Morgunblaðið - 15.11.1967, Side 12

Morgunblaðið - 15.11.1967, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓV. 1967 Efnahagsmálafrumv. komið úr nefnd: Miklar umræður um efnahagsmálin — á Alþingi í gær í GÆR hófst 2. umræða í Neðri deild Alþingis um frv. ríkisstjórnarinnar um efna- hagsmál. Fyrir lágu breyting artillögur við frv. frá meiri- hluta fjárhagsnefndar og eru þær í samræmi við tilboð rík isstjórnarinnar til verkalýðs- samtakanna. Matthías Á. Mathiesen, framsögumaður meirihluta fjárhagsnefndar hóf umræð- urnar er síðan stóðu linnu- laust fram til kl. 7 í gær- kvöldi en var þá frestað þar til í dag. Hér fer á eftir frá- sögn af umræðunum í gær: Matthías Á. Mathiesen mælti fyrir meiri hluta áliti fjárhags- nefndar og breytingartillögum. Gat hann þess í upphafi ræðu sinnar, að eftir að nefndarálitið var gefið út, hefði fjárhagsnefnd borizt erindi frá Samlagi skreið- arframleiðenda og Sambandi ísl. sveitarfélaga. Mundu þau erindi verða tekin til athugunar á milii 2. og 3. umræðu málsins. Þá rakti Matthías efni frum- varpsins, niðurstöður nefndar- innar og breytingartillögur þær er meiri hluti nefndarinnar flytur og eru í samræmi við til boð rikisstjórnarinnar til laun- þegarsamtakanna. Síðan sagði Matthías m.a.: Efnahagsmál eru það viðfangs- efni sem öll stjórnvöld hafa orð ið að glíma við á hverjum tíma. Þegar vel árar, er viðfangsefn- ið hvernig þjóðfélagsþegnarnir fái bezt notið þess ábata, sem fyrir hendi er. Þegar illa árar er viðfangsefnið hvernig breg’ð ast eigi við vandanum og kom ast yfir þau tímabil á sem far- sælastan hátt. Það þarf ekki að búast við því að efnahagsmál, hvorki einstaklinga, né heils þjóðfélags verði nokkru sinni leyst í eitt skipti fyrir öll. Festa og stöðugleiki í stjóm er tvímælalaust ein af undir- stöðum jafnvægis í efnahags- lífi hverrar þjóðar. Sl. átta ár hefur sama stjórnarstefna ríkt á landi voru, en svo langt og sam fellt stjórnarstarf hefur ekki átt sér stað hérlendis fyrr. Um mjög góðan árangur þeirrar efna hagsstefnu, sem fylgt hefur ver ið verður ekki deilt. Þegar hinsvegar slíkar aðstæð ur skapast sem nú er, þá vill það brenna við hjá stjórnar- andstöðunni, að reynt er að láta fyrri hluti og verk gleymast og taka ákvarðanir án fyrirhyggju og samhengislaust við það, sem áður hefur skeð. Ár eftir ár höfum við hlustað á það hjá stjórnarandstöðunni að allt sé að sigla í strand. Þa'ð vantar oft mikið á, að nokkurt samræmi sé í fullyrðingum þeirra og sé þær látnar svara hvor annari, kemur bezt í Ijós hversu ósam ræmið í málflutningi þeirra er mikið. Við höfum heyrt það, að laun þegar hafi ekki fengið það, sem þeim hafi borið, — og það er verið að sliga atvinnuvegina. Það er stórkostlegur samdráttur í framkvæmdum á vegum hins opinbera, — en það eru allt of þungar álögur ríkissjó’ðs á hend ur borgurunum. Það er engin fyrirhyggja til að mæta erfiðu árferði, — það er stórhættulegt að safna gjaldeyrisforða. Þegar mikill afli berst á land, er þar ekki um að ræða rétta stjórn- arstefnu, sem stuðlað hefur að því, að slíkt væri hægt, — en þegar aflabrestur er og verðfall á erlendum mörkuðum, er vald höfunum kennt um. Það er ekki úr vegi að athuga örlítíð þær aðstæður, sem nú eru, svo og hvemig hlutirnir voru 1960, þegar núverandi stjómarstarf var myndað. Spyrja má að því, hvort þjóð- arframleiðslan hafi staðið í stað, eða hvort hún hefur bara aukizt eins og hún jókst á mann 5 árin þar á undan. Á þessu árabili hefur hún aukizt um 5,7%, en 5 árin þar áður að- eins 1%. Spyrja má einnig að