Morgunblaðið - 30.01.1968, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANTTAR 19<»
im mm.
Rannsóknarlögregla verði undir
stjórn lögreglustjðra
sagði Friðjón Þórðarson í rœðu á Alþingi
Á FUNDI Sameinaðs Alþing
is sl. föstudag var um um-
ræðu þingsályktunartillaga
Friðjóns Þórðarsonar um
breytta skipan lögreglumála
í Reykjavík. — Aðalefni
hennar er að fela ríkisstjórn-
inni að hlutast til um sam-
einingu lögreglunnar — hinn
ar almennu lögreglu og rann
sóknarlögreglunnar — undir
yfirstjórn lögreglustjóra.
Friðjón Þórðarson (S) sagði í
framsöguræðu fyrir tillögu
sinni, að samkvæmt gildandi
lögum færi lögreglustjóri með
lögreglustjórn almennt, en saka
dómarar með stjórn rannsókn-
arlögreglu. í lögum um meðferð
opinberra mála er svo til or'ða
tekið, að sakadómari í Reykja-
vík fari með stjórn rannsókn-
arlögreglu. 1 lögum um með-
ferð opinberra mála er svo til
orða tekið, að sakadómari í
Reykjavik fari með stjórn
þeirra lögreglumanna, sem ætl-
að er að rannsaka brot „að því
er þau störf varðar". Hvort
tveggja er að orðalag þetta er
ónákvæmt enda tvískipting lög-
reglunnar óeðlileg áð ýmsu
leyti. Allsherjarmanntal Árna
Magnússonar frá 1703 telur íbúa
í sjálfri Reykjavík ekki nema
21. Þegar verksmiðjur Skúla
Friðjón Þórðarson
landfógeta taka til starfa árið
1752, fer fólkinu að fjölga. Tal-
ið er, að fyrstu drög að lög-
gæzlu í Reykjavík verði rakin
til þess tíma, þó að glöggar
heimildir skorti þar til nokkru
síðar. Fyrsti bæjarfógeti í
Reykjavík var skipaður árið
1803 og voru þá jafnframt sett-
ir tveir lögregluþjónar. Ekki
verður saga né þróun þess em-
bættis rakin hér, en þess áðeins
getið, að 1918 er skipaður sér-
stakur lögreglustjóri í Reykja-
vík. 1. jan. 1921 varð Erlingur
Pálsson yfirlögregluþjónn og
gegndi því starfi mjög lengi síð-
an. Hafði hann ,sérstaklega á
hendi undirbúningsrannsóknir
sakamála í mörg ár en aðrir
lögreglumenn unnu að því jafn
framt meira og minna. Með lög-
um frá 1928 um dómsmálastörf,
lögreglustjórn, gjaldheimtu og
fleira í Reykjavík voru embætti
bæjarfógeta og lögreglustjóra
að nafninu til lögð niður, en í
stað þeirra stofnuð þrjú ný em-
bætti, lögreglustjóra-, lögmanns-
og tollstjóraembætti. Lögreglu-
stjóri hafði að sjálfsögðu á
hendi stjórn allrar lögreglu, en
með lögum nrr. 67 frá 31. des.
1939 var gerð meginbreyting á
skipan þessara mála. Þá var
sakadómaraembætti stofnað og
kveðið svo á, að sakadómari
skyldi fara með stjórnr rann-
sóknarlögreglu en lögreglustjóri
með stjórn hinnar almennu lög-
reglu. Þá hefst með öðrum orð-
um tvískipting lögreglunnar.
Samkv. lögum er hlutverk
lögreglumanna að halda uppi
lögum og reglu, greiða götu
manna þar sem það á vi'ð,
stemma stigu við ólögmætri
hegðun og vinna að uppljóstr-
an brota, sem framin eru og
vera rannsóknardómara til að-
stoðar í tvívetna. Þetta á við
alla lögreglumenn, þó að marg-
háttuð verkaskiping komi að
sjálfsögðu fljótt til fram-
kvæmda þegar liðinu fjölgar.
Það er mála sannast, að einn
allra mikilvægasti og vandasam
asti þáttur lögreglustarfsins er
undirbúningur og frumrannsókn
afbrota. Sá sem slík verk hefur
á hendi getur alltaf búízt vi’ð
mikiili áreynslu og erfiði, sem
ekki verður yfirstigið nema
Kannaðir möguleikar á fiski-
rækt í fjörðum
— Þingsályktunartillaga
Sigurðar Bjarnasonar
I GÆR var lögð fram á Alþingi
tillaga tiil þingBályktunar um
fiskirækt í fjörðuim. Flutnings-
maður tillögunnair er Siguirður
Bjarnason, en hann flu'fcti sam-
Mjóða tillögu á síðasta þingi,
sem hlaut þá eklki fullnaðaraf-
greiðslu.
