Morgunblaðið - 28.01.1968, Page 12
12
MORGUNÐLAÐH), SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1968
Hiartagræðsla
GREIN sú, er hér birtist, er hin fyrsta af þremur,
sem blaðamaður Morgunblaðsins hefur tekið saman
um hjartagræðslurnar, sem læknar í S-Afríku og
Bandaríkjunum hafa að imdanförnu framkvæmt.
Fyrsta greinin fjallar um aðdraganda þessarar
læknisaðgerðar, næsta grein fjallar um fyrstu að-
gerðina, sem dr. Christian Barnard í Höfðaborg gerði
og sú þriðja um ýmiss konar bollaleggingar manna
um siðferðilegar og þjóðfélagslegar hliðar málsins
og efasemdir um réttmæti þess, að framkvæma
hjartagræðslu meðan tilraunir eru ekki lengra á
veg komnar. Ennfremur verður minnzt á ýmsar
aðrar aðgerðir, sem læknar hafa gert tilraunir með
á síðustu árum.
Öldum saman hafa skurð-
læknar látið sig dreyma um
þann dag, er þeir gætu skipt
um limi og vefi í mönnum eins
og skipt er um hluti í vélum og
tækjum — og stöðugt hafa þeir
og aðrir iðkendur læknavísinda
verið að þoka sér nær því
marki. Um gervallan heim hafa
menn velt vöngum yfir vanda-
málum mannslíkamans og gert
sleitulausar tilraunir með það
fyrir augum að leysa þau. Þeim
hefur miðað áfram, skref fyrir
skref, þessum nafnlausa skara
vísindamanna — og stundum í
stórum stökkum, þegar ein-
hverjum hefur tekizt að leysa
einhvern rembihnútinn, kann-
ski af tilviljun, kannski vegna
þess, að hann hefur getað séð
fyrri þekkingu í öðru ljósi en
aðrir.
1. grein
Menn hafa lengi fengizt við
tilraunir til að lappa upp á
mannslíkamann með varahlut-
um, bæði gervihlutum allskon-
ar og varahlutum úr öðru fólki.
Hvorutveggja hefur reynzt
margskonar annmörkum háð,
en hefur þó hið fyrra gefizt
öllu betur til þessa. Mannslík-
aminn hefur látið sér betur
lynda aðskotahluti úr plasti og
öðrum slíkum dauðum efnum
en lifandi vefi úr öðrum lík-
ömum. Hann hefur ekkert vilj-
að hafa saman við þá að sælda.
Lengi framan af fengu menn
ekki skilið hvaða vopn það var,
sem líkaminn beitti gegn að-
skotavefjum. ítölskum skurð-
læknum á endurreisnartíman-
um tókst stundum að lappa urp
á riddaraleg nef, sem höfðu
komizt í of náin kynni við sverð
eða beittan kuta, með því að
græða á þau skinn af öðrum
hlutum líkamans, en reyndu
þeir að nota skinnpjötlu af ein
hverjum öðrum, flagnaði hún
jafnharðan af, hversu tiginna
ætta sem eigandi hennar eða
viðtakandi voru. Urðu menn þá
oft að sætta sig við neflausa á-
sjónu sína eða gera eins og sagt
er að danski stjörnufræðingur-
inn Tycho Brahe hafi gert —
að láta setja á sig silfurnef.
Læknisfræðin tók eitt af sín-
um „stóru framfarastökkum“
laust upp úr síðustu aldamótum
þegar austurrískur meinafræð-
ingur, Karl Landsteiner upp-
götvaði að blóð manna skiptist
í fjóra aðal flokka, sem hann
nefndi A, B, AB og O. Seinna
varð ljóst, að þessir aðalflokkar
skiptust í marga tugi undir-
flokka og vita menn víst ekki
enn hversu margir þeir eru. En
þá um skeið höfðu verið gerð-
ar tilraunir með að skipta um
blóð vegna blóðmissis en með
litlum árangri. Nú urðu hins-
vegar miklar framfarir í þeim
efnum. Menn fundu út, að væri
sjúklingi gefið blóð úr blóð-
flokki, samsvarandi hans eigin
blóði, væri það í lagi — en
fengi hann blóð út öðrum blóð
flokkum var hann dauðans mat
ur.
