Morgunblaðið - 09.12.1967, Page 17

Morgunblaðið - 09.12.1967, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DES. 1967 17 Gengislækkun Breta: AHRIF gengisfellingar Breta eru emn ekki komin í ljós nema að nokkru leyti og verða eikki ljós fyrr en að mörgum mánuðum liðnum. Fyrstu afleiðingamar hafa verið pólitískar og hefur James Callaghan fjármálaráð- herra orðið að segja af sér. Völd Harold Wilsons forsætis ráðherra eru þó ekki í hættu þótt hann hafi beðið mikinn á- litshnekki vegna gengisfellingar- innar. Efasemdir manna wm að gengisfellingin beri árangur hafa hins vegar aukizt við það að stjórn Wilsons virðist vera veik í sessi, því að ljóst er að hún þarf að beita öUum áhrifamætti sínum til þess að koma efna- hagsmálunum á réttan kjöl. Áhrif gengislækkunarinnar munu valda miklum erfiðleikum. Þótt verkalýðssambandið Ihafi fallizt á að stilla í hóf ikröfum um launahækkanir að beiðni stjórna rinnar telja fáir að þessi hófsemi verði til frambúðar, og nýjar launakrafur gætu valdið svipuðum erfiðieikum og þeim, sem nú hefur verið reiynt að ieysa með gengisfellingu. Einnig gæti þjóðin kært sig kollótta um hag heildarinnar og neitað að færa stöðugar fórnir til þess að varðveita gengi, sem hún hefur litla trú á og halda við völd ríkisstjórn sem hún hefur ennþá minni trú á. Margt bendir reynd ar til þess, að gremja af þessu tagi sé nú að griípa um sig í Bret landi. Samkvæmt fyrsitu skoðana könnuninni sem gerð var í Bret- landi eftir gengisfelhnguna töldu 53% kjósenda að efnahagserfið- leikar landsins væru stjórn Verk mannaflokksins að kenna. Jafnvel þótt Wilson og sam- ráðíherrum hans takist að fá þjóð ina til að Iherða að sér sultaról- ina verður hann að y.firstíga margar aðrar tálmanir. De Gaulle Frakklandsforseti hef.ur haldið því fram, að gengisfelling Breta sé enn eitt dæmið um sí- felldan óstöðugleika í brezkum efnahagsmálum, og þar með hef- ur verið fundin enn ein ástæða til að halda Bretum utan við Efna hagsbandalagið. Áður hefur for- setinn reyndar sett það skilyrði fyrir inngöngu Breta í Efnahags bandalagið, að þeir felldu gengi sterlingspundsins, en gengisfell- ingin virðist enn sem komið er ekki hafa aukið möguleiika Breta á aðild, Og ef Wilson tekst ekki að tryggja brezka aðild að Efna- hagsbandalaginu eins og flestir stjórnmálasérfræðingar hallast nú að, þá hrynur til grunna enn ein meginstoð þeirrar stefnu hans sem átti að byggja upp „nýtt Bretland". En gengisfellingin er ekki að- eins politískt mál, Ihún snertir hvern einstakling í Bretlandi og hún hefur bæði kosti og galla. Verð á brezkum framleiðsluvör- um erlendi's lækkar um 14,3% vegna gengisfellingarinnar nema í þeim löndum þar sem einnig hefiur verið gripið til gengisfell- ingar. Jafmvel þótt verðhækun á innfluttu hráefni muni skerða þessa bættu samkeppnisaðstöðu þá mun gengisfellingin stuðla að stórauknum útflutningi. Verð- hækkun í Bretlandi á innflutt- um afurðum mun úr leið draga úr innflutningi, og e'kki er ó- líklegt að hinn stöðugi halli sem hefur verið á greiðslujöfnuði, verði réttur -við og greiðslujöfn- uðurinn verði hagstæður. Það fé sem aflað verður erlendis, má nota til þess að færa iðnaðinn heima fyrir í nýtízkulegra horf og hinar ströngu sparnaðarráð- stafanir sem fylgdu gengisfell- ingunni geta. tryggt að þessi bætta samkeppnisaðstaða Breta fari ekki í súginn. Gengisbreyt- ingin færir ný en að vísu dýr- keypt tækifæri eins og Callaglhan fv. fjármálaráðherra komst að orði en hann bætti því við að ef breytingin ætti að koma að gagni yrði að draga úr auknum kröf- ,uim neytenda heima fyrir. Flestum Bretum fynmst þó,að Hveititil BRAUÐGEeÞMt FeAMLtirr í BRETLANDI FRA LÖN09M KEO ÓL<EkKA& GEM&I fr'a lönoum MEb LA.KKAE) &EM&I THT 25«/. 