Morgunblaðið - 21.01.1968, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.01.1968, Qupperneq 1
32 8IÐUK OG LESBOK 17. tbl. 55. árg. SUNNUDAGUR 21. JANUAR 1968. Préntsmiðja Morgunblaðsins. Sprenging í olíustöð na J á t GftÐÆRI í afkomu manna bygg-ist á því að vel aflist sjónum, og er vonandi aS ver- i tiðin sem er byrjuð eigi eftir ’ að efla hag landsmanna. Viða hafa bátar hafið róðra, en vart 1 mun þó vertíðin fara að fullu í gang fyrr en frystilhúsin fara að frysta fisk. Myndina tók Sigurgeir Jónasson, ljós- myndari Mbl. í Vestmannaeyj l um, um borð í einum línu-1 bátnum og er sjómaðurinn að ; slengja griðarstórri löngu inn fyrir borðstokkinn. Sjá má i sundmagann þrýstast út um kjaftinn á löngunni. I.ínufisk- urinn þykir bezti fiskurinn til vinnslu. Sjá myndir úr línu- róðri á bls. 19. 200. gervitungl Sovétmonnu Moskvu, 20. jan. — AP: SOVÉTRÍKIN skutu í morgun upp 200. gervitungli sínu ómönn uðu, og var í því tilefni mikið um hátíðarhöld í Moskvu. Eld- flaugarskot þetta er liður í Kos mos-geimferðaáætlun Sovétríkj- anna. Segja sovézk stjórnvöld, að Kosmos 200 muni framkvæma veðurathuganir eingöngu. Bandaríkjastjórn álítur, að um 80 sovézk gervitungl séu notuð Framhald á bls. 31 — Tveir fórust og 65 sœrðust Rotterdam, 20. jan. (NTB). MIKIL sprenging varð í olíu- hreinsunarstöð Shell-félagsins í Rotterdam í morgun, og kviknaði eldur í mörgum olíugeymum við sprenginguna. Vitað er um tvo menn sem fórust í sprenging- unni, en að minnsta kosti 65 manns særðust. Svetlana fordæmir réttarhöldin Spáir byltingu lýðrœðishugmynda í Sovétríkjunum New York, 20. jan- SVETLANA Allilujeva Stalín hefur fordæmt fang- elsisdómana yfir sovézku rithöfundunum þremur, sem dæmdir voru í 2—7 ára þrælkunarvinnu í fyrri viku. I yfirlýsingu, sem Svetlana birti í bandaríska stórblaðinu The New York Times kveðst hún vilja vekja athygli á skírskotun Pavels Litvinov og Larissu Daniel til almenningsálits- ins í heiminum. Litvinov og frú Daniel dreifðu þess- ari skírskotun prentaðri meðal erlendra frétta- manna, sem fylgdust með réttarhöldunum yfir rithöf undunum Ginsburg, Galan skov og Dobrovolskí. f yfirlýsingunni lauk Svetl- ana lofsorði á Litvinov og frú Daniel, sem hún sagði, að hefðu virt að vettugi hættur og ógr.anir til þess að gera Svetlana það lýðum ljóst erlendis, að þessi réttarhöld væru skrípa- leikur frá upphafi til enda. í viðtali við CBS-útvarps- stöðvarnar nú nýlega sagði Svetlana viðvíkjandi þessum réttarhöldum: „Við getum ekki leitt þessi réttarhöld og skírskotun tvímenninganna hjá okkur . . . Við getum ekki verið þögul andspænis ofsókn um gegn grundvallarréttind- um mannsins, hvar í heimin- um, sem þær eiga sér stað. Við verðum að veita allt okk ar fulltingi þeim, sem varð- veita heiðarleik sinn og hug- rekki jafnvel þar sem ástand- ið er óþolandi, þeim sem hafa styrk til að berjast“. Svetlana benti á, að yngri kynslóðin í Sovétríkjunum sýndi æ meira hugrekki til að gagnrýna og mótmæla skorti á lýðræði og óhæfri stjórn sov ézkra ráðamanna. f yfirlýsingu sinni í The New York Times sagði Svetl ana, að þessi réttarhöld væru Framhald á bls. 31 Shell-stöðin í Rotterdam er ein