Morgunblaðið - 29.10.1967, Side 8

Morgunblaðið - 29.10.1967, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKT. 1967 8 Sigurður Benediktsson forstjóri — Minning VINUR minn og mágur, SigurS- ut Benediktsson, hefir skyndilega og óvænt horfið úr hópi okkar. Fjölskylda hans er lostin sárum harmi eftir ástríkan föður og eiginmann. Hann var ungur að aldri, aðeins 48 ára garnall, og svo fullur atorku og áhuga á við- fangsefnum sínum, að enginn lét sér verða, að hugsa til fjarlægra leiðarloka. Lífið hlaut að halda áfram sinn erilsama og óráðna farveg um langt árabil fram í tímann. — En á svipstundu tók at'burðarásin aðra stefnu. !■. Ég kynntist Sigurði fyrst vest- Ur í Bandaríkjunum, þegar hann starfaði þar um stund á skrifstofu Samíban'ds ísl. samvinnufélaga í New York, þá ungur að aldri og nýtrúlofaður. Tilgangurinn með dvölinni vestra var að kynna sér urnsvif fyrirtækisins og starfs- hætti út á við, og búa sig undir það starf, sem beið hans hér heima. Mér þótti séristaklega gaman að kynnast þessum unga og lífsglaða manni, sem þá var að bindast fjölskyldu minni svo traustum böndum. Hann var bjartsýnn á framtíðina, vissi hvað hann vildi, og var sannfærð ur um, að hann hefði hæfileika og dugnað til að leysa þau við- fangsefni, sem að höndum bæru. Svo reyndist einnig, þegar frá leið, enda var dugnaði hang við brugðið, og skipulagsgáfa var honum í ’blóð borin. En um störf hans munu aðrir tala. IÞað atvikaðist svo, að Sigurð- ur bjó löngum nábúi við tengda- foreldra sína, og vegna þess meðal annars, varð samband hans við okkur öll ennþá nánara, en ella hefði orðið, Tengdafor- eldrum sínum sýndi hann ætið sérstaka alúð og hjálpsemi, og heimili hans var þeim jafnan opið, sem þeirra eigið. Við minn- umst öll með hinum dýpsta sökn- uði ágætis félaga, drengskapar- manns, sem hvergi mátti vamm sitt vita og einlægs mannvinar. Sá maður var torfundinn, sem leitaði til Sigurðar um aðstoð, að hann ekki greiddi götu hans og veitti honum uppörvun, og hann hafði sérstakt lag á að veita aðstoð þannig, að það virt- ist sjálfsagt og erfiðislaust, enda var hann vinmargur og hvers manns hugljúfi. Mér er ekki nákunnugur rekst- ur þess fyrirtækis, sem Sigurður veitti forustu síðustu árin, en ég veit, að auk nákvæmni og hag- sýni í fjármálum, gætti þar óvenjulegrar snyrtimennsku, fonmfestu og hreinleika í stíl, sem því miður er oft mjög ábóta- vant hérlendis, en margir mættu taka sér til fyrirmyndar. Hann hafði kynnt sér af mikilli alúð hinar tæknilegu hliðar reksturs- ins, og framfylgdi ýtrustu kröf- um um fullkomlega rétta með- ferð vörunnar, en þar að auki krafðist hann hins rétta yfir- bragðs. Hann var í eðli sínu per- fectionisti. Sumir athafnamenn eru sí- bundnir störfum sínum og líta ekki upp úr hinum daglegu önn- um. Aðrir taka sér frí öðru hvoru til að safna kröftum og hugmyndum. Sigurður haf ði mikla ánægju af hljómlist og var svo næmur fyrir flutningi henn- ar, að svo virtist að honum liði illa, ef túlkuninni var alvarlega ábótarvant. Hann var mikill að- dáandi íslenzkrar náttúru, og í frístundum sínum stundaði hann veiðiskap af mikilli kostgæfni. Laxinn var Iöngum eitt af hans skemmtilegustu viðfangsefnum, en rjúpan á Holtavörðuheiði og víðar varð einnig oft vör ferða hans. Hann var einmitt nýkom- inn heim úr hressandi útivist og vel heppnaðri veiðiferð, örfáum dögum áður en örlaganornirnar, fyrir einhvern furðulegan mis- skilning af þeirra hálfu, kipptu svo harkalega í taumana. Þegar góður maður fellur frá fyrir aldur fram, getur maður aðeins sagt. Þetta var sorglegt Dg hörmulegt, — en það er gott að hafa átt hann að vini. G. Jakob Sigurðsson. ÞAÐ var árið 1958, að samkomu- lag varð um að stofna Osta- og smjörsöluna sf. í Reykjavík. Að því stóðu SÍS og Mjólkursam- salan. Það