Morgunblaðið - 13.02.1968, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1968
„Réttur klæðnaður og óbilandi
kjarkur urðu Harry Eddom til lífs
— segir dr. Griffith Pugh, sem kominn er til
íslands að kynna sér læknisfræðileg atriði
í sambandi við sjóslysin í Isafjarðardjúpi
„ÞAÐ er einkum tvennt, sem
varð Harry Eddom til lífs.
Hann var vel klæddur,
í vatnsþéttum fötum yzt, og
hann missti aldrei móðinn,
heldur hafði alltaf fullt vald
á sjálfum sér“, sagði dr.
Griffith Pugh við blaðamenn
Mbl. í gær. Dr. Pugh er yfir-
maður þeirrar deildar brezku
rannsóknarstofnunarinnar í
læknisfræði í London, sem
vinnur að þrekrannsóknum.
Hingað kom hann á vegum
brezka læknarannsóknarráðs-
ins til að kynna sér læknis-
fræðileg atriði í sambandi við
sjóslysin í ísafjarðardjúpi á
dögunum.
Dr. Griffith Pugh hefur
stundað þrekrannsóknir víða
um heim, m.a. á Suðurheims-
skautssvæðinu og í Himalaya-
fjöllum.
— Það, sem skiptir höfuð-
máli í þessu sambandi, sagði
dr. Pugh, eru vatnsþéttu flík-
urnar. Annar maðurinn, sem
lézt af vosbúð í gúmíbátnum,
var ekki illa klæddur, en
hann var ekki í vatnsþéttum
flíkum.
Harry Eddom er óvenju
líkamshraustur maður og
sjálfsbjargarviðleitni hans er
sterk. Hann missti aldrei móð
inn, en oft er það svo, að
fólk, sem gefst upp, deyr fljót
lega eftir það. Eg held ekki,
að það hefði skipt neinu máli,
þótt Eddom hefði komizt inn
í sumarbústaðinn, því á með-
an maðurinn getur skolfið er
ástandið ekki of alvarlegt.
Eftir því, sem ég kemst næst,
var ástand Eddoms, þegar
hann kom að sumarbústaðn-
um ekki alvarlegt. Allt um
það sýndi Eddom mikla karl-
mennsku, sem kom fram í
því, að hann skyldi ekki gef-
ast upp, en eins og ég sagði
áðan getur uppgjöfin flýtt
mjög fyrir endalokunum.
— Hvaða lærdóm er hægt
að draga af för yðar til ísa-
fjarðar?
— Ég fór til ísafjarðar til
að rannsaka lík fimm skip-
verja, sem fundizt hafa, svo
og rannsakaði ég Harry
Eddom, kynnti mér allar að-
stæður eftir beztu getu og
átti stórfróðlegar viðræður
við Úlf Gunnarsson, lækni á
ísafirði. Ég mun svo, þegar
heim kemur, gefa brezka
læknarannsóknaráðinu
skýrslu, en það tekur svo aft-
ur sínar ákvarðanir á grund-
velli hennaf. Vonandi getum
við dregið gagnlegan lær-
dóm af þessum voðaviðburð-
um og þá gert þær úrbætur,
sem gætu fyrirbyggt, að slíkt
endurtæki sig. En á þessu
stigi málsins get ég ekkert
fullyrt.
— Ætlið þér að viða að yð-
ur efni hér í Reykjavík?
— Já. Ég mun ræða við ís-
lenzka fiskimenn og fá álit
þeirra á ýmsum spurningum,
sem atburðir eins og þessir
hljóta að vekja. Ég vil taka
fram, að möguleikarnir á
björgun á sjó, jukust stórlega
við tilkomu gúmíbjörgunar-
bátanna, sem veita skipbrots-
mönnum mikla vernd á hafi
úti. Ég hef keypt hér 1 Reykja
vík sjóstakka, eins og íslenzku
sjómennirnir nota, svo og ull-
arnærföt og ætla mér að rann
saka þennan klæðnað nánar.
Togarasjómenn verða sjálfir
að sjá sér fyrir fötum og ung-
ir menn eru oft ekki nógu for
sjálir í þessum efnum, þó
þeir vitkist með aldrinum og
aukinni reynslu.
— Að hverju starfið þér nú
í Bretlandi?
— Viðfangsefni mitt eru
rannsóknir í sambandi við
loftslagið í Mexíkó og áhrif
Dr. Griffith Pugh
þess á íþróttafólk. Ég hef
tvisvar farið til Mexíkó í
þessu skyni.
Reynslan sýnir, að árangur-
inn í hlaupagreinum er þar
um 6% lélegri, en við venju-
leg skilyrði, en árangurinn í
stökkunum oft betri. Að
mínu áliti þarf íþróttafólkið
um mánaðartíma til að venj-
ast hinu þunna loftslagi í
Mexíkó.
U Thant og Kosygin ræða sam
(TASS).
