Morgunblaðið - 19.12.1967, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DES. 1967
Fjárlagafrumvarpið til 3, umrœðu
Stóraukin framlög til
skóla- og hafnarbygginga
10°Jo hœkkun á bótum lífeyristrygginga
FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ fyr-
ir árið 1968 kemur til 3. um-
ræðu á fundi Sameinaðs-Alþing
is í dag. í gær var útbýtt breyt-
ingartillögum við frumva-rpið
frá meiri- og minnihluta fjár-
veitinganefndar. í breytingar-
tillögum meirihluta nefndar-
innar kemur fram sundurliðuð
fjárveitingaáætlun á næsta ári,
svo og til hafnarframkvæmda.
Eru fjárframlög til hafnarmann
virkja og lendingarbóta hækkuð
um 28 millj. kr.
Þá er gerð sú breyting að fram
lag til almannatrygginga er
hækkað um 31,5 millj. kr,. sem
stafar af því að bætur lifeyris-
trygginga, nema fjölskyldubætur
eiga að hækka um 10%.
Sýning Jóns
Engilberts
framlengd
með nýjum myndum
SÝNING Jóns Engilberts í Unu-
húsi fékk mjög góðar viðtökur
og stór hluti sýningarmyndanna
seldust. Nú hefur Ragnar Jóns-
son ákveðið að framlengja sýn-
inguna og Engilberts hefur látið
nýjar myndir í stað þeirra, sem
seldust. Það má segja, að þarna
sé ný sýning á ferðinni og er hún
opin á sama tíma og verzlanir.
Þessi framlengda sýning Engil-
berts mun standa fram á aðfanga
dag jóla.
Meðal nvrra liða sem gert er
ráði fyrir að teknir verði upp í
fjárlagafrumvarpið er framlag
byggingasjóðs safnahúss 1,5
millj. kr.; til byggingar sýninga
skála á Miklatúni eftir ákvörð-
un menntamálaráðuneytisins 500
þús kr.; byggingastyrkur til
Sjálfsbjargar 1,5 millj. kr.; til
orlofsheimilis BSRB 1 millj. kr.,
til byggingar sjómannastofa 800
þús. kr.
Þá eru og tekin inn nokkur
ný heimildarákvæði m.a. að
ábvrgjast allt að 10 millj. kr.
lán vegna Rannsóknarstofnunar
byggingariðnaðarins á Keldna-
holti og að taka allt að 2 millj.
kr. lán fyrir jarðhitasjóð.
Ssðasta söltun á
Eskitirðs iyrir jói
Eskifirði, 18. desember.
HÉR er nú verið að salta 240
tonn úr Guðrúnu Þorkelsdóttur
hjá söltunarstöðinni Auðbjörgu
og er þetta síðasta söltun hér á
Eskifirði fyrir jól, en saltað
verður milli jóla og nýárs, ef
síld berst.
Það, sem af er hefur verið salt-
að hér í 35.482 tiunnur og skiptist
söltunin þannig milli stöðvanna:
Askja 6616, Augbjörg 10400,
6126, Bára 7200 og Söltunarstöð
Sigfúsar Baldvinssonar 5140
tunnur.
Mjög er nú orðið jólalegt um
að li’tast hér. Margir hafa skreytt
hús sín utan fyrir hátíðimar og á
veguim bæjarins var reist stórt
jólatré og jólastjörnur settar á
samkomuhúsið og barnaskólann.
Jólainnkaup fólks á Eskifirði
verða trauðla jafnmikil í ár og
venjulega enda gengislækkun
nýafstaðin og mikið keypt fyrir
hana. — GW.
Washkansky með
lungnabólgu —
Höfðaborg, 18. des.
AP-NTB
LOUIS Wasihkansky, fyrsti mað-
urinn, sem lifir með hjarta úr
annarri manneskju, er nú með
Skyggnzt um-
hverfis Snorra
— eftir Gunnar Benediktsson
í GÆR kom út hjá Heims-
kringlu bók eftir Gunnar Bene-
diktsson, sem heitir Skyggnzt
umhverfis Snorra, nokkrar rit-
gerðir um Snorra Sturluson,
vandamenn hans og vini. Bókin
inniheldur sextán ritgerðir þar
sem fjallað er um það fólk,
sem stóð Snorra næst, börn hans,
stjúpsyni, bræður, konur hans,
foreldra o.fl.
