Morgunblaðið - 13.02.1968, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1968
„Eg hef aldrei verið í öðru
eins veðri á sjó“
— Viðtal við Sigurð Arnason
*
skipherra á Oðni
VARÐSKIPIÐ Óðinn kom
inn á Reykjavíkurhöfn um
tvöleytið í gær, en svo sem
kunnugt er var skipið stað-
sett við Vestfirði í mann-
skaðaóveðrinu mikla og
bjargaði m.a. 18 mönnum af
brezka togaranum Notts
County. Skipherra á Óðni er
Sigurður Ámason og við
inntum frásagnar af ferðinni
hjá honum um borð í Óðni
þar sem skipið lá við Ingólfs-
garð.
„Hvenær byrjaðir þú hjá
Landhelgisgæzlunni, Sigurð-
ur?“
„Sem yfirmaður byrjaði ég
1953, þá sem stýrimaður og
síðan í afleysingum sem skip-
stjóri 1957. Ég varð fastráð-
inn skipstjóri hjá Landhelgis-
gæzlunni í desember ’59 og
hef verið síðan á hinum ýmsu
■i
skipum hennar, en þetta er
fyrsta ferðin mín með Öö-
in“.
„Það hefur æði margt kom-
ið fyrir í þessari fyrstu ferð.
Er hægt að fá frásögn í stór-
um dráttum?"
„Það má með sanni segja
og raunverulega hófst lotan,
þegar við vorum staddir á Ön
undarfirði 3. febrúar, því að
þá um kvöldið, um kl. 22,
kallaði brezki togarinn Nort-
hern Prince í varðskip og til-
kynnti að brezki togarinn
Wyre Mariner væri staddur
5,8 sjóm. SV af Rit og var þá
leki kominn a'ð skipinu. Við
tilkynntum Northern Prince
að varðskipið héldi þegar í
stað í átt til togarans og við
reiknuðum með að vera þar
eftir ca. tvær klukkustundir.
Þarna voru þá um 8 vindstig
Klakasýldur stjórnpallur á Óðni.
af NA og samsvarandi sjör.
Þegar við vorum að sigla inn
ísafjarðardjúp var orðið ljóst
að Wyre Mariner gæti kom-
izt hjálparlaust inn til ísa-
fjarðar. Við leitu'ðum þá í var
undir Grænuhlíð og þá voru
þar 22 erlendir togarar í land
vari. Við lónuðum þarna að-
faranótt 4. febrúar og voru
þarna 5-12 vindstig um nótt-
ina og snjókoma. Hlóðst mik-
ill ís á skipið og slitnuðu
sendiloftnet varðskipsins nið-
ur vegna ísingar. Um morgun
inn 4. febr. geisaði NA ofsa-
veður á þessum slóðum og
hlóðst þá svo mikil ísing á rat
sjárloftnetin, að skipin sem
voru við hlið varðskipsins
sáust mjög illa á ratsjánni og
skyggni var þá aðeins um 50
m. Var þá lónað inn á Jökul-
firði vegna árekstrarhættu í
hríðinni og lónað var síðan
undan Hesteyrarfirði og síð-
an Veiðileysufirði.
Um hádegi var okkur til-
kynnt að Heiðrún II. hefði
farið frá bryggju í Bolungar-
vík og væri á Djúpinu með
bilaða ratsjá og dýptarmæli,
en dýptarmælirinn komst
fljótlega í lag og ætla'ði bát-
urinn að setja út ljósdufl til
að lóna v'ið Veðrið lægði
seinni part dags og var þá
hafizt handa um að berja ís-
inn af varðskipinu og var því
lokið um kl. 22 um það kvöld.
UM kl. 22 það kvöld til-
kynnti ísafjarðarradío að tog-
arinn Boston Tyfon hefði
slitnað frá bryggju á ísafirði
og væn ekki vita'ð hvað um
hann hefði orðið, en stuttu
seinna tilkynnti Isafjarðar-
radíó að togarinn væri strand
aður við innsta innsiglinga-
duflið á Sundunum. Skömmu
seinna kallaði Heiðrún II. í
okkur og óskaði eftir að við
kæmum til þess að staðsetja
bátinn þar sem hann andæfði
við ljósdufl undir Bjarnar-
núp,, að því er hann taldi.
