Morgunblaðið - 12.01.1968, Síða 12

Morgunblaðið - 12.01.1968, Síða 12
f* MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1%'8 ÁRAMÖTARABB - úr vestustu byggð landsins FYRIR rúmum 70 árum. eða nán ar tiltekið 1/1. 1896 hóf göngu sínia kristilegt mánaðarrit sem bar nafnið: „Verði ljós“. Útgef- endur voru: Jón Helgason presta skólakennari, Sigurður P. Sí- vertsson -og Bjarni Símonarson, kandidatar í guðfræði. Blaðið hófst í bundnu máli eft ir séra Valdimar Briem. Leyfi ég mér að taka upp fyrsta er- indið. Sem hljóðar svo: „Verði ljós í voru landi, villumyrkrið hverfi svart Kveiki guð í kirkju simni kristindómsins ljósið bjart. Kuldinn. svefninn, dimman, dauðinn dvíni fyrir geislum hans Ylinn, fjörið, ljósið. lifið lifgi kraftur sannleikans". Þegar litið er til baka yfir lið ið ár í þessari vestustu sveit landsins þar sem úthafsaldan brotnar við lönd svo til allra jarða sveitarinnar. og brimlhljóð ið drynur og blandast veður- gnýnum í hömrum og björgum, þegar stormarnir æða af hafi, færandi sælöðrið og sjávarselt- una yfir lönd og hús. í þessari sveit sem á svo marga fagra góð viðrisdaga á fögrum stöðum. bjartar nætur, og litbrigði sól- ar svo töfrandi fögur þegar hún að kvöldi dags gælir við haf- flötinn, að það gleymist ekki þeim sem notið hafa. Þá verður ekki annað sagt- en þetta hafi verið strembið ár frá náttúrunnar hendi fyrir bónda, en af búskap lifa fiestir í þess- ari sveit að meira eða minna leyti. , Síðastliðinn vetur var harður og gjafafrekur, svo kom afburða kalt og gróðurlaust vor. allt fram í síðari hluta júnímánaðar. Fóðurbætisgjöf fyrir búfénað varð því óeðlilega mikil, þar sem hey hrukku ekki til. Nokkuð Fatabreytingar Bragi Brynjólfsson klæðskeri Laugavegi 46, 2. hæð, sími 16929. Vélstjórar 1. vélstjóra vantar strax á 250 tonna vertíðarbát á Vestfjörðum. Upplýsingar í síma 22280 og á kvöldin í sima 17661. SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIIIÚSANNA, eftirlitsdeild. Ver/lunarstiilka Reglusöm og dugleg stúlka óskast strax, til af- greiðslu í raftækjaverzlun í Vesturbænum. Svo lítil vélritunarkunnátta æskileg. Eiginhandarum- sókn sendist blaðinu fyrir mánudagskvöld 15. jan. merkt: „2904“. Orðsending til hafnfirzkra verkamanna Þeir verkamenn sem eru atvinnulausir í Hafnar- firði eru vinsamlegast beðnir að koma til viðtals á skrifstofu V.M. F. Hlífar Vesturgötu 10 n.k. fimmtudag kl. 4—7 e.h. Stjórn verkamannaféiagsins Hlífar. Matvöruverzlun í eignarhúsnæði á góðum stað til sölu. Kvöldsölu- leyfi. Stöðug vaxandi viðskipti. Tilboð sendist Mbl. fyrir þrðjudagskvöld merkt „Verzlun — 123“. Útsala Stórkostleg verðlækkun á kven- og barnafatnaði. Allt undir hálfvirði, t. d. barnakjólar frá kr. 100.