Morgunblaðið - 09.12.1967, Page 22

Morgunblaðið - 09.12.1967, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DES. 1967 Þórarinn Ólafsson trésmíðam. - Minning Sigurlín Erlends dóttir - Minning F. 30. maí 1896. D. 28. nóv. 1967. VAGGA hans stóð fyrir vestan, hvar vorsólin klífur skörð og tinda á leið til byggða. Hvar fjall á raetur í firði miðjum og undirl-endi / eftir því. Svipmót átthaganna bjó með honum ævi- langt og umturnaðist hvergi á flatlendinu suður með sjó. í eina tíð stofnaði ég Bóka- búð Keflavíkur í húsinu hans við Aðalgötu 10. Þá hófust kynnin, sem urðu aðvináttu með árum. Fáskiptinn var hann jafn- an, en fór sínu fram, svo í for- setakosningunum sem á öðrum vettvangi. Og trésmíðameistarinn byggði ár og eindaga yfir Keflvíkinga, eins þótt sá aldur faeri að, er flestum verður hvöt til að setj- ast í helgan stein. Að vísu hans iðja, að byggja. En sem ég og aðrir ungir menn þeirra ára sýndum Þór- arni teikningu að húsi, var hann óðar byrjaður að maela, negla og reisa uppá krít, óskjal- festa, ótímabundna krít. Jóhann heitinn í Vatnsnesi lánaði bygg- ingarefnið, en Guðmundur í Sparisjóðnum peninga til þess, sem á vantaði, að húsið yrði hús. Þeir voru ókrýnd húsnæð- ismálastjórn staðarins, þessir menn. Og mun nú, því miður leitun á kapítalískri þrenningu, er haldin sé hjálpfýsi á borð við Þá' . Þórarinn Ölafsson hugsaði lengra en í fetum og haerra en t Konan mín Lára Guðbrandsdóttir lézt á Borgarspítala að morgni 8. desember. Fyrir hönd vandamanna, Ásgeir Björgvinsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Sigurjón Sigurjónsson birgðavörður, Ljósheimum 11, Rvík, andaðist að heimili sínu 7. þ. m. Jarðarförin auglýst síð- ar. Gróa Halldórsdóttir, Hulda Sigurjónsdóttir, Skæringur Hauksson ______og barnaböm.___________ t Konan mín,, María ólafsdóttir andaðist 8. desember. Ríkarður Jónsson. t Jarðarför Sigríðar Jónsdóttur frá Smiðjuhóli fer fram frá Dómkirkiunni þriðjudaginn 12 desember n. k. og hefst kl. 13,30. Fyrir mína hönd og systra hennar Þorsteinn Sveinsson. í álnum. í starfandi félögum, eins og Rotaryklúbbmim, var hann af lífi og sál og mátti ekki vamrn sitt vita, hvort heldur hann var í forsæti eða á hinum óæðra bekk með okkur hinum. Vandfyllt sæti hans og fátækari góðra vina fundir. Veit, að orðskrúð og málaleng ingar voru þér lítt að skapi, gamli vinur. Og skal í hóf stillt. Þegar við komum að heims- þekktu samkomuhúsi á ferðalagi okkar erlendis, í fyrra, hafðir þú orð á því, að slík hurð og karmur, er við blöstu, þættu ekki beysin, ef komið hefðu út af þínu verkstæði. Fornt mun hið gullna hlið orðið. Og ekki að vita, nerna þú finnir þar nokkra missmíði á. En þú hefur þá einhvern tíma teglt og gefið guðshúsi eins og nýja hurð og nýjan karm. Svo að einnig þar er þér heilsað með hlýju handtaki. Samúðarkveðju sendi ég ást- vinum þínum. Sjálfum þér hug heila þökk og ósk um birtu og yl í áfangastað. Kristinn Reyr. ÞÓRARINN fæddist fyrir löngu eða nánar tiltekið að Fífu- stöðum í Arnarfirði. Að vera Vestfirðingur eru góð meðmæli bæði hérna — og hinum megin. Við Þórarinn kynntumst fyrst í Keflavíkinni fyrir mörgum árum en þangað kom hann um 1932, en ég nokkru síðar. Þá þegar benti allt til þess sem síðar varð, að þar var á ferð áhuga. og at- orkumaður, bæði um störf og fé- lagsmál stéttar sinnar, sem þá voru að skapast í mynd Iðnaðar- mannafélags Keflavíkur. Þórar- inn var stofnandi þess félags og stjórnandi um árabil. Við 25 ára afmæli félagsins var Þórarinn kjörinn fyrsti og eini heiðursfé- lagi Iðnaðarmannafélagsins, sem nú spannar um öll Suðumesin. Það æxlaðist svo til að leiðir okkar lágu snemma saman, þá var Þórarinn yfirsmiður og aðal- maður við byggingu hafnar I Keflavík, en ég einn af sumar- vinnumönnum hjá Óskari Hall- dórssyni. Þá var ég smeykur við Þórarin, augu hans voru alls staðar og ávörp hans lítið mjúk- leg