Morgunblaðið - 01.12.1967, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 01.12.1967, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 1. DES. 1967 31 Stífla springur á Jövu — McNamara Frairuhald af bls. 1. bákni heraflans, PentagoA, sem kostar rúma 70 milljarða dala að reka á ári. Þeir sjö menn, sem til greina koma í embætti landvarnaráð- herra, eru: ♦ Paul Nitze, varalandvarna- ráðherra, sem var yfirmaður skipulagsdeildar utanríkisráðu- neytisins í stjórnartíð Trumans. Nitze er sextugur að aldrL ♦ Cyrus Vance, sem var varalandvarnarráðherra áður en Nitze tók við því starfi. Vance varð að láta af þessu embætti vegna meiðsla í baki, en á þessu ári hefur hann fengið ýmis sér- stök verkefni. f ágúst stjórnaði hann því starfi, að koma á lög- um og reglu í Detroit eftir kyn- þáttaóeirðirnar þar, og nú reynir hann að miðla málum í deilu Grikkja og Tyrkja, sem sérlegur sendimaður Johnsons forseta. — Vance er fimmtugur að aldri. ♦ Robert Anderson, flota- málaráðherra, sem var vara- landvarnaráðherra í stjórnartíð Eisenhowers. Hann er 57 ára gamall. ♦ Clark Clifford, sem er 60 ára gamall og náinn vinur John- sons. ♦ McGeorge Bundy, sem var ráðunautur forsetanna Kennedys og Johnsons um öryggismál, þar til hann sagði af sér í fyrra og gerðist forstjóri Ford-stofnunar- innar í New York. ♦ Charles Thornton, sem er forstjóri fyrirtækisins Litton Industries og er 54 ára gamall. ♦ Ríkisstjórinn í Texas, John Connally, sem særðist um leið og Kenedy forseti var myrstur í Dallas. Hann hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem ríkisstjóri, en hefur einnig látið svo um mælt, að ekkert sé hæft í fréttum um að hann verði skip- aður eftirmaður McNamara. Viðbrögð kommúnista í Peking er litið á afsögn Mc- Namara sem vísbendingu um al- varlegan klofning í bandarísku stjórninni vegna Víetnamstríðs- ins, að sögn fréttaritara japönsku fréttastofunnar Kyodo í Peking. Pólska kommúnistablaðið „Try- bunda Luda“ segir, að afsögn McNamara tákni að stjórnmála- menn í Bandaríkjunum hafi lot- ið í lægra haldi fyrir herforingj- um. „Izvestía" í Moskvu segir af sögn McNamara viðurkenningu á því að Víetnamstefna stjórnar- innar hafi farið út um þúfur. V ---------------- — Jarðskjálfti Framihald af bls. 1. skjálftadeildar háskólans þar, að jarðskjálftinn hefði mælzt 6,5 stig á Richter mælikvarða. Til samanburðar má geta þess, að jarðskjálftinn sem lagði Skopje í rúst árið 1963 var 6 stig. Upptök jarðskjálft- ans voru 105 km fyrir vestan Skopje. Hermenn úr Júgóslavíuher og fjölmargir sjálfboðaliðar hafa unnið í allan dag að bjarga fólki úr rústum, hreinsa götur borgarinnar og hlúa að fólki, særðu og heim- ilislausu. í Debar bjuggu um 16 þúsund manns og munu flestir heimilislausir, enda sagt að um 80 prósent borgar- innar hafi hrunið til grunna. Allt símasamband rofnaði við Debar og þar varð einnig rafmagnslaust. Matur og vatn er flutt þangað með vöru- flutningabifreiðum frá ná- grannahéruðum. Útvarpið í Belgrad gaf út áskorun um að senda tafarlaust 10 þúsund tjöld til bæjarins, sem bráða- birgðaskýli handa íbúunum. Borgin Debar er í djúpum dal, sem umlukinn er háum fjöllum. fbúarnir 16 þúsund hafa flestir atvinnu af akur- yrkju og landbúnaðarstörfum. Af þeim átta, sem vitað er með vissu, að farizt hafa, eru sjö börn. Samkvæmt síðustu fréttum hefur albanska borgin Peshkopi orðið allharkalega úti í jarð- skjálftanum. — Hjálparboði frá Júgóslavíu var hafnað, en út- varpið í Tirana sagði í kvöld, að tíu manns hefðu farizt, 120 meiðzt og 2000 byggingar skemmzt eða eyðilagzt. — McCarthy Framhald af bls. 1 að han-n verði í framboði fyrir flokkinn. Á blaðamannaifundi í dag sagði McCarhhy, að góðar horfur væru á þvi að einhver annax maður en