Morgunblaðið - 29.10.1967, Page 14

Morgunblaðið - 29.10.1967, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKT. 1997 Útgefandi: Hf. Árvakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Simi 22-4-80. 1 lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. NÝJAR REGLUR UM INNFL UTNING Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hefur útflutningur landsmanna minnkað um rúmlega 1000 millj. króna frá því á sama tíma í fyrra, en á þessu tímabili er inn- flutningur um 3% hærri en í fyrra. Þetta bendir til þess, að þrátt fyrir samdrátt í at- vinnulífi og minnkandi tekj- ur útflutningsframleiðslunn- ar hafi kaupgeta almennings enn sem komið er ekki minnk að að ráði, en e. t. v. kann skýringin einnig að einhverju leyti að vera sú, að birgða- söfnun hafi aukizt í landinu. Ljóst er, að á sama tíma og útflutningstekjur þjóðarinn- ar stórlækka, er óhjákvæmi- legt að gera ráðstafanir til þess að draga úr innflutningi, enda hætta á, a<5 gjaldeyris- varasjóðurinn eyðist upp á skömmum tíma að öðrum kosti. Seðlabanki íslands og viðskiptamálaráðuneytið hafa nú gert nauðsynlegar ráð- stafanir í þessum efnum. 1 fréttatilkynningu frá Seðla- bankanum er frá því skýrt, að Seðlabankinn hafi birt nýj ar reglur um innborganir vegna innflutnings á vörum erlendis frá í framhaldi af breytingu á reglugerð um skipan gjaideyris- og inn- flutningsmála. Hinar nýju reglur eru á þá leið, að um leið og sala gjald- eyris fyrir innflutningi fer fram, skal greiða 15% inn- borgun, sem bundin verður í þrjá mánuði, enda sé ekki um greiðslufrest að ræða. Sé vara flutt inn með greiðslu- fresti, en án ábyrgðar, hækk- ar innborgun um 15% þ.e.a.s. úr 10%, sem í gildi er, í 25%. Innborgun þessi skal standa meðan greiðslufrestur varir, þó ekki skemur en 3 mánuði. Undanþegnar þess- um ákvæðum verða allar helztu rekstrar- og hrávörur. Svipaðar reglur þeim, sem nú verða teknar upp, voru í gildi fram á árið 1962, en þá voru þær með nokkuð öðrum hætti en nú er ráðgert, en áhrifum voru þau sömu. Það er því ekkert einsdæmi, að gripið sé til slíkra aðgerða og svipaðar ráðstafanir eru þekktar frá öðrum löndum, sem eiga við svipuð vanda- mál að búa og við nú. Það er auðvitað ljóst, að hinar nýju reglur munu valda margvíslegum erfiðleikum hjá þeim, sem við innflutn- ing starfa, en hjá þeim erfið- leikum verður ekki komizt eins og ástatt er og innflytj- endur verða ekki síður en aðrir að taka á sig þau óþæg- indi, sem skapast vegna hins alvarlega ástands í efnahags- málum þjóðarinnar. Að sjálfsögðu vona allir landsmenn, að verðlagsþróun in erlendis og aflamagnið inn anlands aukist hið fyrsta og má þá gera ráð fyrir, að þær reglur, sem nú taka gildi, verði afnumdar, eins og gert var 1962, en óhjákvæmilegt er að gera ráðstafanir til þess að jafna þann halla, sem orð- in er í greiðsluviðskiptum okkar við útlönd og hefur far ið stöðugt vaxandi síðustu mánuðum. KISIUÐJAN TEKUR TIL STARFA ¥ gær var Kísiliðjan form- * lega afhent, en unnið hefur verið að byggingu hennar s.l. ár. Kísiliðjan mun væntanlega taka til starfa innan skamms, en starfsemin fyrstu mánuðina verður til- raunaframleiðsla á fram- leiðsluvörum verksmiðjunn- ar. Nú þegar Kísiliðjan tekur til starfa er vert að minnast þess, að ef ekki hefði verið