Morgunblaðið - 12.01.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1968 Nær þriðjungur íslendinga í skóla Fleiri bækur og meiri skemmtanir á sl. ári UPP UNDIR þriðjungur fslend- Inga er tengdur skólastarfi, sem nemendur og kennarar og liðlega sjötti hluti af gjöldum rikisins gengur til þessara mála. Hér starfa nú 206 bamaskólar með 27 þúsund nemendur og 1267 kenn- urum og 214 gagnfraeða- og fram halds og sérskólar með 26 þúsund nemendum og 2134 kennurum. Þessar tölur tók Vilhjálmur Þ. Gíslason saman fyrir áramóta- spjal'l sitt, sem var > að venju fullt af tölulegum upplýsingum, sem gefa hugmynd um önn og at- höfn líðandi árs. Tökum við hér nokkrar slíkar fróðlegar glefsur úr ræðu hans. Bókaútgáfa er meiri en í fyrra, gagnstætt því sem búizt var við, 320 jólabækur auk 100 námsbóka og margra opinberra bóka og skýrslna. Aðsókn að Þjóðleikhúsinu hef ur aukizt í haust. Aðsókn að Markaðsmólin aðaleíni þings Norðnrlanda- róðs Stokkhólmi, 10. jan. NTB. ■Jc FORSETAR Norðurlandaráðs hafa ákveðið, að aðalefni næsta þings ráðsins, sem verður í Osló í febrúar n.k. verði markaðsmál- in. Meðal annarra mála, sem þar verða til umræðu. má nefna fyrirætlanir um umferðina um Eyrarsund og hvernig unnt er að auka samband Norðurlandaráðs og ríkisstjórna landanna. Þá samþykktu forsetar ráðsins, að bjóða fulltrúum ríkisstjórnanna og samtaka, er annast upplýs- ingastarfsemi, til ráðstefnu í Helsingör dagana 19.—20. apríl nk. um menningarmiðlun. kvikmyndahúsum hefur sums staðaT xninnkað, en ekki aðsótkn að almennum skemmtistöðum. Og tónleika sækja menn eins mikið eða meira og eins íþrótta- mót. En kirkjusókn mun breytast lítið. Sjónvarpstæki eru orðin allt að 22 þúsund og útvarpsviðtæki á annað hundrað þúsund. Á þessu ári hafa farið til út- landa yfir 28 þúsund manns og fengið í gjaldeyri 350 milljónir kr., auk fargjalda. En erlendir ferðamenn hafa skilað gjaldeyri um 90 milljónum kr. í ár var byggt fyrir um 3600 milljónir kr. og eru þá ekki tald- ar með framkvæmdir við Búrfell og í Straumsvík. Talið er að 1800 milljónir kr. fari til íbúðabygg- inga og um 1700 íbúðir munu hafa verið íullgerðar á árinu af 3802 sem í smíðum voru í árs- byrjun. Og að lokum: Um áramótin áttu landsmenn inni í bönkum og sparisjóðum 10 þúsund milljónir króna, en í fyrra var talan 9 þúsund milljónir. Báðir bílarnir skcmmdust nokkuð. Harður árekstur á Reykjanesbraut TVEIR ökumenn meiddust í hörðum árekstri á Reykjanes- braut síðdegis í gær. Hlaut ann- ar áverka á höfði og fæti, en hinn meiddist á fæti. Þeir voru báðir fluttir í Slysavarðstofuna, en meiðsli þeirra voru ekki tal- in alvarlegs eðlis. Hávaðarok var og slydda, þeg ar áreksturinn varð, og gatan sleip. Lítill fólksbíll var á leið suður Reykjanesbraut, þegar öku máðurinn missti allt í einu vald á bílnum og rann hann yfir á vestari vegarhelming í veg fyr- ir jeppa og skullu bílarnir sam- an. Báðir bílarnir skemmdust nokkuð en fólksbíllinn þó meira. Varð að fá kranabíl til að fjarlægja báða bílana. Hefja ekki rekstur fyrr en viðunandi grundvöllur fæst SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús. anna