Johnson forseti yrði fonseta- fraimbjóðandi diemiókrata á næsta ári. Ef hann sjálfur væri efcki maðfuirinn, gæti Robert Kennedy ö Ldungad'e ilLdarma ður verið hann. McCarthy sagði, að hann hetfði góðar sigurlíkur í tvekn- ur eða þremur þeirra undan- kosninga, sem hann hyggst taka þátt í. Hann kvaðst mundu leita eftir stuðningi í ríkjum, þar sem flokksþing velja fulltrúa á lands fund Demókrataflökksins. Hann kvað ekki ólíklegt, að demó- krataleiðtogar í Indiana og Suð ur-Dakótaríki byðiu sig fram gegn forseanuim í undankosning unum í þessuim ríkjuim, -en öld- ungadeilldanmennirnir Vance Hartke frá Indiana og George S. McGovern frá Suður-Dakóta eru eindregnir andsitæðingar Vietnamstefnu forsetans. Aðspurður neitaði McCarthy því, að hann byði sig fram í undankosniingunum til þess að ryðja brautina fyrir Robert Kennedy, en sagði að Kennedy gæti erft þann stuðning er hann hlyti í baráttu sinni. Hann kvaðlst ekki hafa gert samning við Kennedy um að víkja fyrir honum þegar nær drægi lands- fundi demókrata, en hins vegar væri það í samræmd við póli- tískar erfðavenjur í Bandarikj- unum ef Kennedy gæfi kiost á sér. McCarthy sagði að nýlegar stjómaryfirlýsingar, er gæfu til kynna að áfram verði hert á styrjöldinni í Vietnam, hafi styrkt sig í þeirri ákvörðun að bjóða sig fram gegn forsetan- um. Hann lét í ljós áhyggjur vegna þess, að Vietnamstyrjöid- in gerði það að verkrun að minna væri varið en ella til baráttunn- ar gegn fátækt, til húsnæðismála, mennta og annanra mála í Banda rikjunum, auk þess sem styrjöld in hefði valdið siðferðislegri upplausn í landinu. Hann full- yrti, að ákvörðun hans mundi ekki rjúfa einingu Demókrata- flokksins. McCarthy játar, að nær ógern ingur sé að koma í veg fyrir að ríkjandi forseti hljóti tilnefningu sem frambjóðandi í forsetakosn ingum, en heidur þvi fram, að umræður verði að fara fram innan Demókrataflokksins um Vietnammálið. í síðustu kosning um mun Johnson forseti hafa haft augastað á McCarthy sem varaforsetaefni sínu. McCarthy vonar að hnn fái töLuvert fylgi í undankosningunum í Wisconsin, sem fara fram 2. apríl, játar að honum geti orðið lítið ágengt í Nebraska (14. maí), en er viss um mikið fylgi í Oregon (28. maí). Undankosningarnar í Kali forníu eru mikilvægastar að dómi McCarthys, en þar vonast hann eftir stuðningi flokksráðs demókrata, sem er andvigt John son forseta. Þessar kosningar fara fram 4. júní. — Kýpur Framhald af bls. 1 tveimur vikum. Grískir leiðtog- ar eru verr settir hvað þetta snertix, því að loforð þeirra um að flytja hersveitir sínar frá Kýp ur felur í sér meiri tilslökun en loforð Tyrkja um að gera ekki innrás í eyna.. Tilkynning í dag. Væntamlega verður tilkynning gefin út á morgun um samkomu- lagið, og þykir hinum þremur ríkisstjórnum skipta miklu máli hvernig fonm þessarar tilkynn- ingar verðuir. Samkvæmt samkomulaginu verða grísku hermennirnir á Kýpur fluttir þaðan í smáhóp- um á næstu sjö mánuðum, og greiddar verða skaðabætur vegna árása Kýpur-Grikkja á tvö þorp Kýpur-Tyrkja 15. nóvember. Það voru þessi átök er leiddu til styrj aildarhættunnar. Tyrkir munu hafa kraflzt þess, að gríska herliðið á Kýpur yrði flutt á brott nær sam- stundíis, og var hér um að "æða erfiðustu hindrunina, sem varð að yfirstíga til að koma á sam- komulagi. En í Aþenu er brott- flutningur Grikkja talinn fela í sér mikinn stjórnmálaisigur fyrir Tyrki. Sat er, að nú verði þess beðið með mikilli eftirvæntingu, hvort deila Grikkja og Tyrkja hatfi áhrif á stjórmmálaástandið í Grikklandi og völd herforimgja- stjórnarinnar. Margir sérfræðingar f Aþenu telja, að hinn nýskipaði utan- ríkisráðherra Grikkja, Panayotis Pipinelis, fyrrum forsætisráð- herra, hafi með lagni sinni átt mikinn þátt í því að