Morgunblaðið - 19.12.1967, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞKIÐJUDAGUR 19. DES. 1967
5
,M flétta saman nútíð og fortíð"
Rœtt við Katrínu Ólafsdóttur um
skábdsögu hennar „Tvímánuður"
Katrín Ólafsdóttir
Fyrir rúmum tuttugu árum
kom út bók, sem mikla athygli
vakti, „Liðnir dagar,“ og höfund-
ur var frú Katrín Ólafsdóttir. I
bókinni lýsir hún búsetu sinni í
Austurríki á styrjaldarárunum.
Sú bók seldist upp á skömmum
tíma og kom önnur útgáfa af
henni nokkru seinna. Síffan hef-
ur Katrín ekki sent frá sér bók
fyrr en nú, aff fyrsta skáldsaga
hennar „Tvímánuffur“ kemur út
á forlagi tsafoldar. Ég heim-
sótti Katrínu á heimili hennar
og manns hennar, dr. Óla Hjalte-
sted, læknis, til aff forvitnast
um ritstörf hennar. Frúin bauff
til notalegrar stofu og reiddi
fram kaffi og meðlæti.
— Hvenær er „Tvímánuður"
skrifaður?
— Það er langt síðan mér datt
í hug að skrifa um þetta efni.
Ég hef alltaf haft gaman af að
skrifa, þó að lítið hafi orðið úr
því. Fyrri bókina mína „Liðn-
ir dagar“ skrifaði ég nýkomin
heim úr hörmungum stríðsár-
anna. Mér fannst ég verða að
fá einhverja útrás fyrir það,
sem ég hafði reynt þennan voða-
tima. Nú, svo liðu árin og ég
hafði alltaf nóg að gera. Eftir
heimkomuna fór ég í Háskólann,
tók BA próf í þýzku og íslenzku
og bætti seinna við uppeldis- og
kennslufræðum. Ég fékkst dá-
lítið við kennslu og vann á
skrifstofu. Svo giftist ég aftur
og alltaf var í mörgu að snúast
og ég gat einhvern veginn aldrei
gefið mér tíma til að setjast nið-
ur og skrifa, þó að löngunin væri
fyrir hendi. Núna sfðustu árin
hefur hægzt um hjá mér, sonur
minn er kvæntur, stjúpdóttir mín
er gift og þá hafði ég betri
tíma. Ég einsetti mér að gefa
sjálfri mér klukkustund á hverj-
um degi tii að skrifa og þannig
vann ég að þessari bók. Verkið
hefur tekið rúm tvö ár eða meir,
auðvitað hef ég ekki skrifað á
hverjum degi, en þetta hefur
mjakazt áleiðis, og nú er bókin
komin fyrir almenningssjónir.
— Og fjölskylda yðar? Hvað
sagði hún um þessa iðju?
— Ég sagði engum frá þessu,
segir Katrín og brosir við. Ég
var a’ð dunda við þetta sjálfri
mér til afþreyingar. Ég sagði
manninum mínum til dæmis ekki
frá þessu fyrr en skömmu áður
en bókin kom út. Jú, ætli hann
hafi ekki orðið undrandi. En hon
um leizt ekkert illa á þetta.
— Nú gerist sagan erlendis að
mestu leyti og á stríðstímum.
Notið þér þá ekki lifandi fyrir-
myndir að sumum persónum og
styðjist kannski við eigin
reynslu?
— Ég hef ekki beinar fyrir-
myndir að aðalpersónunum, en
ég nota samt ýmislegt af reynslu
minni og kynnum við fólk meðan
ég dvaldi erlendis.
KVÖLDSTUNDIR meff
Kötu frænku heitir nýjasta
bókin eftir Jón Kr. ísfeld.
Kjörin bók fyrir börn á
aldrlnum 8—12 ára.
Verð kr. 99.50 m. sölusk.
— Og aðalpersónan — íslenzka
konan — gæti ekki verið a'ð ein-
hverjum dytti í hug, að hún
væri þér sjálf?
— Aðalpersónan hefur ekki
ákveðna fyrirmynd. Tvímánuð-
ur er skáldsaga og eins og ég
sagði, engar beinar fyrirmynd-
ir að aðalpersónum.
— Hvernig finnst yður bókin
falla fólki í geð?
Nú brosir Katrín aftur, hún er
mjög brosmild og hlý kona.
— Má ég ekki bjóða yður
meira kaffi. — Já, það er auð-
vitað erfitt að svara þessari
spurningu, erfitt að gera sér hug-
mynd um þáð sjálf, því að fólk
er auðvitað jákvætt, sem talar
við mann.......
— Fyrri bókin yðar vakti
óvenju athygli?
— Já, hún seldist upp á fá-
einum vikum og var gefin út
aftur skömmu seinna og sú út-
gáfa held ég sé uppseld að mestu
núna. Það er öðruvísi bók, sú
bók er reynsla mín og þar segi
ég afdráttarlaust, hvernig ég
kynntist stríðinu þessi sjö ár,
sem ég bjó erlendis.
— Hvar bjugguð þér lengst
þessi ár?