fyrir starf Baldurs Líndals efnafræðings, sem fyrstur fann kísilnámuna í Mývatni og trú hans á því, að slíkt fyr- irtæki væri hægt að starf- rækja hér á landi, hefði þetta fyrirtæki líklega aldrei kom- izt á laggirnar, enda bentu álitsgerðir erlendra sérfræð- inga til þess, að ekki mundi hagkvæmt að vinna kísilgúr úr Mývatni. Tilraunir Bald- urs Líndals leiddu hins veg- ar annað í ljós og hann hafði á réttu að standa. Kísiliðjan er liður í þeirri viðleitni núverandi ríkis- stjórnar að auka fjölbreytni atvinnuvega landsmanna, en stærsta átakið í þeim efnum er að sjálfsögðu álbræðlan við Straumsvík. Þróunin í efnahagsmálum okkar íslend inga s. 1. ár sýnir að stefna ríkisstjórnarinnar í þessum efnum er rétt. Og þess vegna er það engum vafa bundið að halda ber áfram á þessari braut t. d. með byggingu olíu- hreinsunarstöðvar og sjó- efnaverksmiðju, en Baldur Líndal hefur um nokkurt Hin nýja einangrunar- stefna í Bandaríkjunum SENDIHERRAR margra ríkja hafa síðustu daga lagt leið sína í bandaríska utanríkis- ráðuneytið og borið fram mótmælaorðsendingar ríkis- stjórna sinna gegn hinni bandarísku tollverndarstefnu, sem nú virðist hafa fengið byr undir báða vængi. Þannig hafa hin sex ríki Efnahags- bandalagsins, en einnig Jap- an, Bretland, Astralía, Kana- da o.fl. borið fram mótmæli sín. Líkurnar á því, að Banda- rikin kunni að skera niður innflutning á öllum vörum hvaðanæva úr heiminum, — aUt frá stáli niður í loðfeldi — með innflutningstakmörk- unum, hefur hvatt mörg við- skiptaríki Bandaríkjanna til þess að hóta gagnráðstöfun- um. Þær aðvaranir koma ekki á óhentuguim tíma fyrir Bandaríkjastjórn.- Þvert á móti, þær reynast henni meira að segja skjól að hlaupa í, því að stjórnin sjálf er andvíg þeirri tollaverndarstefnu, sem nú er komin upp í banda- ríska þinginu. Nú getur stjórn in vegna hinna mörgu mót- mæla snúizt gegn forsvars- mönnum verndartollanna með þeirri röksemd, að viðskipta- ríki Bandaríkjanna hafi rétt til gagnráðstafanna, ef Banda ríkjamenn dragi úr imnflutn- ingi sínum. Slíkt muni kocna svo harkalega niður á banda- rískum útflutningi, að efna- hagslíf landsins muni verða fyrir miklu tjóni. Bandaríska stjórnin hefur hikað allt of lengi að taka svo skorinort til orða Fyrst, þegar fram voru komin í þinginu mörg frumvörp, sem miðuðu að takmörkunum á innflutningi, og ákveðið hafði verið að taka þau til með- ferðar í fjármálanefnd þings- ins, snerist stjórnim til ákveð- innar varnar grundvallar- reglu sinnar um frjálsa verzl- un. Fjórir ráðherrar voru látnir vera viðstaddir um- ræðurnar um verndartollatil- lögurnar í fjármálanefndinni, en slíkt er svo óvenjulegt, að einn öldungarþingmaðurinn hafði á orði, að sér hefði fundizt hann vera staddur á ríkisstjórnarfundi. Fremst- ur í flokki ráðherranna var Rusk utanríkisráð'herra, sem auk efnahagslegra sjónar- miða kom á framfæri fjöl- mörgum pólitískum röksemd- um gegn tillögunum. Dean Rusk utanríkisráðherra Myndi spilla árangri Kennedy-viðræðnanna. Bandarísku innflutnimgs- takmarkanirnar myndu án nokkurs vafa, ef þær gengju í gildi, gera að engu þann ár- angur, sem náðist í Kennedy- viðræðunum svonefndu. Bandaríkin myndu þá með innflutningstakmörkun- um meira en taka það aftur með annarri hendinni, sem þau létu af hendi