Morgunblaðið - 01.12.1967, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ. FOSTUDAGUR 1. DES. 1967
17
Jóhann Hjálmarsson
skrifar um
BÓKMENNTIR
£/ með orðaflaumi
Jón úr Vör: 100 KVÆÐI. Einar
Bragi valdi kvæðin. Helga-
fell. Reykjavík 1967.
í tilefni fimmtugsafmælis Jóns
úr Vör hefur vinur skáldsins
Einar Bragi tekið saman bók
með 100 ljóðum þess, og Helga-
fell gefið myndarlega út; fyrir-
myndin eru 100 kvæði Steins,
sem Snorri Hjartarson hafði um-
sjón með á sinni tíð og áttu
sinn þátt í að auka hróður
Steins. Nú er áð sjá hvort bók
Einars Braga á eftir að færa Jón
nær þjóð sinni.
Einar Bragi fylgir bókinni úr
hlaði með löngum formála, og
eins og fyrr segir á hann veg
og vanda að bókinni; hann hef-
ur valið ljóðin og kosið að kynna
skáldið fyrir nýjum lesendum
með hugleiðingum sínum, og von
andi ætlað sér að leiðrétta ýmis-
legt, sem gamlir lesendur þess
hafa haldið í fávisku sinni.
Grein Einars Braga er þægi-
legur lestur, að vísu laus vfð
mikla skarpskyggni á Ijóðheim
Jóns og viðfangsefni, en ég
myndi óhikað telja feng í henni.
Einar Bragi er þekktur fyrir
að vera óragur baráttumaður og
leggur að vonum mest up úr
þeim ljóðum Jóns, sem áróðurs-
gildi hafa, en getur þess í leið-
inni, að Jón hafi einnig ort
„mörg Ijóð önnur, sem eru frá
skáldskaparsjónarmiði ekki síður
umtalsverð, heldur miklu fremur
...“ (Úr umsögn um Vetrar-
máva).
Ég hefði að vísu kosi'ð að Ein-
ar Bragi hefði gefið þessum
ljóðum meiri gaum, í staðinn
fyrir að láta hin uggandi ljóð
Jóns um framtíð mannkynsins
verða sér tilefni til enn einnar
leiðindaræðu um atvinnupólitík-
usa, afsölu landsréttinda, aura-
sjúklinga, helsprengju o. s. frv.
allt í stíl „hinna miklu bjarg-
vætta íslenzkrar menningar“ í
Þjóðviljanum og Frjálsri þjóð.
Því verður aftur á móti ekki
neitað að sum ljó'ð Jóns bera
þess merki að hann er áhugamað
ur um stjórnmál, en hver ávinn-
ingur það hefur verið skáld-
skap hans skal ósagt látið.
Einar Bragi fullyrðir, að Jón
úr Vör birtist í Þorpinu „sem
alskapaður íslenzkur sósíalreal-
isti, hinn eini sem íslendingar
hafa eignazt til þessa.“ Einari
Braga gleymist því miður að
færa rök fyrir þessu fróðlega
atriði, en ég er hræddur um að
þetta orð hafi fengfð það fasta
merkingu í hugum flestra, að
það byki heldur merkingarlítið
á þessum stað. Sósíalrealismi er
notað um stefnu sovézkra rit-
höfunda og listamanna, viðleitni
þeirra til þess að skrifa og mála
„fyrir fólkið“ á þann hátt að
það falli valdhöfum austan
tjalds í geð. Varla hefur þetta
verið tilgangur Jóns úr Vör, sem
einmitt hefur deilt á margt í
sovéskum stjórnmálum eins og
Einar Bragi getur líka réttilega.
Það kann líka að þykja orka
tvímælis hve mikið rúm skyld-
fólk Jóns fær í bókinni, og á
ég þá einkum við föður hans og
fóstra. En ég tel rétt hjá Einari
Braga að hafa farið út í þá
sálma, og þá einkum vegna þess
hve Ijóð Jóns eru bundin þessu
fólki, sækja afl sitt og inn-
blástur til þess.
