Morgunblaðið - 01.12.1967, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DES. 1967
f
Skipulag framrœslu verði komið í betra horf:
Á tuttugu árum hafa verið
grafnir 15 milljónir lengdar-
metrar af framræsluskurðum
STEINÞÓR Gestsson mælti í
gær fyrir frumvarpi um breyt-
ingu á jarðræktarlögunum, sem
landbúnaðarnefnd efri-deildar
flytur. Sagffi Steinþór að frum-
varpið væri samið af Vélanefnd
ríkisins og flutt að ósk hennar.
i Steinþór sagði sfðan m. a. í
* ræðu sinni: Hinn 1. júní s.l.
höfðu skurðgröfur Vélasjóðs
verið að verki í 25 ár. Þann dag
árið 1942 hóf fyrsta skurðgrafa
vinnu í Garðaflóa við Akranes,
og litlu síðar, eða hinn 25. júní
1942 var hafin vinna með ann-
arri gröfu í Staðarbyggðarmýr-
um í Eyjafirði.
■I Á þessum árum hafa veri'ð
grafnir rúmlega 15 miilj. lengd-
armetrar af framræsluskurðum,
eða um 62,5 millj. rúmmetra.
Með gröfum Vélasjóðs hafa
verið grafnir tæplega 38 millj.
rúmmetra, eða um 60% alls þess
sem grafið hefur verið. En allt
fram til ársins 1961 er hlutur
■ Vélasjóðs um 70% af heildar-
framkvæmdunum. Hin síðari ár
í hefur þetta hlutfall snúist við
; og það svo, að árið 1965 er hlut-
f ur Vélasjóðs ekki nema 33,5%
; af öllum skurðgreftri og ári'ð
| 1966 enn minni, eða um 26%.
1 Þessi breyting á sér þær or-
f sakir fyrst og fremst, að all-
1 margir gröfueigendu í landinu
hafa snúið sér að því að grafa
framræsluskurði. Hafa þeir þá
tekið að sér framkvæmdir hjá
einstökum b ændum, en alla
Jafnan hliðrað sér hjá að taka
að sér óhagstæð verkefni, svo
að einstakar jarðir og bygg’ðar-
lög hafa orðið útundan og Véla-
•jóður því mátt sinna þeim
Íverkefnum og þá oft með æm-
ttm kostnaði við tilflutning tækja
| og vegna þess að oft er þarna
* nm verra land að ræða, svo að
afköst verða lítil og verki því
éhagstætt, sé það unnið eitt sér.
Af þessu öllu leiðir, að rekstur
Vélasjóðs hefur orðið mjög
elæmur og það svo að á árinu
1965 varð halli á rekstri sjóðs-
ins rúmlega 2 miljónir króna.
Þrátt fyrir þennan halla á
1] rekstri Vélasjóðs, mætti segja,
að hann gæti veri'ð réttlætan-
| legur og ríkið þyrfti ekki að
| meta hann til útgjaldaaukningar,
i þar sem taxtar sjóðsins eru
| lagðir til grundvallar þegar jarð
f ræktarframlag ríkisins á fram-
j ræslu er ákveðið, en það er
| eins og fyrr segir 70% af kostn-
* aðinum og því mikils vert að
* halda þeim vöxtum sem lægst-
um.
M Þetta verður þó ekki talin eðli
leg leið að því marki, heldur er
hallast að því, að halda kostn-
| aði við skurðgröftinn sem lægst-
um með því að skipulegja
framfærsluframkvæmdirnar bet-
; tir en enn hefur verið gert, með
áaetlanagerð fyrir 5 ára tímabil
1 einu, sem þó væri endurskoð-
uð árlega, og á grundvelli þeirra
áætlana væru verkin boðin út.
‘ i Með þessum vinnubrögðum má
tetla að náist að mun hagstæð-
ari árangur í heíld, án þess að
þrengdur sé hagur þeira, er að
framkvæmdunum standa. Þeir
eem annast skurðgröftinn munu
t fá samfelldari verkefni, minni
| tími færi í tilflutning tækja' og
I I upphafi hvers vinnutímabils
í begi það ljósar fyrir en áður,
hversu verkefnið væri stórt.
Bóndinn ætti og að hafa meiri
tryggingu fyrir því að verkin
væru unnin á fyrirfram ákvörð-
uðum tíma, og er það til mik-
illa bóta og þæginda fyrir hann
og heimili hans.
Þá mundi þessi tilhögun verða
til þess, að hægt væri með meiri
nákvæmni en áður hefur verið
fært, að áætla hversu stór hlut-
ur ríkisins verður á næsta ári
í krónum talinn.