með hinni hendinni í tollalækkunum í því skyni að efla heimsverzl unina. Nú eru Kennedy-við- ræðurnar, sem náðu tilgangi sínum að verulegu leyti helzta stoð náinnar samvinnu ríkja Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Það er verzl- unin, sem á hvað drýgstan þátt nú í sambandi ríkjanna báðum megin Atlantshafsins. Sökum þess að banda- rísku innflutningstakmarkan- irnar myndu verða til þess, að ríkin í Vestur-Evrópu myndu grípa til gagnráðstaf- ana af sama tagi, yrði þétta til þess, að heiftarlegt verzlun arstríð skylli á. „Umfangs- miklar innflutningstakmark- anir Bandaríkjanna yrðu til þess, að Vestur-Evrópa myndi snúast gegn okkur. Það myndi hafa í för með sér ófyrirsjá- anlegar afleiðingar fyrir stjórnmálalega- og hernaðar- lega stöðu okkar“, sagði Rusk utanríkisráðherra í aðvörun- arræðu sinnL iHvort þessi aðvörun og aðrar sams konar koma að til- ætluðu haldi, er vafL Ný einangrunarstefna hefur náð að búa um sig í bandaríska þinginu og um allt landið Hún á rót sína að rekja tii margs konar vonbrigða á sviði utanríkismála, allt frá NATO til styrjaldarinnar í Víet- nam. Sú spurning hefur vakn að meðal fólks, hvort skuld- bindingar Bandaríkjanna í utanríkismálum eigi alltaf að hafa forgöngu fyrir vanda- málunum heirna fyrir. Þessari spurningu er varpað fram af stöðugt fleiri og hvað stefn- una í verzlunarmálum snert- ir, er svarið þannig: Drögurn úr innflútningi, verndum iðn- aðinn heima fyrir og atvinnu þar. En hvergi eru alþjóðaskuld- bindingar nánari en í verzl- uninni. Tilraun til þess að breyta gangi mála þar, myndi hafa í för með sér keðjuverk- anir, sem myndu leiða til mikils tjóns. „Engin þjóð getur nú á dögum leyft sér þann munað að grípa til að- gerða, sem koma rnunu einn- ig niður á öðrum þjóðum, án þess að hafa kannað eins rækilega og unnt er hugsan- legar afleiðingax“, sagði Rusk. Enn hafa tillögur stuðnings manna tollverndarinnar ekki hlotið lagagildi og það er einnig alls ekki víst, hvort til þess muni koma, þrátt fyrir það að tollverndarhyggjan sé nú öflugri en nokkru sinni áður síðan á fjórða áratug aldarinnar. Sé öflugri hluti iðnaðar Bandaríkjanna, sem byggir á útflutningi og yrði að borga brúsann fyrir inn- flutningstakmarkanirnar, hef ur einnig si'tt til málanna að leggja. Efnahagsbandalag Evrópu mun hins vegar læra sína lexíu af því, sem er að gerast í Bandaríkjunum, þe.a.s, að með auknum verzlunarhöml- um sínum mun bandalagið leggja tollverndarmönnum í Bandarfkjunum vopn í hend- ur. Það er kominn tími til, að hin stóru verzlunarveldi heimsins taki höndum saman um að ryðja úr vegi hindrun- unum fyrir alþjóðlegum vöru skiptum. Nýjar hindranir á sviði verzlunar eiga engan rétt á sér í heiminum nú. Þýtt og endursagt úr „Die Welt“. skeið unnið að rannsóknum á því sviði. NÝ BRÚ ¥ gær var tekin í notkun ný * brú yfir Jökulsá á Sól- heimasandi og er það í ann- að sinn á stuttum tíma, sem ný stórbrú er tekin í notkun hér á landi. Þessar framkvæmdir sýna glögglega þær framfarir, sem orðið hafa og eru að verða í samgöngumálum þjóðarinn- ar í tíð núverandi ríkisstjóm ar. Brúin yfir Jökulsá á Sól- heimasandi mun verða þýð- ingarmikil samgöngubót, enda gamla brúin orðin ó- trygg fyrir alllöngu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.