Morgunblaðið - 09.12.1967, Síða 5

Morgunblaðið - 09.12.1967, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DES. 1967 5 RÍMNASAFN — gefið út af Helgafelii MEÐAL margra merkra nýrra bóka sem hér hafa birst á bóka- markaði þessa árs er Rímnasafn- ið, sem gefið er út af Helgafelli, en eigandi þess er hinn gagn- merki og stórvirki bókaútgefandi Ragnar Jónsson. Er þetta safn sýnishorn allmargra rímnaflokka frá þeim tíma er rímnager’ð fyrst hefst hér á landi á fjórtándu öld og til vorra daga. Þá er í bók- inni stutt æviágrip höfundanna, sem eru um sextíu og fimm að tölu. Hefir hinn landskunni hag- yrðingur og bragfræðingur, Sveinbjörn Beinteinsson frá Draghálsi, valið efni bókarinnar og leitast við, eins og hann seg- ir í formála, „að sýna sem flest- ar myndir rímnagerðar í yrkis- efnum og bragarháttum, einnig að leiða í ljós einkenni hvers tíma.“ Ég sem þessar línur rita finn hjá mér sérstaka hvöt til þess að vekja athygli á bók þessari og hvetja menn, eldri og yngri, til þess að lesa hana. Lestur hennar leiðir huga vorn að því, hve stórmerkur og yfirgripsmik- ill þáttur í bókmenntasögu þióð- ar vorrar rímurnar eru. Langar mig til að víkja að þessu með nokkrum or'ðum. íslendingar skyldu ávallt gæta þess og hafa það ríkt í huga, að sjálfstæði þeirra og þjóðarmeð- vitund er á því reist fyrst og fremst, að þeim tókst að vernda tungu sína. Á íslandi er skráð saga norrænna manna fyrir og eftir landnámstíð. Með ritun þessara sagna og verndun máls- ins á vörum þjóðarinnar í dag- legu tali, hefir Islendingum ein- um norrænna þjóða tekizt að bjarga frá glötun rit- og tal- máli hins norræna kynstofns. Frá því skráningu íslendinga- sagna lauk, eru rímurnar lang- samlega fyrirferðarmesta bók- menntagrein íslendinga á næstu öldum. Þessar bókmenntir eru alveg sérstæðar fyrir íslendinga og af þeim bókmenntum sem til hafa orðið á íslandi eru þær þjó'ðlegastar. Þar birtist lifandi mál þjóðarinnar eins og það lá á tungu hennar þegar rímurnar voru kveðnar. Þá eru rímurnar góður skóli til viðhalds og glöggv unar ó fornyrðum tungunnar. íslenzk tunga er kjarnyrt og býr yfir mikilli orðgnótt. íslend- ingar þurfa nú engu síður en áð- ur að vera á verði um tungu sína, hreinleik hennar og hrynj- andi. En því aðeins tekst oss að gæta þessa hlutverks, að vér látum ekki undir höfuð leggjast að kynna oss til hlítar þær bók- menntir vorar, sem auðugastar eru að frumleik tungunnar, fjöl- breyttni í meðferð hennar og blæ brigðum. Náin kynni af gullald- armáli fornsagnanna og orðgnótt og hrynjandi í máli rímna vorra er þjóðinni án alls efa megin styrkur og aflgjafi til þess að halda tungu vorri hreinni og vernda hana fyrir amböguhætti og áföllum í sambúð við erlendar tungur. íslendingasögurnar eru nú all- ar, þær sem varðveizt hafa, löngu komnar á prent. Að þessu sama þurfum vér að keppa um prentun rímnanna. Þær hafa sama hlutverki áð gegna þjóð- inni til /málverndar og íslend- ingasögurnar, auk þess sem hag- mælska sú sem þar birtist og á stundum skáldleg tilþrif, snerta ávallt viðkvæma strengi í brjóstum íslendinga. Vér höf- um ekki efni á því að láta dýr- mæta fjársjóði ónotaða, gleymda og grafna í afkimum handrita- safna hér og annarsstaðar. Rím- urnar eru nú sem áður upp- spretta hins lifandi orðs. Það er þessvegna gildisríkt hlutverk með þjóð vorri að endurvekja áhuga og löngun fólksins til þess Sigurður Breiðfjörð að leita sér í því sálubóta að kynna sér þessar rammíslénzku bókmenntir. Það er þjónusta við sjálfstæðishugsjón íslendinga. Á vegum háskólans er nú ver- ið að vinna að undirbúningi nýrr ar orðabókar yfir íslenzkt mál. Er það mikið verk, svo gagnaúð- ug sem tunga vor er. Kemur það æ betur og betur í ljós, eftir því sem verkinu skilar áleiðis, hver gullnáma rímurnar eru í þessu efni. Það er vissulega vakahdi með þjóð vorri skilningur á þýðingu og gildi þess, að þessi bókmennta grein vor fái sem bezt notið sín á sjónarsviði hins daglega lífs. Rímnafélagið var stofnað síðari hluta árs 1947. Hlutverk þess er að gefa út rímur í vönduðum útgáfum svo og fræðirit um þá bókmenntagrein. Hefir sfðan ár- lega sótzt nokkuð í áttina með þá útgáfustarfsemi. Á síðastliðnu ári kom út á vegum félagsins Rímnatal í tveimur bindum. Að