Fréttamaður Mbl. hitti Gunn-
ar Benediktsson að máli í gær
og spurði .hann um tildrög þess
að hann fór að rita bækur sín-
ar um Sturlungaöld. Hann
sagði:
— Þrjár síðustu bækur, sem
ég hef ritað um þetta efni, eru
fyrst og fremst um þá frænd-
urna og rithöfundana, Snorra
Gunnar Benediktsson
og Sturlu Þórðarson. Kveikjan
var sú, að ég ætlaði mér að
rannsaka ábyrgð höfðingja á
Sturlungaöld á því, að ísland
komst undir Noregskonung,
ábyrgð þeirra hvers um sig. Þá
skrifaði ég bókina ísland hefur
jarl, sem hefur inni að halda
ritgerðirnar Sturlu Sighvatsson,
Snorra Sturluson, Þórð kakala,
Þorgils skarða, Gissur jarl og
Sturlu Þórðarson. Við það verk
rann það upp fyrir mér, að
Snorra þyrfti að skyggna alveg
sérstaklega. Hann kom mér fyr-
ir sjónir annar en hann hafði
almennt verið í fræðibókum.
Þá tók ég að kynna mér hvað
um Snorra hafði verið skrifað
af viðurkenndum fræðimönnum
og skrifaði þá bókina Snorri
skáld í Reykholti. Næst tók ég
fyrir að rannsaka Sturlu Þórð-
arson og á hvern hátt hann,
með frásögnum sínum í íslend-
ingasögu, væri valdur að því,
hverjar skoðanir menn höfðu
fengið á Snorra og afstöðu hans
til einstakra mála. Þá skrifaði
ég bókina Sagnameistarinn
Sturla.
Að þessu loknu þótti mér sem
umsögn mín um Snorra hefði
meir verið fólgin í því að rífa
niður eldri skoðanir en koma
með jákvæðar lýsingar á þess-
ari merku persónu og til þess
að bæta dálítið úr því, tók ég
þann kost, að líta á einsíaka
þætti og einstakar persónur,
sem koma við sögu hans og láta
viðbrögð hans við einstökum
atburðum varpa ljósi á gerðir
hans.
væga lungnabólgu, að því er
segir í tilkynningu frá Groote
Schuur sjúkrahúsinu í dag. Hins
vegar virðist lungnabólgan eng-
in áhrif hafa haft á hið nyja
hjarta Washkanakys.
Stórir pensilín-skammtar hafa
engin áhrif haft á hjartasta;f-
semina og þykir það enn einn
sigurinn fyrir dx. Ohristian Barn
ard, skurðlækninn, sem hjarta-
græðsluna framkvæmdL
Dr. Barnard segir, að hann
hafi gefið Washkansky 20 millj.
einingar af pensilíni, þó með
hálfum huga vegna ófyrirsjáan-
legra á'hrifa, sem pensil’ínið hefði
getað haft á hjartastarfsemina.
í ljós kom, sagði dr. Barnard,
að hjartað starfaði með full-
komlega eðlilegum hætti.
Síðustu fregnir frá Höfðaborg
herma, að lungnabólgan nefði
versnað l'itillega, þó ekki svo að
Washkansky sé talinn í lifs-
hættu.
Njörður P. Njarðvík
Síldin stór
og falleg
,Neskaupstað 18. desember
SÍLDIN er yfirleitt stór og fall-
og segja sjómenn. að hún sé að
komast í vetranhorfið. Á þessum
slóðum eru engin erlend skip.
Rússneski flotinn er töluvert
austar og sunnar.
í gær og í nótt voru saltaðar
900 tunnur úr einum bát, Bjart-
ur NK, á söltunarstöðinni Ás,
en allar aðrar stöðvar eru hætt-
ar.
í kvöld er von á einum báti.
Börki NK, með 289 tonn og
verður síldin söltuð og fryst
eins og hægt er.
,Niöjamá!nráCiineytið‘
— skáldsaga eftir Njörð P. Njarðvík
NIÐJAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hei'tir ný bók, sem Helgafell
gefur út. Höfundur er Njörður
P. Njarðvík, lektor í Gautaborg
og er þetta fyrsta skáidsaga hans,
í tilkynningu Helgafells um
bókina segir að þessi Reykja-
víkursaga draga miiskunnarlaust
dár að ofríki skrifstofuvaldsins í
nútíma velferðarþjóðfélagi og
verzlun hinna pólitísku flokka
með sálir kjósendanna. Og síðan
segir orðrétt: „Þegar hér er
komið hefir ríkisva'ldið tekið að
skipuleggja barneignir land-
eignir landfólksins, og þarf nú
sérstakt leyfi til að eignast af-
kvæmi. Hefir reyndar mar.gt
ólíklegra skeð þegar þesis er gætt
hve ríkisvald velferðarþjóðfé-
lagsins telur sér skylt að hafa
fjölþæbt afskipti af lífi þegn-
anna. Og vitaskuld eru þessi
leyfi veitt eftir pólitískuim regl-
um: sá flokkur sem er við völd
hverju sinni veitir ekki andstæð-
ingum niðjaieyfi. Nema þeir eigi
svo góða að í stjórnarherbúðun-
um, að þeir geti talað við réfta
menn, eins og það er kallað.
