Morgunblaðið - 12.01.1968, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.01.1968, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1968 Forstjóri Lyfjaverksmiðjunnar ásamt ísl. dýralæknum. FRAMFARIR í ORMALÆKNINGUM FORSTJÓRI Lyíjaverksmiðjunn ar Leo í Helsingborg bauð dýra læknum landsins til fundar að Hótel Sögu í desember 1967. Þar kynnti hann fyrir þeim fram farir sem orðið hafa á sviði orma lækninga á sau&fé. Sýnd var lærdómsrík kvikmynd af starfi dýralækna í sveitum Norður- landa við lækningu ormaveikinn ar. Rannsakaðar voru á staðnum í smásjá hinar ýmsu tegundir ormaeggja, þeirra orma, sem veikinni valda á hverjum tíma. Sýndar voru ýmsar heilsufræði legar ráðstafanir, sem gerðar voru á sauðfjárbúum til þess að fyrirbyggja mikla ormasýkingu fjórsins. I>á var sýnd notkun á- hrifaríkra nútíma ormalyfja. Á- hrif þeirra eru betri en áður var sérstaklega vegna þess að þau vinna á fleiri tegundum orma en gömlu lyfin. Þannig hafði t.d. aðallyfið, sem notað var, ful-1- komin eyðandi áhrif á lungna- orma, bitorma og magaorma. Fróðlegt var að kynnast því að Lyfjaverksmiðian Leo lætur árlega framkvæma yfirgrips- miklar tilraunir með notkun ormalyfja. í samræmi við orma- sýkingu fjárins í hverjum lands hluta er stórum fjárhópum gefin inn viðeigandi ormalyf. Aðrir jafn stórir fjárhópar eru hafðir til samanburðar. Þær kindur fá engin ormalyf eða aðeins handa hófskennda og óvísindalega lækningu. Þannig kemur greini- lega í liós hvaða vanþrifum orm ar valda daglega í sauðfjárrækt inni og hvers virði ormalækning ar á fénu eru á hverjum tíma. Það er auðvelt að reikna reikn- ingsdæmið um hagnaðinn af fullkomnum og vísindalegum ormalækningum á fénu. Útkom an nam milljónum sænskra króna. Heilbrigða féð gaf miklu meiri og betri afurðir en hitt féð. Það kom fram í auknum fallþunga dilka og betri ull. Það er tilkomumikið að sjá kvikmyndina vegna þess að í henni var hægt að sjá hver á- hrif ormaiækningar geta haft á útlit fjárins og hreysti. Vel með farið og hraust fé er undirstöðu atriði fjárræktar hvar sem er í heiminum. Ormalyf frá Lyfja- verksmiðjunni Leo var gefið einni milljón kinda á Norður- löndum á siðasta ári, en 260 milljónum kinda í öllum heim- inum var gefið ormalyf þaðan. Samt er tilgangur minn ekki sá að mæla með neinu sérstöku ormalyfi til notkunar hér á landi. Það sem vakti sérstaka athygli mína í kvikmyndinni var sleitulaust rannsóknar- og lækn- ingastarf dýralækna á Norður- löndum við ormaveiki í fé. Þar hafa rannsóknir og reynsla Sonn að að rýrleiki dilka að haustinu stafar fyrst og fremst af margs- konar ormasýkingu fjárins. Skyldi ekki óhreysti og rýr- leiki íslenzks fjár vera af sömu rótum runnin? Á komandi árum verður að ráða bót á ástandinu í fjárræktarmálum vorum ef íslenzk sauðfjárrækt á að stand- ast samanlburð við sauðfjárrækt annarra landa. Mikilvægt er að vita hvaða teg und orma veldur sýkingu á hverj um stað, þess vegna þarf að rann saka veikina á staðnum eins og gert er í Noregi t.d. Þannig er það reynsla mín á undanförnum ánrm að-lungnaormar geta öðr- um fremur valdið vanþrifum í fé. Nú er auðveldara en áður að lækna þá veiki. Dýralækningamál á fslandi þarf bæði að bæta og skipu- leggja I samræmi við dýralækn ingamál á hinum Norðurlöndun um. Bragi Steingrímsson. dýralæknir - RÉTTARHÖLD . Framhald af bls. 1 að útgáfu „hvítrar bókar“ um réttarhöldin yfir rithöfundunum Yuri Dan el og Andrei Sinyav- sky vorið 1966, og gefið út bók- menntatímaritið „Fönix-66‘. Báðir héldu því fram í réttin- uim, að hér væri ekki