Morgunblaðið - 19.12.1967, Síða 11
M.ORGUNBLARIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19, DES. 19«7
11
á sér stað í hernaðarátökum
nútímans?
Daglegt Hf víkinganna
En það er ótal margt fleira
en hernaður og sæfarir, sem tek
ið er til meðferðar í Víkingun-
um. Þar er engu síður fjallað
um daglegt líf víkinganna, hús-
búnað og heimilisháttu, klæðn-
að og áhöld, heimilisiðnað og
atvinnuvegi, trú, siðferði og
aldarfar, og kannske eru þetta
einmitt þeir meginkaflar í bók
inni, sem lesendum verða for-
vitnilegastir og miðla þeim
mestu af skemmtilegum og ný-
stárlegum fróðleik. Allar þær
frásagnir, sem margar hverjar
eru komnar til skjalanna við
nýjar rannsóknir, leiða glögg-
lega í ljós háþróaða menningu
í list og verktækni, menningu,
sem hefur í raun verið auðug
og fjölbreytileg langt fram yf-
ir það, sem flesta hefur órað
fyrir. En þetta efni er víðtæk-
ara en svo, að það verði rak-
ið hér. Menn verða sjálfir að
kynnast því af máli og mynd-
um bókarinnar og ef til vill
verður þá skiljanlegra eftir en
éður, hvers vegna nokkurs stór
lætis kann að hafa gætt í hegð-
un og yfirbragði þessara for-
feðra okkar.
Menning, sem stóðst ekki
erlend áhrif
En hvað bar þá til þess, að
saga víkinganna varð víðast
hvar jafnendaslepp og raun bar
vitni? Um það segir í bókinni
m.a. á þessa leið: „Það kann í
fyrstu að þykja einkennilegt, að
hvar sem víkingar unnu lönd
og settust að tóku þeir upp
menningu og háttu landsmanna.
En skýringin er einungis sú, að
þeir voru ofurliði bornir —
máttu ekki við margnum. Bæði
fyrir eigin vaskleik, fullkomn-
ari hertækni og þá örvilnun,
sem rak þá að heiman og beið
þeirra, ef þeir ekki sigruðu,
höfðu þeir undirokað fleira
fólk og stærri svæði en þeir
réðu við. Við það að verða far-
menn hafði einnig losnað um
rætur þeirra í menningu heima
landsins. Jafnvel sænsku land-
námin og verzlunarstöðvarnar í
austurvegi hurfu, þó að þar
væru engir menningarlegir yf-
irburðir fyrir. Þá er og auðskil
ið, hvers vegna þeir féllu einn-
ig fyrir kristninni, því að á
seinasta skeiði víkingaaldar
höfðu þeir ekki lengur neina
trú til að etja gegn hinum nýja
sið. Auk þess var siðfræði vík-
ingaaldar, eins og hún' kemur
fram í Hávamálum, góður jarð
vegur fyrir hinar kristnu kenn
ingar.“ Hin margháttuðu tengsli
við meginlandið leiddu þannig
til þeirrar þróunar, sem mark-
aði fyrr en varði „endalok ein-
staklingsbundinnar menning
ar víkinganna sjálfra og hinna
sérstæðu stjórnmálalegu áhrifa
þeirra. Því að fljótlega eftir
að kristin trú fór með sigur
af hólmi á Norðurlöndum um
1000 og flutti með sér vest-
ræna menningu, leið undir lok
sérstæð og sjálfstæð menning,
sem frá listasjónarmiði stóð
fyllilega jafnfætis hvaða menn
ingu annarra sem var. Og
Norðurlönd fengu hlutskipti út
kjálkans í hinu kristna samfé-
lagi.“
----O----
Það er skemmtilegt til að
vita, að þessi merka og mikil-
fenglega bók skuli til orðin
fyrir menningarlega samvinnu
margra þjóða, og Almenna
bókafélagið á einnig þakkir
sklldar fyrir að hafa komið
henni á framfæri við íslenzka
lesendur. Hún á ugglaust fyrir
sér að verða kjörgripur á
mörgum heimilum og auka
stórum þekkingu okkar allra á
norrænni fortíð.