Á næstu áratugum urðu þær
framfarir helztar í „varahluta“
aðgerðum, að það tókst að
græða framandi hornhimnu á
auga en hún hefur þann kost
að um hana rennur ekkert blóð.
Það gerði Rússinn Vladimir Fila
tov árið 1924 en nokkru áður
hafði skozkum lækni, W. Mace
wen tekizt að lagfæra bein með
beinflísum úr öðrum líkama.
Nú mun sá háttur hafður við
beinflutning að taka úr aðkomu
beinunum þau efni, sem valdið
geta frávísandi viðbrögðum.
Á fyrstu áratugum aldarinn-
ar náðu bandaríski lífeðlisfræð-
ingurinn Charles Claude Guth-
rie og Alexis Carrel, franskur
líffræðingur og skurðlæknir,
miklum árangri í vefjaflutning
um, það er að segja, að því er
varðaði hina skurðtæknilegu
hlið þeirra. Þeir lögðu grund-
völl að þeirri tækni, sem þarf
til að sauma saman sleipar æð-
ar svo að þær ekki leki og ekki
myndist blóðsegi í æðinni. Eft-
ir sem áður stóðu menn ráð-
einskis orðið — og þetta skýrði
líka þá undantekningu, sem þar
varð á, þegar læknum í Boston
tókst að flytja nýra milli ein-
eggja tvíbura.
Læknar sáu, að við svo búið
mátti ekki standa. Því var haf-
izt handa um að finna leiðir til
að brjóta niður í vissum tilfell-
um þetta mikilsverða varnar-
kerfi líkamans og fá hann til að
veita viðtöku nýjum vef. Hefur
náðzt töluverður árangur með
notkun röntgengeisla og tveim
ur flokkum lyfja,' annarsvegar
lyfjum, sem notuð eru gegn
krabbameini, hinsvegar sv*köll
uðum steroidum. Og jafnframt
var haldið áfram að fullkomna
tæknihlið vefjaflutninganna,
skurðaðgerðina sjálfa, með
sleitulausum tilraunum á hund-
um, öpum og öðrum tilrauna-
dýrum. Einn bandarískur lækn
ir reyndi að græða hjarta úr
shimpansa í mann en það dugði
ekki nema rúma klukkustund.
Einn þeirra manna, sem náð
hafa lengst í þessum skurðað-
gerðum er dr. Norman E. Shum
ári, að hollenzkur vísindamað-
ur, dr. Jan van Rood, birti nið-
urstöður rannsó,kna, sem ‘hann
hafði lengi unnið að á þessu
sviði. Þar með var tekið enn
eitt langstökkið í læknisfræð-
inni. Hann hafði fundið leið til
þess að greina skyldleika vefja
í mönnuim, Hann byggði tilraun
ir sínar að sjálfsögðu á athug-
unum fjölda annarra visinda-
manna, m.a. Frakikans Jean
Dausset. En inntak málsins er
í stuttu máli þetta: Komið hef-
ur í ljós, að hvítu blóðkornin
skiptast í flokka á svipaðan
hátt og blóðið (fer þó ekki eftir
blóðflokkunuim). Það er að
segja, að viðbrögð hvítu blóð-
kornanna við framandi vefjum
eru mdsjafnlega siterk og fara
eftir því, hvaða flokkur hvítra
blóðkorna var í líkaananum,
sem vefurinn vsir tekinn úr.
Þessi vitneskja vakti eðlilega
strax vonir um, að hægt yrði
að skipta um vefi með því að
flokka hvítu blöðkornin. En
spurningin var hvernig hægt
væri að greina milli vefjaflokk
anna. Munurinn milli þeirra
var miklu minni en svo, að
unnt væri að greina þá með þá
þekktum aðferðum. Og það
voru þeir Jean Dausset og van
Rtood, sem fundu svarið.
Það hafði lengi verið vitað,
að í eineggja tvíburum mynd-
uðu hvítu blóðkornin ekki við-
.