um and- sovézka starfsemi að ræða. Vera i Lashkova viðurkenndi að hafa | vélritað gögn bæði fyrir „hvítu bókina“ og bókmenntatiimaritið, en neitaði að hafa stundað and- sovézka starfsemi. Kvaðst hún ;kki iðrast gjörða sinna. Fjórmennmgarnir hafa þegar setið í ár í fangelsi, og verði farið að kröfu saksóknara, hef- ur Lashkova því afplánað dóm sinn og ætti að verða Mtin laus, þegar dómur hefur verið kveð- inn upp. Búizt er við, að það verði síðdegis á morgun, föstu- dag. Saksóknari flutti mál sittt í dag í tveggja klukkustunda ræðu, og sagði þar, að hinir á- kærðu væru sekir um and-sov- ézkan áróður í samvinnu við flóttamannasamtökin N.T.S., setm hafa aðalbækiistöð í Vestur- Þýzkalandi. Verjendurnir flytja i varnir á morgun, og er búizt | við, að réttarhölidunum ljúkd fyr i ir hádegi en dómar kveðnir upp ! síðdegis. Galanskov og Ginsburg hafa báðir neitað að hafa átt sam- ! vinnu við N.T.S. samtökin, og samkvæmt áreiðanlegum heim-1 illdum lýsti G'nsburg yfir við i réttarhöldin: „Ég er ekki and- sovézkur, og tel mig fyigjandi lýðræði öreiganna." Bókmennta- fræðingurinn Leonid Pinsky vitn I aði fyrir G nsburg í réttarhöld- unum, og sagði hann vera sann an fulltrúa menningarinnar en engan afbrotamann. Neitað um aðgang. Norski lögfræðingurinn In- gjald Örbeck Sörheim ræddi í dag við fréttaritara norsku frétta stofunnar NTB, í Moskvu. Sagði hann að sér hafi verið neitað um heimild til að hulsta á rétt- arhöldin í dag, og hefði hann því ekki betri upplýsingar um gang málanna en vestrænir fréttamenn. Sönheim er ritari þingflokks norska Verkamanna- flokksins, og talar ágæta rúss- nesku. Hann var við nám í Moskvu, að loknu stúdentsprófi, fyrir átta árum, og var frétta- ritari norska útvarpsins í Moskvu árið 1964. Þegar Sörheim reyndi í morg- un að fá heimiid dómisyfirvalda til að sitja í réttarsalnum, náði hann aðeins sambandi við vél- ritunarstúlku eina, sem ekki gat leyst vanda hans. Síðar 1 dag ræddi hann í stundarfjórðung við Almasov, forseta réttarins, sem tilkynnti honum, að ekki væri unnt að veita Norðmanninum undanþágu til að fá að hlusta á réttarhöldin. Erlendir fréttarit- arar h&fa ekki fengið aðgang að réttarsalnum, en verða að bíða á ganginum fyrir framan salinn og sitja þar undir lögreglueftir liti. Þegar Sörheim ætlaði að bíða fyrir framan réttarsalinn hjá erlendu fréttamönnunum, véku óeinkennisbúnir lögreglu- menn sér að honum og spurðu hann álits á réttarhöldunum. Hann tjáði þeim að hann viidi ekkert um þau segja fyrr en hann hefði fengið tæki- færi til þesis að fylgjast með því sem fram færi inni í rétt- arsalnum. Virtuist lögreglumenn irnír hafa sérstakan áhuga á Sör heim, og segir ha.nn, að sama hafi verið, er hann kom til Moskvu á miðvikudagtskvöld. Á flugvellinum var farangur hans toliskoðaður-mjög ítarlega, þótt aðrir farþegar hafi fengið að fara óhindraðir gegnum tollskoð unina. Mótmæli í Sviþjóð. f frétt frá Stokkhólmi segir að samtök sænskra rithöfunda, „Författarcentrum", hafi senit Alexei Kosygin, forsætiisróðherra Sovétríkjanna, mótmœlaskeyti vegna réttarhaldanna. Mótmæla þeir því að sovézkir rithöfund- ar, sem skrifi af sannfæringu, hljóti refsingu aðlaunum. Undir símkseytið rita meðal annars rit höfundarnir Vilhelm Moberg, Sven Stolpe, Gösta Friberg, Siv Arb og Rudolf Knutsson. Sendu rithöfundarnir þeim Leonid Brezhnev flokksleiðtoga, Roman Rudenko rík issaksóknara og Eka terinu Furtsevu, menntamálaráð- herra afrit af skeytum, auk þess sem afrit var sent sovézku rit- höfundasamtökunum. - VÍSAÐ ÚR LANDI