Morgunblaðið - 13.02.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.02.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRUAR 1968 Anna Eymundsdóttir Ijósmóðir — Minning HINN 5. þessa mánaðar lézt í Reykjavík frá Anna Eymunds- dóttir, ljósmóðir. Hún var fædd 14. maí 1877, dóttir Eymundar Guðbrandssonar, bónda í Bæ á Selströnd í Strandasýslu, og konw hans, Guðbjargar Torfa- dóttur, alþingismanns á Kleifum, Einarssonar. Fyrri maður Önnu var Magnús Magnússon, Þorleifssonar frá Miklagarði í Saurbæ. Þau Magn- ús og Anna bjuggu um nokk- urra ára skeið í Bæ en sí'ðar í Hvítadal og á Hólmavík. Þeim varð sjö barna auðið. Eru fimm þeirra á lífi, eina dóttur misstu þau unga, einnig er látinn fyrir nokkrum árum sonur þeirra, Tryggvi, listmálari. Anna átti síðar Albert Ingi- mundarson frá Ósi í Steingríms- firði, sem lézt á síðastliðnu ári. Þau hjónin bjuggu lengi á Hólmavík þar til er aldur færð- t Eiginkona mín, móðir okk- ar, tengdamóðir og amma, Laufey Guðjónsdóttir, Þykkvabæ 13, Reykjavík, andaðist í Hvítabandinu 11. þ. m. Jarðarförin auglýst síð- ar. Magnús H. Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Guðríður ólafsdóttir, Njálsgötu 33 A, anda'ðist að Hrafnistu 11. þ.m. Magnús Guðbjörnsson. t Eiginmaður minn, Þórður Jónsson, bifreiSastjóri, AkurgerSi 26, andaðist laugardaginn 10. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Sigríður Þorvarðsdóttir. t Maðurinn minn og fa'ðir okkar, Þorsteinn Gíslason, bifreiðarstjóri, lézt að heimili sínu, Eskihlíð 18 A, mánudaginn 12. þ. m. Hrefna Gunnarsdóttir og börn. t Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir, Gunnhildur Steinsdóttir frá Eskifirði, sem lézt á Hrafnistu þann 9. þ. m., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 15. þ. m. kl. 10:30. Bjarni Marteinsson, böm og tengdaböm. ist yfir þau en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Eftir það áttu þau heimili með Elinborgu, dóttur Önnu. Síðustu ár var Anna far- in að heilsu og naut þá frábærr- ar hjúkrunar og umönnunar dóttur sinnar, allt til dauðadags. Anna Eymundsdóttir var skörpum gáfum gædd, minnug og fróð um margvísleg efni. Hún var kona stórlynd, einörð og hreinskiptin. Hún fór hvergi dult me'ð skoðanir sínar og gat verið óhlífin í orðum, enda ekki örgrannt um, að sumum virtist hún kaldlynd við fyrstu kynni. Þó var hún vinsæl af þeim, sem kynntust henni nánar og áttu við hana einhver skipti, því þeg- ar á reyndi kom bezt í ljós, að hún átti af gnægð hjartahlýju og vinsemdar að miðla. Anna nam ljósmóðurfræði í Reykja- vík, stundaði ljósmóðurstörf um árabil og reyndist mjög farsæl í því starfi. Hún var hagvirk og listgáfug enda voru þeir eigin- leikar í ættum hennar, hún stundaði bæði sauma og vefnáð með miklum ágætum. Það voru fyrstu kynni mín af Önnu Eymundsdóttur, að hún hjálpaði mér í heiminn, mátt- dregnum fyrirmálsburði. Þeir, sem þar voru til frásagnar segja, að ég eigi að miklu líf mitt að launa ágætri kunnáttu hennar í Ijósmóðurstarfinu. Má vera, að lífgjöfin hafi stuðlað að því hversu miklu ástfóstri ég tók síð ar við Önnu og þau hjón bæði. Ég kynntist þeim önnu og Albert vel, þar sem þau tóku að sér að kenna mér sjö ára gömlum frekari skil á almenn- um skólanámsgreinum. Eftir það var ég daglegur gestur í húsi þeirra, meðan þau dvöldu á Hólmavík og átti þar ótaldar ánægjustundir. Heimili þeirra t Eiginmaður minn, Sigurður Arinbjarnar, bókari, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 14. þ. m. kl. 13.30. Bettý Arinbjarnar, börn, tengdasonur og systur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, Boga T. H. Björnssonar, Jaðarsbraut 33, Akranesi. Sigrún Jónsdóttir, börn, tengdaböm og barnabörn. t Móðir okkar Elín Helgadóttir, Brekku við Sogaveg sem lézt 4. febrúar, verður jarðsett