Adrian Kantrowitz
Dr. Norman E.Shumway
Dr. Christian Barnard
tilraunir með hjartagræðslu
margfalt auðveldari og þeir
menn, sem vitað var að stóðu
fremst á þessu sviði voru komn
ir það langt, að þeir ihöfðu lýst
því yfir, nokkru áður en
Christian Barnard gerði aðgerð
ina í S-Afríku, að hjarta-
græðsla yrði reynd á mönnum
mjög fljótlega.
Þeir fremstu voru taldir: dr.
Shumway í Stanford, sem fyrr
var getið, en hann hefur gert
samtals um 400 tilraunir á
hundum og getað látið þrjá
hundana lifa í meira en ár
með ný hjörtu; Adrian Kantro-
witz, sikurðlæknir við Maknioni-
des-sjúkrahúsið í New York,
sem einnig hefur gert um 400
tilraunir á hundum — og nú
tvær tilraunir til að græða
hjarta í menn, fyrst lítið barn,
síðan fullorðinn karlmann —
en báðir sjúklingarnir létust;
Donald Longmore við National
Heart Hospital í London, sem
hefur gert um 300 tilraunir á
hundum og náð mjög góðum
árangri, en hann græðir í bæði
hjarta og lungu í senn.
Allir þessir menn og fleiri,
víða um heim, voru reiðubúnir
þegar fyrir nokkrum vikum.
Gamall draumur lækna að rætast?
þrota gagnvart þeirri staðreynd,
að líkaminn vísaði stöðugt frá
sér öllum aðkomuvefjum,
hversu haganlega, sem þeir
voru í saumaðir. Það var ekki
fyrr en árið 1953, sem loksins
fannst skýring á þessu fyrir-
bæri. Það „stökk“ þakkar lækn-
isfræðin hvað helzt Bretanum
Sir Peter Brian Medawar, sem
hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir
rannsóknir sínar á þessu sviði.
Skýringuna var að finna í hvítu
blóðkornunum, sem eru varnar-
sveit líkamans. Með einhverj-
um hætti geta hvítu blóðkom-
in gert greinarmun á efnum lík
amans og framandi efnum, sem
koma inn í blóðrásina. Þegar
þau verða þessara efna vör,
mynda þau efni, sem tengjast
aðskotaefnunum og gera þau
svo girnileg, að aðrar hvítar
blóðfrumur ráðast á þau og
svelgja þau í sig. Og hvítu blóð
kornin eru langrækin. Næst
þegar samskonar aðskotaefni
gera innrás í líkamann eru þau
ennþá fljótari að bregðast við.
Á þessu byggjast m. a. ónæmis
aðgerðir alls konar.
En þótt hvítu blóðkornin séu
snjöll geta þau ekki með
nokkru móti gert greinarmun á
stórhættulegri sjúkdómsbakter-
íu eða veiru og heilum aðskota
vefjum á borð við nýru eða
hjörtu. Þau kæra sig kollótt um
það, þótt þeir séu þar komnir
fyrir tilverknað læknis, sem
ekki vill sjúklingnum annað en
gott eitt. Þarna var komin skýr
ing á því hversvegna allar til-
raunir til að græða skinn eins
manns á annan höfðu mistekizt
og líka hversvegna allar tilraun
ir til að flytja nýru höfðu til
way, sem starfar við Stanford
háskólasjúkrahúsið í Kaliforníu
og grædidi hjartað í Mike Kasp
erak á dögunum. Dr. Shurrv
way er upphafsmaðUr tækni-
legra framfara í 'hjartagræðslu,
sem eru í því fólgnar, að efsti
hluti hjartans, sem ber hinar
stóru æðar, er liggja að og frá
hjartanu, er skilinn eftir, þeg-
ar bilaða hjartað er tekið úr
sjúklingnum. Þetta gerir að-
gerðina miklu einfaldari en
vera miundi ef hjartað væri allt
tekið og sauima þyrfti saman
allar æðarnar. Ennfremur er
gangráður hjartans (sá hluti,
sem kemur hjartaslættinum af
stað og ræður hraða hans) í
þessum hluta og helztu taugar,
sem til hjartans liggja, enda
þar. Þessar taiugar rofna því
ekki og nýja hjartað, sem grætt
er í sjúklinginn, getur lotið
stjórn taugakerfisins.