fyrsta, sem þurfti að hugsa fyrir, var að velja hæfan mann til að stjórna fyrirtækinu. Valt það á miklu hvernig það var tækist. Egill heitinn Thorarensen sagðist þekkja mann, sem mundi leysa vandann, ef hann fengist. Maður þessi var Sigurður Bene- diktsson, þá starfsmaður hjá SÍS. Ég hafði ekki þekkt Sigurð Benediktsson fyrr en hann kom á stjórnarfund hjá fyrirtækinu til viðræðna um starfið. Þegar ég leit manninn, sá ég strax, að þar fór óvenjulegur vaskleika- maður, sem óhætt var að trúa fyrir vandasömum verkefnum, sem hér mátti búast við, þar sem verið var að ryðja nýjar leiðir í viðskiptamálum. Samningar tókust við Sigurð, og sneri hann sér þá þegar að verkefninu. Skipuleggja þurfti húsnæðið og endurbyggja að nokkru, var talið hæpið að tími yrði til að ljúka undirbúningi í tæka tíð, sem var um áramót. Sigurður vann að lagfæringu hússins af fádæma dugnaði, jafnframt því, að fara til Noregs og kynna sér þar svipað við- skiptafyrirkomulag, sem þar hafði verið starfrækt í nokkur ár. Þessi ferð taldi hann að hefði orðið sér að miklu gagni í starf- inu. Fyrirtækið tók til starfa 1. janúar 1959 og mætti þá margs- kor*ar andstöðu, sem eðlilegt var, þar sem hér var um ný- mæli að ræða. Hér sýndi Sigurður hve frá- bær hæfileikamaður hann var á viðskiptasviðinu. Hér tókst hon- um að bæta afkomu bænda þeirra, sem hann vann fyrir og tiltölulega fljótt að vinna tiltrú þeirra verzlana og fyrirtækja, sem seldu vörurnar, því þeir fundu fljótt að hér var sann- gjarn og velviljaður maður, sem ekki gekk á rétt nokkurs manns, þrátt fyrir það að halda fast á sínu máli. Samstarf okkar stjórnarnefnd- armanna við Sigurð var mjög ánægjulegt. Þegar komið var á fundi hjá honum, lágu öll verk- efni fundarins svo Ijós og opin fyrir, að auðvelt var að taka af- stöðu til hvers máls fyrir sig og afgreiða það. Hann var frábæri- lega fljótur að átta sig á því, hvað væri heppilegast að gera í hverju máli, og öll viðskiptamál mátti segja að hann afgreiddi með óvenjulegum hraða. Starfsfólk Osta- og smjörsöl- unnar sf. var hann góður hús- bóndi, enda lengst af sama fólk- ið. Er það mikill fengur fyrir fyrirtæki að hafa sama starfs- fólkið ár eftir ár, enda ber um- gengni hjá Osta- 'og smjörsöl- unni sf. þess vott, áð forstjóri og starfsfólk hafa þar verið sam- taka um að gera garðinn fræg- an. Þegar tekið er tillit til að starfsemin var byggð upp í gömlu húsi, má segja að þarna hafi verið unnið stórvirki í að fegra og prýða umhverfið. Ég brá mér nokkrum sinnum inn á skrifstofu til Sigurðar, án þess að ég ætlaði að ræða við hann um verkefnin. Það var svo hressandi að koma til hans og ræða við hann og verða aðnjót- andi þessa lifandi áhuga og lífs- orku, sem hann var hlaðinn af, þannig að það hreif mann með sér til starfs og dáða. Hann hafði lifandi áhuga á öllum veiðiskap, enda í fremstu röð áhugamanna á því sviði, með allra léttustu mönnum á gönguferðum um fjöll og firn- indi. Þessvegna kom það sem reiðarslag yfir vini hans og fjöl- skyldu, að hann væri farinn yfir landamærin svo óvænt. Þannig er lífið og maður skilur ekki til- gang þess. Sigurður Benediktsson var fæddur á Húsavík 15. október 1919, sonur Benedikts Björnsson ar, skólastjóra, og Margrétar Ásmundsdóttur konu hans. Hann byrjaði ungur að fást við verzl- unarstörf. Vann í 10 ár hjá Kaup félagi Þingeyinga á Húsavík, á árunum 1931—1941. 