Morgunblaðið - 13.02.1968, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.02.1968, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1968 17 Johnson skorar á Sovétstjórnina — að semja um takmörkun framleiðslu kjarnorku- og eldflaugavopna Sólsetur i Saigon Reykjarsúla stígur til himins yfir kínverska hverfinu Choion, þar sem heiftar legir götubardagar hafa átt sér stað undanfarna daga og mun nú hverfi þetta að mestu í rústum. (AP-mynd). — Viet Cong Framh. af bls. 1 ir í dag, að tilkynnt hafi verið u>m mikla liðsflutninga rétt sunn an við hlutlausa beltið í Viet- nam og sé þar um að ræða sk'æruliða Viet Cong og hermenn Hanoi-stjórnarinnar, siem haídi frá vestri til austurs í átt til strandlhéraðanna Danang, Tam Ky, Hue og Phu Bai. Búizt er við ‘harðvitugum bardögum í þessum héruðum næstu daga. U t a n r í.k i sr'áðherr a B and arí k j - anna, Dean RuSk, sagði í ræðu i New Jersey, að ýmislegt benti til að Vietnam-styrjöldin væri nú á l'okastigi og enginn vafi léki á hver mundi sigra í þessari styrjöld, ef bandarískir 'hermenn í Vietnam fengju nægilegan stuðning heima fyrir. Rusk viðurkenndi að Banda- ríkjamenn hefðu beðið mikið mann- og eignatjón og þúsundir S-Vietnama hefði orðið heimilis- lausir vegna hinnar miklu leift urárásar Viet Cong sl. tíu daga. Rusk kvaðst þó vilja benda á mjög mikilvægar staðreyndir: -t- Aldrei kom til uppreismar | meðal alþýðu manna, eins og: kommúnistar höfðu gert sér von ir um og hvatt til í 39 héraðs- höfðuðborgum og rúmlega 70 borgum öðrum og faafa kommún- istar ekki getað haldið neinni þesisara borga. — Kommúnistar lýsbu því yfir að þeir mundu setja á stofn toyl't- ingaréáð til að stjórna ýmsum borgum, en ekki ein einasta her- stjórn þeirra hefur náð völdum. — Kommúnistar toiðu gífur- legt afhroð í bardögunum og misstu Sleiri menn á einni viku, en Bandaríkin s’íðan Vietnam- stríðið hófst. — Útvarpið í Hanoi útvarpaði fölsuðum fregnum um liðíilaup allmargra s-vietnamskra her- fylkja, en aldrei var um liðthlaup að ræða. Barizt var áfram í Saigan og úthverfum borgarinnar í dag, þrettánda daginn í röð. Talið er, að liðssveitir Bandaríkjamanna hafi fellt 223 skæruliða í bardög um við vopnabirgða'stöðina i grennd við Tan S'on Mhut flug- völlinn í útjaðri Saigon-'borgar. Samkvæmt áætlunum embætt' ismanna borgarinnar munu flóttamenu í Saigon nú vera um 120.000, en í landinu öllu um 345.000. Óstaðfestar heimildir herma, að 11.300 óbreyttir borg- arar hafi verið felldir eða særzt í bardögunum undanfarna daga, en sú tala mun hvergi nærri lagi, að sögn bandarískra hern- aðaryfirvalda. Washington, 12. febr. NTB-AP LYNDON B. Johnson, forseti Bandaríkjanna, hefur enn á ný mælzt til þess við Sovétmenn, að þeir semji við Bandaríkjamenn um að takmarka framleiðslu kjarnorku- og eldflaugavopna, bæði árásar- og varnarflauga. — Komu þessi tilmæli fram í skýrslu stjórnarinnar um vopna eftirlit og afvopnunarmöguleika, sem lögð hefur verið fyrir banda ríska þingið svo sem venja er einu sinni á ári. Grima hynnir leiklist í skólum LEIKFELAGIÐ Gríma hefur að undanförnu haft leiklistarkynn- ingu í nokkrum skólum í Reykja vík og nágrenni á vegum Menntamálaráðuneytisins. Berg ljót Stefánsdót'tir, Sigurður Karlsson ag Sigurður