Söguhetjan er ungur bankamað-
ur og situr þannig í hjarta
skrifstofuvaldsins. „Erindarekst-
ur í skrifstofuþjóðfélagL spill-
ing skrifsitorfuvalidsins er skot-
spónn þessarar háðsögu".
Bókin er 125 bls., prentuð í
Víkingsprenti.
Ný Súla til Akureyrar
Akureyri, 18. desember.
NÝTT fiskiskip kom til Akur-
eyrar á laugardaginn, Súlan EA
300. Eigandi er Leó Sigurðsson,
útgerðarmaður. Skipið er smíðað
í Fredriksstad í Noregi og kom
hingað beint þaðan.
Súlan er 354 brúttólestir að
stærð (um 430 brúttólestir eftir
gamla mælikerfinu), er með 1000
hesrtafla Leister-vél og búin öll-
um nýjustu og fullkomnuistu sigl
ingar- fiskileitar- og fjarskipta-
tækjum, þ.á.m. tveimur ratsjám
og tveiimur asdictækjuim. I
reynsluför gekk Súlan EA 300,
12,9 sjómílur og reyndist skipið
afar vel á heimleiðinni, hreppti
þó iilviðri, um tíu vindstig, hluta
leiðarinnar.
Skp9tjóri er Baldvin Þorsteins-
steinsson, en 1. vélstjóri Gunnar
Þonsteinsson. 14 manna áhöfn
verður á skiþinu. Súlan fer nú
til síldveiða fyrir Austurlandi, en
síðar á togveiðar.
Leó Sigurðsson hefur selt
gömlu Súluna Smára h/f í
Reykjavík og verður hún afhent
eftir áramórtin. Hún er 256 brúttó
lestir samkvæmt gamla mæli-
kerfinu. — Sv. P.
Sfjórnarfrumvarp á Alþingi:
Atvinnureksfur
stöðvaður
— ef atvinnurekendur skila ekki opinb.
gjöldum starfsmanna á réttum tíma
í GÆR var lagt fram á Alþingi
stjórnarfrumvarp um heimild
til stöðvunar atvinnureksturs
vegna vanskila opinberra gjalda.
Er þar gert ráð fyrir að kaup-
greiðendur, sem skyldaðir eru
að halda eftir opinberum gjöld-
um af launum starfsmanna,
verði settur ákveðinn frestur til
skila og megi innheimtumaður
láta lögreglu stöðva atvinnu-
rekstur kaupgreiðanda þar tli
full skil eru gerð, með því m.
a. að setja verkstofur. skrifstof-
ur, útsölur, tæki og vörur und-
ir innsigli. Eigi skal heimilt að
beita þessum ákvæðum fyrr en
liðinn er mánuður frá lokum
skilafrests.
f greinargerð frumvarpsins
kemur fram, að það er flutt sam
kvæmt eindreginni ósk Sam-
bands íslenzkra sveitarfélaga.
Kemur þar m.a. fram að veru-
leg brögð hafa verið að því, að
kaupgreiðendur drægju að gera
skil á opinberum gjöldum starfS
manna sinna og þótt lögtaksinn-
heimtu væri beitt þá reyndist
hún seinvirk og hafa þannig
þeir kaupgreiðendur, sem telja
sér hag í því, getað notað opin-
bert fé til eigin reksturs um all-
langan tíma.
Lýst eftir öku-
mnnni og vitnum
SÍÐDEGIS á laugardag var
Volkswagenbíl ekið utan í einn
af strætisvögnum Kópavogskaup-
staðar, þegar bílarnir mættust á
Sóleyjargötu við hús númer 19.
Talsverðar skemmdir urðd á
strætisvagninum, en ökumaður
Volkswagenbílsins flúði af staðn-
um.
Ökumaður strætisvagnsins
sá nokkru áður, hvar Volks-
wagenbíll kom á móti, en vagn-
inn var á leið suður Sóleyjar-
götuna. Sá hann, að bílnum var
ekið mjög ógætilega og hægði
því ferðina og sveigði eins ná-
lægt gangstéttinni og unnt var.
Samt skipti það enguim bogum,
að Volkswagenbíllinn lenti utan
í strætisvagninum og skemmdi
hann mikið á hliðinni. Af um-
merkjum á staðnum að
dæma hefur Volkswagenbíllinn
skemmzt mikið á hægra aftur-
horni, en ökumaður hans sitakk
af eftir ákeyrsluna.
Það eru eindregin tilmæli rann
sóknarlögreglunnar, að ökumað-
uir Volkswagenbílisins gefi sig
fram svo og vitni, sem sáu at-
burðinn, en hann varð um
klukkan 16:40 á laugardag.
- HUNDAR
Framhald af bls. 1.
George Floyd.
Hundaeftirlitsmaður héraðs-
ins, Bob Cash, segir, að hundar
þessir hafi áður fengið á sig
kæru fyrir að drepa fjölda katta
og kj'ölturakka í nágrenninu.