ef linlega var unnið. Siðar kynntist ég Þórarn; á öðrum sviðum, sem ég er þakk- látur fyrir nú og framvegis. Und- ir hans hornóttu skel bjó hinn t Eiginmaður minn og faðir Skúli Hallsson verður jarðsunginn mánudag- inn 11. þ.m. frá Keflavíkur- kirkju, og hefst athöfnin frá heimili okkar kl. 1 e. h. Bílferð verður kl. 12 frá Umferðarmiðstöðinni. Ásdís Ágústsdóttir, Sigurður Skúlason. t Otför föður okkar og tengda- föður, Jóhannesar Ásgeirssonar Álftamýri 19, er lézt í Landsspítalanum 1. desember fer fram frá Frí- kirkjunni mánudaginn 11. desember kl. 1.30. Jarðsett verður í gamla kirk j ugarðinum. Guðrún Jóhannesdóttir, Sverrir Hermannsson, Unnur Jóhannesdóttir, Valur Jóhannsson, Sjóley Jóhannesdóttir, Sigurjón Guðjónsson. góðgjarni, velviljaði maður, sem öllum vildi vel og var sáttfús og örfandi, þó fast væri staðið á meiningunni á stundum. Ég hef hitt marga menn á langri leið og á ýmsum sviðum, blíða lognið líkar mér ekki, hressandi kæla er miklu betri og það stóð gjarn- an svolítill gustur af Þórarni vini mínum, hvar sem hann fór. Með Þórarni er fallinn að velli mikill og sérkennilegur persónu- leiki, dugnaðarmaður og góður drengur. Á meðan við erum hérna megin vara í hugum okkar minningar um forustumanninn, dugnaðarmanninn og hinn góða félaga. í þeirri von að að Þórariren, vinur minn skynji á einhvern hátt, það sem um hann er sagt í dag, þá þakka ég honum alla vinsemd á liðnum árum, þakka honum margháttaða félagsmála- forustu, forsæti í Rotaryklúbb Keflavíkur og svo fjölmargt ann. að sem hugurinn staldrar við. Ég veit að minn karl réttir mér höndina, þegar ég lendi á sömu strönd og hann hefur nú tekið land. Ég kveð Þórarinn Ólafsson með þakklæti og virðingu fyrir samleiðina hérna megin. Fegin vildi ég eiga hann að þegar þar að kemur, eins og ég átti svo oft á lífsferli okkar. Helgi S. Leiðrétting á Volvo-verði í VIÐTALI við Torben Friðriks- son, innkaupastjóra Reykjavíkur, sem birtist í Mbl. í gær. kom fram misskilningur í sambandi við verð á Volvo-bílum í Dan- mörku og Bretlandi. Samkvæmt brezka blaðinu Observer kosta Volvobílar fyrst tim sirm það sama í Bretlandi og fyrir geng- islækkunina, en í Danmörku hækkaði verð þeirra um 1/4 af því, sem gengislækkun dönsku krónunnar nam. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för móður minnar og tengda- móður, Elísabetar Ágústu Hallmundsdóttur. Sérstakar þakkir færum við hr. Guðjóni Lárussyni lækni og hjúkrunarliði Landakots- spítala. Gunnar Hinz. Jóhanna G. Hinz. Innilegt þakklæti til allra er sýndu okkur samúð og vinar- hug vi'ð andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Tryggvinu S. Sigurðardóttur og sömuleiðis innilegar þakk- ir til allra. á Hrafnistu. Börn, tengdaböm og baraaböm. Fædd 1. september 1885. Dáin 27. nóvember 1967. Á bernskunnar dögum bærðir fót um blikandi víðar lendur, sem vallarins blóm af vænni rót í varpa sem tigið stendur. Þér bar ekki arfur auð aé völd en útsjón og styrkar hendur. Á grundunum þarna gæfan beið með göfgandi ástarvarma og saman þið genguð langa Icið við lukkunnar bros og harma, nær sextigu ára hönd í hönd í heillandi trúar bjarma. Já Drottinn gaf styrk í dagsins önn og dagarnir fagrir runnu. Þig heilluðu tökin heil og sönn og hendurnar þráðinn spunnu, þú kveiktir í ranni kærleiks yl á kertunum ljósin brunnu. Af ljósunum stundum ljómann dró er léku sér ský á tindum. En hamingjubros í huga bjó frá heillandi gleði lindum þvi barnanna leikir, bros, og tár FÉLAGASAMTÖKIN Vernd, munu eins og að undanförnu hafa jólafagnað á aðfangadags- kvöld í Góðtemplarahúsinu fyrir þá, sem ekki hafa tækifæri til að vera þetta helgasta kvöld ársins hjá vinum eða vandamönnum. Félagasamtökin hljóta að vísu nokkurn styrk frá ríki og bæjar- félögum til starfsemi sinnar, sem er fyrst og fremst fangahjálp. Er þessum jólafagnaði algjörlega haldið utan við það. Það