Morgunblaðið - 19.12.1967, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DES. 1967
sendu meira að segja leiðangra
til Bagdad. í Mið-Asíu mættu
þeir kaupmannalestum, komn-
um frá Kína“. Þá lögðu þeir
undir sig England og einnig
mega þeir teljast höfundar
Normandís, sem enn ber nafn
þeirra. Öll þessi stórkostlega
saga rís ljóslifandi upp af blöð-
um Víkinganna.
Kaupmennska á víkingaöld
Víkingarnir voru ötulir kaup-
menn og fóru víða um lönd í
verzlunarerindum, eins og
myndin hér fyrir neðan gefur
til kynna. Hún sýnir kaupmann
úr hópi víkinga, sem heldur á
vog til að vega á silfur, en bún-
ing sinn hefur hann fengið sér
austur í löndum, þar sem hann
hefur átt verzlunarviðskipti, ef
til vill austur í Sýrlandi, og
sennilega hefur hann kosið sér
þennan klæðnað til að vera
ekki alltof útlendingslegur í
augum viðskiptavinanna. Með
víkingaöldinni urðu þjóðir
Norðurlanda virkir þátttakend-
ur í alþjóðaverzlun og fóru tíð-
ar kaupferðir til landanna við
Miðjarðarhaf og langt inn í
Asíu. En þó að kaupmenn færu
í orði kveðnu friðsamlegra er-
inda, urðu þeir að vera reiðu-
búnir til að verjast árásum sjó-
ræningja og voru því að jafn-
aði vel vopnum búnir. Gat þá
stundum farið svo, að erfitt
yrði í raun að greina á milli
þeirra og annarra víkinga, sem
fóru með eldi og vopnum. Þeg-
Skipasmíðar og siglingalist
í upphafi bókarinnar er
greint frá því, hvernig háttað
var búsetu á Norðurlöndum til
forna og hversu þeim þjóðum,
er þar bjuggu, tókst að semja
sig að ytri aðstæðum. Fyrst
fram eftir voru þetta einvörð-
ungu bændaþjóðfélög, þar sem
hver bjó að sínu, eins og löng-
um átti sér stað hér á íslandi,
en hafið var hvergi langt und-
an, og það varð mönnum
snemma hin eðlilegasta sam-
gönguleið og gaf að sama skapi
fyrirheit um aukið olnbogarúm.
Grunnsævið innan eyja og
skerjagarða var sjálfkjörinn
leikvangur til æfinga, áður en
farkostir og kunnátta gerðu
mönnum kleift að leggja út á
heimshöfin, og þannig urðu
staðhættirnir ekki aðeins til að
ala upp dugandi sjómenn, held-
ur einnig fremstu skipasmiði
samtímans. Þeir fundu fyrstir
allra upp kjalbyggingu skipa,
og þessi frábæra uppfinning,
skipskjölurinn, gerði íbúa
Norðurlanda innan tíðar að
drottnendum úthafsins. í raun
voru víkingarnir fyrstir allra
þjóða til að hætta sér út úr
landsýn og jafnframt hinir
einu, sem voru færir um það.
A hraðskreiðum skipum og
búnir tækjum til úthafssiglinga
hófu víkingarnir þá svipmiklu
öld, sem við þá er kennd og
átti fyrir sér að hafa heims-
sögulega þýðingu.
Frá Norður-Ameríku
og austur til Bagdad
Varla getur nokkur lesandi
Víkinganna komizt hjá því að
standa furðu lostinn frammi
fyrir þeim óhemju krafti, sem
þetta stórbrotna tímabil leysir
úr læðingi meðal hinna fá-
mennu þjóða Norðurlanda. Á
tveimur öldum fundu og námu
hinir norrænu sæfarar flestar
byggilegar eyjar í vestri, allt
til Norður-Ameriku, og reynd-
ar má segja, að „vikingar hafi
komizt, ýmist sem landnáms-
menn, kaupmenn eða ófriðar-
menn, í næstum því hvert
heimshorn, sem þekkt var á
þeirra tíma. Þeir beindu skip-
um sínum frá Norðurlöndum
vestur með ströndum Vestur-
Evrópu, gegnum Njörvasund og
inn í Miðjarðarhaf. Þeir heim-
sóttu Ítalíu, Spán, Marokkó,
Egyptaland og Landið helga.
Þeir brutust inn í mitt megin-
landið, sigldu upp eftir fljót-
unum, fóru yfir Rússland til
Svartahafs og Kaspíahafs og
VÍKINGAÖLDIN er þróttmesta
tímabil í allri sögu norrænna
þjóða og fer vissulega vel á
því, að fyrsta bókin, sem hefur
aS geyma alhliða lýsingu henn-
ar á íslenzku, skuli jafnframt
vera ein mesta og veglegasta
bók, sem hér hefur sézt. Fjöl-
margir fræðimenn af ýmsum
þjóðernum hafa unnið að sam-
antekt hennar og þeirra á
meðal er dr. Kristján Eldjárn,
þjóðminjavörður. Hefur hann
ritað þá þætti, sem sérstaklega
taka til Islands, en Eiríkur
Hreinn Finnbogason, cand.
mag., hefur þýtt bókina á ís-
lenzku. Hér á eftir verður nú
gripið niður í Víkingana á
stöku stað, en vitanlega er ekki
með neinu móti unnt að gera í
stuttu máli nokkra verulega
grein fyrir efni þeirra, jafn-
víðtækt sem það er, og því síð-
ur verður því við komið að
kynna hið frábæra myndasafn
bókarinnar, sem talið er eitt-
hvert hið merkasta, sem saman
er komið á einum stað um vík-
ingaöldina.
bær á
Shetlandseyjum
góði af Gotlands-verzluninni
einni saman hafi að minnsta
kosti numið sem svarar þremur
milljónum dollara á ári. „Þenn-
an óhemju gróða má ef til vill
skýra á sama hátt og gróða
Ensk-indverska verzlunarfé-
lagsins á sautjándu og átjándu
öld: því meiri áhætta vegna sjó
ræningja og annarra óvina,
þeim mun meiri gróði af vör-
unum, sem komust í höfn,“ seg-
ir í bókinni.
