Morgunblaðið - 12.01.1968, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 196«
JMmtttttfrliifrtfe
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði ’.nnanlands.
SAMSTARF SVEITAR-
FÉLAGA Á HÖFUÐ-
RORGARSVÆÐINU
róunin í uppbyggingu höf-
uðborgarsvæðisins hefur
á síðustu árum verið einkar
athyglisverð. Auk þess sem
höfuðborgin hefur vaxið og
dafnað, hafa nágrannasveit-
„ arfélögin stöðugt vaxið og
stækkað, að vísu mismunandi
mikið, Garðahreppur og Sel-
tjarnarneshreppur, Kópavog-
ur og Hafnarfjörður, svo og
Mosfellshreppur. Menn sjá
fram á þá tíma, að þessar
byggðir muni á næstu ára-
tugum tengjast saman og
verða ein samfelld heild og
skapar það bæði vandamál í
sambýli og tækifæri til auk-
innar hagkvæmni á þjónustu
við íbúa höfuðborgarsvæðis-
ins.
Nú þegar hefur tekizt sam
vinna á ýmsum sviðum milli
þessara sveitarfélaga, þótt sú
samvinna nái yfirleitt ekki til
allra sveitarfélaganna nema
að því er varðar skipulags-
mál, en starfandi er sam-
. vinnunefnd sveitarfélaganna,
á höfuðborgarsvæðinu um
skipulagsmál þess, en sú
nefnd fjallar raunar bæði um
skipulagsmál og vatnsbólin.
vinnufyrirtæki hafa flutt
starfsemi sína til nágranna-
sveitarfélaganna, ekki sízt í
Garðahrepp og er það þróun,
sem alls staðar hefur orðið í
stórborgum erlendis, að at-
vinnufyrirtæki flytja starf-
semi sína í útborgirnar.
Á næstu árum er ljóst, að
méð náinni samvinnu sveit-
arfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu er hægt að sinna
sameiginlegum þörfum þeirra
á hagkvæmari hátt en ella,
ef hvert sveitarfélag fyrir sig
reyndi að fullnægja þeim, og
má þar t.d. nefna skólabygg-
ingar fyrir sérkennslu af-
brigðilegra barna og enn-
fremur má benda á, að fram-
tíðar uppbygging hitaveitunn
ar í Reykjavík, sem hugsan-
lega mun byggjast á Nesja-
vallaveitunni svonefndu, get-
ur einmitt haft þörf fyrir
mun stærri markað en fyrir
hendi verður í Reykjavík, og
er þá spurning, hvort víðtæk
samvinna sveitarfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu um þá
stórvirkjun getur komið til
greina eða a.m.k. samvinna
um nýtingu vatnsins.
Auk þessarar samvinnu
milli allra sveitarfélaganna
er margvíslegt samstarf milli
einstakra sveitarfélaga. Þann-
ið þjónar slökkviliðið í
Reykjavík sameiginlega þörf-
um Reykjavíkur, Kópavogs,
Seltjarnarness og Mosfells-
hrepps, en slökkvilið Hafnar-
fjarðar þjónar bæði Hafnar-
firði og Graðahreppi. Kópa-
vogur og Seltjarnarnes eiga
lögum samkvæmt rétt á að
fá vatn og rafmagn frá þjón-
usfustofnunum í Reykjavík,
en yfirleitt hefur Garðahrepp
ur haft samvinnu við Hafn-
arfjörð þar sem slík sam-
vinna hefur komið. Strætis-
vagnar Reykjavíkur halda
uppi ferðum í Seltjarnarnes-
hrepp, Kópavogsbúar notfæra
sér kirkjugarða Reykjavíkur,
samvinnunefnd er starfandi
um jarðhitarannsóknir á höf-
uðborgarsvæðinu og þannig
mætti lengi telja.
Auk þessa samstarfs um til
tekna þætti í starfi sveitarfé-
laganna er ljóst, að hagsmun-
ir sveitarfélaganna á höfuð-
borgarsvæðinu eru samofnir
með ýmsum öðrum hætti.
Þannig leita íbúar Seltjarn-
arnesshrepps, Kópavogs og
Graðahrepps og e-t.v. að
nokkru leyti Hafnarfjarðar,
atvinnu í Reykjavík, en á síð-
ustu árum hefur sú þróun
orðið áberandi, að stór at-
Einstaka raddir hafa jafn-
an verið uppi um það, að sam
eina bæri sveitarfélögin á höf
uðborgarsvæðinu eða a.m.k.
einhver þeirra. Ljóst er, að
það mál er ekki enn komið
á raunhæft stig, hvað sem síð
ar kann að verða, en hins
vegar er þörfin fyrir aukna
samvinnu milli sveitarfélag-
anna augljós og getur vafa-
laust sparað þeim, hverjum
fyrir sig, mikla fjármuni.