að Þykkvabæ í Land- broti laugardaginn 17. febrú- ar kl. 10. Kveðjuathöfn verð- ur í Fossvogskirkju fimmtu- daginn 15. febrúar kl. 1.30. Blóm vinsamlegast afþökk- uð, en þeim sem vildu minn- ast hennar er bent á Þykkva- bæjarkapellu eða góðgerðar- starfseani. Fyrir hönd vandamanna Haukur Þorsteinsson. var byggt á gömlum merg og þar var viðhaldið fornum siðum bað- stofulífsins, þar sem Albert las, til dæmis, upphátt fyrir sögur og greinar meðan Anna var að tóvinnu sinni. Fortíð, nútíð og framtíð verða einungis metnar sem ein og sam- felld heild. Þess vegna er ungu fólki, sem gengur til móts við framtfðina, ómetanlegt að kynn- ast við og læra af þeim, sem muna fortíðina, kynnast þeirri kynslóð, sem nú er að hverfa. Við fráfall Önnu Eymunds- dóttur er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa þekkt stórbrotinn fulltrúa hverf- andi kynslóðar, þakklæti fyrir að hafa átt að vini góða, gamla konu. Blessuð sé minning hennar. 11. 2. 1968. Hjalti Þorkelsson. FYRIR tuttugu og fimm árum fæddist lítill drengur í fájmennu þorpi vestur við Húnaflóa. Hon- uim gekk erfiðlega að kornast í samband við þetta nýja vitundar- svið og á tímabili tvísýnt hvern- ig fara mundi. Allt fór þó vel, og sinn stóra þátt i því átti hún, konan, sem nú, að lokmum löngum og anna- sömum og erfiðum starfsdegi, hefur boðið góða nótt. Anna Eymundlsdóttir fæddist að Bæ i Steingrimsfirði 14. maí 1877. Foreldrar hennar voru Ey- mundur Guðbrandsson frá Syðri- Brekkum á Lamganesi og Guð- björg Torfadóttir Einarssonar alþingismanns á Kleifum í Stein- grims'firði. Anna giftist fyrst Magnúsi Magnússyni og síðar Albert Ingi- mundarsyni, lifði hún nj(bnn sína báða. Frá því ég var lítill drengur man ég þessa svipmiklu virðu- legu konu, enda ekki með ólík- indum, þar sem þær voru nánar frændkonur hún, móðir mín og amrna. Mest urðu þó kynni okkar eftir að Anna varð búsett á Hólmavík, en þanðað flutti hún árið 1919. Get ég gjarnan sagt, að þar ætti ég stundum annað heimili og féll um flest vel. Ekki var það þó þess vegna, að hún ætíð væri svo mjúkmál eða fús að draga fjöður yfir það, sem henni sýndist verr fara, heldur hitt, að einurð hennar og fúsleiki að vísa til vegar, hlaut að vekja virðinigu hvers er var svo gæfu- samur að hún vildi hann viðlits virða. Hver sem kynntist Önnu komst fljótlega að raun um það, að þar var ekki á ferð fcona, sem taldi sér hentast að fara ætíð troðnar slóðir, fremur hitt að finna sér fóbmál og vaxa af eigín verðleikum. Þótt hún væri í mörgu tilfelli gæfumanneskja, veit ég þó, að hún fékk að kenna beiskju lífsins, en reisn hennar varð hvergi minni þótt veðra- brigði óvæntra áfalla bdésu um barm hennar. — Líflsgœfa er ekki alltaf ljúf- ust í lygnum sævi, né auðna mest á meðalmanns ævi —. Um langt árabil stundaði Anna ljósmóðurstörf, og farnaðist þar jafnan vel. Er mér veil kunnugt hve 'hún var fús að rétta fram sína styrku hönd til aðstoðar, þótt ekki hefði hún lengur nein- um sikyldum að igegna á því sviði. Mun þá mörgum hafa skil- ist betur en áður hve heitt hjarta hún bar í brjósti, enda þótt henni væri ótamt að flika þeim til- finningum með fleipri varanna. Börn Önnu af fyrra hjóna- bandi voru: Tryggvi, listmálari, Elínborg, Sigrún, Jón byggingafræðingur, Guðbjörg og Eymundur prentmyndasmiður. Hún naut þeirrar gæfu að sjá þessi börn sín vaxa til nokkurs frama og sum skilja eftir sig spor, sem ekki verða útþurrkuð í framvindu komandi tíma. Þekn fækkar óðum, sem settu svip sinn á lífsmynd fólksins í Strandasýslu á ;fyrri hiluta þess- arar aldar. Anna Eymundsdóttir er ein þeirra kvenna, sem þar ber hæst, þegar ég lit til liðinna ára. Vel má vera að þar ráði nokkru um, hve oft ég, allt frá unglingsárum, naut góðs af því að þakkja hana, en þó held ég að flestir, sem henni