Hárgreiðslustofan
Guðrún í nýju húsnæði
í Hafnarfirði
þarna á boðstólum snyrtivörur
frá Germaine Monteil og enn-
fremur selur hún h/árkollur.
fOlíkfundin
Point Pleasant, 17. des. — AP
ALLS hafa nú fundizt 10 fórn-
arlömb hins hörmulega slyss í
miðríkjum Bandarikjanna á
föatudag, er brúin yfir Ohio-
fljótið hrapaði á mesta ximferð-
artímanum. Brú þessi tengir
saman Ohio-fylki og V-Virginíu.
Um 100 manns er saknað, en 75
bifreiðir steyptust í fljótið, er
brúin, siem er um 400 metra
löng, hrapaði.
Tugir froskmanna og kafara
hafa unnið slieitulaust að björg-
unarstörfuim í fljótinu, en erfitt
er um vik að ná >upp bílunum
sökum þess, að þeir eru flestir
fastir undir stáltoituim og toraki
úr brúnni. Hafa kafararnir koan-
ið auga á 40 einkabíla og 17 vöru
fl'utningatoíla á botni fljótsins.
Öll uimferð um fljótið á 60 km.
svæði hefur verið bönnuð og
hafa verkfræðingar í 'hyggju að
byggja stíflu ofan við slyssvæð-
ið til að grynnka vaitnsfla«um-
inn, en á slysstaðnum er fljótið
frá 10—20 metra dijúpt.
Brúin, sem hrapaði var 40 ára
gömul og var í ráði að opna aðra
nýja nú um hielgina án þess þó
að taka hina gömiu úr notkun.
NÝLEGA tók Hárgreiðslustofan
Guðrún í Hafnarfirði til starfa
í nýju húsnæði. Stofan hefur
undanfarin sjö ár verið til húsa
að Reykjavíkurvegi 16, en hefur
nú flutt í glæsilegt húsnæði í
stórhýsi Olivers Steins, bóksala,
að Strandgötu 31, og er hár-
greiðlslustofan fyrsta fyrirtækið,
sem þar hefur rekstur.
Eigandi stofunnar er Guðrún
Magnúsdóttir og tjiáði hún blaða-
mönnum, að auk hennar ynnu
þrjár stúlkur á stofunni og er
hægt að afgreiða 10 viðskipta-
vini í einu. Hefði ekkert verið
til sparað til að gera hárgreiðslu-
s'tofuna eins fullkomna og kostur
var á. Hárþurrkur eru af gerð-
inni Kadus, framleiddar i Þýzka
landi og eru þær að sögn Guð-
rúnar mjög fuHkomnar. Þá er
þarna nýtt tæki, sem ekki mun
vera til annars staðar hérlendis,
en það er tæki til hárlitunar.
Er það með últrarauðum geisl-
um og hefur í för með sér, að
tíminn til ‘hárlitunar styttist um
allt að 35 mínútur. Annars eru
öll tæki af nýjustu gerð, og að
sögn Guðrúnar, er með þeim
toægt að stytta hina ýmsu þætti
hársnyrtingar kvenr.a til muna.
Nýja húsnæðið er mjög snyrti-
legt og vandað að sjá, en Guðrún
og eiginmaður hennar Einar Þór
Jónsson, húsgagnasmiður, 'hafa
séð um innréttingu á stofunni.
Hárgreiðslustofan mun veita
ýmsa aðra þjónustu, t.d. verður
- ASTRALIA
Framhald af bls. 1.
