Morgunblaðið - 28.01.1968, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 196«
JMgqpmfrlofrUr
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
f lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands.
FISKELDI
k undanförnum árum hefur
áhugi manna á fiskeldi
aukizt mjög, ekki sízt eftir
jákvæðan árangur af marg-
víslegum tilraunum, sem
gerðar hafa verið í þeim efn-
um, bæði að frumkvæði ein-
staklinga og einnig Veiðimála
stofnunar ríkisins. í viðtali
við Morgunblaðið í gær sagði
I>ór Guðjónsson veiðimála-
stjóri m.a.:
„Framfarir hafa orðið mikl
ar í fiskeldi hérlendis á síð-
ustu árum og þróunin verið
ör. Setur nú fiskeldið óneit-
anlega talsverðan svip á veiði
málin, og er árangur af að
sleppa gönguseiðum að koma
fram í sumum veiðiánna. Sl.
ár var sleppt 120—130 þús.
gönguseiðum í ár víðsvegar
um landið og hefur seiðafram
leiðslan aukizt um 100% frá
því 1966, en þá var sleppt um
60 þús. gönguseiðum. Árið
áður var sleppt í árnar um
30 þús- gönguseiðum. Enn er
fiskeldið þó allt á byrjunar-
stigi, þar sem vissan tíma
þarf til að koma fótum undir
það — komast upp á lagið
með að ala seiðin upp í göngu
stærð, koma upp eldisstöðv-
um, þjálfa fólk til starfa og
nægt fjármagn,1.
f fiskeldismálum er fyrst
og fremst um þrjár leiðir að
ræða. I fyrsta lagi að ala upp
gönguseiði í eldisstöðvum og
sleppa þeim síðan í veiðiár.
Þetta er sú leið, sem aðal-
lega hefur verið farin hér á
landi nú um nokkurt árabil,
og hefur þegar gefið mjög
góða raun, þar sem glögglega
hefur sannast, að laxar koma
aftur í þær veiðiár, sem
gönguseiðunum var sleppt í.
í öðru lagi er um að ræða
fiskeldi í vötnum og þá fyrst
og fremst með því að sleppa
silungaseiðum í vötn, þar sem
þau síðan alast upp, og í
þriðja lagi er sú leið fyrir
hendi að ala fiskinn upp í
eldisstöðvum til slátrunar,
þegar hann hefur náð ákveð-
inni stærð.
Þótt aðallega hafi verið
gerðar tilraunir með að
sleppa gönguseiðum, er full
ástæða til að gera frekari til-
raunir með að rækta fiskinn
upp í vötnum eins og t.d.
Þingvallavatni og einnig í
fiskeldisstöðvum.
Það er tæplega nokkrum
vafa bundið lengur, að hér
getur orðið um að ræða mjög
umfangsmikla atvinnugrein í
framtíðinni. Víða um land
eru ár, sem eru vel til þess
fallnar að sleppa í þær seið-
um og gera þær að góðum
laxveiðiám og einnig er víða
góð aðstaða til ræktunar í
vötnum og til fiskeldis í sér-
stökum stöðvum.
Grundvallarskilyrði fyrir
því að þessi atvinnugrein
geti komizt á legg er þó, að
fjárhagslegur grundvöllur
verði fyrir henni. Stofnlána-
deild landbúnaðarins er
heimilt að lána fé til fiskeld-
is, þótt ekki hafi komið til
þess enn, þar sem hún hefur
haft öðrum verkefnum að
sinna. En vissulega væri
æskilegt að efla stofnlána-
deildina svo, að hún hafi að-
stöðu til að lána fé til fisk-
eldis.
Þörfin fyrir nýjar atvinnu-
greinar hér á landi er öllum
augljós- Fiskeldi í vötnum og
ám og í fiskeldisstöðvum,
getur orðið mjög umfangs-
mikil atvinnugrein, ef rétt er
á haldið og er því rík ástæða
til að stuðla að því að svo
geti orðið. í þessu sambandi
ber einnig að leggja áherzlu
á undirbúning fiskiræktar í
fjörðum íslands, sem vafa-
laust getur átt verulega fram-
tíð.
KOMMÚNISTAR
SAMIR VIÐ SIG
Afstaða kommúnista til at-
^ vinnuvega landsmanna er
harla einkennileg. Það hefur
um nokkurt árabil verið eitt
helzta árásarefni þeirra á
ríkisstjórnina og stuðnings-
flokka hennar, að ekki væri
nægilega vel að atvinnurekst-
inum búið. Jafnhliða hafa
kommúnistar verið manna
skeleggastir í því að stuðla
að vaxandi tilkostnaði at-
vinnufyrirtækjanna með
óraunhæfum kaupkröfum.
