Morgunblaðið - 19.12.1967, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DES. 1967
21
- HARALDUR
Framlhalid af bls. 17.
Eldri leikbúsgestir m-una ©f-
lauist Harald í sínum stæírstu
hlutverkum, ekki sízt Ihl'uitverki
Shylocks í „Kaupmanninum í
Feneyjum“. Mig minnir að ég
sæi hann fyrst í ihlutiverki Pólón-
íusar í „Hamlet" 1949 og síðan í
gervi Jóns Marteinssonar í „ís-
landsklukkunni“ 1950. Önnur
hlutiverk Ihans sem eru mér
minnisstæð eru t.d. Bóndinn í
„Guilna hliðinui“, Alfieri lög-
maður í „Horft af br.únni“,
Saungprófessorinn og Pobaprest-
urinn í „ Strompleiknum“ og
„Dúfnaveizlunni", Botard i
„Nashyrningunum“, Alexandei
páfi í „Kóngulónni“, Montag j
„Rómeó og Júlíu", Borgarstjór-
inn í „Sú gamila kemur í heim-
sókn“ og tivö hlutverk í „Þjófar,
lík og fal'ar konur“. En ég hlýt
að harma að stærstu hlutiverk
hans sá ég ekki.
Nafn Haralds Bjömssonar er
greypt gullnu letri í sögu ís-
lenzkrar leiklistar. Hann skilur
eftir sig stórt skarð; það verður
miklu itómlegra í leikhúsum höf-
uðstaðarins eftir að hann er
horfinn, og miklu verða sam-
kvæmi leikhúsmann'a daufari án
þeirrar leiftrandi kímni sem
tækifærisræður hans vorvj
barmafullar af. Hann var gædd-
ur Iþeim fágæta hæfileika að
geta látið allt flakka éin(þess að
valda hneykslun eða sviða, og
ádeila hanis var einatt blandii)
glitrandi skopL
Ég votta ekkju hans, Júlíönu
Friðriksdóttur, ibörnum hans,
Dóru sem búsett er í Ntoregi, dr.
Stefáni lækni í Lundi og Jóni
tannlækni og arkítekt, og ibarna-
börnum hans sem hann diáði
mjög, mína innilegustu samúð á
þessari hinzitiu kveðjustund
óvenjulegs og eftirminnilegs
heimilisföður og góðs vinar.
Sigurður A. Magnússon
Þann 8. þ.m. áttum við Har-
aldur Björnsson okkar síðasta
samstarfisdag á gamla leibsviðinu
í Iðnó, þar sem við höfum staðið
saman mörgum sinnum. áður
fyrr, — og kom mér þá ekki til
hugar að daginn ef.tir yrði hann
horfinn sjónum okkar samistarfs-
fól'ksins.
Fyrsta skipti sem við lékum
saman var árið 1928, en þá var
Haraldur tiltölulega nýkominn
frá námi við leikskóla Konung-
lega leikhússins í Kaupmanna-
höfn. — Hann hafði þá á hendi
leikstjórn í fyrsta sinn hjá
Leikfélagi Reykjavíkur á leik-
ritinu „Villiöndin“ eftir H. Ibsen
og lék auk þess Gregers Werle.
Ég fékk því snemma tæ'kifæri
til að kynnast brennandi áhuga
hans og starfsgleði fyrir leik-
listarmálum yfirleitt, sem hélst
fram á síðustu stundu.
Að vísu skildu leiðir okkar að
nokkru þau ár, sem hann var
fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu,
en þegar hann, fyrir aldurs sak-
ir, hætti að leika þar, kom hann
aftur til starfa hjá okkur í
gömlu Iðnó, því ekkert var hon-
um fjarri en að ganiga iðjulaus,
þó aidurinn færðist yfir, — og
ekki toar á öðru en að hann væri
ánægður yfir að vera aftur kom-
inn á gamlar slóðir, því nokkru
eftir að hann hóf á ný samvinnu
við Leikfélag Reykjavíkur sagði
hann í áheyrn margra: „mér
finnst eiginlega að nú sé ég aft-
ur kominn heim“.
Það lá vel á Haraldi síðasta
vinnudag hans í Iðnó, og hann
tó'k að vanda hressilega á hlut-
verkuim sínum tveimur, bæði á
æfingunni um daginn og í leik-
sýningunni um kvöldið, rétt eins
og fullhraustur maður, þó hann
væri sárlasinn.