'T75» KAUTAWJÖT jF 73"/. V 16% rT* 6 'fa. KiNDAkJÖr rf «s% ii* 5% i6% SVÍNAWÖT W-m BACON Ofr IfE'dO' SVÍHAk>. ^ 3SH *“ «s% SMJÖR m 7% Ö 20% É=Í54% ostur @ «3* © 15% Q 32% ’AVEXTllt 66 GKAlNMETI 55% • 33% é 12% TE -R-70% JE- 30% KAFFI 100% TÓBAK éT' 100% FlSKUft. ►#iooy. Á töflunni sést hvernig gert er ráð fyrir að verðlag hækki í Bretlandi vegna gengisfelUngarinnar. Talið er, að verðhækk- ana fari fyrst verulega að gæta upp úr áramótunum. Benzín hefur þegar hækkað í verði og eykur það dreifingarkostnað- inn. Vaxtahækkanir munu auka rekstrarkostnað fyrirtækja, og innflytjendur verða að greiða hærri farmgjöld, hvort sem lönd þau er þeir verzla við, hafa fellt gengið hjá sér eða ekki. Þannig leiðir hvað af öðru og gengisfellingin kemur hart niður hjá öllum fjölslkyldum i Bretlandi. gengisfellingin sé aðeims enn ein' hrossalækninginn af mörgum sem þeir hafa orðið að þola með reglulegu millibili síðan heims- styrjöldinni lau'k. Gengisfelling- in hefur mjög sært stolt Breta, en allir vi‘ssu að ástandið vai þegar orðið svo slæmt, að það miundi versna áður en það gæti batnað. Fæstir gera sér grein fyrir því hvaða afleiðimgar gemgis fellingin muni hafa í för með sér, jafnvel ekki þeir sem vel fylgjast með gangi mála en allir eru viðbúnir skertum lífsikjörum og jafnvel atvinmuleysi. Margir gera sér grein fyrir því að gengisfellingin er ekki nóg og leysir ekki allan vand- ann. Fleira verður að koma til eims og blaðið Observer gerði rækilega grein fyrir í forystu- grein. Um áhrif gengisfellingar- innar sagði blaðið í höfuðatrið- um: Gengisfellingin táknar ekki að Bretland sé gjaldþrota eða að öll efnahagsvandamál landsins verði leyst, en veitir 'hins vegar stór- Þessi mynd var tekin skömmu eftir gengisfellinguna af Harold Wilson forsætisráðherra og Peter Shore, aðstoðarefnahagsmálaráð herra. James Callaghan kostLeg tabki.færi til að rjúfa þann vítarhring, er skapazt Ihefur vegna óhagstæðs greiðslujöfn- uðar, sem jafnan hefur Leitt til verðhjöðnunar. Gemgisfellingin var nauðsynleg, en skapar mörg ný vandamál, um leið og hún leysir gömul vandamál. En þótt sterk rök hafi mælt rmeð gengis atvinnulífsins. Gengisfelling býð Ur hins vegar upp á þennan möguleika og veldur ekki eins mikilli ‘hættu á klofningi í Verkamannaflokknum og verð- hjöðnun. Gengisfellingin hefur aukið persónulegar vinsældir Caliag- hans fjármlálaráðherra, en rýrt álit manna á dómgreind hans. Verkamannaflókkurinn kemsf í alvarlega erfiðleika, ef flokkur- inn bíður fleiri ósigra í auka- kasningum eins og í West Der- byshire fyrir skömmu, og deii- urnar um forystuna í flokknum blossa upp að nýju í harðári rnynd. Þetta spurningamerki um stöðu Wilsons sem forsætiisráð- herra er sorglegra en ella vegna þess, að hann verður að taka nokkrar erfiðar og óvinsælar ákvarðanir, ef gengisfellingin 'á að bera árangur. Því miiður hef- ur Wilson stíað frá sér flesta þá sem sýndu 'honum velvilja fyrst eftir að hann tók við embættí. Frammistaða íhaldsmanna hefur verið hæstum því jafn hörmuleg. Siðgæði kemur ekki málinu við í samibandi við gengisfellinguna og að ásaka stjórnina fyrir undirferli og svik er ðheiðarleg firra. Ef fjármáia- ráðherra íhaldsflokksins hefði ákveðið að fella gengið 1964 (og við léleg lífskjör í stað þess að einbeita sér að allsiherjarátaki, sem gæti bætt þau. Reyndar er ein undirrót efnáhagsvandamál- anna sem nú er við að stríða sú að þjóðin er þess albúin að herða sultarólina, en ekki viðbúin að bretta upp á ermarnar. Af þessu getur stjórnin dregið tvær ályktanir: 'hún getur breikkað grundvöll skattakerfisins og í stað hás tekjuskatts ætti að koma lágur skattur á alla eyðslu. Söluskattur væri auð- veldastur viðureignar og mundi 'búa í Ihaginn fyrir breytingu yfir í verðaukaskattskerfi það sem notað er í Efnahagsbandalaginu. Og í öðru lagi verður að auka verulega framlög til félagsmála til þess að bæta fátæku fólki það tjón, sem það verður fyrir af völdum verðhækkana er fiylgja í kjölfar gengisfellingarinnar. Hins vegar mega