Um þessar mundir er verið
að vinna að lausn vandamála
frystihúsanna, sem eru ein
meginundirstaða atvinnulífs-
ins í landinu og veita mikla
atvinnu um land allt. Þá
bregður svo við, að kommún-
istablaðið birtir forustugrein,
þar sem fárast er yfir því, að
„þjóðnýta“ eigi töp atvinnu-
fyrirtækjanna. í einu orðinu
ræðst kommúnistablaðið sem
sagt á ríkisstjórnina fyrir of
dræman stuðning við atvinnu
vegina, í hinu orðinu stuðlar
kommúnistablaðið að því að
auka á erfiðleika þeirra með
því að ýta undir aukin til-
kostnað, og loks er skammast
yfir því, þegar gera á ráð-
stafanir til þess að tryggja
sæmilegan rekstrargrundvöll
fyrir eina höfuðatvinnugrein
landsmanna. Það er lítið sam-
ræmi í slíkum málflutningi.
Sambúi Spánverja og
Rússa verður nánari
Fá Rússar flotastöð á Spáni?
ÓVENJULEG afsökun birt-
ist nýlega í sovézka stjórn-
málagagninu „Izvestia". Á-
staeðan var sú, að nokkrum
dögum áður hafði blaðið birt
grein, þar sem því var hald-
ið fram, að „konungsstjórn
á Spáni gæti haft það í för
með sér að Franco-stjórnin
hyrfi úr sögunni og stuðlað
að breytingum í lýðræðisátt".
Þessi ummæli vöktu gífur-
lega reiði spánskra kommún-
ista, sem margir dveljast í
.tlegð í kommúnistalöndun-
um í Austur-Evrópu, þar sem
þeir fá ekki að sta-rfa á
Spáni.
Útvarpsstöð, sem spánskir
kommúnistar reka í Tékkó-
slóvakíu, bar fram harðorð
mótmæli, og skömmu síðar
varð „Izvestia" að draga í
land. Blaðið játaði, að „margt
s-kynsamlegt hefði komið
fram í gagnr. hinna spönsiku
kommúnista'í og ful'lvissaði
þá um, að athugasemdir
s-tjórnmálafréttaritara blaðs-
ins um konuingsstjórn á
Spáni „túlkuðu ekki st-efnu
sovézka kommúnistaflokks-
ins“.
Hvað bjó á bak við ?
Þó er með öllu ósennilegt,
að einhver stjórnmálafrétta-
ritari hafi u-pp á sitt eins-
dæmi birt þessa athyglisverðu
yfirlýsingu, -sem hlaut að
verða skoðuð sem viðleitni
til að friðmælast við stjórn
Franoos á Spáni. Sennilegt er,
að spánskir kommúnistar
hafi mótmælt ummælun-um
einmitt vegna þes-s, að þeir
töldu að sovézkir ráðamenn
eða að minnsta kosti viss öfl
í æðstu forystu Sovétríkj-
ann-a væru sammála þeim
sjónarmiðum, sem kom-u
í „IzveS'ti-a“-greininnig. Margt
bendir til þess, að greinin
hafi verið birt í tilraun-askyni
til þess að kanna hvaða und-
irtektir hún f-engi, og þess
vegn-a hafa spánskir kommún
istar brugðizt hart við og
mótmæk kröftu-glega.
Greinin var greinilega skrif
uð í tilefni þess, að Juan
Carlos prins, sem almennt er
talið að Franco þjóðarleið-
togi hafi augastað á sem
konungi Spánar að sér látn-
um, átti nýlega þrítugsaf-
mæli og náði þeim aldri sem
tilskilinn er í spönsku stjórn
arskránni til þess að hann
getið tekið við konungdómi.
Af þessum sökum virðast
eiga sér stað umræður að
tjaldabaki í Moskvu um sam
skipti Rús-sa við Spánverja í
framtíðinni. Á undanförnum
árum hefur sam-búð Rússa og
Spánverja batnað til muna,
og af beggja hálfu hefur
margt verið gert til þess að
gera sams-kipti landanna nán-
ari. ,
Juan Carlos: Hafa R.ssar
samúð með honum?
Spánn og Sovétríkin hafa
ekki haft með sér stjórnmála
samband síðan borgarastyrj-
öldinni lauk fyrir þrjátíu ár-
um, en verzlun landanna fer
ört vaxandi og menningar-
samskipti hafa stóraukizt.
Þessi þróun hófst fyrir n-okkr
um árum þegar þáverandi
sendiherra Spánar í París,
Areila von Montrico greiíi,
hóf leynilega-r viðræður við
sovézka erindreka. Rússnesk
ir og spánikir diplómatar
héldu þessum viðræðum á-
fram í Helsingfors og Lenín-
grad, og margar sovézkar
,,menningarheim.sóknir“ til
Spánar fylgd-u í kjölfarið.