samningu þess hefir staðið hinn víðkunni fræðimaður Finnur Sig mundsson fyrrverandi landsbóka vörður. Er þetta mikið rit sem kostað hefir mikla vinnu. Þar eru skráð heiti með nokkurm skýringum tíu hundruð og fimm- tíu rímna, en af þeim hafa ekki verið prenta'ðar nema tvö hundr- uð og fjörutíu. En ekki koma hér öll kurl til grafar, því vitneskja er um rúmlega þrjú hundruð rímnaflokka sem munu vera glataðir. Þá er í riti þessu stutt æviágrip fjögurhundruð og átta- tíu rímnahöfunda. Þá er og vert að geta þess, að Pétur Ólafsson forstjóri ísafoldarprentsmiðju hefir hafizt handa um prentun á Ijóðmælum Sigurðar Breið- fjörðs, en hann kvað um Jxrjátíu rímnaflokka auk annars. Sigurð- ur var vinsælasta og afkasta- mesta rímnaskáld nítjándu ald- arinnar og höfðu allmargir af rimnaflokkum hans verið prent- ------------------------------ * Aramótabrennui EFTIRFARANDI regiur gilda um áramótabrennur: Fyrir hverri brennu skal standa ábyrgiur aðili, einstakl- ingur eða féiagssamtök. Sækja skal skriiflega um brennuleyfi til lögreglustjóra. Lögreglustjóri veitir brennu- leyfi að undangenginni sameig- inlegri atihugun lögreglu og slökkviliðs á öllum aðstæðuim. enda samþykki slökkviliðið staðsetningu brennunnar. Gætt sé Iþess, að ekki sé sett í bálköstinn neitt það efni, sem valdið gæti sprengju, t.d. til- búinn áburður og olíubrúsar. Heimilt skal eftirlitsmanni að banna að sett sé í bálköstinn efni sem orsaka mikinn reyk t.d. bíldekk og einangrunarplast. Stærð bálkastar er 'háð sam- þykki eftirlitsmanns. Eftirlitsmenn geta bannað að kveikt verði í brennu, ef veður- s'kilyrði eru þannig að hætta geti stafað af (mikil veðurhæð eða ó'hagstæð vindátt.) Olíutunnur skulu staðsettar nægilega langt frá bálkesti. Tómar olíutunnur skulu standa opnar, þ.e.a.s. tapparnir ekki skrúfaðir í. Tómar olíutunnur má ekki setja á bálköstinn og fjarlægja verður þær strax að brennu lok- inni. Eftirlitsmaður skal fjarlægja allar þær brennur, sem ekki hef- ur verið sótt um leyfi fyrir og jafnframt srkal ihann gera brennu efnið upptækt. aðir á'ður, fleiri en nokkurs ann- ars rímnahöfundar. Miðar þessari útgáfustarfsemi ísafoldarprent- smiðju vel áfram. Komnir eru þar út nokkrir rímnaflokkar auk Ljóðasmámuna Sigurðar í þremur bindum. Allt er þetta gleðilegur vott- ur þess, að útgáfa rímnahand- rita vorra hafi nú fengið byr í seglin er vel nýtist til þess að hrinda í framkvæmd því þjóð- þrifaverki, að þessar merku bók- menntir vorar geti orðið almenn- ingseign. Ragnar Jónsson bókaútgef- andi á beztu þakkir skilið fyrir að hafa kvatt sér hljóðs á þess- um vettvangi með þeim kynnum af þessari bókmenntagrein sem -í Rímnasafni hans felst. Þa'ð er engan veginn að ófyrir- synju eða ástæðulausu, þó á það sé bent, að við bókmennta- kennslu í-skólum vorum sé ræki- lega vakin athygli á því, hvað rímnaskáldin hafi lagt af mörk- um í þjóðlífi voru. Pétur Ottesen. Kaupmenn — kaupfélög- Höfum fyrirliggjandi hið landsþekkta og vinsæla Matadorspil. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Pappírsvömr h.f. Skúlagötu 32 . Sími 21530 VERÐ KR. 295,- VÖRBOFEIL IJOSilill IÖOKOII Snilldarlega skrifuð njósnabók eftir meistara slíkra skáldsagna, Jhon Le Carré, höfund metsölubókarinnar „NJÓSNARINN, SEM KOM INN LM KULDANUM!' Bókaútgáfan VÖRÐUFELL - Bókaútgáfan VÖRÐUFELL - Bókaútgáfan VÖRÐUFELL - Bókaútgáfan VÖRÐUFELL ICELAND1966 Vl»>‘ HANDB00K PUBLISHED BY THE CENTRAL BANK 0F ICELAND ©AUGLÝSINGASTOFAN Kjörin tækifærisgjöf til fyrirtækja og vina erlendis. Mikilvæg handbók stofnunum og heimilum hér á landi. í ICELAND 1966 er að finna allar helztu upplýsingar um land og þjóð. Bókin er 390 lesmálssíður, prýdd nokkrum fögrum litmynd- um og íslandskorti. Bókinni er skipt í 11 höfuðkafla: Landið og fólkið Saga og bókmenntir Stjórnarskrá og ríkisvald Utanríkismál Atvinnuvegir Verzlun og samgöngur Efnahags- og fjármál Félagsmál Trúarbrögð og menntamál Vlsindi og listir Tómstundaiðja. SEÐLABANKI ÍSLANDS Hátt á annað þúsund atriðisorð (Index) er að finna aftast í bókinni. ICELAND 1966 er tvímælalaust vandaðasta handbók um íslenzk málefni sem völ er á. Bókin kostar kr. 400,00 með söluskatti. Útgefandi: Seðlabanki Islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.