn í dag)
og bregða ekki því betra, ef
menn vissu hið verra um þing-
menn okkar og þó sérstaklega
ríkisstjórn. Þetta er mín aðal-
afsökun fyrir því að hafa kveðið
hálfrætið um þá heiðursmenn,
sem hér eiga hlut að máli.“
Karl Friðriksson
,,Lausavísur“ Karls Friðriks-
sonar eru 116 síður og prentað-
ar í Prentsmiðjunni Eddu h.f.
ÁNCLI — SKYRTUR
COTTON - X COTTON BLEND
og RESPI SUPER NYLON
Fáanlegar í 14 stærðum frá nr. 34 til 47.
IJvítar — röndóttar — mislitar.
Margar gerðir og ermalenedir.
ANGLI - ALLTAF