Morgunblaðið - 30.01.1968, Page 24

Morgunblaðið - 30.01.1968, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 196* MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA — Hamingjan má vita, tovers- vegna, sagði hann. En úr því hún þarf að hanga hér, þá fyrir alla muni láttu hana ekki kom- ast í dótið hennar mömniu. Hilda segir, að hún hafi verið að reyna til þess. Eftir þetta var herbergj- um Maud læst og ég gekk með lyklana á mér. Að því er ég bezt gat séð, hafð ist lögreglan ekkert að. Það var rétt eins og hún hefði gefið málið alveg upp á bátinn, eftir að Juli- an var tekinn fastur. En vitan- lega skjátlaðist mér þar. Hopp- er var enn — eða aftur — farinn að leita að Bvans, og í skrif- stofunni sinni hafði Jim Conway sérstaka skúffu, sem hann opn- aði einstöku sinnum. Þá var hann vanur að breiða það sem í henni var fyrir framan sig á borðið og skoða það. Hann gaf mér skrá yfir það, núna rétt um daginn: (a) Inniskórinn og hnappur- inn, sem fundiust í lauginni í leik húsinu. (b) Lauslegan uppdrátt af ör- inu á brjóstinu á Don Morgan. (c) Karlmannssokkabandið, sem Roger hafði fundið úti á lóðinni og ég hafði afhent hon- u,m. (d) Ljósmyndir af kúlunum úr byssu Tonys. (e) Ljósbláa litarögnin úr gólf inu 1 lauginni. (f) Skrána yfir skartgripi Maud, sem varð eftir í stólnium við arininn, kvöldið, sem hún dó. (g) Fingraförin á skápnum hennar Maud, tekin eftir að ‘hann fannst opinn, og voru ekki önn- ur en eftir Maud og mig. (h) Blaðúrklippan, sem hann hafði geymt í veskinu sínu. (i) Merki frá Lundúnaklæð- skera, tekinn úr frakka af Don og með árituðu númerinu af bíl Maud. — Það var þarna allt saman, sagði hann. — Ég færði það til og frá, rétt eins og ég væri að tefla kotru, en fékk a'lltaf sömu útkomu. Nokkuð af því voru til- gátur. Tökum til dæmis sokka- bandið. Mér fannst rétt eins og sá, sem hafði tekið Don uppúr lauginni, hefði ekki gefið sér tíma til að klæða sig. Það hefði tekið of langan tíman. Eða þá örið. Þar var ég líka að geta mér til, en ég þóttist sæmilega viss um, að ég hefði á réttu að standa. En hver í fjandanum gerði þetta? Þar sat ég fastur. Þetta var skuggalegur biðtími, en svo barði sorgin að dyrum. Það var eitrað fyrir Roger. Mér veitir erfitt að 'lýsa þessu. Hann hafði verið stöðugur félagi minn, mánuðum saman, en þó einkum eftir að Maud dó. Hann hafði sofið við dyrnar hjá mér á nóttunni og legið inn í skrif- stofunni hjá mér, þegar ég var að vinna, og hljóp með mér, þeg- ar ég tók Prins og fór út að ríða. Það var þá engin ástæða til að halda, að þetta væri vilja- verk. Ég hafði farið með hann í upp áhalds-gönguferðina hans, sem sé eftir gangstígnum yfir að Bænum .Hann hafði verið í bezta skapi, en á heimleiðinni fór að draga af honum. Áður en ég gæti komið honum heim, hafði hann fallið algijörlega saman, og ég hljóp inn í hesthúsin eftir hjálp. En hann var dáinn, áður en ég gæti náð í nokkra hjálp. Þegar Tony kom heim, fann hann mig á hnjánum úti í hest- húsi ,lútandi yfir þennan líf- lausa likama. Honum virtist líða illa, er hann laut samt niður og kyssti mig aftan á hálsinn. — Hlustaðu nú á, els'kan, sagði hann. — Hann hefur átt ham ingjusama ævi, og nú er hann sennilega í ein'hverjum þægileg- um bundahimni. Þú ættir held- ur að koma inn. Ég fór, en mér leið illa, og án tillits til þess, hvorit nokkur Bessie væri til eða ekki hélt hann utan um mig. Það var ekki fyrr en um kvöldið að dýralækn- irinn úrskurðaði, að um eitrun væri að ræða, og Tony kom heim til ungfrú Mattie og sagði mér frá því. — Það var styrknin í ketbita, sagði hann. — Líklega er það. ein hver 'bóndinn héma í kring, sem hefur gert það. Þeim er svo fjandalega illa við allar dýra- veiðar. 