Hallmars- son leika einþáttunginn Bónorð- ið eftir Anton Tsjekov í leik- stjórn Magnúsar Jónssonar. Mis- munandi leikmáti er sýndur og nokkur grein gerð fyrir höfundi. Fjölmennur bændafundur um verð- lagsmál í Gaulverjabæjarhreppi Þar segir forsetinn, að Banda ríkjamenn vilji helzt hefja sem fyrst viðræður við Sovétstjórn- ina um slíka takmörkun til þess að koma í veg fyrir, að þjóð- irnar leggi í kostnaðarsama vopnaframleiðslu og síharðnandi kapphlaup í kjarnorkumálum. Sovétstjórnin hefur í grund- vallaratriðum lýst sig samþykka því að semja um þetta en hefur því að semja um þetta en hefur ekki ennþá sýna á sér viðræðu- snið. Johnson benti á, að stjórn- ir Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna væru einnig sammála í grundvallaratriðum um að tak- marka dreifingu kjarnorkuvopna og ríkisstjórnir beggja hefðu skuldbundið sig til að eiga sam- starf hvor við aðra í því skyni að binda enda á kjarnorkukapp- hlaupið. Seljatungu, 12. febrúar. RÆKTUNARSAMBAND Flóa og Skeiða gekkst fyrir fundi um verðlagsmál landbúnaðarins sl. sunnudagskvöld að Félagslundi í Gaulverjabæjarhreppi. Frum- mælendur á fundinum voru Gunnar Guðbjártsson, formaður Stéttarsambands bænda, og Vil- hjálmur Hjálmarsson, stjórnar- maður Stéttarsambandsins. Skýrðu þeir fundarmönnum frá gangi verðákvörðunar verðlags- grundvallarins á sl. hausti, og niðurstöðum yfirdóms Ennfrem- ur frá viðbrögðum Stéttarsam- bandsstjórnar gagnvart niður- stöðum yfirdóms og ákvarðanir aukafundar Stéttarsambandsins, er haldinn var 7. og 8. febrúar sl. Lögðu framsögumenn mál þessi skýrt og hlutdrægnislaust fyrir fundarmenn, en lögðu jafn- framt áherzlu á þá skoðun stjórn ar Stéttarsambandsins og auka- fundar þess, að yfirdómur hefði ekki birt úrskurð sinn á skýlaus um ákvæ’ðum Framleiðsluráðs- laganna.. Þess utan myndi hinn dæmdi verðgrundvöllur ekki veita bændum tekjur til sam- ræmis við viðmiðunarstéttir, þótt svo kynni að fara að bænd- ur fengju að fullu grundvallar- verð hans en á því töldu þeir Stjórnmálasamband IUalawi og Zambíu? Blantyre, Malawi, 12. febrúar — AP — í OPINBERRI tilkynningu stjórna Malawi og Zambiu, sem birt var í Blantyre í dag, segir, að ríkin muni taka upp stjórn- málasamvinnu, þegar er talið verði frámkvæmanlegt. Mun samstarf þeirra hefjast með því að Malawi sendi fulltrúa sinn til Lusaka. Ákvörðun um þetta var tekin eftir tveggja daga viðræður full trúa stjórnanna, en fjögurra manna sendinefnd frá Zaimbiu, : undir forsæti Reuben Kamanga, utanríkisráðherra, hefur undan- farið verið í Blantyre. Hann sagði við brottförina í dag, að of fljótt væri að segja til um, hvort skipti á sendimönnum yrðu gagnkvæm í nánustu framtíð. Hann haiði heim með sér per- sónulega orðsendingu frá Hast- in@s Banda, forseta Malawi, til! Kennet'hs Kaunda, forseta Zamfoiu. Helzta ágreiningsefni; ríkjanna hefur verið afstaðan til I Suður-Afríku og dvöl u.ppreisn- | armanna Malawi í Zamfoiu. litlar líkur, nema því aðeins að auknar útflutningsbætur fengj- ust á útflutning yfir verðlagsár- ið. Formaður Stéttarsambandsins taldi mjög erfiðlega horfa á sölu á landbúnaðarvörum erlendis, og þrátt fyrir gengisfellinguna væri verð þeirra á þeim mörkúð- um langt fyrir neðan framleiðslu