U Thant í
Moskvu, Lundúnum 12. febr. AP
AÐALRITARI SÞ, U Thant, kom
til Lundúna í dag frá Nýju Dehli
og Moskvu. Ekkert hefur enn
verið látið uppskátt um viðræð-
ur hans við æðstu ráðamenn
sovézka, en til Moskvu fór hann
«flugleiðis frá Nýju Deihi, þar
sem hann ræddi við sendiherra
N-Vietnam, Nguyen Hoa, am-
bassador Bandaríkjanna, Chester
Bowles og forsætisráðherra Ind-
lands, Indiru Gandhi. U Thant
neitaði að ræða við fréttamenn
á flugvellunum í Nýju Delhi,
Moskvu og Lundúnum. Talið er
fullvíst, að aðalumræðuefnið í
för U Thants hafi verið stórauk-
in átök í Vietnam undanfarið.
U Thant ræddi tvisvar við
Hnrry Eddom til
Reykjnvíkur
í dng
SKIPBROTSMAÐURINN af
Ross Cleveland, Harry Eddom,
er væntanlegur til Reykjavikur
í dag frá ísafirði. Mun hann að
öllum líkindum fara til Englands
á miðvikudag.
Rita Eddom, kona hans, flaug
til ísafjarðar í fyrradag til að
hitta mann sínn atftur, og blaða-
menn voru þá víðs fjarri. Fór
hún svo ufan í gær.
an í Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu
Lundúnum
Kosygin, forsætisráðherra Sovét
ríkjanna í Kreml, og einnig við
Gromyko, utanríkisráðherra og
aðra ráðamenn. Samkvæmt stutt
orðri fréttatilkynningu, sem gef-
in var út í Moskvu í morgun var
ástand í alþjóðamálum og starf-
semi SÞ efst á baugi í viðræðum
ráðamannanna. í Lundúnum
mun U Thant ræða við Wilson,
forsætisráðherra.
Hið opinbera málgagn Sovét-
stjórnarinnar, Pravda, endurtók
í dag fyrri staðhæfingar sínar
þess efnis, að vietnamska þjóðin
studd af Sovétríkjunum muni
sigra í styrjöldinni í Vietnam.
Segir Pravda, að friður geti að-
eins fengizt með því móti, að
Bandaríkin láti af árásarstefnu
sinni í Vietnam. Pravda bendir
á, að Sovétríkin og Bretland séu
formenn Genfarráðstefnunnar
1954, sem fjallaði um vandamál
Indó-Kína og fulltrúi frá Ind-
landi sé formaður alþjóða ör-
yggisnefndarinnar fyrir Indó-
Kína, en U Thant hefur lagt leið
sína til þessara þriggja landa í
ferðalagi sínu nú.
Óstaðfestar heimildir í Moskvu
herma, að sovézkir ráðamenn
hafi tjáð U Thant á sunnudag, að
nú væri rétti tíminn fyrir Banda
ríkin og N-Vietnam til að ræða
mál sín milliliðalaust, en eins
og fyrr segir hefur U Thant neit
að að ræða við fréttamenn í þess
ari ferð sinni og hefur því eng-
in staðfesting fengizt á þessum
orðrómi enn.
Rauði krossinn hefur söfnun
til styrktar Vietnam
FRAMKVÆMDASTJÓRI Rauða
kross ísl., Ólafur Stephensen,
ræddi við blaðamenn s.l. mánu-
dag í tilefni af því, að hjálpar-
beiðni hefur borizt Rauða krossi
fslands í skeyti frá aðalstöðvum
Alþjóða Rauða Krossins í Genf.
Óskað er eftir fjársöfnun, til
aðsetoðar við Viet Nam, Norður-
og Suður Viet Nam, og svæði
það, er Þjóðfrelsisnefndin ræð-
ur yfir. Fé þesisu skal varið til
kaupa á mjólk, matvælum og
vitamíni handa mæðrum og
börnum, og sömuleiðis til kaupa
á Iyfjum, lækningatækjum og
skurðaðgerðartækjum til hanida
bágstöddum Vietnambúum,
flóttamönnum, sjúkum og særð-
um. Segir og í skeytinu, að á-
Happdrætti
Islands
LAUGARDAGINN 10. febrúar
var dregið í 2. flokki Happdrætt-
te Háskóla íslands. Dregnir voru
2,000 vinningar að fjárhæð
5.500,000 krónujr.
Hæs'ti vinningurinn, 500,000
krónur, kom á heilmiða númer
40549. Annar heilmiðinn var seld
ur í umlboði Helga Siivertsen í
Vesturveri, en hinn heilmiðinin
var seldur í umboðinu í Hvera-
gerði. Hinn heppni vinningshfi
í Hveragerði átti röð af miðum
og fær því aukavinning einnig.