Þessi skilaboð komu í gegn
um m/b Guðmund Pétur,
Sigurður Árnason skipherra á brúarvængnum á Óðni.
sem lá þá við bryggju á ísa-
firði og hafði reynt að vera í
stöðugu sambandi við Heið-
rúnu II., en gekk það illa
vegna þess að sendingin frá
bátnum var svo slitrótt, en
þeir virtust heyra vel til ann-
arra stöðva. Um kl. 23 töldum
við okkur vera við hli'ð Heið-
rúnar II., 1,2 sjóm. sunnan við
Bjarnarnúp og var þá bátn-
um tilkynnt um staðinn.
Skömmu áður en komið var
til bátsins hafði veðrið hert
mjög mikið og var þá komið
ofsaveður af NA á þessum
slóðum. Um þetta leyti fór
önnur ratsjáin að sýna mjög
illa vegna ísingar, en hin rat-
sjáin var þá orðin óvirk fyrir
af sömu orsökum. Héldum
við þá á brott frá Hei'ðrúnu
II. og lónuðum undir Grænu-
hlíð til þess að freista þess
þess að hreinsa loftnetið af
annarri ratsjánni. Kl. 23 til-
kynnti ísafjarðarridíó að
brezki togarinn Ross Cleve-
land væri staddur 3 sjóm. frá
Arnarnesi og hefði ratsjá
hans bilað og að hinir togar-
arnir næðu honum ekki inn
á sínar ratsjár. Kl. 23,30 til-
kynnti Isafiarðarradíó svo að
brezki togarinn Notts County
væri strandaður við Snæfjalla
strönd og var gefin upp sta’ð-
arákvörðun. Þegar tilkynning
in um strandið kom tókst II.
stýrimanni, Pálma Hlöðvars-
syni, að brjótast upp að loft-
neti annarrar ratsjárinnar
og hreinsa það, en síðan var
siglt á strandstað. Á leiðinni
að hinu strandaða skipi töld-
um við okkur sjá í ratsjánni,
skip, sem gæti hafa verið
Heiðrún II. og var hún þá á
svipuðum slóðum og fyrr, en
samband vi'ð bátinn var þá
rofið og heyrðist ekkert í
bátnum eftir það. Við blind-
sendum tilkynningu til báts-
ins að halda vestur fyrir
Bjarnarnúp, því þar virtist
vera minni vindur. Síðast þeg
ar við töldum okkur sjá Heið-
rúnu II. var hún á vesturleið
um 2,7 sjóm. frá Bjarnarnúp.
Bátnum var einnig bent á
eftir tilmælum frá ísafjarðar-
Framhald á bls. 5.
Fjölmenni d fyrirlesiri um
uppgröft Þjóðhildurkirkju
KNUD J. Krogh, arkitekt og
þjóðminjavörður við National
Museet í Kaupmannahöfn, flutti
fyrirlestur um uppgröft Þjóð-
hildarkirkju í fyrstu kennslu-
stofu Háskólans í gær. Var stof
an þéttskipuð, og erindi hans
mjög vel tekið.
Krogh lýsti því hvernig hús
hefðu verið á þessum stað, og
bar þau saman við íslenzk torf-
hús, einkum kirkjur. Þá sagði
hann frá mannabeinum sem
LEIÐRÉTTIIMG
fundust í garðinum umhverfis
kirkjuna, og gat þess að meðal-
hæð kvenna hefði þá verið 1,56
en karla 1,74. Fundust líkamsleif
ar af fiörutíu og fjórum í kirkju
garðinum. Þá fór Krogh nokkr-
um orðum um Grænland hið
forna, í Ijósi þessara rannsókna
og sýndi margar góðar ljósmynd
ir, bæði frá Brattahlíð og upp-
greftrinum sjálfum.
Að loknu erindi hans flutti
Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð
ur, stutt ávarp, og þakkaði
Krogh fyrir komuna hingað til
lands.
--------------------<5* Hilmar Guðlaugsson
Vaxandi fylgi lýðræðis-
sinna ■ Múrarafélaginu
STJÓRNARKOSNING fór fram í Múrarafélagi Reykjavíkur uiu s.l.
helgi. Úrslit kosninganna urðu þau, að A-listi fráfarandi stjórnar,
sem studdur var af lýðræðissinnum hlaut 135 atkv. en B-listi
kommúnista og stuðningsmanna þeirra 77 atkvæði.
