Morgunblaðið - 28.01.1968, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1968
Myndin er tekin af Skansinum, hinum forna verzlunar- og varnarstað Vestmanneyinga. Eftir
Tyrkjaránið 1927 var gerð gangskör að því að koma upp varanlegu virki við höfnina í Eyjum,
og var hluti þess hlaðinn á árunum 1630—1638, og voru þá settar þar upp 6 fallbyssur. Aður
hafði verið þarna lélegt timburvirki, sem var byggt samkvæmt konungsskipun 1586, en það
var tii einskis nýtt, þegar á reyndi. Verzlanir N. Bryde voru á Skansinum, en hann keypti
einokunaraðstöðuna 1844 og hélt Brydeættin aðstöðunni til 1910. Líkanið sem byggðasafnið lét
gera er miðað við 1842 og er það gert af Egg ert Guðmundssyni listmálara í Reykjavík og
Edvard Áge Nilsen. Ljósm. Sigurgeir Jónasson).
- SAFNHUS
Framhald af bls. 23.
í Eyjum 1917 og voru þau fjöl-
rituð. Um haustið 1917 keypti
Gísli J. Johnsen prentvél í Fé-
lagsprentsmiðjunni í Reykjavik
og hóf útgáfu á blaði sínu.
Skeggja.
— Hvernig er aðsókn að safn
inu?
— Safnið hefur verið opið al-
menningi siðan í júlí 1964, og
hefur aðskón verið mjög góð
að safninu af Eyjabúum og gest
um þeirra. Það virðast fáir koma
til Vestmannaeyja, sem ekki
leita eftir að sjá safnið. Safnið
er nú opið 7 mánuði ársins, en
það er lokað frá 1. nóv.— 1.
apríl.
— Hvað um framtíðarhús-
næði safnsins?
— Gólfflöturinn sem er leigð
ur undir safnið núna er tæp-
lega 200 ferm. og allir þeir hlut-
ir sem safnið á eru ekki í ör-
uggri höfn fyrr en bæjarfélagið
ihefur byggt safnhús, sem jafn-
framt yrði bóka- og listaverka-
safn og það má minna á, að
hér í Eyjum geymist á tveim
stöðum náttúrusöfn, sem eru ef
til vill þau merkilegustu á öllu
landinu og þau njóta sín fyrst
fyllilega þegar þau hafa verið
sameinuð undir sama þak. Það
eru framtíðarvonir fjölda manna
hér í bæ að myndarleg safnbygg
ing rísi af grunni innan skamms.
Á. Johnsen.
Myndin sýnir líkan af fjárrétt,
sem kölluð var „almenningur“,
og stóð hún á Þrælaeiði í Eyj-
um. Réttin var hlaðin á 10. öld
og stóð fram undir 1930, en þá
gekk sjór yfir hana og eyðilagði.
Þrjár merkis byssur. Byssan lengst til vinstri er úr Gottuleið-
angrrinum, sem farinn var til Grrænlands 1929 til þess að
sækja sauðnautskálfa til ræktunar á tslandi. Þegar hætta
steðjar að sauðnautum með ungviði sitt, þá hópast þau utan
um ungviðið til þess að verja það og þess vegna varð að skjóta
fullorðnu sauðnautin tii þess að ná kálfunum. Gotta kom með
sauðnautskálfana 7 til Reykjavíkur og muna eldri borgarbú-
ar eflaust eftir því, þegar kálfarnir voru reknir upp á Aust-
urvöll. Örlög sauðnautsræktunar á tslandi urðu þau að sauð-
nautin drápust öll. Byssan í miðjunni er hríðskotabyssa, sem
aflakóngurinn Binni í Gröf fékk hjá ameríska setuliðinu á
stríðsárunum til þess að verjast árásum þýzkra orustuflugvéla.
Ekki kom þó til að nota þyrfti byssuna, en ætið var hún höfð
til taks í brúnni. Byssan lengst til hægri er framhlaðningur
sem „Herfylkingin" í Eyjum átti. Herfylkingin var stofnuð
af kaptein Kohl, danskmenntuðum liðsforingja árið 1857, en
Kohl var sýslumaður í Eyjum 1858—’60. Hann kom upp her-
skóla og fékk sendar um 70 byssur úr vopnabúri konungsins
til handa hermönnum Herfylkingar Vestmannaeyja. Herfylk-
ingin starfaði í 15—20 ár og hafði mikil og góð áhrif á menn-
ingarlíf í Eyjum. Var lögð mikil áherzla á mannsæmandi fram-
komu og bindindi.
Þorsteinn Þ. Víglundsson stendur þarna hjá stæ rsta fiski safnsins, tunfiskinum. Helga RE veiddi
hann austur við Hrollaugseyjar sumarið 1965.