100.000 krónur toom*u á hálf-
miða númer 12928. Tveir hálf-
miiðar voru seldir í umlboði
Hel'ga Sivertsen í Vesturveri,
einn hjá Guðrúnu Ólafsdóttur,
Austurstræti 18 og sá fjórði hjá
Frímanni Frímaninssyni í Hafn-
arhúsinu.
10.000 krónur:
8090 9684 10517 10967 11793
11874 12604 13290 14502 18646
20658 22021 24568 26647 20148
30682 32747 33280 35446 40548
40550 40794 47069 48346 51921
53103 55562. (Birt án á/byrgðar).
standið sé miklu alvarlegra
þarna en menn geri sér almennt
grein fyrir. Séu auk þeirra
særðu og bágstöddu a.m-k.
500.000. flóttamenn, er særðir
séu eða veikir, og sé skorturinn
hörmulegur. Hérumbil einn
fimmti þessa gífurlega fjölda er
staddur í Saigon.
Alþjóða R'auði Kroissinn fer
eingöngu fram á peningagjatfir
þar sem þeir hatfa sérlega góða
aðstöðu í Genf tii kaupa á lyfj-
um og 'lækningatækjuimi á fram-
leiðslu'verði, og þá sömuieiðis á
baetiefnum oig mjólk. Þaðan
væru og öruggar saimgönguleiðir
reglulega til Vietnam, og væru
mjög góð stoil á öl'lum sending-
um frá þeim. Ein sending hatfði
glatazt, svo að menn Vtesu til,
en hún hefði toomið frami síðar.
Úthl'utun allra þeirra fjár-
sendinga, er berast til Genf er
áltoveðin eftir skýrs'lum', svæðis-
deilda Rauðakrossins í Viietnam
er sendiar hafa verið tifl aðal-
stöðva Rauða Krossrns áður, en
senidingarnar frá Genf eru
stoammtaðar og sendlar til við-
komandi svæða*
Skiipulag Ratuða Krossins þar
í landi er svo gott segir Ólafur
Stephensen, að engin brögð hafa
verið að því, að vörur úr sernd-
Hfarkaðsmálin
rædd á fundi
Norðurlanda-
ráðs
Osló, 8. febrúar. NTB.
FORSÆTIS- og utanríkisráð-
herrar allra Norðurlandanna,
margir aðrir ráðherrar og fjöldi
þingmanna sitja 16. þing Norður-
landaráðs í Osló dagana 17. til
24. febrúar. Ástandið í markaðs-
málunum verður eitt helzta mál
fundarins og verður rætt um
efnahagssamvinniu Norðurlanda
og afstöðu Norðurlanda til mark
aðsbandalaga álfunnar.
Framh. á bls. 17
ingunum hyrfu imn á srvartan
markað, né heldur orðið vart
neins annans leka úr sendingum'
út á við. Sagði Ólafur, að send-
ingar tii svæða þeirra, er Þjóð-
frelsishreyfinlgin hefði umráð
yfir, væru yfirleitt send'ar mieð
aðstoð rússneskia Raiuða Kross-
ins til Rauðakrossdeildar, er
starfar í Hanoi. Keypti sú deild
aðallega skurðáhiöld, lyf og lækn
ingatæki.
Sagði Ólafur og að mjög ó-
venj ulegt væri, að aðstoðar væri
ósk'að við styrjaldaraðliia, en
þetta væri al'veg sérstök hjélp-
arstefnuskrá, sem mú væri verið
að reyna og væru allar deildir
Rauða Krossims í heiminum
beðrnar uim aðlstoð. Sagði óllaíuir
og, að aillar Rauða Krossdeildir
íslamds imumdu veáita móttöku
fjárfraimlögum. Slkrilfstofa Rauða
Krossins í Reykjavík er að öldu
götu 4. Einnig munu dagblöðin
veita gjötfum móttöku-
Birgitte Bardot
að skilja?
Almeria, Sp'áni, 12. febr.
— AP —
ALMANNARÓMUR hermir,
að svo virðist sem Birgiitte
( Bardot, hin nafntogaða
franska kvikmyndad'ís, sé í
þann veginn að skilja við
eiginmann sinn, þýzka auð-
jöfurinn Giinther Sachs. Fylg
ir það fregninni, að hún hafi
nú um stund mun rmeira dá-
læti á leikaranuim Stephen
Boyd en Sadhs — þau séu
saman öl'lum stundum og sýni
hvort öðru mikil og margvis-
leg kærleiksteikn á almanna-
færi. Þau leika saman í kvik-
mynd, sem verið er að taka
á Spáni og þar leikur líka
Sean Connery, augnayndi
stúlkna á sama Wátt og Bardot
er karlmanna. I
Birgitte Bardöt skrapp til
f Parisar fyrir tíu dögum að
* hitta mann sinn, en sneri aft-
ur til Spánar, föl og vesæid-
arleg. Nú er sagt, að Ihún ætli
að br.egða sér til Grenobl'e og
hitta hann þar, suimir segja til
þess að gera síðustu tilraun
til að bjarga hjónalbandinu.