Morgunblaðið - 28.01.1968, Qupperneq 17
MORGUN'BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JANÚAR lí>68
17
Frábær lífsþrótt-
ur
Enginn, sem sér Gísla Jóns-
son fyrrv. alþingisforseta á götu,
mundi ætla, að þar færi maður
kominn á sjötugasta og níunda
aldursár, svo hress og léttur sem
hann er í spori. Lífsþróttur og
athafnaþrek Gísla hafa ætíð ver
ið með einsdæmum. Hann ruddi
sér sjálfur braut til náms og
varð skjótlega einn fremsti mað-
ur sinnar stéttar, vélstjórastétt-
arinnar, sem hann átti ríkan
þátt í að móta á hennar upp-
vaxtarárum. Síðan gerðist hann
umsvifamikill athafnamaður í
landi, ekki einungis í sínu fagi
heldur og í útgerð og verzlun.
Rúmlega fimmtugur varð hann
þingmaður og sat þar lengst af
í rösklega 20 ár. Framan af var
hann þingmaður Barðstrend-
inga og að síðustu allra Vest-
Frá Reykjavíkurhöfn
REYKJAVÍKURBRÉF
'Laugardagur 27. jan.
firðinga. Þegar Gísli varð þing-
maður í Barðastrandarsýslu mun
ekkert kjördæmi hafa verið erf-
iðara yfirferðar. Innan skamms
varð Gísli, með látlausum ferða-
lögum, öllum öðrum þingmönn-
um kunnugri í kjördæmi sínu.
Enn eru vegalengdir hinar sömu
og áður í Barðastrandarsýslu, en
óviðjafnanlegt er hversu þar er
orðið greiðfærara, og er það
engum einum manni meira að
þakka en Gísla. Á Alþingi lét
Gísli ekki kjördæmishagsmuni
eina til sín taka, heldur var ætíð
í hópi hinna atkvæðamestu
þingmanna. Hann var lengi for-
maður fjárveitinganefndar og
síðar utanríkismálanefndar.
Nokkur ár var hann forseti efri
deildar og gegndi því starfi af
slíkum skörungsskap, að jafn-
vel þaulreyndir þingmenn óttuð-
ust hann eins og börn strang-
an kennara.
Graindist inanii-
leysan
Mörgum er það enn í minni,
þegar einn helzti þingskörung-
urinn á þeim árum, Haraldur
Gu’ðmundsson, bar fram við
Gísla bljúga afsökun fyrir að
hafa komið örfáum mínútum of
seint svo að hann náði ekki
fundarsetningu í efri deild. Um
skeið var Gísli forseti Norður-
landaráðs, Fyrsti fundur þess
hérlendis var haldinn undir
hans forsæti og var mjög vitn-
að til hinna höfðinglegu mót-
takna sem hann stóð þá fyrir
Gísli hætti þingmennsku 1963,
kominn hátt á sjötugasta og
fjórða aldursár, ekki vegna þess
að hánn skorti fylgi til áfram-
haldandi þingsetu heldur af því,
að hann gaf ekki lengur kost
á sér, þrátt fyrir að komið var
í ljós, að hann hafði manna
mest fylgi á meðal kjörmanna.
Ekki settist Gísli þá í helgan
stein, heldur hóf nú ritstörf. Á
árinu 1966 kom út eftir hann
fróðleg bók um foreldra hans
og hans eigin æsku og nú í haust
skáldsaga, sem hann nefnir Mis-
gjörðir feðranna. Sú bók lýsir
mikilli hugkvæmni og frásagnar
gleði, slíkri, sem almenningur
hér á landi hefur haft unun af
öldum saman. Ekki verður sagt,
að allir atburðir bókarinnar séu
með öllu sennilegir, en frá-
sögnin nær þeim tökum á les- :
endum, að fyrir skömmu sagði
kona ein í samkvæmi: „Mikið
varð ég í gærkvöldi reið vi’ð
hann Jóhann fyrir það, hvílík
mannleysa hann gat verið“. Þeg-
ar hún var um það spurð við
hvaða Jóhann hún ætti, svaraði !
hún: „Hann Jóhann í sögunni
hans Gísla Jónssonar sem ég
var að lesa“. Eftir meiru getur
sagnamaður naumast óskað en
menn hrífist á þennan veg með
örlögum þeirra, sem hann segir
frá.