— SÓLBRÁ, Laugavegi 33. kom þar í móti, að fóðurbætir lækkaði stórlega í verði fyrri hluta ársins. Grasspretta varð með lakasta móti á flestum bæjum, og hey- fengur eftir þvú en víðast mjög góð bey, það sem fékkst. Ásetn- ingur búfjár mun því vera víða í frekara lagi á þann heyforða sem fyrir er, en meint að bæta það upp með fóðurbæti. Síðast- liðið sumar var hér þurrviðra- samara sumar en ég man áður eftir, og því víða orðið lítið um vatn. stuðlaði það mjög að gróð urleysinu. Vetrarveðráttan kom í fyrra lagi á þessum vetri, og heldur harkalega sem hefir hald izt síðan, með sífelldum rosa og illviðrum, sem kemur sér illa á lítinn heyforða. Sumir bænd- ur hafa orðið að skerða bústofn sinn. og alið honum til viðhalds í minna lagi. Sérstaklega hefir kúm fækkað meira en ætlað var. Búsafurðir eftir árið voru ekki sem verstar, og sjálfsagt víðast betri en í fyrra, en þá var mjög lélegt ár með sauðfjárafurðir. Ekkert býli hefur farið í eyði á árinu- en vonir um að eitt komi aftur í byggð á næstá vori, er það stórbýlið og prestsetrið Sauðlauksdalur, sem verið hefur í eyði um skeið. en ún mun taka það til ábúðar Skúli Hjartarson frá Patreksfirði, ungur maður sem ólst upp hér í sveitinni, og hefir áhuga á skemmtilegasta at vinnuvegi okkar lands. búskapn um. Annað stórbýli býður eftir ábúanda, en það er hið forna stórbýli Saurbær á Rauðasandi sem verið hefir í eyði um mörg ár, en ekki vitað um að úr ræt- ist. Vegagerð , Verulegar lagfæringar voru gerðar á veginum úr örlygshöfn um Breiðavík og að Látrum. einn ig frá Hænuvík í Kollsvík, svo allt annað viðhorf er nú að mæta vetri með þessa vegi en áður var. Þá munaði vel á samskotaveg inum í Keflavík á þessu ári, og vantar nú aðeins herzlumuninn að ljúka honum. f því sambandi leyfi ég mér að nota ætkifærið og þakka Bárði Sveinssyni frá Reykjavík (önnur deili veit ég ekki á þeim góða manni) fyrir fimm þúsund krónur og ágætt bréf sem hann sendi mér í þenn an veg. Hafnfirðingnum sem endi lega vi-ldi borga kr. 200.00 fyr- irfram í vegatoll, ef hann gæti komið því við að fara þennan veg. Ferðamálaráðsmönnum o. fl. Vona ég að margur hafi not- ið ánægju af að fara þennan veg á síðastliðnu sumri. en sú ánægja verður meiri þegar þetta er orðið eins og það á að vera. En eins og ég hef áður tekið fram, er höfuðtilgangur þessa vegar að koma til góða, ef slys ætti sér stað þarna undir bjarg- inu á stóru svæði. Raforkumál: Já, það er nú það. Lítið hef- ir miðað áfram í raforkumálum sveitarinnar. annað en það, að nánar hafa verið athuguð virkj- unarskilyrði innan sveitarinnar, og þá sérstaklega á Skersfjalli, og þar í grennd. Reyndust þau Endingargóðir ódýrir úrvals sokkar kr. 39.00 parið. rHMIMIMIi HIMMMIMMl >MIIIIMMMM MMMMMIMMm IMHMMMMIMI iIIMIMIMMMIMMIIIIMMMIMMI IMIIIIIII. *. MIIIMMIf MMIMlMMIl. MIIMMMMIII. IIMIIMMMIMIi IMlMIMMIMMI IMMMMMMIMH IMMMHMMMM IMMMMIMIMM MMMIMIMIir IIIMMMMIM* IMMMMM' Hinn þekkti gamanleikur Shakespeare, Þrettándakvöld, er sem kunnugt er sýndur í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Næsta sýning leiksins verður á sunnudagskvöld. Aðalhlut- verkin eru leikin af Kristbjörgu Kjeld, Rúrik Haraldssyni, Bessa Bjarnasyni, Jónínu Ólafsdóttur, Ævari Kvaran og Flosa Ólafssyni. Leifur Þórarinsson hefur samið tónlistina, sem fiutt er með leiknum. Una CoIIins gerir leikmyndir