þangað fór hann á sunnudaginn
með vini sínum, Alan Stewart
að nafni. Eftir hádegið fóru þeir
niður til strandarinnar til að
synda, en Holt var talinn frátoær
sundmaður og stundaði oft fisk-
veiðar neðansjávar, klæddur
froskmannsbúningi. Að þessu
sinni var hann ekki klæddux
köfunarbúningi, enda hafði l'ækn
ir hans ráðlagt 'honum að hvíla
sig á köfun um skeið vegna
eymsla í öxl. Sitewart stóð á
ströndinni á meðan Holt synti
í sjónum. Ráðherrann- var kom-
inn um 100 metra frá landi er
hann stakk sér í eina ölduna, að
sögn Stewarts, en talsvert brim
var þar úti.
Ekki er vitað hvað varð um
Holt eftir þetta. Tal'ið er líklegt,
að toann hafi lent í útsogi og
borizt á toaf út, en einnig getur
hann hafa fengið krampa. Þá er
á það bent að óvenju mikið sé
um hákarl þarna út af strönd-
inni. Sagt er, að Holt hafi naum-
lega sloppið undan úitsoginu
þarna fyrir viku. Hafi það þá
orðið honum til lífs, að hann
var með blöðkur á fótunum, sem
gerðu honum fært að synda út
úr straumnum. Á þessium sömu
slóðum hvarf fiskimaður einn
fyrir um tveimur árum, og hef-
ur ekkert til toa-ns spurzt síðan.
Strax og fréttist a-f hvarfi for-
sætisráðtoerrans, streymdu björg
unarsveitir á vettvang, og hófst
viðtækasta leit sem gerð hefur
verið í Ástralíu. L/eitað var úr
þyrlum m-eðfram strandlengj-
unni og út á haf, og um þúsund
m-anna lið leitaði á landi. Auk
þess voru froskm-enn sendir á
vettvang með þyrlu-m og flugvél
um, og leituðu þeir á hafsbotni.
Á mánudag var leitinni toaldið
áfram árangurslau-st, og henni
verður haldið enn áfram um
skeið.
Frú Zara Holit, kona forsætis-
ráðtoierrans, var stödd á heimili
þeirra hjóna í Ca-nberra, höfuð-
borg Ástraliu, þegar -hún fékk
fréttir af hvarfi manns síns, og
fór toún þá fl'ugleiðis til Mei-
hourne og þaðan til Portsea.
Þegar leið á sunnudaginn
vernsuðu mjög aðsitæður til 1eit-
ar. Mikið brim var við strönd-
ina og ölduhæðin nærri fimcn
metrar. Hvolfdi einum leitarbát-
anna í brim-inu, en áhöfn hans
var bjargað mieð þyrlu, sem
fl'utti m-ennina til lands. Veður
var slæmit á mánudag og tal's-
vert brim við ströndi-na, en leit-
inni var þó haldið áfram eftir
því sem unnt var. Flestir höfðu
þó gefið upp alla von um að ráð
herrann gæti enn verið á lífi.
John McEwen, s-em tekið hef-
ur við forsætisráðtoerraemtoætt-
inu til bráðabingða, kom til Can-
berra í gær, sunnudag. Hann er
67 ára og toefur átt saeti á þingi
í rúm 33 ár. McEwen er for-
maður bændaflokksins, sem tek-
ið hefur þátt í stjórna-rsamvinnu
um margra ára skeið, og toefur
McEwien sjálfur gegnt ráðtoerra-
emtoættum samfleytt í 30 ár, en
verið varaforsætisráðtoerra frá
því snemma á árinu 1958. Þótt
hann nú taki við forsætisráð-
herraemibættinu, er ekki talið,
að hann gegni því til lengdar,
því fullvíst þykir, að einhver
fl'okksbræðra Holts úr Frjá s-
lynda flokknum verði skipaður í
emtoættið innan tíðar. Koma þar
aðallega fjórir menn til 'greina:
Paul Hasluck, utanríkisráðherra,
William McMahon, vara-formað-
ur flokksins, All-en Fairhall,
varnar-málaráðherra og Leslie
Bury, verkamálaráðherra.