því hvort launþegar fái minna í sinn hlut, á undanförnum ár- um, en þeir fengu áður en nú- verandi ríkisstjóm kom til valda. Aukning þjóðarfram- framleiðslunnar var, eins og áður segir 5,7% að meðaltali, en launþegar fengu í sinn hlut 5,9%, eða 7,6%, eftir því hvaða útreikningsaðferð er notuð, að meðaltali meiiri ráðstöfunartekj - ur heldur en áður. Þá hefði og kaupmáttur tímakaupsins auk- izt um 28% frá 1960. Þá mætti ennfremur spyrja að því hvort fiskaflinn hefði auk- izt eða minnkað. Hann var 514 þúis. tonn 1960, en rúm 1200 þús. tonn 1966. Heildarútflutnings- verðmætið var um 3000 millj. kr., árið 1961, en 6050 millj. kr. 1966, og hefur hækkað a'ð meðaltali um 14% á ári frá ár- inu 1960. GjaldeyrisvarasjóðUr- inn var 1. janúar 1961 126 millj. kr., en um síðustu áramót um 1900 millj. kr. Sama kemur upp á teninginn ef litið er á við- skiptajöfnuðinn. Hann var aldrei hagstæður frá stríðslok- um og fram til þess tíma er núverandi stjórnarstefna tók við. Strax á árinu 1961 var við- skiptajöfnuðurinn þjóðarbúinu hagstæður og einnig á árunum 1962, og 1965. Sé hinsvegar verð mæti útflutningsvörunnar tek- ið í sta'ðinn fyrir útflutnings- framleiðsluna kemur í ljós, að vöruskiptajöfnuðurinn er hag- stæður öll árin, að undanskildu árinu 1963. Það er ekki hægt að mæla gegn því, að árið 1965, er eitt bezta ár í sögu þjóðarinnar, bæði hvað snertir aflabrögð og þróun verðlags á erlendum mörkuðum. Þa'ð er því algert öfugmæli sem kemur fram í inefndaráliti stjómarandstæð- inga að í tíð núverandi ríkis- stjórnar hafi á ýmsan hátt ver ið illa búið að atvinnurekstrin- um, og að hagstjórnaraðferðir hennar hafi reynzt mörguim þjóðnýtum atvinnufyrirtækjum fjötur um fót. Það er öllum ljóst, að við höf um við vandamál að glíma í dag. Þa'ð er spurningin, hvern- ig við leysum þann vanda, þann ig að við komumst út úr honum með minnstum byrðuan fyrir þjóðfélagsþegnana. Ríkisstjórn- in og stuðningsflokkar hennar hafa lagt fram ýmsar tillögur til lausnar aðsteðjandi vanda- málum hjá atvinnuvegunum fyrr á þessu ári og ennfremur á liðnum árum. Og ríkisstjómin mun halda áfram að gera at- huganir á stöðu atvinnuveganna og jafnskjótt og hún telur rétt, að lagðar verði fram tillögur, um stuðning til þeirra, verður þáð að sjálfsögðu gert. I því frumvarpi sem hér liggur fyrir felst tvennt. Annars vegar stuðn ingur við atvinnuvegina og hins vegar tillit til þess, að ríkissjóð- ur verði á árinu 1968 hallalaus. Það hefur réttilega verið á það bent, að það ástand sem nú hefur skapazt, sé með þeim hætti að margir áratugir séu síð an annað eins hafi komið yfir ísienzku þjóðina. Það er þess vegna engan veginn þjóðfélags- borgurunum til góðs, að á þess- um rnálum sé þannig haldið, að það sem áunnizt hefur, hverfi og byggja verði allt upp á nýtt, Við höfum á undanfömum ár- um búið við bætt lífskjör, og til þess að svo megi verða áfram verður að taka nú á þessum vandajmálum með þeim hætti, að ebki verði eyðilagður sá grundvöllur er lagður hefur ver ið. Skúli Guðmundsson (F) mælti fyrir áliti minnihluta fjárhagisnefndar, sem mælir með því að frumvarpið verði fellt. Sagði Stoúli að fyrir kosn- ingar hefðu stjórnarflokkarnir einkíum gert þrjú atriði að um- talsefni. Verðstöðvun, gjaldeyr- isrvarasjóð og verzilunarfrelsi. Líta bæri til þess hvemig mál- um væri nú háttað nokkrum mánuðum eftir kosningar. Stjórnin hefði viðurkennt að verðstöðvunin hefði aðeins ver- ið leiksýning, með því að nota nú í haust, er verðstöðvunin rann út, lög frá 1960, sem gera verðhækkanir