Raunar hafði Shumiway áð-
ur sýnt fram á, að það kaami
ekki að sök þótt hjartað væri
slitið úr tengslum við tauga-
kerfið, því að starfsemi hjart-
ans gæti aðlagast þörfum líkam
ans fyrir áhrif efna, sem ber-
ast til þess með blóðinu, m.a.
adrenalíns. Ástæðan er m.a. sú,
að hjartað hefur innbygigðan
sjálfvirkan útbúnað, sem kem-
ur því af stað og viðheldur
hjartaslættinum. Áhrif tauga
og efna, sem berast hjartanu
með blóðinu, eru fyrst og
fremist þau, að breyta hraða
hjartsláttarins eftir (þörfum
líkamans.
En svo vikið sé aftur að varn
arkerfi hvítu blóðkornanna, þá
gerðist það fyrir um það bil
nám gegn vefjium, sem flutt-
ir voru á milli þeirra. Sama
hafði gi'lt um tvíbura, sem í
móðurkviði höfðu sameiginlega
fylgju. En þeir Dausset og van
Rood komust á slóðina með því
að rannsaka vanfærar konur.
Vanfærar konur og bömin,
sem þær bera undir brjósti,
hafa oft mismunandi vefja-
flokka alveg eins og blóðflokk-
ar þeirra geta verið mismun-
andi. Ef blóð þeirra blandast
saman þegar svo háttar, getur
það valdið dauða beggja. En al-
gengt er, að dálítill leki verði
gegnum fylgjuna o.g virðisf
blóð móðurinnar þá geta að-
lagazt þessum kringum stæðium
og myndar þá ekki mót-
efni. í slíkum tilfellum getur
svo farið, að blóðvökvi þessara
kvenna veiti ekki viðnám að-
komuvefjum, sem eru af sama
flokki og vefir barnsins, sem
þær gengu með.
Van Rood áætlar að 'hjá 50%
vanfærra kvenna komi fram
þessi leki um fylgjuna en að-
eins í einni af hverjum tíu
þeirra sé hann svo mikill, að
blóðvökvinn verði nægilega öfl
ugur prófvökvi.
Von Rood hefur gert um 6000
tilraunir með þetta og notað
rafeindaheila til að vinna úr
upplýsingum, sem þar hafa
fengizt .Enn er ekki vitað með
vissu hve margir flokkar vefja
eru, þeir skipta sennilega tug-
um eins og blóðflokkarnir. Van
Rood hefur skipt þeim í fimm
aðalflokka og jafnframt fundið
fljótvirka leið til þess að flokka
vefina.
Með vefjaflokkuninni urðiu
að taka til við fyrsta manninn,
Dr. Shumiway hafði þegar valið
sinn fyrsta sjúkling, mann hald
inn hjartasjúkdómi, sem víst
var að mundi draga hann til
dauða. Hann beið aðeins eftir
að fá í hendur dauðvona
mann, er hefði heilhrigt hjarta
og væri af sama vefjaflokki og
hjartasijúklingurinn.
Tilviljunin 'hagaði því svo,
að það var lítt þekktur læknir
í Suður-Afríku Chrisitian Barn
ard, sem fyrstur fram'kvæmdi
aðgerðina. Hinir 'hafa síðan
fylgt á eftir. Allir hafa þessir
læknar misst fyrstu sjúklinga
sína og dr. Kantrowits raunar
tvo eins og fyrr sagði og sá
eini, setm nú lifir með aðkomu-
hjarta í brjósti er tannlæknir-
inn Blaiberg, annar hjarta-
græðslusjúklinigur dr. Barnards.
/■
Látið ekki dragast að athuga
bremsurnar, séu þær ekki
lagi. — Fullkomin bremsu-
þjónusta.
Stilling
Skeifan 11 - Sími 31340