Morgunblaðið - 19.12.1967, Page 14
r<
14
MORGUN'BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DES. 1967
Jóhann Hjálmarsson
skrifar um
BÓKMENNTIR
Hjá vinaþidö
Hannes Pétursson: EYJARN-
AR ÁTJÁN
Dagbók úr Færeyjaferð 1965.
Teikningar gerði Sven Hav-
steen-Mikkelsen.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Reykjavík 1967.
„Ferðadagbók þeirri{ sem hér
verður látin á prent, var aldrei
mörkuð sú stefna að hún geymdi
skipulega vitneskju um Færeyj-
ar, land, þjóð og sögu, enda
mundi dagbókarform engan
veginn henta slíkri ætlun —
hún er frá Færeyjum, en ekki
um Færeyjar nema að nokkru
leyti, því alveg óskyldum lýs-
ingum, vangaveltum og uppá-
finningum er grautað þar sam-
an, frásögninni stjórnar raunar
það eitt sem umhverfið kallaði
fram í huga minn hverju sinni.
í því skyni að bæta upp það sem
á skortir um fræðslu í dagbók-
arskrifunum, hef ég skrapað
saman handa fróðleiksgjörnum
lesendum ýmsa vitneskju um
Færeyjar, land, þjóð og sögu, og
gert að inngangskafla."
Þannig lýsir Hannes Péturs-
son vinnubrögðum sínum í
upphafi bókarinnar. Hannes
leggur á það áherslu, að bókin
sé frá Færeyjum, en ekki um
Færeyjar. Þetta eru orð að
sönnu. Sá lesandi grípur í tómt,
sem í fávisku sinni heldur, að
nú hafi hið merka skáld skrif-
að það sem íslendinga hefur
lengi vantað: viðamikla Fær-
eyjabók, með lýsingum á bæði
eyjunum sjálfum og lífinu þar,
og samskiptum frændþjóðanna
tveggja sín á milli. Þetta er ekki
sú bók. Höfundur lýsir því yfir,
að bókinni hafi aldrei verið
mörkuð sú stefna, að hún
geymdi skipulega vitneskju um
Færeyjar. Þá er að bíta í það
súra eplið, og snúa sér að því
að meta bókina eins og hún er
úr garði gerð.
í löngum inngangskafla (prent
uðum með smærra letri), gerir
höfundur virðingarverða tilraun
til að segja sögu Færeyja í sem
stytstu máli. Þetta er fróðlegur
kafli, að vonum vel saminn og
skipulega, og væri að honum
mikill fengur til dæmis í upp-
sláttarriti um lönd og þjóðir.
En svo ólíkur er hann megin-
efni bókarinnar, að annaðhvort
það eða hann kemur eins og
skrattinn úr sauðarleggnum.
Hannes Pétursson
Undarlegt má heita, að jafn
kunnáttusamur rithöfundur
skuli ekki hafa valið þann kost-
inn að fella það helsta úr þess-
um fróðleiksatriðum inn í dag-
bókarblöðin, því þar er einnig
stefnt að því að fræða stöku
sinnum.
Hin raunverulega Færeyja-
bók, samanstendur af dagbókar-
blöðum höfundar. Eins og gefur
að skilja er dagbókin víða ljóð-
ræn, en þó aldrei það skáldleg,
að höfundurinn missti fótfest-
una og svífi á vængjum íkarus-
ar. Hann gleymir því aldrei hvar
hann er staddur, og að því er
virðist hvert hlutverk hann ætl-
ar dagbók sinni.
Meðan ég var að lesa þessa
dagbók, kom mér í hug önnur
eftir sama höfund, sem einnig
var prentuð fyrir nokkru, en
var ekki send á almennan mark-
að. Forleggjari einn hér í bæ
sendi hana vinum sínum og vel-
unnurum, og skal ég geta þess
til að forða misskilningi, að ég
komst í hana fyrir tilviljun.
Forlagsbók Hannesar, prentuð
sem handrit, fjallaði um Ev-
rópuför, og tókst að því mér
virtist að ná miennningarlegum
andblæ gömlu Evrópu, og einn-
ig um leið að segja aðdáendum
skáldsins mikilsverðan sannleik
um skáldskap þess. Þetta var
miklu Ijúfari og mildari bók en
sú sem hér er gerð að umtals-
efni; Færeyjadagbókin er mun
grófgerðari, þótt varasamt sé ef
til vill að tala um hrjúfleika í
sambandi við stíl Hannesar, sem
er yfirleitt mjúkur og blæþýð-
ur, hefðbundinn að íslenskum
hætti: lýsir nánum kynnum af
óbundnu máli íslensku eins og
það gerist best hjá vönduðum
höfundum, sem nú eru flestir
undir grænni torfu.
Þessi orð eiga fyrst og fremst
við Færeyjadagbókina; hún er
oftast geðfelldur lestur án þess
að snerta verulega, að minnsta
kosti þann lesanda, sem hér seg-
ir skoðun sína.
í ágætum kafla, sem segir frá
Húsavík á Sandey, segir Hannes:
„Það voru þó ekki fornminjar
sem fastast héldu í mig þarna í
Húsavík, heldur andi sjálfrar
byggðarinnar. Hús, götur og
grjótveggir, fólkið að vinnu
sinni eða á rjátli hvert heim til
annars, dýrin og amboðin, grænt
túnið upp um hlíðar, ársytran,
morgunkyrrðin, báruhljóð fjör-
unnar, allt var þetta samofið
hvað öðru og líkt og gripið út
úr hjarðljóði."
Síðan viðurkennir Hannes, að
hann hafi farið til Færeyja öðru
fremur til að leita uppi þennan
„ídyllska“ heim, sem hann fann
í Húsavík. Hann segist einnig
játa, að hann hafi gripið í tómt.