149 lærðu íslenzku
Prófessor við Chicagoháskóla
Gösta Franzén að nafni, Svíi eða
a.m.k. sænskur áð uppruna,
skrifaði nýlega grein um nám í
norrænum tungumálum í Banda-
ríkjunum. í grein sinni skýrÍT
hann frá rannsóknum, sem gerð-
ar hafa verið á því hversu marg-
ir hafa um alllangt árabil lagt
stund á norræn mál við skóla í
Bandaríkjunum, þ.e.a.s. mismun
andi tegundir framhaldsskóla og
háskóla. Samkv. þessum skýrsl-
um hefur dregið úr námi í þess-
um greinum í framhaldsskólun-
um á síðari árum, en það aukizt
að sama skapi í háskólum. Áður
fyrri telur hann, að það hafi
einkum eða nær eingöngu ver-
ið afkomendur innflytjenda úr
tilteknu landi, sem í framhalds-
skólum lærðu mál þess. Á þessu
; að vísu orðin nokkur
breyting, eftir að námið hafi
flutzt yfir í háskólana og fari
þáð þó enn að mestu, eða a.m.k.
að verulegu leyti, eftir uppruna
námsmanna. Samkv. skýrslum
er talið, að nú læri h.ub. 4 þús-
und nemendur árlega öll fjögur
norrænu málin samanlagt. Þar af
er sagt, að h.u.b. 2600 hafi lagt
stund á þessi fræði í háskólum
á árinu 1966. Flestir lærðu
sænsku, 1208, norsku 1172, ís-
lenzku 149 og dönsku 147. Sænsk
an er þó tiltölulega nýlega kom-
in í fremstu röð, því að allt
fram til 1963 voru það fleiri sem
lærðu norsku en sænsku. Hina
sterku stö’ðu norskunnar gegn
dönsku skýrir greinarhöfundur
með því, að Norðmenn haldi enn
fastast saman úti í sveitabyggð-
um, þar sem Danir hafi öðrum
fremur setzt að í borgum. Hlut-
fall íslenzkunnar þykir greinar-
höfundi ótrúlega hátt, að fleiri
læri mál „hins litla íslands“, eins
og hann cegir en Danmerkur og
skýrir hann það með hinni
sterku stöðu forníslenzkunnar.
Okkur íslendingum finnst oft er
lendir menn og ekki sízt Skand
inavar og Engilsaxar vanræki þá
þekkingu um sína eigin menn-
ingu og upphaf, sem þeir öðlast
við lestur íslenzkra fornbók-
mennta. Auðvitað má margt af
þessu nema í þýðingum og von-
andi er einhver hluti af almenn
um norrænum námskeiðum helg
aður þeim fræðum, sem hvergi er
að finna nema í íslenzkum forn
bókmenntum. Enda segir höfund
ur að metingur þjóða á milli
vegna mismunandi námsmanna-
fjölda sé ekki réttmætur, því að
flestir, sem í þessu námi taki
þátt, læri almennt eitthvað um
norrænar bókmenntir, sögu og
menningu.