Hann var ekki al'deilís á því,
þó hann væri orðinn roskinn
maður, að leggja árar í bát.
Starfsgleðin fylgdi honum til
hinztu stundar.
Mætti hin unga íslenzka leik-
ara. táú hafa í huga hin mörgu,
margvíslegu og erfiðu störf
brau i ryðjandans, þrau'tseigju og
ós'érhlífni.
Ég þakka Haraldi Björnssyni
sam 1 a fið á liðnum árum. Það
var merkilegt og að mörgu leyti
lærdómsríkt.
Brynjólfur Jóhannesson.
Saxast nú nokkuð á Veðra-
mótsætt. Fallnir eru á fáuim ár-
um fjórir af hinum eldri s-tofnum
hennar. Sjö voru synir afa og
ömimiu, Þorbjargar og Björns á
Veðramóti. Jón (eldri) dó ungur.
Stefán, Ibóndi á Sjávarborg dó á
bez.ta aldri úr tæringu, er óð yf-
ir landið eins og farsótt. Guð-
mundur, er átti hina merkilegu
skyggnigáfu, dó 1956. Siiguxður,
er lengi var bóndi á Veðramóti
dó 1964. Jón, skólastjóri á Sauð-
árkrókL faðir mlinn, dó sama ár.
Nú er Haraldur farinn, er næst-
yngs.tuir var þeirra bræðra. Eftir
stendur einn bræðra eins og
klettur úr hafinu, Þorlbjörn, er
lengi bjó á Heiði oig á Geita-
skarðL
Fimm voru systur. Fjórai
þeirra komuzt til fullorðinsára
og lifa allar: Guðrún, Heiðhjört,
Björg og Sigurlaug, dýravinur-
inn mikli. Þessi systkini kenna
sig flest við Veðramót. Það er
talað um Veðramótsætt. Ef til
vill er það vegna þess að nafnið
er nokkuð sérkennileigt, þó sann-
nefni sé, svo og hins, að fólkið
er hávært nokkuð og atihafna-
samit, hvort sem samhengi kann
annars að vera millii skapgerðar
og veðurfars. — En í raun og
veru bjuggu aðeins itiveir ættliðir
þessa fólks á Veðramóti: Þor-
björg Stefánsdóttir frá Heiði í
Gönguskörðum, næsta bæ við
Veðramót og maður hennar
Björn Jónsson frá Háagerði á
Skagaströnd. Hefsit með þedim
svonefnd Veðramótsætt. Annar
ættiliður er svo sonur þeirra Sig-
urður, er tojó þar allan sinn bú-
skap. Jörðin er nú úr eigu ætt-
arinnar. — Ég er ekki ættfræð-
ingur og voga mér ekki lengra
út í þessa sálma. En mér finnst
rétt að nefna upprunann, Hvað-
an fcoroum við? Bverjir eru sam-
ferðamennirnir, hvert er „bak-
svið“ okkar í lífsims sjónarspilL
þótt engninn viti hvert haldið er
þá horfið er bak við tjöldin. —
En ég ætlaði að minnast Har-
aldar, þó Iftið verði og la'kara en
hann á s'kilið. Ekki sem leikara.
Þar vita aðrir toetiur. Heldur sem
mannsins bak við leikarann,
samfylgdarmannsins og góðs
frænda frá því ég fyrst man eft-
ir. Man þó ekki okkar fyrstu
kynni og dálæti það er hann
hafði á eins til tveggja ára
snáða, hvað dokument og ljós-
myndir sanna. En éig man fyrst
komu hans til leiks eða með leik
flökk ,til Sauðárkróks. — Fas-
mikill og elegant gekk hann um
stofugólfið eins og gustur frá
hinum stóra heimi. Okkur börn-
um fannst maðurinn svo „fínn“
að við máttum varla msela. Þó
var hann ekki fínni en svo, að
úr pússi sínu dró hann hlóm-
lauka itil að gleðja móður mlína,
hagræddi þeim í vatnsglösum,
að þeir mættu 'blómgast, þegar
hann væri farinn, til ánægju
fyrir okkur öll. — Þar var mað-
ur gróðursins þegar á fierðinnL
— Og svo sáum við hann á leik-
sviðinu. Ekki man ég leikritið,
líklega Skugga-SVeinn eða
Fjalla-Eyvindur, því ýmis atriði
voru „leikin“ þar á eftir heima
af okkur toörnunum í eldhúsi og
á háaloftL umstang nokkurt
með gæruskinn og litilu systur
„fórnað og kastað í fiossinn“. —
Kvæðið um Gretti og drauginn
Glám var einnig mjög þulið í
eldlhúsmiyrkri, þar til flutnings-
maður og áheyrendur voru svo
hræddir, að þeir þustu inn ' í
stofu, 1 birtuna og til foreldra.