Snjósleðarnir bil-
uðu til skiptis
Tveir menn r hrakningum á Hólsfjöilum
TVEIR menn sem fóru að leita
kinda á miðvikudaginn í síðustu
viku og lentu í allmiklum erfið-
leikum á fjöllum uppi og voru
alls 3 sólarhringa í ferðinni.
Komu þeir til byggða aftur á
föstudag. Ilöfðu þeir sá engar
kindur fundið utan einn skrokk,
er virtist dýrbitinn.
Menn þessir voru þeir Hauk-
ur Aðalgeirsson á Grímsstöðum
og Jón Ármann Pétursson í
Reynihlíð. Héldu þeir á miðviku
dag á tveimur snjósleðum yfir
Heilagsdal, áleiðis tii Herðu-
breiðarlinda. Voru þeir um það
bil fjórar klukkustundir inn eft-
ir, en á heimleið henti þá hvert
óhappið á fætur öðru. Skemmdu
þeir í fyrstu belti annars snjó-
sleðans í úfnu hrauni Urðu sleð-
arnir síðan benzínlausir og urðu
þeir að ganga að Grímsstöðum
á Fjöllum, þar sem þeir gistu
aðfaranótt fimmtudagsins.
Árla á fimmtudagsm'orgun fóru
þeir áleiðis að sleðunum með
benzín og gekk sú ferð vel. Ann-
ar sleðinn varð þó von bráðar
benzínlaus á ný, og er þeir rann-
sökuðu tankinn nánar, kom í ljós
að gat var á honum. Hélt annar
mannanna því á öðrum sleðan-
um að sæluhúsinu í Nýja hrauni
og sótti þangað benzín, er þeir
áttu. Til að sækja benzínið not-
aði hann heila sleðann, en í baka
— Olafur Björnsson
Framhald af bls. 19.
og eyrnd kynda,
vítiselda.
Vítt um jörðu.
Sástu þar enn
frá salar inni
dísir þær,
sem að dögum ráða,
og bölvabætur,
bera á ebálum,
döprum mönnum,
í dimmum heimi.
Sástu sólgtít,
á svartri nóttu,
nóttu í maí
nær miðju sumri
þar sem móðan
mi'kla og fagra
hrnígur hóglega
hafi móti.
Var líf þitt,
líkast fljóti,
sem hægt og hljóit
að hafi rennur.
Eins og móðan
mjúka fagra,
sólu glituð
á sumri miðju.
Vildi ég vinur,
ef að val ætti,
rétta hönd til kveðju,
yfir haf dauða.
En sú bönd,
er þig héðan nam,
beri harmabót
heim að ranni.
Vilhjálmur Eyjólfsson.
ÓTTARYNGVASON
héraðsdómslögmaður
MÁLFLUTNINGSSK RIFSTOFA
BLÖNDUH4ÍÐ 1 • SÍMI 21296
GOLFTEPPI
WILTON
TEPPADREGLAR
TEPPALAGNIR
EFTIR MÁLI
Laugavegi 31 - Simi 11822.
leiðinni bilaði belti hans, sem þó
neyndist unnt að gera við til
bráðabirgða. En félaga mannsins,
er beið við benzinlausa sleðann
var þá farið að lengja eftir hon-
um og hélt að eitthvað hefði
komið fyrir. Fór hann því áleið-
is til Grimsstaða og kom hann
þangað á fimmtudagskvöld.
Þegar fréttist, að hann væri
kominn fram, en hinn ekki, var
farið að óttast um félaga hans.
Rætt var um að sækja snjóbíl
til leitar, en þess þurfti ekki
með, því að skömmu síðar kom
hajin að Grimsstöðum á sleðan-
um með benzínlekann. Hann
hafði þá haldið að benzínlausa
sleðanum og fundið mann mann-
lausann. Um svipað leyti hafði
'beltið algjörlega brugðist á sleða
hans, svo að hann tók það til
bragðs, að skipta um sleða og
láta leka í tankinn nægilegt
benzín, svo að unnt væri að aka
honum. Komu mennirnir síðan
heim í Mývatnssveit á föstudags
kvöld. Ekki var þá ákveðið, hve
nær gerður yrði út leiðangur til
að bjarga sleðanum með bilaða
beltið.
Verið viss um
uð þoð sé
VALE
KÚLUSKRÁR
Lykillæstar
Takkalæstar
Ólæstar
Smekklásar
Klinkuskrár
fyrir útidyr
o. fi. o. n.
J. Þorláksson & Norðmann hf.
Bankastræti 11 - Sími 11280.