Morgunblaðið - 12.01.1968, Page 18

Morgunblaðið - 12.01.1968, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1968 Sigríður Ögmunds- dóttir — Minning HINN 8. þ.m. fór fram í Foss- vogskapellu minningarathöfn um Sigríði Ögmundsdóttux frá Fáskrúðsfirði, sem lézt í Land- spítalanum á nýársdag eftir lang ar og strangar sjúkdómsþrautir, fyrst á heimili dóttur hennar, Jó- t Móðir okkar, Lára Guðmundsdóttir Hringbraut 87, andaðist á Borgarspítalanum 10. þ. m. Svana Runólfsdóttir Valgarð Runólfsson. t Hjartakæri drengurinn okkar Auðunn Franz Álftamýri 32. andáðist í Landsspítalanum 10. þ. m. María Óskarsdóttir, Jón Albert Jónsson. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jóna G. ísaksdóttir frá ísafirði, andaðist að heimili sínu, Laugavegi 28B, miðvikudag- inn 10. jan. sl. Börn, tengdaböm og barnaböm. t Móðir mín, Sesselja Steinþórsdóttir frá Sjólyst, Stokkseyri, andaðist aðfararnótt 11. jan. síðastl. Fyrir hönd aðstandenda. Bjarnheiður Þórðardóttir. t Móðir okkar, Sigríður Anna Jensen sem lézt 7. þ.m. verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni laug ardaginn 13. þ.m. kl. 10,30 f.h. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á kristni- boðið í Konsó. Bertha S. Bruvik, Jóhanna K. Bruvik. t Faðir minn, Þórður Kárason frá Litlafljóti, Biskupstunngum, verður jarðsettur að Torfa- stöðum laugardaginn 13. jan. kl. 2. Bílferð verður frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 11. Fyrir hönd aðstandenda. Halldór Þórðarson. hönnu Björnsdóttur, og að síð- ustu í Landsspítalanum þar til yfir lauk. Sigríður var fædd að Svín- hólum í Lóni 1. júlí 1886, yngst af 8 systkinum, sem nú eru öll dáin. Foreldrar hennar voru Ög- mundur Runólfsson, bóndi þar, og Guðrún Marteinsdóttir. Ög- mundux var alinn upp á Stai;- mýri hjá Guðmundi Hjörleifs- syni hins sterka. Runólfur, fað- ir hans, var Þorsteinsson, ætt- aður úr Borgarfirði eystra. Móð- ir Ögmundar var Ragnhildur t Útför eiginkonu minnar og móður Viktoríu M. Jónsdóttur, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 13. jan. kl. 13.30 e.h. Armbjörn Sigurgeirsson, Sigrún Ambjarnardóttir. t Þökkum innilega öllum, sem sýndu okkur samúð við and- lát og jarðarför Jón Stefáns Arnórssonar frá Hesti í Borgarfirði. Heiga Stella Amórsson, Margrét Amórsson, Hilmir Arnórsson, Stefán Arnórsson, Edda Ámadóttir, Mímir Arnórsson. t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för sonar okkar, Björns Inga Ingasonar. Sérstakar þakkir vildum við flytja læknum og hjúkrunar- Iiði Borgarspítalans, Heilsu- verndarstöðinni fyrir alú'ð og umhyggju í veikindum hans. Sigþrúður Steffensen, Ingi R. Jóhannsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er vottuðu okkur vinsemd og samúð við andlát og jarðarför Guðrúnar Einarsdóttur frá Ekkjufellsseli. Einar Ólafsson, Jóna Jónsdóttir, Einar Sigbjörnsson og systkin hinnar látnu. t Hugheilar þakkir fyrir auð sýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eig- inmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Vilhelms Davíðssonar blikksmíðameistara. Kristín Magnúsdóttir, Davíð Vilhelmsson, Ursula Vilhelmsson, Guðbjartur Vilhelmsson, Sigríður Birna Guðmundsd. Hafsteinn Vilhelmsson og barnabörn. Árnadóttir frá Svínlhólum, Sala- monssonar, líka af austfirzkum ættum. Þau Runólfur og Ragn- hildur áttu tvo syni, Ögmund og Árna, sem voru á barnsaldri, er faðir þeirra fél'l frá. Móðir Sigríðar og kona Ögmundar var Guðrún Marteinsdóttir fædd á Flatey á Mýrum 13. jan. 1851, ættuð úr Breiðdal af hinni svo- kölluðu Þorvaldsstaðaætt, sbr. Ættir Austfirðinga. Tæpra tveggja ára mássti Sig- ríður föður sinn og fluttist bá með móðuir sinni til móðurbróð- ur síns, Þorsteins Marteinssonar, bónda á Steinaborg á Berufjarð- arströnd. Þar dvaldist hún í tvö ár eða þar til móðir hennar gift- ist aftur Þorgrími