Ef til vill vefst það enn fyrir
mörgum að átta sig á sérstöðu
Jóns úr Vör í íslenskri ljóðlist
og bókmenntum, að ég ekki tali
um að meta hann að verðleik-
um. Jón hefur goldið þess að
lenda á milli Steins Steinarrs
og yngri kynslóðar, sem á engan
hátt hefur til að bera þann
kraft og þann vilja til hrein-
skilni, sem einkennir Jón. Sá
„módernismi" sem Jón úr Vör
hefur komið á lei'ð, því vissulega
er Jón einn af brautryðjendun-
um í íslenskri ljóðagerð þessar-
ar aldar, er allt annar en sá
sem iðkaður hefur verið af þeim
skáldum, sem fengið hafa á sig
atómskáldaheitið; eitt þeirra
Jón Óskar, hefur afdráttarlaust
skipað þeim í eina sveit í Birt-
ingi (4. h. 1966.) Þessi skáld tel-
ur Jón Óskar vera eftirfarandi
menn: Sigfús Daðason, Hannes
Sigfússon, Stefán Hörð Gríms-
Jón úr Vör
son, Jónas E. Svafár, Einar
Braga og sjálfan sig. Jón Óskar
hefur þarna gert bókmennta-
fræðingum auðveldara fyrir, því
þau skáld sem koma fram með
bækur sínar eftir að fyrr taldir
höfundar hafa verið mest áber-
andi, eins og til dæmis Matthías
Johannessen, Hannes Pétursson,
Þorsteinn frá Hamri og fleiri,
eiga fátt sameiginlegt me'ð þeim
annað en frjálslegt ljóðform, sem
þar að auki er ekki ríkjandi í
skáldskap þeirra.
Þorpið er höfuðverk Jóns úr
Vör, lífvænlegast af öllu því
sem hann hefur samið; en því
má ekki heldur gleyma að margt
í seinustu bókum hans, Vetrar-
mávum og Maurildaskógi er
með því eftirtektarverðasta sem
birst hefur eftir hann, og hefur
í sér mesta nýjung um leið og
það skipar Jóni á bekk með
fremstu skáldum okkar. Einar
Bragi segir: „Þegar alls er gætt
tel ég Vetrarmáva þroskamestu
og að listgildi beztu bók Jóns úr
Vör, en Þorpið heilsteyptasta
verk hans.“ Þetta er alls ekki
svo fráleit staðhæfing, en hef-
ur því miður ekki nógu marga
meðmælendur. Fólki hættir til
áð einblína um of á Þorpið.
Svipuðu máli gegnir um Tómas
Guðmundsson, Fagra veröld er
sífellt sú bók hans, sem einkum
er til umræðu.
Skáld eins og þeir Tómas og
Jón úr Vör, sem hafa skilað
þjóðinni jafn eftirminnilegum
verkum og þessar bækur þeirra
eru, og hafa þannig orðið sígild,
hljóta að vera skáld mikillar
hamingju, en ég efast ekki um
að það valdi þeim angri að
sjá þannig önnur veigamikil
verk sín sniðgengin vegna þess
að þeim hefur einu sinni tekist
óumdeilanlega að snerta við
kvikunni í þjóðarsálinni.
Þegar endurnýjuð eru kynni
vi'ð ljóð Jóns úr Vör í úrvali
Einars Braga, kemur þar í ljós
margt mikilsvert, sem ekki á
heima í Þorpinu. Það er til dæm-
is ánægjulegt að lesa sum
„hefðbundnu" kvæðin, og sjá
hvernig einfaldleiki þeirra og
hjartans einlægni gæðir þau
miklu lífsmagni. Ef við stöldr-
um til að mynda við ljóðin í
Stund milli stríða, sem voru ort
þegar hávaðasöm baráttuljóða-
gerð var í hávegum höfð meðal
félaga Jóns, sem stóðu honum
næst, og honum var legið á hálsi
fyrir áð öskra ekki, verður það
ljóst hve mikils virði það hefur
verið fyrir skáldið sjálft og
óbrjálaða lesendur þess að því
skyldi takast að halda áfram að
vera sjálfu sér trútt. Þessi ljóð
láta ekki mikið yfir sér, en
eru surh hver völundarsmíði,
eins og smákvæðið Stillt og
hljótt:
Stillt vakir ljósið
í stjakans hvítu hönd,
milt og hljótt fer sól
yfir myrkvuð lönd.
Ei með orðaflaumi
mun eýðast heimsins nauð.
Kyrrt og rótt í jörðu
vex korn í brauð.
Sömu eiginleikum býr Sof-
andi barn yfir, en það birtist
í sömu bók:
Nú er barnið sofnað
og brosir í draumi,
kreppir litla fingur
um leikfangið sitt.
Fullorðinn vaki
hjá vöggu um óttu,
hljóður og spurull
hugsa ég mitt.
Það glepur ekki svefninn,
er gull sitt barnið missir
úr hendinni smáu
og heyrir það ei.
Þannig verður hlnzta
þögnin einhverntíma.
Ég losa kreppta fingur
um lífið mitt og dey.
Stund milli stríða kom út 1942
og var ekki tekið af jafn mik-
illi hrifningu og fyrstu bók
skáldsins: Ég ber áð dyrum.