og bún- ingateikningar. — Myndin er af Kristgjörgu Kjeld og Erlingi Gíslasyni. betri en við var búist, og talin mjög hagkvæm. Þá stóð til. að lagður væri rafstrengur yfir Patreksfjörð, en varð ekki af, því miður, og varð það fól'ki mikil vonbrigði. svo ekki sé meira sagt. Það er flestum skilj- anlegt hversu niðurdrepandi það er, að vita næga raforku stein- snar frá sér, og geta ekki feng- ið þessa ómissandi orku allra nú tíma lífsþæginda. Ég er ekki al- veg viss um hvað veldur þeirri tregðu, og vil ekki geta mér þess til. en það er eitthvað. Heilbrigðismál: Tveir ungir og efnilegir læknar ásamt einum apótekara hafa sezt að í læknishéraðinu sem nær nú yfir V-Barðastrandasýslu. Lækn- arnir eru báðir fjölskyldumenn og heita: Guðmundur Guðjóns- son, og Þórir Arinbjarnarson. Apótekarinn Sigurður Jónsson, er einihleypur maður en nær sér trúlega í kvennlega aðstoð, því hér vestra eru margir góðir kvennkostir. Allir eru þessir ungu menn með búsetu á Pat- reksfirði og hafa þar sína bæfci- stöð. Þetta er stórt spor í rétta átt í heilbrigðismálum. spor sem fólkið fagnar. Heilbrigði hefir verið hér í sveitinni þegar á heildina er lit- ið þótt alltaf séu einhverjir ein- staklingar sem hafa við vanheilsu að stríða. lengri eða skemri tíma. Fræðslumál: Vistheimilið í Breiðavík er rekið með myndarbrag, undir stjórn Þórhalls Hálfdónarsonar og konu hans Guðmundu Hall- dórsdóttur, sem eru samhent um að gera drengjunum til góða. Kennari er þar einnig sá sami. Trausti Árnason. Heimavistin í örlygshöfn er nú fullgerð, nema hvað eftir er að ganga frá lóðinni. Skólastjóri er sá sami, Ingólfur Þórarinsson. og hefir þar um 25 börn, sem eru öll úr sveitinni utan 3 sem eru úr öðrum sveitum, þar sem er- vitt er að ná tiíl skóla og ekki heimavist. Ráðskona við heimavistina er Jórun Sigurmundsdóttir ung stúlka frá Bíldudal. Svo það er æskan sem er við völd og nám. í Heimavistarskólanum í örlygs- höfn, og farnast vel. Það hefir því raunar allt geng- ið áfalla-laust á árinu í þessari útkjálkasveit, og raunar undan engu að kvarta, þótt ýmislegt væri æskilegra á annan og betri veg komið. Og ekki þarf að fara mjög langt aftur í tímann. til þess að slík ár hefðu fært á bændur stór áföll. Þetta stönd- um við betur í dag, í baráttunni við néttúruöflin. Að lokum leyfi ég mér að enda þetta rabb með nokkrum orðum úr niðurlagi fyrsta blaðs „Verði ljós“. sem hljóða svo: ..Þrennt mikilsvert: Þrennt að elska: Hugrekki, hóg værð og sannsögli. Þrennt að hata: Grimd, stæri- læti og vanþakklæti, Þrennt að biðja um: Trú, frið- ur og hreint hjarta. Þrennt að forðast: Leti, mælgi og gálaust hjal. Þrennt að ráða við: Hugarfar. tunga og hegðun. Þrennt að muna eftir: Lífið dauðinn og eilífðin". Þeir sem hugleiða þessar þrenningar í alvöru á komandi ári, munu með því stuðla að far- sælu ári sér og sinni þjóð til handa. Gleðilegt nýtt ár, þökk fyrir það liðna. Látrum á gamlársdag 1967. Þórður Jóasson. að bezt er að auglýsa í MORGUHIi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.