í stjórnarkosningum í fyrra urðu úrslit þau, að lýðræðissinnar
hlutu 129 atkv., en kommúnistar 83 atk. t fyrra var atkvæða-
munur listanna því 46 atkv. en nú 58 atkv. Er þetta meiri munur
á atkvæðamagni í félaginu, en verið hefur í fjölda mörg ár.
PÁLL Axelsson, útgerðarmaður,
hefur komið að máli við Morg-
unblaðið vegna fréttar á bak-
síðu s.l. sunnudag um töku mb.
Freyfaxa KE 10, þar sem hann
er sagður hafa verið staðinn að
því að eyðilegja net Keflavíkur-
báta.
Páll lagði áherzlu á, að lesa
mætti milli línanna í fréttinni,
að um vísvitandi skemmdarstarf
semi væri að ræða. Sannleikur-
inn í málinu væri hins vegar sá,
að í umrætt skipti, er togað
var út af Stafnesi, gerði kafalds
byl og vegna þess hefði tekizt
svo slysalega til að varpa ,mb.
Freyfaxa lenti lítilsháttar á
endaneti á trossu frá vélbátnum
Ágústi Guðmundssyni II. frá
Vogum.
Páll sagði, að skipstjóra við-
komandi báts hefði þegar verið
tilkynnt um þennan atburð og
kvaðst Páll hafa boðizt til að
greiða hugsanlegap sikemmdir.
Kommúnistar réðust á forystu
menn Múrarafélagsins í Þjóð-
viljanum á sunnudaginn á held-
ur ódrengilegan hátt og reyndu
að gera forystumenn félagsins
tortryggilega í augum félags-
manna, en múrarar svöruðu þess
ari árás „línu komma“ með því
að gera kosningasigur lýðræðis-
sinna meiri en nokkru sinni fyrr.
Stjórn Múrarafélagsins er
þannig skipuð: Hilmar Guð-
laugsson, form., Kristján Har-
aldsson, varaform., Brynjólfur
Ámundason, ritari; Helgi Steinar
Karlsson, gjaldkeri félagssjóðs
og Sigurður Jónasson gjaldkeri
styrktarsjóðs.
Reynt að opna milli Ak-
ureyrar og R-víkur í dag
ALLGÓÐ færð var um Suður-
landið og Vesturland í Borgar-
fjörð í gær, en skafrenningur
var á öllum fjallvegum á norð-
urleið til Akureyrar. Á Austur-
landi er reynt að halda Fagradal
opnum, þegar flogið er frá
Egilsstöðum.
í dag verða fjallvegir á Snæ-
fellsnesi og vegurinn um Bröttu-
brekku mokaðir. Ennfremur
verður reynt að opna leiðina
mi'lli Reykjavíkur og Akureyrar
og bílar aðstoðaðir á henni ef
veður leyfir. Er ákaflega tvísýnt
þó að af því geti orðið. Leiðin
milli Akureyrar og Húsavíkur
var opnuð í gær.
Varðberg ó
Akureyri
AÐALFIJNDUR Varðbergs á
Akureyri verður haldinn í kvöld
í Hótel KEA og hefst kl. 20.30.
Eivind Berdal, upplýsingafull-
trúi NATO mætir á fundinum.
Flytur hann erindi um málefni
Atlantshafsbandalagsins og svar
ar fyrirspurnum.
Embættismanna-
kerlið og
VAKA, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta ,efnir til fundar í
kvöld um Alþingi og embættis-
mannakerfið. Frummælendur
verða þeir Jónas H. Haralz for-
stjóri Efnahagsstofnunarinnar og
prófessor Þór Vilhjálmsson.
Fundurinn verður að Hótel
Sögu (í hliðarsal inn af
Súlnasal). Forsetum efri og
neðri deildar Alþingis og for-
manni fjárveítingarnefndar Al-
þingis hefur verið boðið á fund-
inn. Fundurinn er opinn öllum
Alþingi
Jónas Þór
stúdentum og eru þeir hvattir
til þess að mæta.