— Lengst bjuggum við í Graz,
sem er næststærsta borg Austur-
rikis og liggur sunnarlega í land-
inu. Frá búsetunni þar segi ég
ýtarlega í fyrstu bókinni minni.
Mjög snemma missti ég allt sam-
band við ættingja mína hérna
heima og ég veit, að allir töldu
mig af á timabili. Ég gat þó haft
samband við Skandinava, búsetta
víðs vegar um Þýzkaland og þeir
sendu fréttir sín á milli og því
var ég ekki alveg utan við allt.
— Hvernig komust þér svo
heim til íslands?
— Rauði Krossinn sendi út
leiðangur að sækja íslenzkar kon
ur og börn, búsett á meginland-
inu og ég var ein í þeim hópi
lítinn son minn. Ég var þá
| f rin að kviða vetrinum mjög
mikið, vissi ekkert um manninn
I minn, heimilið né nokkurn skap-
Herratizkan
idag
fyrir herra & öllum aldri, er
frá árinu 1890. Fallegt snið,
margar stærðir, munstur og lit-
ir. Lágt verð. Einnig úrval af
klassiskum herraf atnaði 6 hag-
stœðu verði.
Fatamiðstöðin er miðstöð
herratizkunnar og lága verðs-
ins.
Fatamiðstöðin
Bankastræti 9.
Andrés
5
Laugavegi 3. 1
aðan hlut. Ég trúði varla mínum
eigin augum, þegar Lúðvíg Guð-
mundsson kom að sækja okkur
heim á vegum Rauða Kross Is-
lands. Fyrst fórum við í flótta-
mannabúðir í Miinchen og svo í
Hamborg, en síðan komumst við
til Kaupmannahafnar eftir erfitt
ferðalag. Frá öllu þessu er sagt
ítariega í fyrri bók minni. Þáð
var að mörgu leyti undarlegt að
korna til Danmerkur frá Þýzka-
landi, hatrið og heiftin í garð
Þjóðverja var mikil og ég varð
hvað eftir annað að brýna fyrir
syni mínum, 6 ára, að segja ekki
eitt einasta orð, ef við vorum á
ferli, því að hann talaði ein-
göngu þýzku. Einhverju sinni
vorum við inni í skóbúð —
við höfðum hvorki getað keypt
almennilega skó né föt í nær
sex ár og nú ætlaði ég að kaupa
skó á drenginn og lagði ríkt á
við hann að steinþegja meðan
hann mátaði þá. En svo glopruð-
ust út úr honum nokkur orð á
þýzku og þá var eins og af-
greiðslumaðurinn stirðnaði upp:
„Eruð þér þýzkar?“ spurði hann.
Nei, ég sagðist verða íslenzk
flóttakona. „Því að ef þér eruð
þýzkar, þá hvorki get ég né vil
afgreiða yður,“ sagði maðurinn.
Þannig var hugarfarið í garð
Þjóðverja og var auðvitað að
mörgu leyti afar skiljanlegt.
Nú, svo héldum við heim með
dönsku flutningaskipi, hrepptum
aftakaveður og skipið næstum
farið. En heim komumst við á
endanum i lok nóvember 1945.
Ári seinna sendi ég frá mér
bókina „Liðnir dagar“ og fannst
eins og fargi væri af mér létt að
segja frá því, sem við höfðum
reynt þar. Það var erfitt að
skrifa hana, en ég gerði það
ekki sízt sjálfrar mín vegna.
Hörmungarnar voru miklar, en
víst lærði ég mikið af þessari
reynslu, eins og af öllum erfið-
leikum, sem maður á annað borð
kemst yfir.
— Hvernig var með húsaskjól,
læknaþjónustu og fleira slíkt?
— Auðvitað var skortur og
erfi'ðleikar á öllum sviðum —
en það var samt furðanlegt, hvað
reynt var að gera fyrir fólk.
Læknaþjónusta segið þér. Henni
var í mörgu ábótavant, eins og
hægt er að ímynda sér. Ég átti
annan lítinn dreng, hann fékk
barnaveiki og dó, þegar hann var
á öðru ári. Mér fannst alltaf að
það hefði kannski mátt bjarga
honum, ef allar aðstæður hefðu
verið öðruvísi.
— Og nú að lokinni þessari
fyrstu skáldsögu? Hvernig er
yður innanbrjósts? Ætli'ð þér að
skrifa meira?
— Ég hef verið með annað
efni í huganum lengi og langar
til að reyna við það. En ég veit
ekki hvernig það gengur.
— Hvernig er nafnið á bók-
inni tilkomið — Tvímánuður?
— Ég lýsi því í upphafi bókar-
innar, að ég stóð fyrir framan
dagatal og sé þetta nafn og mér
fannst það skrítið. Þá skapaðist
sú hugmynd að móta efni'ð á
flétta saman nútíð og fortíð á
þann hátt, sem ég geri í bókinni,
ferðalagi, sem á sér stað í tví-
mánuði, þ.e.a.s. septembermán-
uði. Með því taldi ég mig líka
geta náð ákveðnum tilgangi, sem
ég hafði í huga.