stærsta oliuhreinsunarstöð heims og við hana er fjöldi olíugeyma og mikil hafnarmannvirki. Við bryggjurnar voru nokkur olíu- flutningaskip félagsins, en ekki er vitað að tjón hafi orðið á þeim, enda sigldu þau flest á brott hið skjótasta strax eftir sprenginguna. Forstjóri stöðvarinnar, I. van den Berg, segir að á rúmlega 60 þúsund fermetra svæði, þar sem stóðu geymslur og birgðaskemm- ur, standi nú ekki steinn yfir steini eftir. sprenginguna, en gluggarúður brotnuðu í margra kílómetra fjarlægð. Eldurinn breiddist ört út og teygðu eld- tungurnar sig upp í 120 metra hæð. Um 600 manns voru við vinnu í stöðinni þegar sprengingin varð, og slösuðust margir þeirra, en fæstir alvarlega. Aðallega hlutu þeir sár af splundruðum gluggarúðum. Hvirfilbylur í Mozombique Loureneo, Marques, 20. jan AP FIMMTÁN munu hafa farizt og fjögurra er saknað eftir að hvirf ilbylur gekk yfir norðlæg strand héruð Afrikurikisins Mozam- bique. Hiitabeltiisstormurinn, sem veð urfræðingar nefna Georgette, olli mestu tjóni í smáborgunum Antonio Enes, Boila, Larde og Quinga. Plantekrur gereyðillögð- ust á þes.su svæði og fólk flýði heimili sín í þúsundatali. Mörg hundruð fjölskyldna eru nú heimilislausar á stormasvæðun- um og er tjónið metið á millj- ónir dala. 25 þingmenn reknir úr Verkamannaflokknum — vegna óhlýðni við Wilson London, 20. jan. (AP). TUTTUGU OG FIMM þingmenn brezka Verkamannaflokksins hafa verið reknir úr flokknum — að minnsta kosti um stundarsak- ir — fyrir þá sök að hafa ekki greitt tillögum stjórnarinnar í efnahagsmálum atkvæði á þingi nú í vikunni. Greip flokksstjóm- in til þessara aðgerða eftir að einn hinna brottreknu, Reginald Paget, hafði krafizt þess að Har- old Wilson segði af sér forsætis- ráðherraembætti. Brottrekstrartilkynningin er gefin út í nafni John Silkins, framkvæmdastjóra þingflokks Verkamannaflokksins, að loknum viðræðum hans við Wilson og meðráðherra hans. Þykir brottreksturinn benda til þess að Wilson hafi ákveðið að grípa í taumana til að tryggja frekari samstöðu þingmanna flokksins í framtiðinni. Það hef- ur nokkrum sinnum komið fyrir áður að einstaka þingmönnum, og jafnvel fámennum hópum þingmanha hefur verið vikið úr Verkamannaflokknum, en sjald- an eða aldrei jafn mörgum í einu og nú. Talið er fullvíst að flestir hinna brottreknu fái á ný að fylkja sér í raðir Verkamanna fiokksins ef þeir heita flokknum og flokksforustunni meiri trú- mennsku í framtíðinni. Þótt það dragist eitthvað að þingmennirnir 25 gangi á ný í raðir Verkamannaflokksins, þarf Wilson forsætisráðherra ekki að óttast að andstæðingar hans nái meirihluta á þingi. Þingmanna- fjöldi í Neðri málstofu brezka þingsins á að vera 630, og skipt- ast sætin nú sem hér segir milii flokka: Verkámannaflokkur 352, íhaldsflokkur 254, Frjálslyndi flokkurinn 12, fimrn aðrir flokk- ar, þar á meðal þjóðernissinnar í Wales og í Skotlandi, hafa eitt sæti hver, og sex sæti eru óskip uð. Um 20 hinna brottreknu þing- manna Verkamannaflokksins eru úr vinstri armi flokksins, og með al þeirra er leiðtogi vinstri arms- ins, Michael Foot. Hinir fimm eru flestir hægri sinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.