óheimilar. Gjald- eyrisvarasjóðurinn hefði ekki reynst traustari en svo, að nú tæki níkisstjórnin stór lón hjá erlendum peningastofnunum m. a. til þess að kaupa fyriir dönsk eplá og kökur. Þó hefðu einnig verið sett á innflutnings'höft, þó að í nýrri mynd væri. Þá rædidi Skúli Guðmundisson um farmiðaskattinn og sagði í því sambandi að svo virtist sem smásöluverzlunin hefði í æ rík ari mæli verið að færast úr iandi, og ætti ríkiastjúrnin sinn stóra þátt í því, þar sem ekki væri hirt um að leggja aðflutn- ingsgjöld á vörur þær sem fólk kæmi með heim úr söiubúða- riápi sínu erlendis. Ríkisstjórnin hefði verið óspör á að lofa sjálfa sig fyrir hið svonefnda júní- samkomulag. Nú hefði hún það hins vegar að engu og óskaði eftir ófriði við launþegasamtök- in, þrátt fyrir þær álögur sem efnahagsfrumvarp stjóimarinnar gerði nú ráð fyrir, væri vandi atvinnuveganna óleystur, og það væri hann sem fyrst og fremst þyrfti að gneiða úr. Hægt væri að gefa ríkisstjórnimni eitt hol-t ráð, — það er að segja af sér. \ Lúðvík Jósepsson (K) sagði að samkvæmt tillögum ríkis- stjórnarinnar ætti að að skerða kaupmátt launa um TVz%. Bú- ast mætti við því að sú skerð- ing væri þó töluvert meiri, ef málin væru skoðiuð ofan í kjöl- inn. Ef litið væri á rökin sem ríkisstjórnin bæri fram fyrir þessari kjarajs'kerðingu væri það fyrst og fremst aflatregða og verðfall á erlendum mörkuðum. Eigi að síður ættu atvinnuveg- irnir sem auðvitað hefðu þá orð ið mest fyrir barðinu á framan töldu, ekki að fá einn eyri af því fé sem nú ætti að leggja á þjóðina. Útgjöld ríkissjóðls væru nú hærri en nokkru sinni fyrr, og fjármálaráðlherra sæi enga ástæðu til að spara í ríkisrekstr inum, þrátt fyrir að hann segði heimilunum að draga etórkost- lega við sig. Síðan ræddi Lúðvík um vanda atvinnuveganna, sem hann sagði að röng stjórnarstefna undan- farin ár hefði fyrst og fnemst skapað. Nefdi hann þar til ranga stefnu í lánamálum, styttingu stofnlána, skipulagsleysi í fjár- munamyndun og afnám verð- lagsákvæða á mörgum vörum, sem hann sagði að hefði leitt til stórkostlegrar álagningar- aukningar hjá heildsölum og smásölum. Þá sagði Lúðvík að verzlunarstéttin hefði ekki þurft að kvarta yfir núverandi ríkis- stjúrn, þar sem henni hefði ver- ið ívilnað á margan hátt, m.a. með aukinni 1‘ánafyrirgreiðslu. Ekki værd vafi á að hægt væri að leysa efnahagsmálin nú á annan hétt en ríkússtjórnin hefði hug á, og ef hún héldá fast við áforim sín mundu sam- tök launaþegastéttanna grípa tiil sinna ráða, því að þeirra væri valdið í þessum málum. Sigurvin Einarsson (F) ræddi fyrst um kosningaloforð ríkis stjórnarinnar, og sagði að ekki væru efndir sem orð. Hann sagð ist geta tekið undir orð forsæt' isráðherra að menn yrðu að reyna að gera sér grein fyrir af hverju erfiðleikamir stöfuðu, en niðurstaða sín væri ekki hin sama og hans. Sín niðurstaða væri sú, að erfiðleikarnir nú stöf uðu fyrst og fremst af ranigri stjórnarstefnu. Við hefðum áður búið við það að sjávarafli hefði bruigðizt, og þá hefði aldirei þurft að grípa til slíkra ráð- stafana, sem nú. Þá væri held- ur ekki hægt að tala um verð- fall ertendiis, þótt ekki væri verðið eins hátt og núna og það hefði mest orðið. Flestar útflutn ingsvörur íslendinga væru 1 miklu hærra verði á fyrri hluta þessa árs, en það hefði verið að meðaltali sl. 5 ár. Aðalmeinsemd íslenzkra efnahagsmáia undan- farin ár hefði verið verðbólgan, Undir þeim eldi hefði ríkisstjórn in kynnt með stefnu sinni, og yrði nú að gjalda þess. Björn Pálsson (F) sagðist telja þá leið, sem