Alþýðublaðið - 23.07.1920, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 23.07.1920, Qupperneq 1
Alþýðublaðið Crefið út af Alþýðuflokknum. 1920 laœsasaga krónunur. Eftir Ólaf Friðriksson. (Frh.). Þegar mismunurinn á inn- og útflutningi verður svo mikill að gjaldey.-íslækkun hlýst af, getur orsökin verið (miðað við það sem eðlilegt er fyrir landið), að of niikið sé flutt inn, eða of lítið flutt út, og þegar gerð er tilraun til þess að bæta úr gjaldeyris- verðfallinu, þá er vitanlega mjog þýðingarmikið að athugað sé hvort af þessu tvennu. sé orsökin, ef ekki stendur þá svo á, að með sanni megi segja að bæði hafi verið flutt of mikið inn, og of llítið út. Sá sem fer að athuga hvers -vegna danska krónan hafi fallið verður brátt þess vísari að Danir hafa ekki flutt minna verðmæti -út úr Iandinu en við var að búast. Aftur á móti hafa þeir flutt mikið meira inn en eðlilegt er. Á stríðs- árunum græddu margir menn ó- grynni fjár, og eyddu síðan milj- ónum króna í alls konar óþarfa, 4 sig, á sig og undir sig, svo sem t. d. f kampavín, silkifatnað og bifreiðar, og fóru tugir miljóna króna út úr landinu fyrir þennan varning. Þýzka markið stóð mjög lágt í fyrra, og er mælt að danskir auð- menn hafi keypt 1500 miljónir i von um gróða þegar markið stigi. En í stað þess að stíga féll ;það ofan í sama sem ekki neitt. Það sem þó öllu öðru fremur olli falli danskrar krónu, var það, að danskir heíidsalar keyptu kynstrin öll í Ameríku og Eng- landi af varningi sem þeir ætluðu að græða á að selja Þjóðverjum og íbúum hinna nýju rfkja við Eystrasalt. En þegar til kom, höfðu hvorki Þjóðverjar né hinar þjóð- irnar peningaráð, svo að þær .gætu keypt vörurnar, og dönsku heildsalarnir sátu uppi með þær, og sárt ennið. Föstudaginn 23. júlí 166. tölubl. Þannig varð óhóf og gróðafýsn dönsku auðmannanna til þess að lækka gengi dönsku krónunnar. En hvað var / svo ráðið við þessu ?. Það var auðvitað að takmarka innðutning, úr því búið var að flytja of mikið verðmæti ian í landið, og það var gert. Árang- urinn af þeirri ráðstöfun kom brátt í Ijós, krónan fór að stíga. Ea áður en langt var umliðið urðu stjórnarskifti í Ðanmörku; Radi- kala-flokkurinn fór frá völdum, en Vinstrimenn mynduðu stjórn. En sú nýja stjórn nam úr gildi aliar ráðstafanir til þess að hækka gengi krónunnar, en síðar hefir danska krónan hríðfallið. Hvers vegna gerði hin nýja stjórn þaðr Ja — því var barið við að ráðstafanirnar mundu ekk- ert gagn gera, en iegðu óþarfa höft á viðskiftalífið, en orsökin var hvorttveggja, það, að stór- gróðamennirnir sem eru leiðandi menn í Konservatíva-flokknum (en við þann flokk styðst Vinstri- mannastjórnin einnig) töldu sig hafa óhag af ráðstöfununum, og hitt að allur þorri danskra bænda (en það eru þeir sem mynda Vinstri fiokkinn) hafa fremur hag af þvf að krónan standi Iágt, af þvf þeir selja afurðir sínar til Englands, og fá borgun í sterl- ingspundum. Slys. Kolaprammi sekkur. Menn bjargast. í fyrradag var byrjað að afferma kolaskip landsverzlunarinnar, sem legið hefir undanfarið á ytri höfn- inni og liggur enn. Kolin voru látin f uppskipunarpramma og dróg sfðan mótorbátur hann í land. Gekk alt slysalaust þangað til síðdegis í gær, er tók að hvessa af norðri og var vindurinn þá á hlið bátana, er þeir fórti milli skips og lands. Prammarnir eru þungir í vövum, ekki sfzt hlaðnir, enda fór það svo í síðustu ferðinni í gærkvöldi, að taugin milli bátanna slitnaði oftar enri einu sinni og varð ekki að sök, fyr en komið var í hafnar- mynnið. Var mótorbáturinn kom- inn inn úr því, en prammina £ þann veginn að sleppa þegar taugin slitnaði skyndilega, raksfc pramminn á garðshornið, hailaðisfc á hliðina af árekstrinum og sökk á svipstundu. Sex menn voru f prammanuin og lentu þeir aliir f sjóinn. Mót- orbáturinn snéri auðvita við £ skyndi og hélt á vettvang. Náð- ust 3 mennirnir svo að segja strax, en hinir náðust bráðlega. Var einn þeirra allþjakaður, en þó ekki hættuiega veikur. Það er ekki dygð þeirra, er sjá eiga um, að allar tilfærur víð vinnu séu f lagi, að ekki hlaust meira slys af þessn, en þetta. Verður ekki betur séð, en að tauginn milli bátanna hafi verið of veik og er líklegt, að eftir- leiðis verði vírstrengur notaður. Einnig er ófyrirgefanlegt að hlaða uppskipunarbáta svona. Pramminn er að sögn úr járni og voru í honum um xoo smát. af kolum. Verður líklega erfitt að ná honum upp, en burt verður að koma honum af þeim stað, er hann nú liggur á, því það er rétfc við hafnarmynnið. Porsfceinn Gíslason ritstjóri, hafði f veizlu er haldin var á skip- inu „Ægi" á höfninni í Sönder- borg, lesið upp kvæði eftir sig til Danmerkur og Suður-Jótlands. Hafa dönsk blöð birt kæðið £ heild, eins og fréttastofa Ritzau sendi það út.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.