Þá rakti Steinþór nokkrar
aðrar breytingar er frumvarpið
gerði ráð fyrir og sagði þá m.a.:
í lok a-liðs 1. geinar frum-
varpsins er nýmæli, sem ég tel
rétt að staldra aðeins við, en þar
segir svo: „Á ræktunarsvæðum,
þar sem kostnaður við skurð-
gröft, vegna óhagstæðrar að-
stöðiu, er meira en 25% hærra
en meðalkostnaður á landinu, —
en telst þó nauðsynleg fram-
kvæmd, er landbúnaðarráðherra
heimilt, eftir tillögu Búnáðar-
félags íslands, að hækka ríkis-
framlagið svo, að hlutur bónd-
ans verði eigi hærri en meðal-
kostnaður.“
Ákvæði þetta miðar beint að
því, að gera þeim bændum kleift
að bæta bújarðir sínar, sem
þannig eru settir að kostnaðar-
samt er að koma þangað þung-
um vinnuvélum, en þó því a'ðeins
yrði þetta framkvæmt, að sér-
fróðir menn teldu framræslu
nauðsynlega á þeim stað. í gild-
andi jarðræktarlögum er gert
ráð fyrir, að koma á fót jöfn-
unarsjóði. Tekjur sjóðsins eru
áætlaðar um 700 þús. kr. á
þessu ári, en sýnt þykir að þær
hrökkvi ekki til að jafna hall-
ann, þar sem erfiðast er fýTÍr
fæti, svo sem víða er um Vest-
firði og á nokkrum svæðum
öðrum. Tekjur jöfnunarsjóðsins
er vart hægt að auka, nema
heimila að jöfnunarsj óðsgj aldið
megi ganga inn í heildarkostn-
aðinn, en það mundi vega á móti
höfuðsjónarmiði þeirra, sem
frumvarpið hafa samið, en það
er að lækka heildarkostnað við
þessar tilteknu framkvæmdir.
En á hitt ber að líta og þess
að gæta, að skáka ekki úr leik,
þeim bújöi'ðum, sem eiga góða
möguleika og þurfa að haldast
í byggð, og vera bakhjarl nær-
liggjanndi bygðarlaga. Þetta
dæmi er þekkt víða um land og
má með engu móti missa sjónar
á því atriði.
I lok ræðu sinnar dró Stein-
þór fram meginatriði frumvarps-
ins, sem -hann sagði vera:
1. að koma á betra skipulagi
á framræsluframkvæmdir um
land allt með áætlanagerð og út-
boðum.
2. að minnka útgjöld ríkis-
sjóðs, án þess að ganga á hlut
bænda.
3. að fá Vélasjóði ríkisins sam-
keppnisaðstöðu til jafns við aðra
skurðgröfueigendur með því að
gera bindandi útboðssamninga.
4. að tryggja hag ræktunar-
og búnaðarsambanda.
5. að jafna aðstöðu bænda við
framræsluframkvæmdir og
6. að lækka kostnað ríkis-
sjóðs vegna ræsagerðar.
Fiskimálaráö móti heildarstefnuna
- í uppbyggingu sjávarútvegs- og markaðsmála
Á FUNDI neðri-deildar i gær
mælti Matthías Bjarnason fyrir
frumvarpi um stofnun Fiskimála
ráðs, en meðflutningsmenn hans
að frumvarpinu eru Pétur Sig-
urðsson, Birgir Finnson, Bene-
dikt Gröndal og Sverrir Júlíus-
son.
I upphafi ræðu sinnar í gær
gat Matthías þess, að á Alþingi
í fyrra hefði verið flutt frum-
varp, nær samhljóða þessu frum
varpi, en það hefði ekki hlotið
afgreiðslu þá, og væri því end-
urflutt nú.
Frumvarpið miðar að því að
komið verði á Fiskiimálaróði,
sem skuli vera ráðgefandi um
rnótun heiManstefnu í uppbygg-
ingu sjávarútvegsins og mark-
aðsmála, og skal það bedta sér
fyrir góðri samvinnu allra að-
ila, sem hlut eiga að míáli, með
gagnasöfnun, umræðufundum,
skýrslugerð,- útgáfu og fræðslu-
starfsemi og öðrum róðum, sem
Miklegust væru talin til þess
hverju sinni, að tilganginum að
stofniun ráðsins verði náð.
Matthías sagði í ræðu sinni,
að margir álitu, að þegar væru
fyrir hendi nógu margar nefnd-
ir og ráð er störfuðu að mál-
efnum sjávarútvegsins, en algjör
lega skorti á, að þessi samtök
væru sameinuð í eina heM, sem
gæti stöðugt fylgst með gangi
mála og lagt fyrir raunhæfar og
samræmdar tiUögur.
