Morgunblaðið - 13.02.1968, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.02.1968, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 19«« IVIAGIMUSÁR SKIPHOLTI21 símar 21190 eftirlokun slmi 40381 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson. BILALEIGAINI - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. SPARifl TlMA FYRIRHDFN lrtötLe'7/&tr RAUÐARARSTlG 31 SlMI 22022 Nýr sími 23-222 SENDIBILAR H.F. Einholti 6. AUDVITAÐ ALLTAF ★ Fylltu hug þinn af góðum hugsunum Hermóður Birgir Alfreðs- son, leikfimisikennari, ritar í dag hugleiðingu, þar sem hann beinir orðum sínuim einkum til íslenzkrar æsku. Farast hon- um orð á þessa leið: „íslenzk aeska er mislitur hópur, — við hittum hana við margar mismunandi aðstæður í þjlðfélaginu. Helzt viljum við sjá hana við vinnu sína. Eitt af helztu verk- efnum framtíðarinnar, er, að byggja upp þjóðfélagið með nægum verkefnum fyrijr allaj yngri sem eldri. Að vilja eittlhvað sérstakt, að hafa fast markmið til að keppa að, 'hefur ómetanlegt giidi. Tapi maður hæfiileikanum til að horfa fram á við, að vin.na að settu marki, og framaþrá, þá hrærumst við ekki lengur með, heldur stöndum við á vegar- brúninni og látum hina aka framhjá. En 'hv^r er þróunarmöguleik- ana að finna? Við getum fundið þá á heim- ilum okkar, í kirkjunni, á vinnustöðum, í kvöldskólum og unglinaskólum, mennta- og há- skólum, í iþrótta'hreyfin.gunni, og síðast en ekki sízt í hinum mörgu félagssamtökum ungs fólks, en ekki við það að aka um götur borgarinnar, eða með því að byrja þátttöku í einu og öðru til þess eins að hætta jafriharðan aftur. f framtíðinni verður einnig að rei'kna með góðu rými fyrir íþróttir og útilíf. fþróttir er líkamsæfing í góðum féiags- skap. Á ferðalögum og útileg- um lærir íslenzk æska að þekkja land sitt og meta það að verðleikum. Og það verður einnig að vera rými fyrir heil'brigðan féiags- skap og ánægju fyrir yngri kynslóðma. En þið, kæra æskufólk, ykk- ur ber að muna að á ykkar aldurskeiði er það mjög mikil- vægt að geta gert greinamun á því raunverulega og því óraunverulega, — milli þess auvirðilega og þess er gefur lífinu gildi. Við verðum fljótt sammála um að það er mikill munur á félaga og vini. Félagana velj- um við ekki sjálf, þeirra þurf- um við ekki að leita, — þeir koma af sjálíu s'ér, — í leikj- um, í skólanum og hvaðanæva að, allt okkar líf. Og vissulega bæði getum við og eigurn við að njóta góðs af félögum okkar. En vinur er sá, sem við velj- um sjálf. Maður á sér vin, vegna þess að það er vilji manns og vill einmitt eiga eng- an annan en hann að vini. Og einmitt það ræður, hvort við veljum rétt, því jafnvj^t er að góður vinur er eitt af því bezta hér í heimi og að slæmt vin- fengi getur aldrei verið til góðs. Hversu vel getur góður vinur ekki hjálpað og hughreyst, þeg- ar eitthvað gengur á og sam- glaðzt manni þegar allt leikur í lyndi og hversu langt getur þá slæmur vinur ekki dregið pilt eða stúlku burt frá öllu, sem telst satt, gott og hollt. Fylltu því hug þinn af góðum hugsunum, og reyndu að forð- ast slæman félagsskap, óhollar kvikmyndir oig sorprit. Þeir, sem ekkert gera fyrir aðra, gera ekkert fyrir sjálfan sig. Leitaðu eftir því góða í hverj- GPSÍSVEGI22-24 fl:30280-32Z6Z LITAVER Barrystaínes linoleum parket gólfflísar. Stærðir 10 cm x 90 cm. 23 cm x 23 cm. Gott verð HEFILBEKKIR eru til í mismunandi stærðum. VERKFÆRAHALDARAR Hinir vinsælu segulverkfærahaldarar eru fyrirliggj- andi. TRÉKLOSSAR fyrir karlmenn, með og án haelkappa. Einnig kven- klossar og mjög fallegar töfflur fyrir konur. LÁRUS JÓNSSON, umboðs- og heildverzlun, Laugarnesvegi 59. Sími 37189. um þeim sem þú umgengst, fordómalaust, þú munt þú geta varðveitt gleði þína og aukið gleði annarra. Hermóður Birgir Alfreðsson“. Útnesvegur er oft slarkfær S. E. á Hellissandi skrifar um vegamál og raforkumál: „Það er gleðilegt að vega- málastjóri, skuli gefa tilefni til blaðaskrifa um vegamálin á utanverðu Snæfellsnesi. Það er leiðinlegt