Tillaga Sigurðar er svohTjóð-
andi:
Allfþingi áiyktar að skora á
ríkisstjómina að láta fram fara
atíhugun á möguleikum vísinda-
legrar tilraunastarfsemíi með
ftekirækt og uppeldi nytjafiska
í einstökium fjörðum, er hentug-
ir kynnu að þykja til slíkrar
stairfsemi. Skal hafa samráð við
Hafrannsóknarstofnunina og
Fiskilfélag íslands um þessa at-
hugun
Tilliögunni fylgir eftirfarandi
greinargerð: ,
Á fiiskilþingi og ýmsum öðmm
fundum útvegsmanffiai og sjó-
manna hefur á undanförnum ár
um oft verið rætt um nauðsyn
þess, að hafizt yrði Ihianda um
fiskirækt og uppeldi nytjafisika
í einstökum fjörðum í strand-
lengju íslands. En að því er vitað
er mun lítið eða eklkert hafa
verið aðlhafzt í þessum efnum.
Það er hinsvegar almenn skoð-
un. að brýna nauðsyn beri til
þess að hefjast handa um vís-
indalegar aðgerðir fcil ræktunn-
ar nytjafíska í hafinu með svip
uðum hætti og gert hefur verið
í ám og vötnum hér á landi og
víðs vegar um heim.
Vftað er, að fisfeistofnarnir í
Norður-Atlantshafi em í veru-
legiri hættu. Hefur það komið
fram í skýrslum og ummiælum
fisfeifræðinga og er raunar öli-
um l'jóst, sem um þessi mál
hugsa. Það er því augljóst, að
nýjar ráðstafanir fcil frekiari
verndunar fiskistofna við sfcrend
ur íslands eru óhjákvæmilegar.
Kemur þá m.a. fcil greiffna tak-
mörkun netaveiða á hrygndngar-
svæðum, flriðun nýrra svæða fyr
ir botnvörpu og netaveiðum utan
12 miálna fiskv eiði t akm arkan na
og vísindalegar aðgerðdr til
fisfeiræktar.
Xsltenzíkir fiskilflræðdlnigar hafa
unnið raikið og merfeltegt starf
á sviði fiskirannisófena og fiiski-
lteitar á undanförnum árum.
Hleflur þefcta starf h'aft mikla þýð
iin.gu fyrir atvinnuMf þjóðarinn-
ar. En brýna nauðsyn ber til
þess, að nýrra leiða verði freist
að í þessum efnum. Þess vegna
er þessi tillaga fllutt.
Iðnaðarhúsnæði
í Kópavogi til leigu. Sanngjörn leiga. Góð bílastæði.
Upplýsingar í síma 40159.
Vanur maður
óskast til afgreiðslustarfa í vélavarahlutaverzlun.
Enskukunnátta nauðsynleg. Upplýsingar sendist
afgreiðslu blaðsins fyrir 10. febrúar n.k. merktar:
„Varahlutir 5216“.
Illorðtmhlnhth
AU6LYSIKGAR
SÍMI SS*4*8Q
hann eigi yfir að ráða marg-
háttaðri þekkingu og reynslu,
öruggri dómgreind og miklu þol
gæði og skilyrði góðs árangurs
er einatt náin og traust sam-
vinna margra manna að settu
marki.
Það er ekki ævinlega sjálf-
sagt né heldur nauðsynlegt að
leita erlendra fyrirmynda. Þó
er sjálfsagt að hafa hliðsjón af
því í þessu efni. Um öll Norð-
urlönd gildir sú meginregla, að
lögreglan í heild er háð yfir-
stjórn lögreglustjóra. Svo er og
meðal annarra menningarþjóða
þar sem til er vitað, þótt það
verði ekki nánar rakið hér. Nú
er verið að byggja nýja lögreglu
stöð í Reykjavík. Það er því til-
valið að vinna að undirbúningi
þessa máls á meðan á því verki
stendur. í viðtali vi'ð Lögreglu-
blaðið sem út kom í desember
sl. segir Hermann Jónasson
fyrrv. forsætisráðherra m. a.:
,,Ég er heldur ekki viss um, að
þorri manna geri sér það ljóst,
að löggæzlan er hyrningar-
steinn þjóðfélagsbyggingarinn-
ar. Sú þjóð sem býr við órétt-
láta löggæzlu hlýtur að vera
óhamingjusöm.1
Að minni hyggju er mikils-
virði, að allir lögreglumenn,
hvort sem þeir vinna að al-
mennri löggæzlu, rannsóknar-
störfum, tækniverkefnum eða
öðrum sérstökum störfum
finni, að þeir séu allir í sama
báti, samverkamenn er lúta
einni stjórn. Dómendur fara
með dómsvaldið segir í fyrstu
grein stjórnarskrár íslands,
þannig fer borgardómaraem-
bættið í Reykjavík með dóms-
störf í einkamálum en saka-
málaembættið með dómsstörf í
opinberum málum.
Lögreglustjóri á að hafa á
hendi yfirstjórn lögreglunnar.
Ég legg svo til, að umræðunni
verði frestað og málinu vísað
til háttvirtrar allsherjarnefnd-
ar.