Framfhald af bls. 1 hafi stundað í samvinnu við her- málafulltnia kanadiska sendi- ráðsins. Er búizt við, að einnig honum verði vísað úr landinu. Fulltrúinn bandaríski heitir Edward H. Metzger og hefur starfað við sendiráðið frá því í maí 1966. Samkvæmt upplýsing- um pólskra yíirvalda var hann handtekinn. þar sem hann var að ljósmynda hernaðarlega mikil váega staðí í bæ einurn 260 km. norðvestur af Varsjá. Bandaríska sendiráðið hefur mótmælt hand- tökunni og sagt, að hún sé brot á reglum um friðhelgi starfs- manna sendiráða. - UMMÆLI Framhald af bls. 1 að fara sjálfur til Hanoi, ef það mœtti verða að einhverju gagni. Hann tal'di, að Danmörk hefði nokkra möguleika til að leika hlutverk málamiðlara í deilunni þrátt fyrir smæð lands og þjóð- ar, þar sem gott samband væri miili Danmerkur og Bandaríkj- anna, þótt danska stjórnin hefði hvað eftir annað skorað á Banda ríkjastjórn að hætta loftórásum á N-Vietnam. Sagði Tabor, að stjórnirnar í Washington og Hanoi vissu báðar stefnu og vilja dönsku stjórnarinnar í þessu máli. - VETRARHÖRKUR Framhald af bls. 1 átt í vandræðum á ýmsum stöð- um úti fyrir strönd Danmerkur og danski sjóherinn var hvað eftir annað beðinn aðstoðar. Sem fyrr sagði ná vetrarhörk urnar allt suður til Ítalíu. Þar var kaldast í dag í Cortina D Ambezoz, tuttugu stiga frost. Víða hefur leitt til vandræða, m.a. umhverfis Rómaborg, þar sem fannkoma hefur einangráð tugi smábæja og þorpa. Á Sik- iley leita úlfarnir úr fjöll- um ofan í byggð og höfðu er síðast fréttist, grandað á sjö- unda tug húsdýra. í Helsingfors í Finnlandi er mjög kalt en þeir, sem þar verða verst úti af völdum kuldanna §° uu.íBguii^nCsS'TgusjB n.ia ingarnir í Helsinki, um átta hundruð talsins. Fyrr í vetur var komið upp skýli fyrir þá í gömlum bragga, en þeir hafa ekki ætíð sótt þangað til nætur- vistar og nú í kuildunum hafa þeir hreinlega ekki náð þangað vegna veðursins .Hafa margir lagt sig, þar sem þeir voru komn ir og verið nær dauða en lífi„ er þeir fundust. Hefur marga þeirra kalið illa og nokkur dæmi þess að orðið hafi að skera af mönnum fætur. Til þessa í vetur hafa þrír flækingar orðið úti vegna þess, að þeir lögðust dauðadrukknir úti á víðavangi. Hafa yfirvöldin finnsku af þessu miklar áhyggj- ur og hafa til athugunar hvað gera eigi til úrbóta. - 400 MILLJ. KR. Framhald af bls. 28 samtals að upphæð kr. 93.245. 000.00. Loks veitti Húsnæðismála málastofnunin bráðabirgðalán á árinu til byggingarframkvæmda FB í Breiðholti. Nam sú lán- veiting samtals kr. 86.380.000.00. Um næstu lánveitingu Húsnæð ismálastofnunarinnar vísast til auglýsingar, er birtist um þess- ar mundir í blöðum og útvarpi". Til samaniburðar má geta þess að á árinu 1965 námu heildar- lánveitingar Húsnæðismálastjórn ar 283,4 milljónum til 2555 um- sækjenda en 1966 námu heildar- lánveitingar 343,4 millj. til 2452 umsækjenda þar af til 1253 nýrra ífoúða. Lýst eftir leigubílstjóra RANNSÓKNARLÖGREGLAN biður ökumann á rauðum Mer- cedes Benz leigubíl, sem varð vitni að því, er bíll kastaðist á Ijósastaur við Hverfisgötu 71 17. nóvember sl„ að gefa sig fram. Leigubílstjóri þessi gerði lög- reglunni viðvart, en var horfinn á braut, þegar hún kom á stað- inn. VÍSINDASJÓÐUR hefur auglýst styrki ársins 1968 lausa til um- sóknar og er umsóknarfrestur til 1. marz næstkomandi. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir: Raunvísindadeild og Hug vísindadeild. Raunvísindadeild annast styrk veitingar á sviði náttúruvísinda, þar með taldar eðlisfræði , og kjarnorkuvísindi, efnafræði, stærðfræði, læknisfræði, líf- fræði, lífeðlisfræði, jarðfræði, jarðeðlisfræði, dýrafræði, grasa- fræði, búvísindi, fiskifræði, verkfræði og tæknifræði. Formaður stjórnar Raunvís- indadeildar er dr. Sigurður Þór- arinsson jarðfræðingur. Hugvísindadeilð annast styrk- veitingar á sviði sagnfræði, bók- mennta, ræði, málvísinda.félags- fræði, lögfræði, hagfræði, heim- speki, guðfræði, sálfræði og upp- eldisfræði. Formaður stjórnar Hugvís- indadeildar er dr. Jóhannes Nor- dal bankastjóri. Formaður yfirstjórnar sjóðsins Hámarkslán miðað við byflun arframkvæmdir 1965 voru 280 þúsund en það ár máttu sameig- inleg hámarkslán Húsnæðismála stjórnar og lífeyrissjóða nefia 480 þúsundum. Árið 1966 námu hámarkslaun Húsnæðismála- stjórnar miðað við byrjunar- framkvæmdir það ár 340 þús- undum og sameiginlegt lánshá- mark fyrrgreindra agrtó 540 þúsundum. Á sl. ári námu há- markslán Húsnæðismálastjórn- ar 380 þúsundum miðað við byrjunarframkvæmdir það ár, en sameiginlegt hámark stofn- unarinnar og lífeyrissjóða hefur enn ekki verið ákveðið. - UPPÞOT Framhald af bls. 1 viðskiptadoildum háskólans í borginni. Stúdeniarnir kveiktu m.a. í strætisvagni með því að fleygja inn í hann heimagerðri sprengju. En þegar nokkrir stúdentar tóku sig til og girýttu farþega í öðrum vagni, chúgu flestir sig í hlé. Stúdentarnir réðust einnig að slökkviliðsmönnum með grjót- kasti og var órólegt mjög um hríð eða þar til lögreglan kom og jkakkaði leikinn. - PENINGAFÖLSUN Fraimhald af bls. 1 Það var á Kennedy flug- velli í New York 29. des. sl. sem starfsmenn leyniþjónust- unnar fundu hundrað dollara seðlana, að upphæð um 4,1 milljón dollara. Seðlarnir áttu að fara til kaupanda er- lendis, sem hafði samþykkt að greiða tíu sent fyrir doll- arann, eða samtals um 410.000' dollara. Þrír menn voru hand teknir, sem fyrr sag'ði, einn í New York og tveir í Ohio. Sá, sem tekinn var í New York, er lögfræðingur, að nafni Joel Lee og hefur starf að í Florida. Hann er sagður hafa verið sölumaður og út- breiðslustjóri falsaranna. Hin- ir tveir voru sakaðir um að hafa prentað peningana. Talsmaður leynilögreglunn- ar, Albert E. Whitaker, sagði fréttamönnum, að hundrað dollara seðlarnir, sem eru með mynd af Benjamin Frank lin, hefðu verið ágætlega gerðir og hefði sennilega ekki reynzt erfitt að dreifa þeim í New York og annars staðar í Bandaríkjunum. Hinsvegar taldi hann líklegast, að þeir hefðu allir átt að fara úr landi. Bandaríska leynilögreglan hefur aldrei fyrr tekið svo mikið magn falsaðra peninga. Fyrra metið voru falsaðir tuttugu og fimmtíu dollara seðlar, að upphæð tvær millj- ónir dollara, sem fundust í San Fransico árið 1963. er dr. Snorri Hallgrímsson pró- fessor. Hlutverk Vísindasjóðis er að efla íslenzkar vísindarannsóknir, og í þeim tilgangi styrkir hajin: 1. Einstaklinga og vísinda- stafnanir vegna tiltekinnar rannsóknarverkefna. 2. Kandídata til vísindalegs sér náms og þjálfunar. Kandídat verður að vinna að tilteknum sérfræðilegum rannsóknum eða afla sér vísindaþjálfunar til þess að koma til greina við styrkveit- ingu. 3. Rannsóknastofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði í sam bandi við starfsemi, er sjóður- inn styrkir. Umsóknareyðublöð, ásamt upp lýsingum, fást hjá deildarritur- um, í skrifstofu Háskóla íslands og hjá sendiráðum íslands er- lendis. Deildarritarar eru Guðmundur Arnlaugsson rektor, fyrir Raun- vísindadeild, og Bjarni Vilhjálms son skjalavörður, fyrir Hugvís- indadeild. Styrkir úr Vísindasjóði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.