Þorlákssyni, bónda í Gautavík, sem þá hafði misst konu sína frá fjórum ung- um börnum. Eftir stuttan tíma fluttist svo Sigríður frá móður sinni og stjúpa til Guðrúnar Ragnhildar, elztu systur sinnar, sem þá var gift Sigurði Einars- syni smið á Fáskrúðsfirði, mesta myndarmanni, og þar var hún að mestu þar til hún giftist Birni Benediktssyni Björnssonar Hallgrímssonar frá Stóra- Sand- felli, 22. des. 1907, en missti hann af slysförum í apríl 1918, og stóð þá Sigríður uppi sem ekkja með fjögur ung börn auk Valborgar litlu Sigurðardóttur, sem þau höfðu tekið, er Guðrún systir hennar andaðist. Þetta var auðvitað mikið reiðarklag, en með því að Sigríður var þá ung að árum og tíminn, þessi flestra meina græðir, sem breiðir sína hulinsblæju yfir flesta hluti og jafnar misfellur, var hér enn að verki. Réðst Sigríður í að stiofna til greiðasölu fyrir gesti, sem hún svo rak með dugnaði um langt skeið, unz börnin voru svo úr grasi vaxin, að þau fluttu úr hreiðrinu og Benedikt, sonur hennar, tók við húsforráðum. En um þessar mundir varð hún sjálf fyrir áfalli, er hún datt niður stiga; virtist þetta ekki mjög al- varlegt, en hefur ef til vill ver- ið alvarlegra en hún sjálf og aðrir fleiri tö'ldu. Er vafasamt, hvort hún beið þess nokkurn tírna bætur. Sigríður var félagslynd að eðlisfari og starfaði mikið í kvenfélagi, en þó mest í Slysa- varnafélagsdeildinni. Var hún formaður deildarinnar árum satnan. Æskumenntun Sigríðar mun hafa verið af skornum skammti, eins og fleiri um þessar mundir. Þó gekk hún á saumaiverkstæði hjá Eyjólfi Jónssyni, k’læðskera á Seyðisfirði, og lærði þar karl- mannafatasaum; einnig dvaldist hún í Reykjavík við matreiðslu- störf um skeið. Börn Sigríðar og Björns heit- ins voru: 1. Sigrún, gift Antoníusi Sam- úelssyni, forstjóra útgerðar- félags; hann er látinn fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust fimm börn og þar eru líka kom- in barnabörn. Búsett í Reykja- vík. 2. Jóhanna, deildarhjúkrunar- kona á Landsspítalanum og bú- sett í Reykjavík. 3. Benedikt, starfsmaður í Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga. Kona hans er Kristín Magnús- dóttir; þeirra sonur Björn. 4. Birna, verzlunarmær í Reykjavík. Allar systurnar hafa með ein- stakri alúð hlúð að móður sinni í langvarandi veikindum henn- ar; á heimili Jóhönnu naut hún jafnan ástríkrar umönnunar. Að lokum þetta: Sigríður var skapfestu manneskja sem hún átti kyn til. Nokkuð stórlynd, en raunsæ og vildi ekki vamm sitt vita: „drengur góður“. Ég, sem þessar línur rita, var hennar nábýlismaður um fjörutíu áira skeið og aðeins lítill lækur skildi á milli okkar. Þess utan vorum við frændsystkin, en ein- hvers staðar stendur skrifað: „Vík skyldi milli vina, en fjörð- ur milli frænda". En litli lækur- inn dugði okkur og minnist ég ekki til, að nokkurn tíma yrði árekstrar milli heiimila okkar eða ágreiningur um eitt né ann- að; get ég því með Ijúfu geði þakkað þessari ná'býliskonu og frændkonu langa samleið á okk- ar löngu ævi. Blessuð sé minning hennar. Marteinn Þorsteinsson. Stefán Þorláksson Arnardrangi - Kveðja „NÚ ÁRIÐ ER LIÐIГ syngjum við á gamlárskvöld. Um nýliðin áramót var þessi undurfagri sálm ur sr. Valdimars dánarsöngur yf- ir Stefáni frá Arnardrangi. Hann var einn elzti maður í sveitunum ,milli sanda“, fædd- ur í Þykkvabæ í Landbroti 16. ágúst 1877, fyllti því níunda tug- inn sl. sumar. Foreldrar Stefáns voru Þorlák- ur Sveinsson, ættaður af Síðu og Steinunn Þorsteinsdóttir Helga- sonar frá Núpum í Fljótshverfi. Þau Þorlákur og Steinunn bjuggu á parti af Þykkvabæ og eignuð- ust 7 börn á þeim rúma áratug er Þorlákur lifði eftir að þau giftust. Hann andaðist um sum- armál 1882 aðeins 43ja ára að aldri. Með afburða dugnaði og hjálp góðra manna, gat Steinunn hald- ið föðurlausa hópnum sínum sam an. Minntist hún