— Segi menn svo að lei’kferðir
út á land hafi ekki einhver áhrif.
— Kynni mín og okkar systkina
heima af Haraldi voru' lengi vel
bundin við komu leikflokka.
Undarlegt fól'k, sem hirtist í
skyndi, framdi kúns.tir, þóttist
vera annað en það var, opnaði
ævintýraheim í hversidagleika
brauðstrits í fátæku þorpi. Nokk
urskonar hulduifðlk, sem allt í
einu var 'horfið aftur, en setti
hugtmyndaflug okkar á hreyf-
ingu og skildi efitir angan af
annarri veröld. —
Ég man 'hann síðar, alvarlegan
og einbeittan. Hann kom þá i
land af skipi stutta stund xneð
son sinn ungan til. að kveðja
föður minn. Var þá á leið til út-
landa til leiknáms. Þá heyrði
maður talað um fífldirfsku og
brjálæði. Maður í góðri stöðu,
kominn á fertugsaldur með fijöl-
skýldu og nýtoyggt hús. Brjóta
allar torýr að baki sér. Ana út í
leikaraskap í útlöndum. —
Heima hjá okkur hét það aðdá-
unarvert áræði. Faðir minn
þekkti sinn mann, trúði á hæfi-
leika hans, vissi viljastyrk hans,
starfsorku og seiglu. — Bezt
kynntdst ég þó Haraldi er ég að
loknu stúdentsprófi kom til
ReykjaVí'kur, félaus í leit að
nálmi og atvinnu, með „annarleg-
ar“ hugmyndir í kollinum um
teikninám. Kreppuiár þá á há-
púnkti, öll sund vir.tust lokuð. —
En hús hans oig Júldönu konu
hans stóð mér opið. Þó hertoergi
væru ekki aflögu, þá var borð-
stofa þeirra til reiðu til að búa
í og starfa og sæti við matiborð
þeirra í hálftannað ár, sem
nokkurskonar stóri toróðir á
heimiilinu með börnum þeirra
ungum. Ekki man ég að talað
væri um að greiðsla kæmi fyrir
og var þó ekki auður í garði. —
Samtöl okkar um áform m'ín
voru m'ér mikils virðd. Hann
hvatti mig, stappaði í mig stál-
inu og atihugaði með mér ýmsa
möguileika ,til niámsiins. Sama
held ég að hafi verið um aðra þá,
er leituðu hjá honum ráða. —
Skrúðgarður hans og tolóma-
rækt voru eftirlæti toans. Þar
var hann maður gróðiurs í full-
u.m blómskrúða. — Hann talaði
við plöntur sínar eins og sagt er
að þurfL svo að þær dafni. Ég
lærði að meta gildi gróðurs við
bústaði manna. Við sátum marg-
an- sólardag í 'hinurn fagra garði
og hann fræddi jnig um marga
hhxtd bæði heima og erlendis og
ég naut frásagnargleði hans og
kunnáttu í meðferð talaðs máls.
— S'íðan stofnaði ég mitt eigið
heimili. Hann var uim langt skeið
tíður gestiur á heimdli miínu,
jafnán velkominn gestiur, hress-
andi og skemmtilegur. Samskipti
okkar voru ávallt síðan vinsam-
leg og mér til ánaagju. Skal nú
stokkið yfir aldarfjórðung frá
dvöl mdnni á heimili hans allt til
þess er 'hann kom 'á teiknistiofu
mina og félaga minni í götu
sinni, BergstaðastrætL og ratob-
aði við okkuir hress, orðheppinn
og fullur lífsorku, að því er séð
varð. Það var í síðasta sinn ,er ég
hitti 'hann. Viku síðar frétti ég
lát hans. —
Haraídur 'hafði sérs.tæðan per-
sónuleika. — Það er alltaf
ánægjufegt að hitta slíka menn.