Tekur sæti
ó Alþingi
f GÆR tófe sæti á Aliþingi Ás-
geiir Pétursson sýdkxmaður, sem
vairamaður SjáMstæðiisfloifefesinis
í VesturlaffidskjördæmL
Ný mál
LAGT var fram á Alþingi í
gær frumvarp u'm smíðd fisfei-
skipa innanlands. HTutningæ
menn eru Lúðvík Jósefsson,
Geir Guinnarsson og Jónas Árna
son Þá vax laigt fram frumvarp
frá Ágústi Þorvaldssyni og Guð
lau'gi Gíslasyni sem gerir ráð
fyrir heimild fyrir hreppsnefnd
ina í Kirkjaibæjarihreppi í Vest-
uir-iSkaíftaflellssýslu til að selja
jörðina Þyfefevabæ I í 'LandbrotL
Þá var ennfremur lagt fram
nefndarálit sjávarútvegsnefndar
efri-dei'ldar um frumvarp um
heimild handa siglingamálaráð-
herra til að veita Hans Samúels
syni stýrimannaskírteini á ís-
lenizkum skipum. Mælir nefnd-
in með samþykkt frumvarpsins.
Þingmál í gœr
FUNDIR voru í báðurn deildum
Alþingis í gær f neðri-deil'd
mælti Hailldór E. Sigurðsson fyr
ir frumvarpi er hann flytur á-
samt öðrum þingmönnum Vestur
landskjördæmis um söliu eyði-
jarðarinnar Grísatungu í Staf-
hol'tstungnahreppi. Var frum-
varpin'u, að ræðu Halldórs lofe-
inni, vísað til 2. umræðu og
landibúna'ðarnefndar dleildarinn-
ar.
f neðri-deild mælti Þórarinn
Þórarin'sson fyrir frumvarpi er
hann flytur um Húsnæðismála-
stofnun rtfkisins. Var því frum-
varpi vísað till 2. urnræðu og
heiflbrigðis- og félagsmálanefnd-
ar.
í efri deild mæl’ti féTagsmála-
ráðherra fyrir frumvarpinu um
hæfefeun á bótum almannatrygg
inga .Var frumvarpinu vísað til
2. umræðu og heiibrigðis- og fé
Tagsmál'anefndar. Steimþór Gests
son mæl'ti fyrir áliti l'andbúnað-
arnefndar efri-deildar um frum
varpið um sölu eyðijarðarinniair
Hóls í Ölfusi, en nefndin mælti
einróma með samþyklkt frum-
varpsins Var það afgreitt till
3. umræðu.
Karl Sigu'rbergsson fflutti sína
jóimflrúrræðu er frumvairp hans
um stuðning við hlutarráðna
fisfeimenn feom t’il umræðu, Var
frumva'rpinu síðan vísað til 2.
umræðu og sjávarútvegsnefnd-
ar. Þá mælti Tómas Árnason
fyrir frumvarpi er hann flytur
um smíði fiskisfeipa og var því
ennfremur vísað til 2. uimræðu
og sjá'varútvegsnefndar.
Frumvarp um
síldarútvegsnefnd
— Flutt af sjávarútvegsnefnd E-deildar
t GÆR var lagt fram frumvarp
á lögum um síldarútvegsnefnd
og útflutning saltaðmr síldar.
Er frumvarpið flutt af sjávar-
útvegsmefnd efri-deildar að
beiðni sjávarútvegsmálaráðherra
og keimur fram í greinnrgerð
frumvarpsins að ráðherra hafi
borizt beiðni um að fumvarp
þetta 'væri flutt frá sjö manna
nefnd, sem skipuð var af sjáv-
arútvegsmálaráðuneytinu 2. ág.
sl. til að gera tillögur um fram-
tíðarskipulag á sölu verkaðrar
síldar til útlanda.
Sjávairút vegsnefnd deildarinn-
ar fjallaði nú um annað frum-
varp um breytingu á sömu lög-
um, en það var flufct af 5 þing-
mönnuim alTra stjóirnmáTaiflofek-
anna sfeömmu fyrir jöl, og voru
áfevæði þess frumvarps þau, að
slldarútvegsnefnid skylldi hafa
sitt aðalaðsetur á Sigluifirði.
í frumvarpi þvi er lagt var
fram í gær er gert ráð fyrir
þremur breytingum frá núv.
Skipan mála. í fyrsta lagi er
gert i’áð fyrir að fjölga nefndar-
mönnum í síldarútvegsnefnd
um eirun og sfeal hann sfeapaðuir
eftir tilnefningu Félags ís-
Itenzfera síldairsal'tenda á Norð-
ur- og Austurlandi og Félagis
síldarsaltenda á Suðvestunlandi
sameiginlega. í öðru lagi er
gerfc ráð fyrir því að atkvæði
formanns nefndairinnar náði úr-
slifcum, ef atkvæði eru jöifn í
nefndinni og í þriðja lagi segir
í frumvarpinu urn aðse'tur nefnd
arinnar, að hún skuli hafa skritf
stofur í Reykjavík, SigTufirði og
á Austurla'ndL