þegar sífellt er boð- aður sparnaður, bæði af opin- berum aðilum og öðrum að fyr- ir augum okkar hér, skuli þá ausið pé í ástæðul'aust snjó- mokstursbrjálæði á Fróðar- heiði tvisvar, þrisvar og jafnvel oftar í viku hverri, en Útnes- veg hefði sennilega þurfa að moka tvisvar það sem af er vetri. Vegamálastjóri telur ógerlegt að moka Útnesveg vegna þess, hve ihann er óskap- lega langur og að mikill hluti hans sé niðurgrafinn og ekki unnt að koma þar frá snjó. Vegurinn er jú langur, en get- ur hann verið styttri? Ébúum Hellissands þætti það gott að hafa 'hann aðeins styttri, en það ræður enginn sköpun heimsins og þá ekki Snæfallsnesinu, sem betur fer. Vegurinn um Staðarsveit er að mestu niður- grafinn moldartroðningur, þar sem hann eirihvernt'ima hefur verið uppruddur, er hann á stórum kafla sokkinn í mýrar- fláka, þar 'heíur ekki oft af verið mokað snjó í vetur. Því þar er einfaldlega ekið utan troðninganna, það saaja er hægt að gera á þeim þriggja km. kafla af Útnesvegi, sem ekki er upphleyptur, þvi snjóa- lög hafa verið báðum megin á Nesinu í vetur. 49 km. á Út- nesveginum er uppruddur þar sem auðveildara væri að moka af 50 cm. þykku snjó- lagi, sem mest hefur verið. Ekki trúi ég að auðveldara sé að moka eins til tveggja metra djúpan jafnfallinn snjó, sem v’íðast hver er á veginum yfir Fróðárlheiði tvisvar í viku. Hissa er ég á að Breiðvíkingar skuli ekiki láta heyra í sér um þessi mál. Það er lágmarks- krafa okkar hér sem þetta út- nes búa, að stjórnendur vega- mála suður í Reykjavík auglýsi ekki sífellt Útnesveginn ófær- an þótt, hann sé oft slarkfær og fær öllum stórum bifreið um. Raforkumál Sala á ikertum til ljósa og gasi til eldunar, trúi ég að hafl verið |aikil ‘hér utan Ennis í haust og vetur, því ef kulað hefur eða snjóað úr lofti, þá hefur rafmagnið farið af. Þetta skeður oft í mánuði, hálfa og heilu sólarhringana er raf- magnslaust. Kemur sér þetta illa þar sem búin þurfa raf- magn jafnframt oliu til upphit- unar. Þær eru ófáar stundirnar sem fólk hér þarf að sitja um- vafið teppum og við kertaljós. Gaman væri að heyra frá raf- veitustjóra hvað ihann hyggst gera til að koma þessum mál- um í það lag að möguleiki sé að tala um þjónustu. Það væri ekki til of mikils mælzt að byggð yrði hér utan Ennig varastöð sem firra mundi algjörum vandræðum þar sem orkul'ínan liggur yfir erfiðan fjallveg og oft erfit að komast þangað upp til viðgerð- ar. Lina þessi er orðin yfir tíu ára görnul og virðist illa haldið við sem marka má af því sí- fellda rafmagnsleysi sem ágerist með hverjum vetrinum sem líður. (Þessar línur eru skrifaðar við kertaljós). S. E.“. Ræna þotusleðum smábarna Ung móðir í Hafnarfirði skrifar á þessa leið: Kæri Velvakandi. Nú get ég ekki orða bundizt lengur og skrifa þér þessvegna nokkrar línur með ósk um að þær birtist sem fyrst. Það hefur verið mjög gott sleðafæri núna í vetur og mín börn eiga þotusleða eins og flest önnur börn nú til dags. Þau renna sér mjög mikið í brekkunni hjá Flensborgar- sfcóla en þegar frírmínútur eru í skólanum þá kom ungling- arnir úr skólanum og taka af þeim þoturnar og renna sér á þeim, en látum vera að þeir renni sér, en þotusleðarnir, þeir minnstu, eru ekki fyrir hálffullorðið fólk og börnin mín fengu sinn þotusleða möl- brotinn þegar bonum var skil- að. Mér finnst að svona lagað eigi ekki að koma fyrir við dyrnar hjá skólastjóra þessa skóla og yfirvöldum bæjarins. Ung móðir í Hafnarfirði“. Atthagafélag Akraness Aðalfundur verður haldinn í Aðalstræti 12, fimmtu- daginn 15. þ.m. kl 9. Venjuleg aðalfundarstörf STJÓRNIN. Nauðimgaruppboð sem auglýst var í 66., 68. og 71. tbl. Lögbirtingablaðs 1967 á hluta í Stigahlíð 28, hér í borg, talinn eign Ingva M. Árnasonar, fer fram eftir kröfu Hafþórs Guð- mundssonar dr. jur. Iðnaðarbanka íslands h.f., Inn- heimtu Landssímans og Útvegsbanka íslands, á eign- inni sjálfri, föstudaginn 16. febrúar 1968, kl. 10 ár- degis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.