efndf til aukafundar í dag (11. janúar) um starfsgrundvöU hraðfrystihúsanna. Hófst fundurinn kl. 14.00 og var fundarstjóri kjörinn Jón Árnason, alþm., Akranesi. Björn Halldórsson, frkv.stj., og Árni Finnbjörnsson sölustjóri gerðu grein fyrir sölu- og mark- aðsmálum, Einar G. Kvaran, frkv.stj. skýrði frá framleiðslu- málum og Eyjólfur ísfeld Eyjólfs son flutti skýrslu um störf yfir- nefndar Verðlagsráð sjávarút- vegsins við ákvörðun fiskverðs og um rekstrargrundvöll hrað- frystihúsanna. Umræður urðu um vandamál hraðfrystiiðnaðarins og sam- þykkti fundurinn síðan sam- hljóða hjálagðar ályktanir: Með skírskotun til samþykktar aukafundar 23. öktóber 1967 stað- festir aukafundur S.H. haldinn 11. janúar 1968 ákvörðun stjórnar S.H., um að hraðfrystihús innan samtakanna hefji ekki rekstur fyrr en viðunandi starfsgrund- völlur hefur fengizt. Jafnframt beinir fundurinm þeim tilmælum til þeirra hraðfrystihúsa. sem þegar hafa hafið fiskmóttöku, að þau stöðvi rekstur eigi síðar en innan 10 daga, hafi starfsgrund- völlur ekki fengizt innan þess tíma. Aukafundi þessum verði ekki slitið og er stjóminni falið að boða til framhaldsfundar, ef hún sér ástæðu til.. Aukafundur S.H. haldinn 11. janúar, 1968 samþykkir að mót- mæla framkomnu frumvarpi til laga á Alþingi um breytingu á lögum nr. 51, 10. júní 1964 um tekjustofna sveitarfélaga. Fundurinn felur stjórn og fram kvæmdaráði S.H. að fylgja mál- inu eftir og skýra afstöðu frysti- húsanna fyrir ríkisstjórn og Al- þingi. Vegurinn tii Siglufjarðar ruddur BÆ, Höfðaströnd, 11. jan.: MIKLAR umhleypingar hafa ver. ið hér að undanförnu, en sæmi- legt veður í dag. í gærmorgun var byrjað að ryðja veginn til Siglufjarðar og var hann opnað- ur. núna síðdegis. Mikil fönn var á veginum. Róðrar eru byrjaðir frá Hofs- ósi og reytingsafli fengizt. — Brotíst á snjóhílum ytir Fjarðarheiði Grænlenzkar stúlkur á flæðiskeri í Kaupmannah. DANSKA blaðið POLITIK- EN skýrir frá illum örlögum fjölda grænlenzkra stúlkna, sem bundizt hafa dönskum verkamönnum er þeir dvöldu á Grænlandi og tekið stúlk- urnar með sér heim til Dan- merkur. í greininni segir að um eitt hundrað grænlenzk- ar stúlkur ráfi nú um í reiði- leysi í Kaupmannahöfn, eft- ir að hinir dönsku ástmenn eða eiginmenn þeirra hafi svikið þær eða rekið þær á dyr. POLITIKEN hefur tekið fréttina úr grein í „Græn- landspóstinum" en hana rit- ar Elinor Bryld, félagsráð- gjafi og forstöðukona græn- lenzkrar ráðleggingarskrif- stofu, sem sett var á stofn fyrir hálfu ári. Á þesisum tíma hafa um 80 stúlkur snú ið sér til skrifstofunnar til að fá hjálp — og hún hefur verið veitt þeim í öllum til- fellum. Allar stúlkurnar hafa farið til Danmerkur til að búa með Dönum, sem þær hafa kynnzt á Grænlandi. Hér er því ekki um að ræða stúlkur, sem sendar eru til Danmerkur til að mennta sig. Yfirvöldin dönsku fylgjast náið með þeim og yfirleitt gengur þeim vel. Stúlkurnar sem leita til skrifstofunnar hafa verið sviknar af mönnum þeim, sem þær hafa búið með. Fýrst ráfa stúlkurnar um í reiði- leysi á götunum, vegna þess að þær hafa ekki hugmynd