Þess vegna er ástæða til að
varpa því fram til íhugunar
og yfirvegunar, hvort ekki
beri að koma föstu formi á
samvinnu þessara aðila. Hún
er nú þegar fyrir hendi á til-
teknum og takmörkuðum svið
um, og um eitt skeið mun
borgarstjóri, bæjarstjórar og
sveitastjórar á þessu svæði
hafa haldið með sér reglulega
fundi. Slík skipulagsbundin,
varanleg samvinna eða sam-
ráð, mundi tvímælalaust
stuðla að því, að þau vanda-
mál, sem síðar kunna upp að
koma vegna nábýlisins verði
auðleystari en ella.
OLÍUMÖL
ITaranleg vatnagerð hefur
' allt fram á síðustu ár set-
ið mjög á hakanum, bæði í
Reykjavík og einstökum kaup
stöðum og öðrum sveitarfé-
lögum úti um land, en á und-
anförnum árum hefur orðið
Frá vinstri: Brenda, Christine, Carol, Joan og VaLerie.
„Bretlandi allt“
IMý lausn á efnahagsvandainum í Bretlandi
FIMM vclritunarstúlkur hafa
gerzt frumkvöfflar nýrrar
hreyfingar föðurlandsvina í
Bretlandi, sem hyggjast
styffja land sitt með ráðum
og dáð í efnahagsraunum
þess. Stúlkurnar buðust til að
vinna aukalega í hálfa
klukkustund á dag án launa
og hafa orðið landsfrægar
fyrir vikið, en fáir hafa fetað
í fótspor þeirra, enn sem
komið er a.m.k.
Skoðanakönnun hefur ver-
ið gerð í Bretlandi um hug-
mynd stúlknanna og þykir
flestum hún þjóðráð til að
auka framleiðni. Hins vegar
halda sumir forystumenn
verkalýðssamtakanna og
efnáhagsisérfræðiingar, að
hún dugi ekki til að leysa
vandamál BretAands hvað
greiðsl’Uhallann snertir.
Hugmyndin er reyndar
fengin að láni frá Bandaríikj-
unum. Sölustjóri Colt-fyrir-
tækisins í Surrey sagð'i, þeg-
ar hann kom frá verzlunar-
erindum í Bretlandi, að efna-
hagisvanda Bretlands væri
hægt að leysa, ef sérhver
starfandi maður ynni auka-
lega hálfa klukkustund á dag.
Vélritunarstúlkurnar Vale-
rie, Brenda, Joan, Carol og
Christine gerðu hugmyndina
að veruleika þegar í stað.
Hafa þær orðið margvíslegs
heiðurs aðnjótandi fyrir
bragðið. Filippus drottningar-
maður, sendi þeim símskeyti
og sagði, að þetta framlag
þeirra væru ánægjulegustu
fréttirnar, sem hann hefði
fengið á árinu 1907. Þetta er
kannski ekki ofmælt því lið-
ið ár v ar í Bretlandi snautt
af ánæjjulegum fregnum, en
öll bre?ka þjóðin tók undir
ummæli hertoganjs. Prentarar
í Norw ich dreifðu ókeypis
10.000 merkjum til að festa í
jakkalboðunginn og er letr-
að á merkin „Bretlandi allt!“
Auglýsingafirma keypti beil-
síðu í „The Times“ á 4.300
dollara til að kunngera, að
það gerði auglýsingar ókeyp-
is fyrir þau fyrirtæki, sem
færu að dæmi stúlknanna
fimm. Tíu viðbótarsímum var
komið fyrir í skrifstofum fyr
irtækisins, þar sem stúlkurn-
ar vinna til þess að þær gætu
tekið á móti heillaóskum. Og
nýja lárviðarskáldinu, Cecil
Day-Dewis, var falið að yrkja
k'væði um hina nýju baráttu.