Ekki orðum aukið
Ekki verður orðum aukið hví-
líkan óhugnað hefur sett að
mönnum við morði’ð, sera fram-
:ð var í síðustu viku. Vonandi
tekst að hafa upp á hinum seka,
og tjáir ekki að fara um hann
og ógæfu hans fleiri orðum að
svo komnu. En flestir Islend-
ingar munu eiga bágt með að
trúa því, að hér finnist nokkur
sá, sem með köldu blóði fari
til að myrða meðbró'ður sinn
fyrir þá fjárvon, sem kann að
hafa búið í brjósti hans. Þess
vegna verður mörgum á að ætla,
að morðinginn hafi verið undir
eituráhrifum. Á þessu stigi eru
slíkt þó getgátur einar. Óhugn-
anlegt er að sjá, hversu bæði
bandarískum og sænskum blöð-
um verður tíðrætt um eitur-
notkun og ófarnað, sem af henni
lei'ðir. Af öllum þjóðum heims
eru Bandaríkjamenn og Svíar nú
taldar auðugastar. Eins og mál-
tækið segir, þarf sterk bein til
að þola góða daga og eiturófarnað
urinn sýnist hvergi vera út-
breiddari en einmitt á meðal
hinna beztmegandi. Fyrir nokkr
um misserum var mikið úr því
gert, að alls konar töfluát, mis-
munandi hættulegt, væri hér
orðið ískyggilega útbreitt. Síð-
an hefur dregið úr tali um
þetta og fróðir menn telja, að eit
urnotkun sé hér alger undan-
tekning og þekkist ekki á meðal
ungmenna neitt í líkingu við
það, sem er í skólum í Banda-
ríkjunum og Svíþjó’ð. Vonandi
helzt svo áfram, en hér þarf
vissulega að gjalda varhug við.
Lagabann og lögregla fá þar
minnstu um ráðið. Heilbrigður
hugsunarháttur almennings
sker úr, þar á meðal tafarlaus-
ar ráðstafanir aðstandenda um
að leita til lækna, ef þeir verða
þessarar ógæfu varir á meðal
sinna áhangenda. Hversu bönnin
ein eru þýðingárlítil sézt m.a.
á því, að morðið nú er framið
me’ð skammbyssu. En einmitt
bannið gegn skammbyssueign
leiðir til þess að erfiðara er að
hafa upp á þeim, sem skamm-
byssur eiga, en ef slík eign
væri heimiluð ásamt skrásetn-
ingarskyldu.
Vitni vaxandi
óróa
Menn eiga erfitt með að átta
sig á orsökum síaukinnar eitur-
notkunar og glæpafaraldurs í
kjölfar hennar í þeim þjóðfé-
lögum, sem bezt eru stæð. Tal-
að er um flótta frá raunveru-
leikanum og kjarkleysi til að
gera sér grein fyrir vandamál-
um lífsins. Einn af fremstu and-
ans mönnum Breta, Malcolm
Muggeridge sagði af sér sem
rektor Edinborgarháskóla vegna
ósamkomulags við stúdenta þar
um kröfu þeirra til hömlulausr-
ar notkunar á pillum til getn-
aðarvarna. Muggeridge lýsti von
brigðum sínum yfir kröfum
stúdentanna eitthva'ð á þann
veg, að þótt menn vissu ekki
um tilgang lífsins þá væri hans
áreiðanlega ekki að leita í eit-
urnotkun eða ólifnaði. Johnson
Bandaríkjaforseti komst í árs-
yfirliti sínu til þjóðþingsins að
orði á þessa leið: „Bandaríkja-
menn eru nú betur stæðir en
menn hafa nokkru sinni áður
verið svo lengi sem sögur
herma. Engu að síður liggja í
landi órói og efasemdir“. Sjálf-
ur hefur Johnson fengið að
kenna á þessum óróa, sem hefur
m.a. lýst sér í mjög breytilegri
afstöðu í hinum sífelldu skoð-
anakönnunum. Fyrir nokkrum
vikum var Johnson á hraðri nið-
urleið, í hinum allra síðustu
eykst fylgi hans jafnört og það
hrapaði áður. Fyrir hvorugu er
hægt að færa rökrænar ástæð-
ur. Það sýnist vera ókyrrðin og
óróinn sem úrslitum ráða.
Fylgissveiflur
í Fiimlandi
Svipaðar fylgissveiflur sýnast
eiga sér stað í jafn fjarlægu
landi Bandaríkjunum og Finn-
landi. Vegna hins sterka kosn-
ingabandalags, sem komið hafði
sér saman um stuðning við
Kekkonen forseta, var fyrir-
fram vitað að Kekkonen hlyti að
sigra. En sigur hans varð mun
minni, en menn höfðu búizt við.