En samt — samt: „Og þess vildi
ég óska þeim geimgörpum til
sálubótar, sem sendir verða bráð
lega í leit að málmgrýti á tungl-
inu, að þeir megi finna á þeim
hnetti, sem því miður er yafa-
samt, stað sem ekki er mjög
fjarri því að vera ídyllskur, til
dæmis nýja „Húsavík í Sandey“,
þar sem þeir gætu lagt frá sér
öndunarpípurnar og teygt úr
sér í nánd við rennandi læk,
varphænu á húsburst og mjólk-
urkú sem lötrar út í grænan
haga.“
Ég geri ráð fyrir, að það
sem dragi úr áhrifamagni bók-
arinnar, sé að Hannesi hafi ekki
tekist að finna nógu áþreifan-
lega þá veröld, sem hann ætlaði
sér; í staðinn fyrir tóma
ídyllsku, mætir hann vel upp-
lýstu, greindu og framfarasinn-
uðu fólki, sem allt vill fyrir
hann gera, fræða hann í »van-
kunnáttu sinni um margt. Og
það þjóðfélag, sem í rauninni
samkvæmt fyrrgreindri stefnu
ætti að vera vanþróað, siglir
nú hraðan byr til móts við önn-
ur velferðarríki álfunnar þannig
að hinir alvörugefnu Norður-
landaráðsmenn komast jafnvel
ekki lengur hjá því að taka til-
lit til þess. Hannes ber Færey-
ingum vel söguna, og hefur þau
athyglisverðu sannindi að segja,
að hann hafi ekki getað litið á
þá sem útlendinga.
íslendingar sem koma til
Færeyja finna það fljótlega, að
þeir eru staddir hjá vinaþjóð.
Æskilegt væri, að samskipti
þjóðanna yrðu meiri og varan-
legri, einkum á sviði menning-
armála. fslenskir bóRamenn
gætu til dæmis lagt á sig það
ómak, að lesa færeyskar bækur
á frummálinu, og þannig gert
Færeyingum kleift að gefa
meira út og í stærri upplögum,
því ekki skortir athyglisverða
rithöfunda í Færeyjum. Hannes
segir okkur frá nokkrum þeirra,
og er fengur í þeim upplýsing-
um þótt litlar séu. Mér þykir til
dæmis íslenzk blöð og tímarit
gera of lítið af því að vekja at-
hygli á því sem gerist í menn-
ingarlífi Færeyinga; viðhorf okk
ar gagnvart færeyskum bók-
menntum og listum, virðist ekki
ósvipað því sem ríkir í Skandi-
navíu um menningarlega við-
leitni okkar sjálfra.
Það er íhugunarefni, að þeir
íslendingar, sem koma við sögu
Hannesar eru einkum nefndir
til að gera sem allra minnst úr
þeim. Hannes virðist gripinn
einhvers konar mannfyrirlitn-
ingu, þegar minnst er á íslend-
inga. Þannig er til dæmis um
skáldsagnahöfund þann, sem
Hannes sér tilsýndar á götunum
í Þórshöfn, að hann getur ekki
stillt sig um að halda því fram
að hann hafi einungis komið til
Færeyja í því skyni að ná sér
í skyndikonu. í þeim tilgangi
hefur Hannes aftur á móti ekki
farið til Færeyja, en samt er
hann svo uppburðarlítill, að
hann notar rithöfund úr Vest-
mannaeyjum sér „til hlífðar“
þegar hann gengur fyrir mekt-
arpersónur færeyskar, á svipað-
an hátt og skáldsagnahöfundur-
inn vildi fá aðstoð hálf-Færey-
ings nokkurs við kvennafarið.
Er helst að skilja á bókinni, að
Hannes hafi virt þennan íslend-
ing viðlits aðeins með það fyrir
augum að geta notað hans létta
skap og framhleypni sér til
hjálpar.
Ekki er ég á móti því að menn
sýni hreinskilni, en mörgu trúa
menn og konur dagbókum sínum
fyrir, sem þeir telja óæskilegt að
birtist á prenti.
Eyjarnar átján, er einhvern
veginn ekki sú bók um Færeyj-
ar, sem ég vonaði að Hannes
Pétursson hefði samið. Það er
ekki sök Hannesar heldur mín.
Vonandi eru aðrir lesendur bók-
arinnar ekki haldnir svipuðum
fordómum og ég, skemmta sér
við að fylgjast með ferðum
skáldsins. Félagsskapurinn er
alla vega ekki af verra taginu.
Listamaðurinn Sven Havsteen-
Mikkelsen hefur myndskreytt
bókina af kunnri smekkvísi.
Teikningar Mikkelsens tjá ein-
mitt þá ídyllsku veröld, sem
Hannes telur sig ekki hafa fund-
ið nema að litlu leyti.
Jóhann Hjálmarsson.
Gæðavara
Max harðplast
Glæsilegir litir. Verð mjög hagstætt.
LITAVER, Grensásvegi 22—24.
Sími 30280, 32262.
/42 mmdir cn
Ú bem\ efttbijlk-
wsm\ e/fefy ú/enzkm
Þetta er kjörbók allra þeirra, sem hafa áhuga á byggingum og
innréttingum og mjög gagnleg bók fyrir þá, sem standa í bygg-
ingum eða hafa það í huga. Ellefu íslenzk ir arkitektar hafa
verið fengnir tilað velja úrvalshús. Allt eru það splunkuný hus
og mjög glœsileg. Hverju húsi fylgir grunnteikning og nákvœm
lýsing. Þetta er bók, sem lengi hefur vantað.