koma í veg fyrir styrjöld milil Grikkja og Tyrkja. AP hermir, að fólki í Aþenu hatfi létt mikið er það spurðist í dag, að samkomu'ag hefði náðst. Flestir Grikkir virð- ast hafa viljað að komið yrði í veg fyrir styrjöld út af Kýpur. Bylting í Tyrklandi? í Ankara visaði Suleyman De- mirel, forsætisráðherra, eindreg- ið á bug orðrómi um að tyrk- neskir herforingjar væru óánægð ir með Kýpursamkomulagið. Lausafregnir herma, að herfor- ingjarnir hyggist gera stjórnbylt ingu. Samkvæmt góðum heimildum felur Kýpur-samkomuilagið með- al annars í sér, að Tyrkir fækki í herliði því sem undanfarinn hálfan mánuð hefur verið þess albúið að gera innrás í Kýpur. I dag flaug engin tyrknesk könn unarflugvél yfir Kýpur, í fyrsta skipti í eina viku. Um 1.200 brezk ir borgarar, sem um síðustu helgi leituðu hælis í brezku herstöð- inni Dhkelia á Kýpur fóru það- an í dag *il heimila sinna. Hinn sérlegi send'imaður John sons forseta, Cyrus Vance, ræddi sjö tíma við Makarios forseta í dag, og þegar Makarios var að því spurður, að viðræðunum loknum, hvort friður hefði verið tryggður sagði forsetinn: „Ég held það“. Vance hólt síðan til Aþenu, þar sem hann dvelst enn, en sendknaður U Thants, Jose Rolz-Bennett frá Guatemala, fór í dag áleiðis til New York, og Manlio Brosio, framkvæmda- stjóri NATO, fór til Briissel. Áð- ur en Brosio fór frá Aþenu sagði hann: — Hlutverki minu er lokið. Grikkir og Tyrkir hatfa náð sam komulagi. Styrjaldarhættan er liðin hjá. Sennilegt er talið, að Kýpur- samkomulagið verði birt í fonmi áskorunar frá U Thant tiil stjórna Grikklands og Tyrklands, um að vissar ráðstafanir verði framkvæmdar og ríkisstjórnirnar taki áskorunina til greina. í FRÉTT frá NTB í gær segir, að íslendingar hatfi sótt um það til norskra yfirvalda að £á að flytja þangað 700 tonn af dilkakjöti. Ennfiremur segir efttr landbún- aðarráðuneytinu norska, að þessu hafi verið Synjað. Ákvörð- unin um synjunina byggist á því að norskir k jötframleiðendur hafi nægilegt kindakjöt fyrir markaðinn þar í landi. Geirðir d megin- londi Kína LEYNIÞJÓNUSTA þjóðernis- á Formósu segir, að undanfarna daga hafi hvað eftir annað kom- ið til harðra átaka á meginlandi Kína milli stuðningsmanna Mao Tse tung annars vegar og and- stæðinga hans hins vegar. Djakarta, 30. nóv. NTB-Reuter. AÐ MINNSTA kosti 112 manns fórust, er stifla á Mið-Jövu brast eftir miklar úrkomur þar, og þrjú þorp grófust undir forar- eðju. Fréttastotfan Antara í Djakarta tilkynnti, að atburðurinn hefði gerzt s.l. mánudagskvöld. Sagt var að hermenn og sjálfboðaliðar leituðu enn að fólki, sem óttazt er um. Þegar stíflan, sem var ó- fullgerð brast, skall fjörutíu og fimm metra breið flóðbylgja yfir dalinn og vatnið og forareðjan náði yfir 5-6 kílómetra svæði. Svæðið er í nágrenni bæjarins Hombong og um 40 kílómetra frá ströndinni. Talsmaður Djakartastjórnar Hurðor úrekstur ú Reykjunesbr. í GÆRKVÖLDI rétt fyrir kl. 21 varð allharður árekstur á Reykja nesbraut á móts við Slökkvi- stöðina. Skullu þar saman tvær bifreiðir og skemmdust báðar mikið. Kona, er ók annarri bif- reiðinni gætti sín ekki á hálk- unni og var í þann mund að renna aftan á bifreið, er var ekið á undan henni. Sá konan að sér yrði ekki unnt að forða árekstri og tók þá það ráð að sveigja út á hægri vegarhelming götunnar. Um leið kom bifreið á móti og skullu bifreiðirnar allharka- lega saman. Flytja varð telpu er var í annarri bifreiðinni í Slysa- varðstofuna og ökumaður kvart- aði undan þrautum í brjósti. — Ekki mun neinn þó hafa slasazt alvarlega. Hljómleikur til styrktur Flug- björgunur- sveitinni HLJÓMLEIKARNIR sem Lúðra- sveit Reykjavíkur heldur til styrktar fyrir Flugbjörgunar- sveitina, hefjast í Háskólabíói klukkan 3 á laugardaginn (2. des.). Þar verða flutt létt tón- verk, lög úr kvikmyndum og fleira. Miðasala er þegar hafin hjá Eymundsson og á laugardag verða þeir einnig til sölu í Há- skólabíói. Vegna þessarar fréttar sneri Mbl. sér til Agnars Tryggvason- ar framkvæmdastjóra búvöru- deildar SÍS, en hún hefir séð um útflutning meginþorra landbún- aðar.vara okkar. Agnar sagði, að þetta væru slæmar fréttir. Við hefðum i fyrra fengið útflutn- ingsheimild fyrir 700 tonnnum af kjöti til Noregs, en þá hefðu ekki verið notuð nema 290 tonn af heimildinni. Hins vegar hefði verið fliutt út til Noregs 700 tonn árið þar áður. — íslenzka kindakjötið er mjög vinsælt í Noregi og þykir þar kostafæða og þar eru stórir innflytjendur, sem haía hags- muna að gæta í þessu efni. Mark- aður þessi hefir einnig verið mjög þýðingarmikiH fyrir is- lenzkan landbúnað, sagði Agnar Tryggvason. sagði í dag, að hjálparsveitir verði sendar til Hombong til að taka þátt í björgunarstarfinu. í marz í fyrra fórust 166 manns, er stíflan við Solofljót á Mið- Jövu brast, en mesta stífluslys seinni ára varð á Ítalíu árið 1963, er 1600 manns fórust í Piavedalnum. I* -----» ♦ »----- - FLOSY Framhald af bls. 1 greiddu 100 milljónir punda í skaðabætur fyrir 128 ára ný- lendustjórn, en samkomulag hefði enn ekki tekizt. Al-Shaabi sagði að lokamark- mið hans væri að sameina hið nýja ríki Jemen-lýðveldinu, sem hann kallar Norður-Jemen. í Kaíró tilkynnti forysta FLOSY (Frelsisfylkingar hins hernumda Suður-Jemen), sem hefur átt í deilum við NLF, að hreyfingin mundi haldi uppi bar áttu gegn hinni nýju stjórn Suður-Arabíu. Hreyfingin kall- aði stofnun alþýðulýðveldisins Suður-Jemen skrípaleik og sak- aði NLF um að vinna með brezku leyniþjónustunni og CIA, FLOSY hefur skorað á Nasser Egyptalandsforseta, að endurskoða þá ákvörðun sína a’ð viðurkenna hið nýja lýðveldi, en Egyptar hafa hingað til stutt FLOSY. ! Fishafli Fæiey- ! inga svipaður ! og í iyrra 4 Einkaskeyti til Mbl. / frá Þórshöfn í Færeyjum. J FISKAFLI Færeyinga er 1 svipaður í ár og í fyrra. — í Fyrstu níu mánuði ársins nem i ur aflinn 17 þúsund lestum, ; en hinsvegar er útflutningur 1 á blautfiski og sólþurrkuðum 4 4 saltfiski 42 prósent meiri en í J i fyrra og hefur verið flutt ut J 7 magn fyrir 50 milljónir fær- 1 1 eyskra króna. Aukning út- 4 | flutningsins stafar einkum af i t því, að um síðustu áramót 7 / voru allmiklar fiskbirgðir í ) \ landinu. Frosin fiskflök hafa 4 4 verið flutt út fyrir eina millj. i 4 krónur, eða 10 prósent lægri 7 / upphæð en í fyrra, og af ís- | 1 uðum fiski til Englands er 4 4 fjórðungi minni en á síðasta l | ári. — ARGE. Bretum boðin onhoaðild? Diisseldorf, 30. nóv. NTB. UTANRÍKISRÁÐHERRA Vest- ur-Þýzkalands, WiIIy Brandt, gaf í skyn í dag, að möguleiki væri á því að Bretar fengju aukaaðild að Efnahagsbandalagi Evrópu og að slík aðild gæti seinna leitt til fuilrar aðildar. Hann sagði í merkri ræðu í Dússeldorf, að vestur-þýzka stjórnin væri fús að athuga möguleika á því hvernig leysa mætti til bráðabirgða umsóknir er fyrir liggja um aðild að EBE og lagði áherzlu á að stjórn hans teldi að leysa mætti þessi vanda mál. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum í Dusseldorf er líklegt að Bonn-stjórnin leggi til, að Bret- um verði veitt aukaaðild er síð- ar geti leitt til fullrar aðildar til þess að koma í veg fyrir að í odda skerist með Frökkum og öðrum aðildarríkjum EBE á ráð- herrafundi bandalagsins í Briiss- el 18. desember. Brandt mun bera þessa hugmynd upp við franska utanríkisráðherrann, Couve de Murville, á ráðherra- fundi NATO, sem haldinn verð- ur í Brússel skömmu fyrir ráð- herrafund EBE. Innflutningi Isl. kinda- kjöts til Noregs synjaö

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.