1. nóvem- ber 1941 réðist hann til SÍS eftir að hafa þá tekið próf frá Sam- vinnuskólanum. Næstu árin vann hann ýmis ábyrgðarstörf hjá SÍS, meðal annars í New York, og sem framkvæmdastjóri skipa- útgerðarinnar. Árið 1958 réðist hann til Osta- og smjörsölunnar sf., eins og fyrr er ságt. 11. febrú- ar 1944 gekk hann að eiga eftir- lifandi konu sína, Guðrúnu Sig- urðardóttur frá Veðramóti, mikil hæfa mannkostakonu. Þau eign- uðust þrjú mannvænleg börn, eina dóttur, sem gift er hér í borg, og 2 syni, sem eru við nám. Um leið og ég kveð vin minn, Sigurð Benediktsson, og þakka honura brautryðjandastarf í þágu íslenzkra bænda, þá votta ég konu hans og börnum inni- legustu samúð mína og óska að þeim veitist styrkur í sorg sinni. Einar Ólafsson. Kveðja frá veiðifélögum. Við hið skyndilega og óvænta fráfall Sigurðar Benediktssonar finnum við veiðifélagar hans hjá okkur þörf til þess að minnast hans á kveðjustund. Við viljum með nokkrum orðum tjá honum þakklæti okkar fyrir vináttuna, sem hann ávallt sýndi okkur, fyrir rausnina, sem var svo snar þáttur í fari hans, fyrir elsku- lega viðmótið og hjartahlýjuna, fyrir hinn þægilega anda, sem fylgdi honum á ferðalögum, og þar með hópnum öllum. Margt fleira mætti telja fram, sem við viljum þakka, en engin upptaln- ing getur tjáð það, sem við vild- um segja. Misjafnlega lengi höfum við þekkt Sigurð, en hann virtist þekkja allt jafnt og sýndi okkur ölluim sömu ljúfmennskuna. Öll- um þótt okkur jafn vænt um hann og mátum hann umfram aðra menn. Við eigum erfitt með að hugsa okkur, hvernig verðiferðirnar verða í framtíðinni þegar Sigurð- ur verður ekki á meðal okkar. Ef til vill verðuT hann hann þó með okkur, og víst er, að hans verður minnzt í þeim ferðum Við munum ekki aðeins sakna hans úr veiðiferðunum. Hann mun ekki framar geta glatt okk- 'jr með 'heimsóknum sínum, sem voru okkur kærar. Við munum ekki fram.ar eiga erindi á skrif- stofu hans, eins og við þóttumst alltaf eiga, þegar við voruim á ferð í borginni. Erindin voru þó sjaldnast önnur en að njóta sam- vista við Sigurð stutta stund; sjá með eigin auguim hina óvenju- legu snyrtimennsku, sem þar var ríkjandi. Mitt í þægilegum sam- ræðum gátum við fundið einurð hans og ákveðni, þegar hann gaf fyrirskipanir til starfsfólks síns, eða sótti eitthvert mál fyrir fyrirtæki sitt. Við myndum vilja hafa þessi kveðjuorð fleiri, svo margs er að minnast frá liðnum samveru- stundum, En við vitum, að Sig- urði var ekki vel við málaleng- ingar. Við félagarnir sjáum ekki, hvernig sæti hans verður fyllt, hvorki í okkar hópi né á öðrum vettvangi. Brottför hans úr þess- um heimi var í fullu samræmi við lífsferil hans, ekkert hik og engin bið. En hann hvarf okkur dllum allt of fljótt Eftirlifandi eiginkonu og börn- um og öllum ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð. Veiðifélagar. SAMKOMUR Hjálpræðisherinn. Sunnud. kl. 11 Helgunar- samkoma. Kaptein Djurhuus talar. Kl. 8,30 Hjálpræðissam- koma. Séra Frank Halldórsson talar. Flokksforingjarnir og hermennirnir taka þátt. Mánu dag kL 4 e. h. Heimilasam- band. — Allir velkomnir. Hátíðasamkoma Þriðja samkoman í tilefni af 450 ára afmæli siðbótar Lúth- ers verður í húsi K.F.U.M. og K. við Amtmannsstíg mánu- dagskvöld kl. 8,30. Dagskrá: Marteinn Lúther III. „Af náð fyrir trú“. — Gunnar Björns- son flytur cellósónötu nr. 5 eftir Vivaldi. Gústaf Jóhann- esson leikur undir. — Hugleið ing: Ástráður Sigursteinsdórs- son, skólastjóri. Allir velkomnir. K.F.U.M. K.F.U.K., Kristniboðssambandið, Kristilegt stúdentafélag, Kristileg skólasamtök. BIKARKEPPNIN 2. flokkur Melavöllur úrslit í dag sunnudag 29. október kl. 2 leika til úrslita. IA Mótanefnd. Í.B.K, TIL SOLU 2ja herb. kjallaraíbúð við Langholtsveg, útborgun 100 þús., íbúðin er laus strax. Höfum allar stærðir íbúða og raðhúsa í smíðum. Austurstræti 12. Sími 14120, heima 30008. HJARTA- GARN PRJÓNAR OG PRJÓNA MUNSTUR HRINGVER Austurstræti - Búðagerði SÁPUHÚSIÐ nuglýsir Kariter's Lífstykkjavörur í miklu úrvali Brjóstahaldarar, síðir og stuttir Buxnahelti Magabelti Sokkabandahelti Litir: Hvítt, svart og húð- litur ,k£sU Vesturgötu 2 - Sími 13155

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.