Þeir aðilar sem lagt er til að
eigi sæti í Fisktmálaráði eru
eftirtaMir: Landssamband út-
vegsmanna, Félag ísL botn-
vörpuskipaeigenda, Sjómanna-
samband ísiands, Farmanna- og
fiiskimannasambands íslands, Al-
þýðusamband íslands, Félag
fiskiðnfræðinga, Söiumiðstöð
hraðfrystihúsanna, Sjávaraf-
urðaidteild Sambands ísL sam-
vinnufélaga, Sölusamband ísl.
fiskframleiðenda, Síldarútvegs-
nefnd, Félag ísl. fiskimjölsfram
leiðenda, Seðlabanki ísalnds,
Fiskiveiðasjóðui- íslands, Fiski-
málasjóður, Efnahagsstofnunin
og Fiskiféiag fslands. Þé á sjáv-
arútvegsmálaráðherra að eiga
sæti í ráðinu og skal hann vera
fonmaður þess.
Matthías sagði, að meginhlut-
verk Fiiskimátaráðs ætti að vera
þríþætt: í fyrsta lagi það að
gera álykanir og áætlanir um
uppbyggingu fiskiskipastólsins,
í öðru lagi ætti það að gera
ályktanÍT um uppbyggingu fisk-
vinnslu- og fiskiðnaðarfyrir-
tækja og í þriðja lagi skyldi það
hafa forgöngu um markaðsrann-
sóknir og skipuleggja aðgerðir
til öflunar nýrra markaða fyrir
sjávarafurði'r, svo og um fram-
leiðslu nýrra vörutegunda.
Skýrði flufningsmaður einstaka
þætti frumvarpsins, en að ræðu
hans lokinni var málinu Vísað
til sjávarútvegsmálanefndar
deildarinnar og til 2. umræðu
með samhljóða atkvæðum.
Afgreitt til
3. umræðu
Á FUNDI efri-deildar í kær kom
til 2. urnræðu stjórnaffrumvörp
in um lögræði og stofnun og *lit
hjúskapar. Mælti Jón Þorsteins
son fyrir áliti allsherjarnefndar
á málunum og mælti nefndin
samhljóða með samþykkt þedrra.
Báðum var mákinum vísað til 3.
umrœðu.
ítulir bjóðu
styrki
ÍTÖLSK stjómvöld bjóða fram
nokkra styrki handa íslendingum
til námsdvalar á ítalíu á háskóla
árinu 1968—69. Styrkimir eru
m. a. ætlaðir til að sækja ýmiss
konar námskeið við æðri mennta
stofnanir á Italíu, og kemur mis-
munandi löng námsdvöl til
greina til styrkveitinga. Styrk-
fjárhæðin nemur 90 þúsund
lírum á mánuði.
Umsóknum um styrki þessa
skal komið til menntamálaráðu-
neytisins, Stjórnarráðshúsinu
við Lækjartorg, fyrir 5. janúar
n. k.
f umsókn skal m.a. greina,
hvaða nám umsækjandi hyggst
stunda, nafn fyrirhugaðrar náms
stofnunar og áætlaða lengd
námsdvalar.
Umsóknareyðublöð fást í
menntamálaráðuneytinu.
(Frá menntamálaráðuneytinu)
1000 ítulii
Róm, 29. nóv. — NTB-AP
ÍTALSKI umbótafrömu’ðurinn
Danilo Dolci gekk í fylkingar-
brjósti þúsund syngjandi göngu-
manna inn í Róm í dag eftir
tuttugu og fimm daga gönguferð
frá Milano. Fylkingin staðnæmd-
ist við þinghúsið, þar sem Dolci
afhenti bænarskjal, þar sem kraf
izt er að loftárásum verði tafar-
laust hætt á Norður-Vietnam, og
látin er í ljós andúð á hernaðar-
bandalögum, og fordæmd var
herforingjastjórnin í Grikklandi.
- ALÞINGI
Framhald af bls. 32
mundur Skaftason, er var for-
maður hennar, Bjarni Bragi Jóns
son, Guðlaugur Þorvaldsson, Sig-
urður Stefánsson og Þorvarður
EHasson. Við samningu frum-
varpsins var höfð hliðsjón af
frumvarpi til norskra bókhalds-
laga, svo og dönskum bókhalds-
lögum.