rákisstjórnin hefði valið illfæra en ekki ó- færa. Málsvarar vinnustéttanna hóta nú verkfalli, en við vitum að það leysir engan vanda þótt skattar hækki, verkföll skelli á, gengisfelling verði og ný verk- föll af þeim söum. Ræðumaður tók ítrekað fram í ræðu sinni að gengið væri rangt skráð. Þingmaðurinn saigði að far- miðaskatturinn væri það eem hann gæti helzt sætt sig við I tillögum ríkisstjórnarinnar enda hefði mikil eyðsla farið í vöru- kaup ferðamanna erlendis. Þá benti hann á sparnaðarleiðir og sagði að mikið væri hægt að spare á fjáriögum, nefndi sem dæmi að rfkið ætti að koma upp bíjamiðstöð íyrir embættismenn ríkisins, fækka ætti stanfisliði stjórnarráðsins, spara á skóla- kerfinu með því að skipuleggja það betur, afnema fjölskyldu- bætur með tveimur bömum o. fl. Hann kvað niðurgreiðslur hafa verið orðnar fullmiklar og jafnvel svo að framleiðendur á mjólk hefðu verið farnir að kaupa mjólk frá mjólkurbúðum. Hins vegar væri rangt að snögg hækka vörur í verði eins og gert hefði verið með smjörið. Hannibal Valdimarsson (K) sagði að augljóst væri, að verð- hækkanir vegna aðgerða ríkis- Framhald á bls. 21. Hákonar í Haga minnzt á Alþingi A SXUTTUM fundi í Samein- uðu Alþingi í gær minntist þing forseti látins þingmanns Hákon- ar Kristóferssonar í Haga á Barðaströnd með eftirfarandi orðum: Hákon Kristófersson fæddist 20. aprí'l 1877 á Hreggstöðum á Barðaströnd. Foreldrar hans voru Kristúfer, síðar bónxii á Brekkuvelli á Barðaströnd, Sturluson bónda í Vatnsdal Einarssonar og kona hans, Mar- grét Hákonardóttir bónda á Hreggstöðum Snæbjarnarsonar. Hann var elztur í stórum syst- kinahópi og átti lítinn kost skóla menntuniar á uppvaxtarámm sínum. Ungur fór hann til sjó- róðra vestur á Rauðasand og var orðinn fonmaður é bát inn- an við tvítugt. Hann vann við verzlunanstörf á Vatneyri við Patreksfjörð 1901—1902 og stundaði síðan jarðyrkjustörf og ýmsa aðra vinnu á érunum 1903—1907. Árið 1907 gerðist hann bóndi í Haga á Barða- strönd og rak þar sáðan rausn- arbú í sex áratugi, hin síðari ár í sambýli við son sinn. Hákon Kristófer&son í Haga var alþingismaður Barðstrend- inga á árunum 1913—1931, sat á 20 þingum allis. Hann var hreppstjóri í Barðastranda- hreppi frá 1905—1966 og étti um langt skeið sæti í sýslunefnd. í Landsbankanefnd var hann kos inn 1930 og átti sæti í henni til 1936. Áratuginn 1930—1940 var hann umsjónarmaður landssíma hússinis í Reykjaivík, en rak þó jafnframt bú í Haga. Hákon í Haga lifði langa ævi á tímum mikilla viðburða hér á landi. HáMfertugur var hann valinn af sýslungum sinum tii setu á Alþingi, og því sæti hélt hann um alllangt skeið. Á þingi hafði hann mest afskipti af Hákon í Haga, landbúnaðar- og sjávarútvegs- málum, því að til þeirra taldi hann sig þekkja betur en til flestra mála annarra. Hann var þéttur á velli og stórbrotinn í lund, gætinn og raunsær í við- horfi til þjóðmála, einarður og hispunsiaus, ef því var að skipta, en að öðrum kosti nærgætinn og ráðhiolilor. Hann átti ætt sína og uppruna á Barðaströnd og undi þar betur langdvölum en í Reykjavík, þótt svo vildi til, að hér yrði hann bundinn störf- um einn áratug langrar ævi sinnar. Hann skilaði þjóð sinni, sveit og sýslu miklu og merku starfi áður en hann var allur. og á- hugi hans á þjóðmálum dvín- aði ekki, þótt ellin sækti hann heim. Var hann jafnan reiðu- búinn til að ræða þau mál við frambjóðendur og þingmenn allra flokka, og nutu þeir ávallt frábærrar gestrisni á höfuðból- ínu Haga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.