kynntust að nokkru, rnunu sammála um, að hún stóð í flestu framar þeirri meðalmennsku, sem mörg- um er mæhkvarði á viðhorf sitt til lífsins og fer sjálfsagt oft vel. Síðustu æviárin urðu henni örðug sökum vanlheilsu, enda þótt ‘hún nyti ágætrar aðhlynn- ingar Eiínborgar dóttur sinnar, og hefir án efa átt hugþekkar stundir með börnum sínum. Fundum okkar bar sjaldan sam'- an eftir að svo var komið. Fyrir mér er hún hin beinvaxna, svip- mikla kona, hiklaus og áikveðin, hreinskilin og hjartahlý þeim er hún veitti vináttu sína. Þann- ig sá ég hana jafnan þegar við áttuim samleið. Síðast á 80 ára afmælinu 14. maí 1957. Nú er skipt um svið. Ég og fjölskylda mín megum margs minnast og margt þakka — orð duga þar skammt. Það er gott í hrösunargjömum heimi, að hafa kynnst einhverj- um, sem skapar hughrif virðing- ar og þakklætis við sinn hinzta beð. — Slíkt fóllk hefur ekki tii einskis lifað. Það lýsir bjart um liðinn vinnudag. Það ljómar skært í minni vina þinna, hve fús þú varst að vernda þeirra hag. Ég vísa þar til okkar löngu kynna. Nú hækkar sól við hinzta beðinn þinn, úr húmsins djúpi morgunstjörnur skina. Og aldrei skyggist aftur vegurinn. Með ástanþökk — ég flyt þér kveðju mína. Þ. Matt. Markús Sigurjónsson Minning „I dauða hjá einstöku áfanga- stað á öræfum tímans vor sál stend- ur við“. (E. Ben.) SVIÐIÐ var hálf hráslagalegt, stór þrímöstruð skúta, vélvana og flest segl fokin út í veður og vind; var eftir mikla hrakninga, að reka meðfram skerjum út af Hjörtsey á Mýrum, í hríðarbyl og stórsjó. Markús stóð með hægri fót á þrÖskuldinum að kortaklefan- um, þann vinstri skor'ðaðan und- ir borðinu, því skipið valt mikið og sjór flaut um gólfið. Hann var í fráhnepptri úlpu með loð- kraga, enska húfu, og trefil lauslega knýttan um hálsinn. Dökkhærður og svartbrýnn, brúnaþungur, en þó var eins og alltaf leyndist bros einhversstað- ar á andlitinu. Hann var með ör stuttan, sívalan, ómálaðan blý- antsstubb í hendinni, að skrifa í leiðarbók, og glöggva sig á korti. Æðrulaus, þó í óefni væri komið. Hann hafði viljað halda sjó, en fékk því ekki rá'ðið, enda II. stýrimaður, þá ungur maður, fyrir réttum 25 árum. Litlu síðar steitti skipið á skerjum, en skútan var ótrúlega sterkbyggð, hún valt á alla vegu og brakaði í hverju tré, en með flóðinu skolaði henni yíir skerin og upp í sand. öllum var borgið. Þetta var bara ein lítil hrakningasaga. Síðan hefir Markús lent í ýmsu volki, hér heima og þó einkum erlendis. Og þarf ekki að efa að hann hefir ávallt skip- að vel sitt rúm. Hann mun hafa verið einrænn nokkuð, og grúskáð í mörgu, og verðmæti sem svo mörgum eru keppikefli, voru honum lítils virði. Það leyndist með honum þessi sérkennilega kýmni, eins og hann hefði gaman af lífsspilinu. Nú er það svo, að við kæm- umst víst flest í vanda, ef við mættum velja okkur dauðdaga, en við höfum ekki frjálst val, svo við verðum að taka því sem a’ð höndum ber, æðrulaust, ef þess er kostur. Enda erum við allir jafnir, þegar ytra formi dauðans sleppir. Ég átti þess kost, fyrir tilvilj- un, að sjá Markús við störf, á yztu nöf, þar sem engu verður leynt. Hann var hetja, og hefir vafalaust dáið sem hetja. En minning um góðan dreng lifir lengi í hugum þeirra sem kynntust honum. Markús Sigurðsson var fædd- ur í Reykjavík 11. júlí 1910. — Foreldrar: Sigurjón Markússon og Sigríður Björnsdóttir. Þormóffur Hjörvar. Hjartanlega þakka ég öll- um sem glöddu mig með gjöfum, blómum og skeytum á 85 ára afmæli mínu. ,Guð blessi ykkur öll. Ragnheiffur Snorradóttir, Njálsgötu 26. Innilegar þakkir fyrir vin- semd og sóma mér aúðsýndan með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 60 ára afmæli mínu 2. febr. Júlíana Björnsdóttir, Grund, ÁlftanesL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.