Sumt sem skrifað var um bókina
var ekki sett fram af umhyggju
einni saman fyrir bókmenntum,
eins og Einar Bragi fræ'ðir okk-
ur um. En þessi litla bók sýnir
að Jón er að þroskast og búa
sig undir að verða þess albúinn
að sanna tilverurétt sinn sem
skálds. Það gerði hann með
Þorpinu, en þá bck samdi hann
í Svíþjóð, og kom hún út 1946.
Sænskur samtímaskáldskapur
hefur án efa átt sinn þátt í því
að koma endanlegri mynd á
ljóðheim Jóns; hann hafði eins
og öll góð skáld hæfileika til að
notfæra sér það sem hann las,
eflast af því besta sem önnur
skáld höfðu fram að færa. Hér
verður ekki farið út í það ann-
ars forvitnilega rannsóknarefni,
að bera Þorpið saman við það
sem þá var helst á döfinni í
sænskri ljóðagerð; Svíar sjálfir
hafa tekið Þorpinu vel í sænskri
þýðingu, merkir gagnrýnendur
þar í landi farið um það lofsam-
legum orðum.
Jón úr Vör hefur haldið áfram
að yrkja, „af því að það er nú
einu sinni hans líf“ svo enn sé
vitnað í Einar Braga. í 100 kvæð
um birtist ljóð, sem ekki hefur
verið prentað annars staðar. Nefn
ist það Draumkvæðið. Mér þyk-
ir það með því athyglisverðasta,
sem ég hef lesið lengi eftir Jón.
Það er að færast yfir ljóðagerð
hans óróleiki, að vissu leyti
beiskja. Seinasta bók hans Maur-
ildaskógur vitnaði um þetta.
Engu er líkar en skáldskapur
Jóns hljóti af því ávinning, öðl-
ist nýja festu, um lei'ð meiri
spennu. Hinn dapurlegi heimur
Draumkvæðis eróvenju nærtæk-
ur og áleitinn. Sjúkrastofan með
rúmum sínum, morgunskíman
sem eykur enn á óraunveruleik-
ann, kvæðið, sem aldrei verður
ritað.
Þetta ljóð og nokkur önnur
sanna okkur að Jón úr Vör hefur
ekki enn sagt sitt síðasta orð.
Við, sem fylgjumst af áhuga með
skáldskap hans, væntum enn frá
honum stórra hluta. Vonándi
eiga 100 kvæði eftir að afla hon-
um margra nýrra lesenda, og
leiða æskuna á fUnd við eitt af
fremstu núlifandi skáldum okk-
ar.
Jóhann Hjálmarsson.
Ástamál
Hanna Kristjónsdóttir: MIÐ-
ARNIR VORU ÞRÍR. Skáid-
saga. Skuggsjá 1967.
Það má segja þessari nýju
skáldsögu Hönnu Kristjónsdótt-
ur til lofs, a’ð hún er skrifuð
af hispursleysi, sem víða er sann-
færandi, einkum í fyrstu köflum
bókarinnar.
Lítum til dæmis á upphafið:
„Þegar ég var í fimmta bekk
menntaskólans, skildu foreldrar
mínir.
Ég get ekki með sanni sagt,
að þetta hafi komið mér á
óvart. En ég gat ekki varizt
því að dá hugprýði pabba míns.“
Þessi óþvingaði frásagnarmáti
virðist Hönnu eiginlegur, og það
þarf alls ekki svo lítinn þroska
til þess að tileinka sér hann, ná
valdi á honum. Lesandinn er
strax gripinn forvitni að kynn-
ast ævi þessarar Reykjavíkur-
stúlku, sem segir sögu sína í
bókinni. Það er ekki síst að
þakka þeim léttleika sem ein-
kennir skáldsöguna; efni hennar
er mun venjnlegra en stíllinn.
Gallinn er einmitt sá, að það
viðfangsefni, sem Hanna velur
sér er margþvælt. Margar bækur
hafa verið samdar um ást rosk-
ins manns og unglingsstúlku,
nægir að minna á Sagan, sem
Hanna hefur auðsýnilega lært
ýmislegt af, og er það ekki sagt
henni til lasts. Látum vera að
um þetta hafi oft verið ritað, ef
höfundinum auðnaðist að varpa
á það nýju ljósi. Það tekst
Hönnu aftur á móti ekki í þess-
ari bók. Miðarnir voru þrír,
skilur lítið eftir í huga lesand-
ans annað en einhvers konar
tómleika, allt að því tómahljóð.
Niðurstáða bókarinnar er mór-
ölsk, en á þann hátt að önnur
hefði tæplega verið hugsanleg
frá sjónarmiði lesandans. Hann
hefur ráðið bókina á þennan
hátt löngu áður en lestri er lok-
ið.
Mér finnst mest nýjung að
fyrri hluta bókarinnar, áður en
ástarævintýri stúlkunnar og hins
gráhærða bankastjóra hefst.