Sem fyrr segir gerir frum.varp-
ið ráð fyrir aukinni bókhaldis-
skyldu og kveður á um að eftir-
taldir aðitar verði bókhalds-
skyldir:
A. 1. Hlutafélög, o,g önnur félög
með takmarkaða ábyrgð.
2. Gagnkvæm tryggingarfélög,
samvinnufélög og önnur félög
með breytilegum höfuðstól og
breytilegri félagatölu, sem hafa
það markmið, að efla hag félags-
manna eftir þátttótou þeirra í
starfsemi félagsins.
3. Sameignarfélög og önnur
félög með óta kmarkaðri ábyrgð
félagsmanna.
4. Bankar og sparisjóðir.
5. Félög, sjóðir og stofnanir,
sem hafa á hendi fjáröflun, fjár-
vörzlu eða rekstur, svo sem líf-
eyrissjóðir, stéttarfélög, íþrótta-
félög, líknarstofnanir, minning-
ar- og styrktarsjóðir.
B. Einstaklingar, sem í atvinnu-
skyni reka eftirgreinda starf-
semi:
1. Verzlun, þar með ta'Hn
lyfjaverziun.
2. Byg.gingarstarfsemi og önn-
ur mannvirkjagerð, svo og al'ls
konar verktakastarfsemi, þar
með talið viðhaMs og viðgerðir
mann virkja.
3. Námarekstur, vinnsla og
sala jarðefna, svo sem malar-
nám.
4. Framleiðsila, saia og dreifing
vatns og orku.
5. Bóka- blaða- og tímarita-
útgáfa.
6. Skóiar.
7. Sjúkrahús, elliheimili, heilsu
hæli o.þ.h. stofnanir.
8. Umsýslustarfsemi, svo sem
fasteigna,- skipa- og bílasala,
vöru- og skipamiðlun, afgreiðsla
skipa og annarra farartækja,
rekstur ferðastorifstofu, kaup-
þing, kaiuphallir og uppboðs-
markaðir.
9. Málflutningur og önnur lög-
mannsstörf.
10. Sala verðbréfa og peninga-
útlán.
11. Útleiga á fasteignum og
lausafé.
12. Skemmtistarfsemi hvers
konar, svo sem t.d. kvikmynda-
hús, leikhús, hljómsveitÍT og
miðlun skemmtikrafta.
13. Iðnaður og iðja, þar með
talin viðgerðarstarfsemi.
14. Útgerð til veiða, verkun
sjávarafla og fiskirækt.
15. Vinnsla landbúnaðarafurða.
Búrekstur, þar sem afurðirnar
eru að meiri hluta seldar beint
til smásala eða neytenda.
16. Fólks- oig vöruflutningar.
17. Veitinga- og gistihúsa-
rekstur.
18. Læknar, tannlæknar, tann-
smiðir og dýralæknar.
19. Þjónustustarfsemi, svo sem
starfsemi húsameistara, verk-
fræðinga, endurskoðenda, dóm-
túlka og skjalaþýðenda, bók-
haldsskrifstofur, auglýsinga-
stofur, teiknistofur, fjölrit'unar-
stofur, þvottahús og efnalaugar,
ljósmyndastofur, rakarastofur,
baðhús, nuddstofur og snyrti-
stofur, björgunarstarfsemi og
þjónustustarfsemi ótalin annars
staðar.
IMúrarar mótmæla fram-
kvæmdum í Breiðholti
MBL. hefur borizt eftirfarandi
ályktun Múrarafélags Reykj avík
ur:
Á félagsfundd 16. nóv. sl. voru
gerðar eftirfarandi samiþykktir.
Fundur Ihaldinn í Múraraifé-
lagi Reiykjavíkur 16. nóv. 1967
mótmælir harðlega þeiim fram-
kvæmdium í Breiðholtshverfi,
sem framk væmdanefnd bygging
aráætil'Unar ríikisins er og hetfur
látið framlkvæma, t.d. með bygg-
ing-u timburlhúea, fundurinn tel-
ur að fé það sem ætlað er til
íbúðabbygginga, og Húsnæðis-
málastotfnun ríkisins hetfur ráð-
stafað fram að þessu, væri bet-
ur varið á sama háitt og hún
gerði áður.
Kretfjast verður atf ríkisstjórn-
inni að hún sjái lánakerfi Hús-
næðismálastotfnunar ríkisins fyr
ir nægu fjlármaigni svo lokið
verði byggingu þeirra ílbúða,
sem þegar eru að verða fokheld
ar, svo staðið verði við júnísam-
komulaigið hvað þetta snertir og
húsnæðismálastjórn þurfi ekki
að vísa lánshæfuim umsóknum
frá.