Aðrar helztu verzlunarmið-
stöðvar á víkingaöld voru
Birka í Svíþjóð, Heiðabær í
Danmörku og Kaupangur í Nor
egi. Um margar aldir mættust
kaupmenn frá Rússlandi, fr-
landi, Rínarlöndum og Egypta-
landi í þessum víkingaborgum,
sem voru eins og opnar dyr að
erlendu fjármagni.
Norrænn
„Nú sigla svörtu skipin“
En raunverulega ástæðan var
sú, að þá fýsti að eignast hvítu
skírnarklæðin, sem Frankar
gáfu þeim, er skírðust. Einu
sinni komu um fimmtíu þeirra
samtímis og báðu um að fá að
skírast. En svo mörg skírnar-
klæði voru ekki til í svipinn,
og urðu þeir (Frankar) því að
skera hvert klæði í tvennt og
láta það nægja. Slíkt klæði var
lagt yfir einn hinna elztu
meðal þeirra. Hann leit á það
mjög undrandi og sagði síðan:
„Ég hef tekið skírn meira en
tuttugu sinnum og alltaf hafa
mér verið gefin falleg klæði,
en að þessu sinni hefur mér
verið fengin dula, sem kúa-
hirði einum sæmir og ekki her-
manni, og ef ég blygðast mín
ekki fyrir að vera nakinn,
mættuð þið með sama gefa
hana aftur Kristi ykkar.“ Mörg
önnur skemmtileg dæmi um
Búizt til íslandsferðar
Vagn frá víkingatímanum
reynzt harla ábatasöm, ekki að-
eins kaupmönnunum sjálfum,
heldur og þeim kauptúnum,
sem risu upp í kringum þenn-
an atvinnurekstur. Svo var t.d.
um eyjuna Gotland í Eystra-
salti, sem var mikil miðstöð
verzlunar og samgangna að
austan og vestan. í Víkingun-
um er frá því sagt, að þar hafi
fundizt í jörð um það bil 100,-
000 fornir silfurpeningar, arab-
ískir, þýzkir og engilsaxneskir,
en hver þeirra hefur því sem
næst jafngilt þremur dollurum,
miðað við nútímaverð. Hefur
verið reiknað út, að hreinn á-
tróðu á hinum helgu stöðum
saurugum fótum, grófu upp
ölturun og hremmdu alla dýr-
gripi hinnar heilögu kirkju.
Suma af bræðrunum drápu
þeir, en höfðu aðra á brott með
sér í fjötrum, marga ráku þeir
út nakta og yfirþyrmda smán,
sumum drekktu þeir í sjónum“.
I bókinni getur að lesa fleiri
slíkar frásagnir, ærið kröftugar,
og víst blöskrar okkur, að for-
feður okkar, hinir ljóshærðu
víkingar, skuli hafa hegðað sér
svona. En mundi samt fram-
ferði þeirra hafa verið stórum
siðlausara en það, sem daglega
Það má kynlegt þykja, að í
þeim löndum, sem víkingar
herjuðu, áttu kaupmenn oft
góð skipti við íbúana og voru
jafnvel aufúsugestir. Hins veg-
ar eru fjölmargar samtíma-
heimildir til vitnis um þá ógn
og skelfingu, sem fólk varð sleg
ið við komu hinna herskáu vík-
inga. „Leys oss, ó, faðir, frá
grimmdarverkum Norðmanna",
var beðið í frönskum kirkjum.
„Þeir eyða land vort og drepa
konur og börn og einnig gamal-
menni.“ Um árás víkinga á
Eyna helgu (Lindesfarne) segir
svo í fornum annálum: „Þetta
sama ár komu heiðingjarnir af
norðurslóðum á skipaflota til
Bretlands, eins og stingandi
eldflugur, og dreifðust víðsveg-
ar eins og skelfilegir úlfar,
rændu, slitu og slátruðu, ekki
aðeins burðardýrum, heldur
einnig prestum og djáknum og
hópum af munkum og nunnum.
Og þeir komu til kirkjunnar á
Lindisfarne lögðu þar allt í
auðn með hræðilegum ránum,
komið hefur út á íslenzku
ar hin vopnuðu kaupför kom-
ust í nánd við minni skip, hlað-
in eigulegum farmi, létu menn
ósjaldan undan þeirri freist-
ingu að grípa sverðið og auka
þannig við eigin farm með
áhlaupi. Annars bendir margt
til þess, að hinir norrænu kaup-
menn hafi verið allséðir í við-
skiptum og veigruðu sér jafnvel
ekki við að koma til móts við
framandi átrúnað, ef slíkt mátti
verða þeim til hagnaðar. Þann-
ig segir svo frá í franskri sam-
tímaheimild: „Loðvík hinn góði
bað alla norræna menn, sem til
hans komu, að taka kristni og
láta skírast, og komu brátt
margir til hans í þessu skyni.
hentistefnu víkingaaldar er áð
finna í þessari bók.
Opnar dyr að erlendu
fjármagni
Ljóst cr, að verzlun víkinga-
aldar hefur fært með sér mik-
inn auð til Norðurlanda og
KIN
Ein veglegasta bók sem