verð. Þá skýrði hann tilgang Stéttarsambandsfundarins með hugsaðan skatt á erlent kjarnfóð ur og skömmtun þess. Sagði hann m.a., að samtökin yrðu með einhverjum hætti að hafa stjórn á framleiðslunni og bað bændur að íhuga vel þessa hug- mynd, er sett hefði verið fram á aukafundi Stéttarsambandsins, en búnaðarsamtökum landsins yrði sent mál þetta til meðferð- ar áður en farið yrði fram á lög- bindingu þessa skatts. Að ræðum framsögumanna loknum hófust frjálsar umræð- ur, og tóku þessir fundarmenn til máls: Sigurgrímur Jónsson, Holti; Sigmundur Jónsson, Syðra Velli; Ástmundur Sæmundsson á Grund, Pétur Sigurðsson, Austurkoti; Stefán Jasonarson, Vorsabæ; Runólfur Guðmunds- son, Ölversholti Björn Einarsson, Neistastöðum; Sigurjón Jónsson, Galtalæk, Helgi Haraldsson, Hrafnkelsstöðum; Stefán Val- geirsson, alþingismaður, Bjarni Halldórsson, Uppsölum, stjórnar maður Stéttarsambands bænda. Yfirleitt gætti í ræðum manna verulegrar svartsýni um fjár- hagslega stöðu og frámtíðarhorf- ur landbúnaðarins. Vitnuðu menn mjög til þeirrar miklu kröfugerðar, er aðrar stéttir hafa uppi í þjóðfélaginu, og þeirrar fyrirgreiðslu, er þær hljóta hjá ríkisvaldinu. Fundurinn stóð í fimm klukkustundir, og stjórn- aði honum, formaður Búnaðar- RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍIVII 10*100 félags Stokkseyrar, Hör'ður Sig- urgrímsson, Holti. Fundinn sóttu á annað hundrað manns. — Gunnar. — Markaðsmálin Framh. af bls. 10 Fjölmörg önnur mál verða tekln fyrir að venju og má þar netfna vandamál er stafa af mengun drykkjarvatns og and- rúmslofbsins, tillöguna um norr- æna samvinnu á sviði iitsjón- varps, tiVöguna um flugvallar- gerð á Salthólma, eiturlyfja- vandamál á Norðurlöndum, kröifu Færeyinga um aðild að Norðurlandaráði og tillöguna um stofnun norræns fiskháskóla. Bókmennta- og tónlistarverð- laun Norðurlandaráðs verða af- hent í ve.zlu í ráS'húsinu í Osló, en verðlaunin hlu'tu að þessu sinni sænski ritlhöfundurinn Sundmann og finnska tónskáldið Kokkonen. Frá skírteinaafhendingunni. Frávinstri: Guttormur Sigbjarnar- son, Karl F. Rolvaag, sendiherra, og Sigurjón Rist. (Ljósm. Mbl. Ó!. K. M.). i Aihenti tveimui íslendingum námsskíiteini KARL F. Rolvaag sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, afhenti í gær þeim Sigurjóni Rist for- stöðumanni vatnamælinga, og Guttormi Sigbjarnarsyni jarð- fræðingi, skírteini um að hafa lokið námi á vegum Jarðfræði- stofnunar Bandaríkjanna. Fóru þeir til Bandaríkjanna á vegum Samelnuðu þjöðanna. til að kynna sér nýjar mæliaðferðir og aðrar nýjungar, sérstaklega með tilliti til vatnaspár. Fékkst Sigurjón við almenna vatnafræði, auk stjórnunar og skipulags vatnamælinga, meðal annars með tilliti til að spá um væntanlegt vatnsmagn í ám, sem byggist á rannsóknurru á snjó. Guttormur, sem starfar hjá jarðfræðideild Orkustofnunarinn ar fékkst við atfauganir á grunn- vatni og öðrum jarðfræðilegum þáttuim vatnaspár. Sigurjón Rist stundaði nám í Danmörku og Noregi og tók við forstöðu vatnamœlinga á vegum. raforkumálastjóra árið 1947. Guttormur Sigbjarnars>on lagði stund á jarðfræðinám í Osló og ; hefur starfað hjá Orkustofnun- . inni síðan hann lauk námi. , J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.