um> hvert þær eiga að leita og þegar skrifstofan hefur upp á þeim, harðneita þær að snúa aftur heim til Græn- lands, vegna þess að þær skammast sín. Félagsráðgjafinn nefnir til dæmis eina unga grænlenzka móður með fimm börn, tvö kornu með henni frá Græn- landi og síðan hafa þrjú bætzt við. Maður hennar rak hana á dyr og síðan flakkaði hún frá einni knæpu til ann arar, bjó um tíma með öðrum manni. en hann varð einnig þreyttur á henni og ,rak íana frá sér. Skrifstofan segist nú hafa tekið konuna upp á arma sér og muni sjá um hana, en heim til Grænlands vill hún ekki fara fyrir nokk- urn pening. Auk þeirra stúlkna, sem hafa fengið hjálp, er talið að í Kaupmannahöfn einni séu nú um 100 grænlenzkar stúlkur, sem engan samastað eiga og þó að skrifstofufólk- ið sé allt af vilja gert að hjálpa þeim, er það næsta erfitt þar sem þær neita að hafa samneyti við aðra Græn lendinga. í Grænlandsmálaráðuneyt- inu er nú í bígerð að gera kvikmynd sem á að vara grænlenzkar stúlkur við því að fara með dönskum mönn- um. sem vinna á Grænlandi um stuttan tíma, til Danmerk ur. Sagt er að strax verði að hefjast handa til að reyna að sporna við þessari óheilla- vænlegu þróun. Egilsstöðum, 11. janúar. MIKILL snjór er nú á Fjarðar- heiði og er hún ófær öllum bíl- um. Mikill skafrenningnr er á heiðinni og því ekki verið lagt í að ryðja hana. Allir snjóbílar sem gengið hafa yfir hana und- anfarin ár, eru nú ógangfærir og er miklutn erfiðleikum bund ið að koma fólki og mjólk, sem flytja þarf úr sveitinni, til Seyð isfjarðar. Undanfarna daga hefur þó verið leyst úr mesta vandanum með því að fá lánaðan snjóbíl læknanna á Héraði til að koana fólki og farangri, sem nauðsyn- Spilakvöld NÆSTA spilakvöld félagsins verður mánudaginn 15. janúar næstkomandi. Það er jafnframt fimmta og síðasta kvöld í spila- keppni sem hófst síðastliðið haust. Spilakvöldið hefst á Garða holti kl. 8,30, og er fólk beðið að mæta vel og stundvíslega. lega hefur þurft að komast ýfir til Seyðisfjarðar. f dag var svo fenginn stór snjóbíll frá Kaup- félaginu á Reyðarfirði til að koma mjólk og öðrum nauð- synjavörum yfir heiðina. Bæjarfógeta- skrifstofurnar í Hafnarfirði flytjast Bæjarfógetaskrifstofurnar í Hafnarfirði flytjast í nýtt hús- næði í febmar næstkomandi. Fá skrifstofurnar um 700 fermetra húsnæði á tveimur hæðum I búsinu Strandgötu 31, glerhöll- inni miklu. Húsnæði það, sem skrifstofurn ar hatfa verið í til þessa, er í rauninni löngu orðið ocf lítið. Rík- ið á gamla húsið og er enn ekki ákveðið hvað gert verður við það. Lögreglan verður átfram til húsa á gamla staðnum. Finnar fíytja sand tii Saudi - Rrahíu Helsinki, 11. jan. AP. * FINNAR hafa flutt út 3,200 lestir atf sandi til eyðimerkur ríkisins Saudi Arabíu og kostar sá flutningur 250.000 dollara. Ástæðan er sú, að finnska byggingarfélagið „Genearl Eng- ineering“ er að byggja vatns- hreinsunarstöð í nágrenni Riyadh höfuðborgar Saudi Arabíu, og þarf til byggingarinnar mjög hreinan og fínan sand. Slíkan sand var hvergi að finna í Saudi Arabíu né nærliggjandi löndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.