í þ','í sambandi fyrst og fremst Sigurðar Ingi- mundarsonar, sem „var mann- kostamaður, vandað góðmenni, einkar barngóður, greindur vel, bókamaður mikill". Börnin reyndust hraust og tápmikil og dugleg að bjarga sér. Þeim entist það táp langa sevi, því að öll hafa þau náð óvenju háum aldri. Þrjú þeirra létust á undan Stef- áni um og yfir nírætt, en þau, sem eftir lifa eru: Þorbjörg bú- sett í Kanada, 89 ára, Þórður í Vík í Mýrdal 87 ára og Anna í Svínadal í Skaftártungu, varð 86 ára á gamlársdag. Steinunn Þorsteinsdóttir and- aðist á Hryggjum í Mýrdal hjá Þórði syni sínum 1. des. 1943. Skorti þá 3 ár í tírætt. Sextán ára fór Stefán Þorláks- son í vist til hins merka bónda og framkvæmdamanns, Helga Þórarinssonar i Þyfckvabæ, og var hjá honum í þrjú ár, þá tvö ár í Arnardrangi, en síðan fór hann aftur að Þykkvabæ og var vinnumaður Helga í 5 ár. En árið 1905 fór hann að Arnardrangi á ný og þar bjó hann allan sinn búskap. Þá bjó í Arnardrangi Páll Páls. son dóttur-sonarsonur sr. Jóns Steingrímssonar. Hann var einn af 24 börnum Páls í Arnardrangi Jónssonar prests á Kálfafelli og víðar. Páll var kvæntur Margréti Þórðardóttur frá Ytra-Hrauni. Þau áttu aðeins eina dóttur barna, Sigríði, sem dó ógift og barnlaus 1926. Var þar með lok- ið dvöl og búsetu Arnardrangs- ættar á bænum sem hún er kennd við. Stefán Þorláksson tók við jörð og búi Páls í Arnardrangi árið 1908. Bjó hann þar fyrst með ráðskonum, m. a. systur sinni, Agnesi yngri, en 1912 fcom til hans 19 ára heimasæta frá Fag- urhlíð, Margrét Davíðsdóttir. Gaf sr. Magnús þau saman í Prests- bakkakirkju 21. nóvember 1912. Lifðu þau saman í ástríku hjóna- bandi í meira en hálfa öld. Mar- grét andaðist 27. febrúar 1966. í tíð þeirra Stefáns og Margrét- ar var Arnardrangsheimilið jafn. an eitt hið fjölmennasta í Land- broti, oftast 10—20 manns. Börn- in voru 7. en auk þeirra ólst þar upp að öllu leyti Karl systur- sonum Margrétar og að mestu tveir bróðursynir Stefáns Þor- lákur og ólafur Sveinssynir frá Vík í Mýrdal, og fleiri böm dvöldu þar langdvölum, fram á unglingsár. Búið var stórt og þurfti mikinn vinnukraft við fjár hirðingu og heyskap á gamla vísu. Þess* vegna voru jafnan vinnuhjú í Arnardrangi meðan sú stétt var við lýði. Þar sem Arnardrangur stendur á mótum sanda og hrauns er erfitt um tún. rækt, enda var hún lítt stunduð í búskapartíð Stefáns Þorláksson ar. Aftur á móti voru vel nýttir kostir þessarar stóru jarðar; slægjur miklar í mýrum - og frammi á Arnardrangsfit þar sem voru Svo að segja óþrjótandi hey. skaparmöguleikar áður en gras og gróður eyddist af vatna- og sandságangi. Fjárbeit var mikil og góð í sjávarmelum og víðar og hélst sauðaeign lengur í Arn- ardrangi en á öðrum bæjum. Margrét og Stefán voru miklar rausnarmanneskjur. Heimilið var í þjóðbraut þegar farið var ,,syðra“ og öllum sem að garði bar, var tekið opnum örmum og veitt hin bezta fyrirgreiðsla. Börn þeirra voru ötul við verk og vinnufús og meðan þau voru öll heima við, naut þess margur, sem þurfti á mannhjálp að halda. Yfir ölLum þessum liðnu sam- verudögum eru bjartar minning- ar þafcklætis og hinztu kveðju, sem nú er úr fjarlægð send aust- uir í sveitina þar sem Stefán í Arnardrangi dvaldi öll sín mörgu æviár. En með bjartsýni og trú skal horft fram til komandi daga, þeg- ar nýjárssólin ljómar yfir landi eftir dimmu blindunnar og myrk ur skammdegisins. Ó. sjá þú drottins björtu braut þú barn, sem kvíðir vetrarþraut. í sannleik hvar sem sólin skín er sjálfur Guð að leita þín. G. Br. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA SÍMI Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem glöddu okk- ur með blómum, skeytum, gjöfum og heillaóskum á silfurbrúðkaupsdegi okkar, gamlársdag sh Signrrós Sigurðardóttir, Guðjón Vigfússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.