þessar upp- bætur ekki ná til allra, hvort sem þeir þurfa þeirra með eða ekki, en ekki má beldur skera þær við nögl. Þetta á jafnt við um fjölskyldu'bætur og um eftir- laun og aðrar greiðslur. Ein ráðstöfun gæti öðrum fremur tryggt það að gengiisfeU- ingin hefði tilætluð álhrif, en það er kaupbinding. Einn aðalvand- BER NUN ARANGUR? fellingunni hefur forsendan verið sú að hinar pólitísku og sálfræðilegu aðstæður væru hag stæðar. Ekki væri hægt að draga úr innanlandsneyzlu og auka út- flutning eða með öðum orðum skerða lífskjörin nema tryggt væri, að ekki yrði dregið úr 'kjarki og dug þjóðarinnar, Ef efna'hagsráðstafanirnar eiga að heppnast, verða stjórnmiálamenn irnir að geta 'haldið sjálfstrausti sínu og virðingu. En geta þeir það, spyr blaðið. Stjórnin hefur gert rétt, en þriggja ára barátta hennar tii að „bjarga pundinu“ hefur vald- ið svo gífurlega miklu efnahags- legu tjóni að kalla má þessa baráttu „Somme-orrustu Verka- mannaflokksins". Forsætisráð- herrann hefur beðið mikinn áiits hnekki, og sú skyssa hans að láta lengi vel undir höfuð leggj- ast að horfast í augu við nauð- syn gengisfellingar hefur haft stórko.stlega skaðvænlegar af- leiðingar. Forsætisráðherrann hefur ennþá einu sinni tekið djarfa ákvörðun — en það gerði hann ek'ki fyrr en hann átti einskis annars úrkosti. Wilson varð að fella gengið, hvort sem honuim líkaði betur eða verr því að öðrum kosti hefði átt sér stað enn ein verðhjöðnun án þess að von væri til þess að lagður yrði grundvöllur að vertilegri eflingu margir íhaldsmenn hafa sagt í einrúmi að þetta sé einmitt það sem Maudling fjármálaráðherra hefði átt að gera ef flokkurmn hefði átt að sigra í kosningum), hefði hann einnig neyðzt til að þverneita því að hano hefði nok'kurt slíkt í 'huga þangað til á síðustu stuhdu. Hvað tekur við? Observer gerir síðan grein fyrir áhrifum þeim sem gengis- fellingin getur eða ætti að hafa í Bretlandi: Á næstu mánuðum má búast við að stjórnin verði hvött til vegna gengisfellingarinnar ann- ars vegar að vernda hina lakast settu í þjóðfélaginu gegn álhrif- um hækkandi verðlags og hins vegar að forðast frekari skatta- hækkanir, sem gætu veikt vilj- ann á því átaki í iðnaðinum, sem nauðsynlegt er ef gengisfelling- in á að koma landinu fyllilega að gagni. Erfitt er að koma þessu tvennu 'heint og saman. S'kattar eru ekki hærri í Bret- landi en annars staðar í heimin- um. Aðalmunurinn á kjöruim t.d. vísindamanna í Bretlandi og Bandaríkjunum eru launin, sem eru hlægUega lág í Bretlandi. En ef beinir skattar verða hækk- aðir og jafnvel ef þeir standa aðeins í stað gætu áhrifin orðið vonleysi: fólk mundi sætta sig inn verður sá að koma í veg fyrir að kauphækkanir geri að engu hin heillavænlegu áhrif sem gengisfellingin hefur á út- f.utninginn. En gallinn er að stjórnin ‘hefur ekiki notið trausts verkalýðshreyfingarinnar síðan hún 'kom á kaup'bindingu í júlí 1966 svo að þótt hér sé um að ræða æskilega ráðstöfun er hún óframkvæmanleg. Auk þess verður aðalvandinn ekki fólginn í 'því að korna í veg fyrir skriðu kaupkrafna, sem smám saman hafa safnazt fyrir, 'heldur að tryggja örugga stjórn efnaihags- málanna, þegar þau verða komin í sæmilegt horf á ný. Það sem þarf er 'því etoki loforð af hálfu verkalýðshreyfingarinnar u*m, að kröfur verði í bráð stUlt í hóf, enda er ekki hægt að þvinga verkalýðinn þótt hægt sé að upp- lýsa hann, heldur tvær breyting- ar, sem stjórnin getur hrundtð í framkvæmd. Hún getur í fiyrsta lag'i komið til leiðar sálfræði- legri breytingu, Ráðherrar ættu að hætta að hvetja til „stilling- ar“ í kaupkröfum, enda eru þessar prédikanir orðnar út- slitnar og fátt vekur jafnmikinn urg. í staðinn ættu ráðherrar að taka skýrt fram, að þeir hafi ekkert á móti kauphækkunum, ef tryggt sé að framleiðni auk- izt jafmikið og kauphækkunum Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.