„Kvlður al Got-
um og Húnum“
— með skýringum Jóns Helgasonar
HEIMSKRINGLA hefur sent
frá sér bókina Kviður af Gotum
og Húnum í samantekt og með
skýringum Jóns Helgasona-r, pró
fessors í Kaupmannahöfn.
í upph-afs-kafla bókarinnar seg
ir, að hér standi saman í bók
þrjú fornaldarkvæði um atburði
4
Jón Helgason prófessor.
sem gerast með Gotum og Hún-
um og í einu þeirra er sagt fná
stórorustu milli þessara þjóða.
Síðan eru sögð nokkur deili á
báðum aðilum og skiptum þeirra
hvor við aðra.
Annar kafli er Hamdismál.
Höfundur segir m.a. að aftast á
konungsbók Eddukvæða standi
tvö kvæði um Guðrúnu Gjúka-
dóttur og sonu toennar tvo,
Ham-di og Sörla. Fyri-rsagnir
þessara kvæða eru í handritinu
„Guðrúnarhvöt“ og ..Hamdis-
mál“. Frarnan til eru þau ná-
skyld, en með niunda erindi í
Guðrúnarhvöt, ellefta í Hamdis-
málum skilja leiðir.. í Hamdis-
málum er bræðrunum fylgt og
sagt frá aðförinni að Jörmun-
reki.
1 næsta kafl-a bókarinna-r er
síðan fjallað um Guðrúnarhvöt,
en hún er , Eddukvæðatoandrit-
inu milli Atlamála og Hamdis-
mála, sem fyrr segir. Að efni er
hún samsett a-f tveimu-r hlutum
og átta fyrstu erindin eru þau
sem kvæðið dregur nafn sitt af:
þar hvetur Guðrún sonu sína til
að hefna Svanhildar, hörkufull
og heiftúðug. En síðan skiptir
um. Þegar Sörli og H-amdir eru
farnir af stað í þá för sem end-
aði á tortímingu beggja, rekur
hún ævisögu sína grátandi og
harmþrungin og býst að lokum
til að deyja.
Hlöðskviða er síðasti kafli bók
arinnar. í upphafi hans segir
próif. Jón Helgason að Heiðreks
saga, öðru nafni Hervarar sögu
og Heiðreks konungs geymi fjöl
breyttari og fróðlegri kveðskap
en nok-kur fornald-arsaga önnur.
Aftan til í henni er sagt frá mik-
illi orrustu milli Gota og Húna.
Þar eru felld inn í erindi um
þennan bardaga og tildrög hans
og ekki annað sýnna, en þau
hljóti að eiga heima í kvæði
sem verið -hafi heimild (höfund-
ar á þessum kafla. Þá hafa ma-rg
ir hallazt að því að kvæðið
mundi helzt eiga heima í flokki
Eddukvæða, þó að sá maður er
saman tók syrpu slíkra kivæða
sem varðveitt er á konungsbók
hafi ekki þekl*t það eða hafnað
því, og jafnvel verið talið að þvi
væri skipandi á bekk með hin-
um fornlegustu Eddukvæðum.
GRILL
INfRA-REO
GRILLFIX grillofnarnir eru
þeir fallegustu og fullkomn-
ustu á markaðinum, vestur-
þýzk framleiðsla.
■k INFRA-RAUÐIR geislar
★ innbyggðuT mótor
★ þrískiptur hiti
■k sjálfvirkur klukkurofi
★ innbyggt ljós
★ öryggislampi
•k lok og hitapanna að ofan
ár fjölbreyttir fylgihlutir
GRILLFIX fyrir sælkera
og þá sem vilja hollan mat
— og húsmæðumar spara
tíma og fyrirhöfn og losna
við steikarbræluna.
Afbragðs
FONIX