71 En ég held, að hann hafi ekki trúað þessu sjálfur, og ég er meira að segja alveg viss um það. Ég syrgði Roger dögunum saro an. Að öðru leyti gekk alit ein. hvern veginn sinn vanagang. Lydia var loksins tekin að búa sig undir brúðkaup sitt fyrir ál- vöru. í borginni voru lögfræð- ingar Julians að undirbúa vörn- ina fyrir hann, og stundum voru Tony og Dwight Elliott á ráð- stefnu með þeim. Maud var búin að vera dauð í heilan -nmánuð og enn .hafði sjálfsmorðsúrsfeurður- inum ekki verið hrunidið. Ég fór til borgarinnar einn daginn og keypti mér loðkápu, bara út úr leiðindum. En svo, snemma í desember, fékk ég heimsóikn af Jim Con- way. Hann kom inn í skrifstof- una mína, opnaði glugga, settist niður, tróð í pipuna sína og kveikti í henni, og dró síðan skammbyssu upp úr vasa sínum og lagði á borðið fyrir framan mig. Ég leit á hana, hálfhrædd. — Hefurðu nokkurn tíma not að svona verkfæri? — Nei, aldrei. — Jæja, þá skaltu fara að læra það. Ég leit á hann, en honum var sýnilega alvara. — Nei, ég er ekki að gera að gamni rnínu, kelli mín, sagði hann. — Ég kæri mig ekki um að þú farir mikið út ein, sízt eftir að dimmt er orðið. Ég kæri mig ekki um að finna þig í einhverjum skurð- inum, klæðlausa og frjósandi í hel. Komdu nú út. Ég er búinn að finna stað fyrir fyrstu æfing- una. Það var nú ekki vel bjart úti en ég fékk fyrsta tímann minn í skotfimi. Staðurinn, sem hann hafði valið, var lítið gil, rétt hjá leikhúsinu og ekki býsit ég við, að ég hafi unnið til neinna verð- 'auna. Samt lærði ég að loka ekki augunum um leið og ég tók í gikkinn og Jim kleip mig vin- gjarnlega í handlegginn, þegar ég hafði 'lokið því. — Gott hjá þér, sagði hann. — Ég ætla að skilja hana eftir. Hafðu hana svo í bílnum. Þó ekki í vasa heldur á sætinu hjá þér. — Ég skil ekki, ‘hvaða þörf ég get haft á henni, sagði ég. — Þú gætir kiomizt að ein- hverju, sem þú veizt ©kki enn, sagði hann stuttaralega. En ’hann hafði ekki lokið við mig .Hann gekk með mér inn í húsið þennan dag. Það var eld- ur í bókastofunni, og ég bað um sjúss handa honum, meðan hann- var að verma á sér hendiurnar. Svo þagði hann þangað til hann var setztur með glasið við hlið- ina á sér, og hafði kveikt sér í vindlingi. Fyrsta spurningin hans kom mér á óvart. — Sjáðu ti'l, Pat. Hefur þér nokkurn tíimu dottið í hug, að Maud hafi þekkt hann Don Morg an? — Það held ég ekki 'hún hafi gert, sagði ég. — Hann strauk að heiman þegar þau höfðu verið hérna ein þrjú ár, og fólkið í þorpinu umgekkst ekki fólkið á Hólnum. Ekki mikið, að minnsta kosti. Ég veit alveg, að hún þekkti ekki Lydi'u. Hún var að spyrja mig um hana. — Hefur þér nokkurn tíma dottið í ’hug, að hann hafi komið í leikhúsið til að hitta Maud, kvöldið, sem hann var myrtur? — í náttfötunum? Hvað hefði hann átt hingað að vilja? — Jæja ef hann hefur ekki haft annað að fara í en þurfti hinsvegar að hitta hana......... Gott og vel. Við skulum koma aftur að Evans, kvöldið, sem þú fannst hann í ileikhúsinu. Hann haði verið sleginn1 niðlur og ein- hver hafði tekið lyklana hans. Til hvers? — Ég býst við, að margir hafi gjarna viljað ná í lykla að hús- inu, því að þar var geymit millj- óna virði af öllu möguilegu. — Nei, nú veiztu betux. Og ég líka. Hver sem hefur náð í þessa lykla, ætlaði ekki að nota þá til innbrots. Ef Morgan hefur náð í þá, eins og virðist nokkurn veg- inn víst, til hvers ætlaði hann að nota þá? Hann leit fast á mig. — Hver svarar í símann hérna? — Ég sjálf, eða Reynold's eða hver sem er nærsitaddur. — Er auðvelt að ná í frú Wain wright í símann? — Hún notaði hann aldrei, ef hún gat kiomizt 'hjá því. Fólk var dátið segja til sín og erindis síns. Venjulega fór ég með þessi skilaboð til hennar og hún sagðd mér, hvernig ég skyldi swara þeim. — Ég skil, sagði hann hugsL — Ef Morgan hefur viljað ná í hana í súna, gat hann það þá ekki? — Ég held ekki, að 'hann hafi reynt það. En hvað ertu að fara, Jim? Til hvers hefði hann átt RALEIGH KING SIZE FIUER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.