Allir stuðningsflokkar hans töp
uðu, og þó mjög mismunandi
miklu. Hinn gamli flokkur Kekk
onens sjálfs. Miðflokkurinn, áð-
ur Bændaflokkurinn, tapaði sára
litlu. Mest töpuðu Sósíaldemó-
kratar, sem féllu úr 27,2% við
kosningarnar 1966 niður í 15,8%
og næst þeim kommúnistar, sem
féllu úr 21,2% í 17,3%. Vinstri
flokkarnir höfðu unnið óvænt-
an sigur 1966, og þá einkanlega
Sósíaldemókratar. Þess vegna
mátti búast við því að fylgi
þeirra væri lausara fyrir en
ella. Og eins er á það að líta,
að áður fyrri voru Sósíaldemó-
kratar höfuðandstæðingar Kekk
onens. Það var einmitt fram-
bjóðandi sósíaldemókrata, Fag-
erholm, sem var skæðasti keppi
nautur Kekkonens þegar hann
var fyrst kosinn forseti. Þrátt fyr
ir viðurkenningu allra á miklum
hæfileikum Kekkonens, sérstak-
lega á góðu sambandi hans við
Sovétstjórnina, þá hefur hann æ-
tíð átt við að búa mikla tor-
tryggni ekki sízt hjá Sosíaldemó
krötum. Ofan á þetta bætist að
Paasio forsætisráðherra, sem er
úr flokki Sósíaldemókrata, hefur
ekki þótt takast sem skyldi áð
halda aftur af öllum ráðherrum
sínum. Af öllum þessum ástæð-
um er hæpið að segja, að úr-
slitin séu öruggt vitni um raun-
verulegt fylgistap Sósíaldemó-
krata, þótt ómögulegt sé að
neita því, að úrslitin eru áfall
fyrir þá. Tap kommúnista er
raunar minna, en því eftirtektar-
verðara sem þeir hafa verið ein-
dregnir stuðningsmenn Kekkon-
ens í vinfengi hans við Sovét-
ríkin. í þeirra hópi gætir því
engan veginn sömu andúðar í
garð Kekkonens eins og hjá hin
um. Þess vegna ber fylgistap
þeirra fremur vitni um ríkari
andstöðu gegn stefnu flokksins
en nokkurn tíma á við um Sós-
íaldemókrata. Allt lýsir þetta
því, að mikill órói liggur í lofti,
ekki sízt þegar haft er í huga,
áð sá frambjóðandinn, sem mest
vann á og fékk 11,5% studdist
við flokk, sem hafði áður feng-
ið einungis 1% og var þess
vegna alls ekki tekinn alvarlega
sem stjórnmálaafl í landinu.
Úrslitin í Dan-
mörku enn athygl-
isverðari
Enn athyglisverðari eru samt
úrslitin í Danmörku. Þar sýndu
úrslitin 1966 ótvíræðan straum
til vinstri, svo mikinn að sósía-
listiskir flokkar fengu þá í
fyrsta skipti í sögu Danmerkur
hreinan meirihluta. Nú er
straumurinn til hægri jafn ótví-
ræður. Sjaldgæft hlýtur að vera,
að gamalreyndur stjórnmála-
flokkur, jafnstór og Róttækir í
Danmörku skuli tvöfalda at-
kvæðamagn sitt eins og þeir
gera nú. Er ekki um að villast
að þeir fá alla fylgisaukning-
una frá kjósendum, sem áður
höfðu verið lengra til vinstri,
því að íhaldsflokkurinn fær sam
tímis álitlega fylgisaukningu, þó
að hvergi nærri jafnist á við
það, sem Róttækir hlutu. Þegar
á þetta er litið sýnist svo sem
danskir kjósendur hafi nú sagt
til um, að þeir vilji ekki leng-
ur hafa sósíalistiska stjórn.