Samband þetta er svo litlaust, að
ég ekki segi náttúrulaust, að
bankastjórinn er í vitund les-
andans eins og flöktandi skuggi,
óraunverulegur. Sama er að
segja um móður stúlkunnar, sem
tekur því með þögn og þolin-
mæ'ði að dóttirin ræni hana ást-
manni sínum.
Bók Hönnu fjallar fyrst og
fremst um ástamál, það er bæði
styrkur hennar og veikleiki.
Þess vegna kemur upphaf 7.
kafla lesandanum á óvart:
„Ég er frábitin því að skrifa
um uppáferðir — eins og það
heitir á „dónalegu" máli. Mér
ferst ekki að tala um efnið af
hneykslan. Og mín fyrsta reynsla
var heldur ekki sérlega þokka-
leg.
Þar við bætist, að svo margt
og mikið hefur verið skrifað um
kynferðismál — þau eru orðin
alger tízkuvarningur og hreint
ekkert feimnismál lengur — að
segja má, að það sem ég hef
upplifáð skipti litlu“.
Nú er það einmitt það sem
sögupersóna Hönnu hefur upp-
lifað, sem mestu skiptir í bók-
inni. Og þá dugir ekki tepru-
skapur, það er um að gera að
vera ekki feiminn við lesand-
ann, ef takast á að sannfæra
hann, fá hann til þess að fylgj-
ast með. Bókin hefði einmitt
grætí á því að vera dáiítið opin-
skáari.
Athyglisverðasta efni bókar-
innar er það sem segir frá sam-
skiptum stúlkunnar við skóla-
félaga sína, og hugleiðingarnar
um vonlaust samband foreldra
hennar. Sums stáðar bregður
fyrir hnyttnum samtölum, eins
og til dæmis í bókmenntaspjall-
inu í saumaklúbb menntaskóla-
stelpnanna, og ekki get ég stillt
mig um að birta hluta af ræðu
söguhetjunnar þegar hún er að
skýra bókina um Tómas Jóns-
son íyrir stöllum sínum:
„Það hefur verið skrifað tíma-
mótaverk um lúsina, sagði ég.
Hagalín er búinn að gera sjó-
mönnum og bændum skil. Krist-
mann hefur skrifað um ástina og
uppáferðir. Smáskáld hafa skrif-
að hvassar ádeilur á þjóðfélagið,
Hanna Kristjónsdóttir
um sálflækjur og ég veit ekiti
hvað. Það allt er orðið eins
hversdagslegt og kaúpa braúð.
Þá verður einhver að skrifa tíma
mótaverk um kúk og piss. ...“
Ég sé ekki betur en mennta-
skólastúlkan í sögu Hönnu, hafi
hér fært þeim gagnrýnendum,
sem fjallað hafa um Tómas ær-
ið umhugsunarefni,
Ætli Hanna Kristjónsdóttir
sér að skrifa alvarlega skáld-
sögu en ekki eingöngu skemmti-
sögu, hlýtur hún að stefna hærra
í framtíðinni. Hún virðist hafa
náð þeirri leikni, að henni ættu
að vera ýmsir vegir færir. Mið-
arnir voru þrír, gefur góð fyrir-
heit, spurningin er bara sú
hvernig höfundur fer með gáfu
sína, hvaða hlutverk hún ætlar
henni.
Jóhann Hjálmarsson.
Hafinn undirbúningur uð ufmælis-
hútíðuhöldum ú Suuðurkróki
Sauðárkróki 23/11.
í MARZMÁNUÐI s.l. kaus bæj-
arstjórn Sauðárkróksnefnd ti'l að
hafa á hendi undirbúning að
hátíðahöldum í titefni 100 áxa
byggðarafmæli staðarins 1971.
Nefndin hefir haldið allmarga
fundi, fyrst og fremst til að taka
ákvarðanir um þau atriði, sem
nú þegar er brýn nauðsyn að
farið verði að vinna að. Þann 22.
þ.m. kallaði nefndin féttamenn á
sinn fund og sikýði frá því helzta
sem áfcveðið er að gera: Efná til
samkeppni um tillögur að skjald-
armerki fyrir Sauðárkrók, og
verða kr. 20.000.— greiddar fyrir
þau sem valin verða, einnig er
áfcveðið að koma á sögusýningu
og listmunasýningu. Þá er ákveð-
ið að saga staðarins komi út
um þetta leyti — Kristmunduir
Bjarmason, fræðiim. að Sjávar-
borg, hefir á undanförnum árum
unnið að útgáfunni o. m. fl. hefir
nefndin á prjónunuim,
Afmælisnefndin skipa þessfr
menn: Helgi Rafn Traustason,
Björn Daníelsson, Kr. C. Magn-
ússon, Gísli Felixsson og Arnór
Sigiurðsson. — jón.