Enginn er gallalaus. Það var
hann heldur ekki. „Veðramót"
gátu orðið snögg í skapi hans.
Hann gat verið erfiður, önugur,
hvass og snúinn og hann þolir
vel að slíkt sé nefn.t. En sllk við-
brögð við ytri aðstæðuim eru
efalaust nokkurskonax aflhleðsia
spennunnar, þess að verða hve-
nær sem er og oft við óþægar
aðstæður að afreka sitt ýtrasta.
Nokkurskonar skurn eða kápa
er þekur óvenj'ulega viðkvæmni
eða næmlei'ka, „sensitivitet“,
sem án efa meðal annars er
gjaldið fyrir snilligáfu, eða uind-
irstaða hennar. En undir skunn-
inni var maðurinn, hlýr, hjálp-
fús, skiLningsgóður, vinveittur.
Ég mun sakna hans.
Þetta er saga samiskipta okkar
í stuttu máli. Ég vildi ekki hafa
verið án þeirrar samfylgdar.
Nú mun einhver segja: Svona
á ekki að skrifa eftirmæli. —
Ekki er mér það heldur tamt og
ekki eru þetta eftixmœli,
heídur nokkrar svipmyndir
minninga um manninn Harald.
Hann þarfnast engra eftirmæla.
Persónuleiki 'hans m'un lifa í
hugum okkar allra er þekktu
hann. Starf hans og afrek í hug-
um allra landsmanna og sögn
leiklistar í þessu landl — Lei'k-
listin var líf hans, en líf hains
var ekki leikur einn, heldur þrot
laust starf fyrir listina og full-
komnun heninar. 'Hann náði tind-
inum, en stiundum miun honum
hafa fundizt 'kailt þar uppi. —
Óvenjul'egur lifskraftur og lífs
fjör einkenn'di hann. En fyrst
skeiðið var runnið, þá er ég lekki
grunlaus uim, að svona hafi hann
viljað hafa það. Falla í starfinu,
á ieiksviðinu að kall'a. —
Lífi 'hans og starfi er skyndi-
lega lokið. Næstum eins og í
leikihúsi þegar leiknum er lok-
ið og tjaldið felkxr.
Stefán Jónsson
arkitekt.
HARALDUR Björnsson verður
ekki skilinn frá leikhúsinu: í
nýju ljósi sjáum við þau gildi
sem okkur er annars gert að
skrifa undir án umtougsu'nar —
án hrifningar; gdldi, sem hafa
hrein formerki er kunna þó að
stangast á og valda erfiðleik-
um. Útkoman kemur manni
heldur ekki við, þvd hann var
nærgöngull og mikill fyrirferð-
ar, og því óafmáanlegur úr huga
þeirra er kynntust toonurn.
Sem mikils listamanns verð-
ur hans minnzt, og kann þó að
vera að list hans hafi ekki ver-
ið nema skuggi af honum sjálf-
uim.
Oddur Bjomsson.
Kaupið ódýrt, kaupið í
Vinnufatakjallaranum
Terylenebuxur telpna frá kr. 190,00.
Terylenebuxur drengja frá kr. 230,00.
Terylenebuxur karla frá kr. 567,00.
Nælonskyrtur drengja frá kr. 150,00.
Nælonskyrtur karla frá kr. 225,00.
Svartir crepesokkar karla á kr. 35,00.
VINNUFATAKJALLARINN.
Barónsstíg 12.
HCHOCKj PLASTSKÚFFUR ^chock
til innréttinga, sterkar, breyta sér ekki, draga ekki á sig rýk
og umfram allt mjög fallegar og ódýrar. Renna hljóðlaust
og létt á plastrennilistum. Flestar stærri innréttinga og
húsgagnaverksmiðjur I Evrópu nota orðið þessar fallegu
drif-hvítu skúffur frá Vestur-þýzku skúffu-
prófíla verksmiðjunni Schock & Co.
Uppfynrting er vakið hefur mikla athygli.
Schock skúffumar eru mjög
sterkar.
Schock skúffuraar eru af-
greiddar fuIlsmíSaðar hvert á
land sem er.
Skúffugerðin s.f.
Grensásvegi 3.
sími 23115.
fc........
Schock skúffuraár era fáan-
legar i öllum stærðum.
Schock skúffurnar draga ekki
í sig ryk.
Einkaumboð:
Víðir Finnbogason,
heildverzlun,
^ Grensásvegi 3.