sem stendur undir kostnaði við þenn- an þátt starfseminnar er ein- göngu hin alkunna rausn og hjálpsemi Reykvíkinga, sem æfin lega eru viljugir að veita þörfum málefnum lið. Mörgum stofnunum og einstakl ingum eigum við það að þakka að hægt hefur verið að halda uppi þessari starfsemi, og jafn- framt senda jólagjafir til þeirra, sem af ýmsum ástæðum eiga ekki von á þeim frá öðrum. Seinasta jólafagnað Vemdar sóttu yfir 50 manns, sem allir fengu jólagjafir. Alls hafa verið sendir út um 200 jólapakkar ár- lega, síðan þessi stafsemi hófst. Mögum hefur þótt gefast vel að „heita“ á Vernd, en allar slík- ar gjafir og áheit eru notuð til matarkaupa, því þótt sorglegt sé frá að segja koma daglega margir á skrifstofu samtakanna á Grjó'- argötu 14, sem eru matarþurfi. Einnig hefur Vernd haft for> göngu með að næturgestum Fangageymslunni í Síðumúla sé gefin heit súpa, áður en þeir fara útá götuna aftur. Allt þetta kostar mikið fé, og teystum við því eins og áður á hjálp og velvilja Reykvíkinga til þess að hægt sé að halda þessari starfsemi áfram, svo að enginn þurfi að sitja einn, kaldur og svangur á aðfangadagskvöld. Jólanefnd Verndar skipa þess- ar konur: Sigríður J. Magnús- son, sími 12398, Lóa Kristjáns- dóttir, s. 12423, Rannveig Ingi- mundardóttir 12385, Hanna Jó- hannessen s. 13677, Emilía Hún- 27 í Fél. ísl. listdansara Aðalfundur Félags íslenzkra listdansara var haldinn laugar- daginn 18. nóv. 1967. Stjómin var endurskosin, en hana skipa: Ingibjörg Bjömsdótt ir, formaður, Edda Scheving, rit- ari, Ingunn Jensdóttir, gjaldkeri, Sigrún Ólafsdóttir og Guðný Pét- ursdóttir meðstjórnendur. Meðlimir Félags íslenzkra list- dansara eru nú 27. þér birtust í ótal myndum. Nú stundaglas lífsins stöðvað er og stirnuð er hagleiks mundia. En ástkæra minning undin sker svo orpin er móðu grundin. Frá árroðans landi birtu ber og blessi þér Drottinn fundirm. Einar Eyjólfsson. fjörð s. 81833 og Unnur Sigurð- ardóttir, s. 17880. Skrifstofa Verndar er opin alla daga frá 9—12 f.h, og frá 4—10 e.h. Sigríður J. Magnússon. —UTAN ÚR HEIMI Framh. af bls. 16 vart Biaframönnum. Hinsvegar virðast Biaf-a- menn ekki lengur skoða sendinefndina líklega til að verða þeim að neinu gagni. Upphaflega var það að frumkvæði Biafra, að OAU ákvað að senda sendinefnd. Tilgangur þeirra var auðvit- að sá lað öðlast viðurkenmngu á skilnaðarríki þeirra og mál stað. Þeir sáu fram á mögu- leika slíkrar sendinefndar til að miðla málum — undir vernd hlutlausra manna — sem gæti dregið úr bardög- um og komið í kring viðun- andi samkomulagi. En sú von er löngu að engu orðin. Fyrst sendineínd in byggði afstöðu sína að mestu — ef ekki öllu — á skilmálum sambandsstjórnar- innar, gátu Biaframenn litlar vonir haft um að græða neitt á henni. Eftir að Tubman for seti hafði talað utan dagskrár og formælt Biaframönnum, toku þeir að ráðast að hlut- verki sendinefndarinnar opin berlega og sökuðu suma nefndarmenn um að 'nafa „fallið fyrir illkvittnislegum lygaáróðri Gowons“. En hafi Tubman fcrseti lent í árekstri við Biafra, þá varð Ankrah hershöfðingja hið sama á við sambands- stjórnina, samkvæmt skýrsl- um, sem komu fyrir Samein- uðu Þjóðirnar. En þó að Tub man hafi sagt af sér sjálfur, þá hefur Ankrah ekki gert slíkt hið sama. Eins og mál nú standa, er það engan veginn Ijóst, hvort friðstillarnir komast yfirleitt nokkurntíma til Biafra. Þess vegna eru sem stendur svo litlar horfur á raunhæfri af- rískri milligöngu. En eins og ég bef þegar bent á, verða menn að reikna með slyng- leik keisarans og samverka- manna hans þirggja. Ef nokk ur ráð eru til að leysa vand- ann, munu þeir finna þau. Og jafnvel þótt þeir geti ekki framkvæmt neitt bráðlega, gætu þeir enn orðið þess um komnir að koma málinu á rekspöl. (Observer — öll réttindi á- akilin) Jólafagnaður Verndar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.