Ekki alls fyrir löngu gerðist
það er Spánverjar og Rússar
háðu lan-dskeppni í knatt-
spyrnu, að Franco hers-höfð-
ingi tók sér sæti við hliðina á
sovézka fánanum. Fyrir fimm
mánuðum hófust reglulegar
skipaferðir milli Barcelona og
Svartahafshafna Sovétríkj-
anna. Spán-ska höfnin Sevilla
er nú fastur viðkom-ustaður
skipa-, sem er í förum milli
Sovétríkjanna og Kanada, og
æ fleiri Rússar flykkjast í
skemmtiferðir til Spánar og
Kanaríeyja. Þes-si þróun náði
hámarki þega-r sovézka skóla
skipið „Towarich“ kom ný-
lega í opinbera heimsókn til
Barcelona og Palma de Mall
orca. og á báðum stöðunum
fengu sovézku sjóliðarnir
innilegar viðtökur.
Sovézk herstöð?
Það er heldur engin til-
viljun, að blöð á Spán-i með
falangistam-álgagnið „Ariba“
í broddi fylkingar hafa að
undanförnu birt marga og
lan-ga greinarflokka um Sov-
étríkin, og það er staðreynd
að sovétstjórnin stendur um
þes-sar mundir í samningu-m
um kaup á lóð í Ba-rcel-ona
undir ræðismannsskrifstofu.
Sovézki diplómatinn Smysl-
ov, sem stjórn-ar þes-sum sam-n
ingaviðræðum að Rú-ssa hálf-u,
hefur gefið í skyn í viðtali
við blaðið „Telex Express"
í Barcelona, að hann m-uni
ta-ka við ræðismannsstarfinu.
Spánverjar hafa um árabil
árangurslau-st leitað eftir að-
ild að Atlant-shafsbandalag-
inu og Efnahagsbndlginu og
reinf af frem-sta megni að
1-osna úr ein-an-grun sinni. Auk
in samskipti við Rús-sa eru
liður í þessum tlrau-num, og
Spánverjar -hafa snúið -sér
meir og m-eir að þeim vegna
þess að rfkin í Vestur-Evrópu
hafa viljað sem minnst hafa
saman við Spán-v. að sælda
enda eru minningarnar um
borgarastyrjöldin-a á Spáni
mörgum enn í fersku minni.
Rúsar virða-st hins vegar
ekki leng-ur láta slíkar hu-g-
sjónaástæður hafa áhri-f á sig
og hugsa um það fyrst og
fremst að auka áhrif sín á
Miðjarða.rha-fi. -sem farið hafa
sí-vaxandi síðan styrjöld
fsraelsmanna og Ara-ba lauk.
Þeir hafa stóran hers-kipa-
fl-ota á Miðjarðarhafi og eru
orðnir Miðjarða-rbafsstórveldi.
Nú reyna þeir einni-g að
tryggja sér fótfestu við vest-
anvert Miðja-rðarhaf, enda
h-efiur svæðið allt ekki aðein-s
h-ernaðarlega þýðingu heldur
ein-n-ig pólitíska.
f Madrid er jafnvel orð-
rómur á kreiki um það, að
Rússar og Spánverjar reyni
nú að ná samkom-ulagi um
að þeir reisi samei-ginlega
flotastöð í grennd við La
Curuna.
Brctar unnu Monte
Carlo kappuksturinn
Tveir fyrstu óku í Porche bílum
ENGLENDINGURINN Vic El-
ford og landi hans David Stone
sigruðu í Monte Cark) kapp-
akstrinum í ár. Óku þeir í þýzkri
Porsche bifreið. Náðu þeir for-
ystunni á síðasta sprettipum,
hraðatilraun í Monte Carlo en
fram að þeim tíma hafði fransk
ur maður haft forystuna — en
varð að hætta er hann ók á tálm
Un úr snjó og grjóti, sem ungir
drengir höfð-u hlaðið á veginn.
í öðru sæti urðu Finn-arnir
Pauli Toivonen og Martti Tikk-
anen, sem einnig óku í Porsche
bifreið. í 3. sæti varð Finninn
Aaltonen og Englendingurinn
Liddon.
í flokki kvenna vann Moss-
Carlosson í 6. sinn í röð. Hún
ók í Lancia Fulvia-bifreið og
Elisabeth Nyström var aðstoð-
aröku-maður.
Eldur í bút og
nýbyggingu
ELDUR kom upp í bát, er lá við
Grain-da-garð í fyrrad. um tol 17.45
Kviknað hafði í út frá olíiuofni,
er notaður var til þess að þurrka
lest bátsins. Búið var að slök-kva,
er slökkviliðið kom á staðinn og
s-kemmdir urðu svo til engar.
Þá kviknaði í gær í ofni í ný-
byggingu Sparisjóðs Reykjavík-
ur að Skólavörðustíg 13. Var til-
kynnt u-m eldinn kl. 18,10. og
tókst að ráða niðurlögum hans
þegar í stað. Engar skemmdir
munu -hafa orðið.