Hundrað starfsmenn í plast
verksmiðjunum í Staffords-
skíri fórnuðu kaffilhléinu af
einskærri föðurlandsást. Mun
þeim verða fært te og kaffi
við vinnu sína til að _ gera
þeim fórnina bærilegri. í Dur
ham samþykktu 175 verka-
men-n að f-eta í fótspor stúlkn
anna og vinna aukal-egan hálf
tíma. Brezku iðnaðarsamtök-
in eru hrifin af þessari hug-
mynd en verkalýðissamtökun-
um hefur til þessa tekizt að
leyna hrifningu sinni. Að
vísu telja sumir forsvars-
menn þeirra hugmyndina
„fjári góða“, en stjórn stærstu
verkalýðssamtaka í Bretl-andi
segir, að hugmyndin muni
deyja eins snögglega og hún
fæddist.
En hún lifir ennþá góðu l'ííi
og margt bendir til að 'hún sé
að vinna á. Víst er u-m það, að
hún hefur vakið sanna ham-
in-gju í brjóstum allra, sér-
staklega þó þeirra Valerie,
Brendu, Joan, Carol og
C'hristine.
mikil breyting á í þeim efn-
um. Stórátak hefur verið
gert í malbikun gatna í
Reykjavík á sl. 5-6 árum og
hefur borgin gjörbreytt um
svip af þeim sökum. Ýmsir
kaupstaðir út um land hafa
einnig gert myndarlegt átak
í þessum efnum og hafa jafn-
vel steypt helztu umferðar-
götur hjá sér. í nágrannasveit
arfélögum Reykjavíkur hefur
þetta vandamál að sjálfsögðu
verið mjög aðkallandi og jafn
framt erfitt, vegna örrar upp-
byggingar og takmarkaðs fjár
magns, og þess vegna hefur
tilraun verið gerð með lagn-
ingu olíumalar, sem er tölu-
vert ódýrari en malbik- Ekki
eru menn á einu máli um
reynsluna af olíumölinni, en í
viðtali við Morgunblaðið í
gær sagði Ólafur G. Einars-
son, sveitarstjóri í Garða-
hreppi, m.a. um þetta mál:
„Við erum ánægðir með þá
reynslu, sem við höfum af
olíumöl á íbúðargötur. Á
þeim götum hefur ekkert við-
hald verið hjá okkur. Menn
hafa orðið fyrir nokkrum von
brigðum með olíumölina, en
ég mundi segja, að það væri
eingöngu á þeim stöðum, þar
sem umferð er mikil. Hægt
er að nefna Vífilstaðaveg-
inn. Olíumölin á honum gaf
sig af þremur ástæðum, á
neðsta kafla vegarins var um
ferðin komin yfir 2000 bíla
á dag, en hámark er 1500 fyr-
ir olíumölina, í öðru lagi var
vegurinn ekki undirbyggður
sem skyldi, þannig að í hon-
um er veruleg frostlyfting,
samt þolir olíumölin meiri
frostlyftingu en t.d. malbik.
í þriðja lagi var vegurinn
rifinn upp í sumar með þar
til gerðu verkfæri en við það
eyðilagðist slitlagið á honum
og er orsökin sú að heflað
var of djúpt eða upprunalegt
lag af olíumöl of þunnt“.
Þessi ummæli sveitarstjór-
ans í Garðahreppi benda til
þess, að olíumöl geti dugað
í fáfarnar götur, en ekki hin-
ar fjölfarnari umferðaræðar.
Vafalaust munu skoðanir
manna enn skiptar um nota-
gildi olíumalar og verður því
fróðlegt að fylgjast með
áframhaldandi reynslu af
henni.
Tékkneskur
rithöfundur
ánægður
Tel Aviv, 8. jan. NTB-
TÉKKNESKI ritihöfundur-
inn Vladislav Mnacko lýsti í diag
yfir þeirri s'koðun sinni að kjör
Alexander Dulbeck, sem nýs leiS-
toga kommúnistaflokksin-s væri
sigur fraimfarasinnaðra afla í
landi hans. Mnacko sem er víð-
lesinn höfundur í Tékkóslóvakíu
fór þaðan í ágúst til að mótmœla
fjands'amlegri stefnu Tékkósló-
vakíu gagnvart ísrael. Hann var
síðar sviptur tékkneskum borg-
ararétti.
I viðtali sem birtist við Mnacko
í Tel Aviv segir hann, að breyt-
ingar sem g-erðar hafa verið und-
anfarna daga á stjórn landsins
og kommúnistaflokksins ljúki
upp möguleikum á að flokkuirinn
taki upp lýðræðislegri háttu. Er
hann var spurður um ált á
Dutoeck, sem á föstudag tók við
af Antonin Novotny, sagði nit-
höfundurinn: „Frá fræðilegu og
siðferðilegu sjónarmiði getur
hann hafið hinar æslkilegu breyt-
ingar“.