Morgunblaðið - 13.02.1968, Page 24

Morgunblaðið - 13.02.1968, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1968 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA en jafnvel eftir að ég fann skjöl- in í geymslunni vissi ég ekki, að Morgan hafði fengið skiln- að frá Maud. En hefði hann það ekki, var eina manneskjan, sem gat haft gott af fráfalli þeirra Maud, var Bessie. — En hún hefði ekki viljað að sagan yrði heyrinkunn, held- ur en hún hafði viljað missa undan sér fótinn. — En svo var hún sjálf myrt. — Ég ætla ekki að fara að endurtaka það. Þú veizt það allt. Hún var myrt vegna þess, að hún vissi of mikið, og af því að hún var ofdýr á þögn sinni. En eitt geturðu verið viss um, að hún vissi ekki, og það var um bréfin í geymslunni, því að annars hefði hún reynt að ná í þau. En eins og ég sagði, voru þau ostbitinn, sem við egndum gildruna með, þessa síðustu nótt. Hann stóð upp og tók hatt- inn sinn. Svo leit hann á mig og glotti. — Fyrirgefðu, að ég skyldi hræða þig á stígnum, þarna um nóttina, Pat. Einn af mönnum mínum sá þig fara út og elti þig heim til Margery. Þú varst með byssu, og hann hafði þig illilega grunaða. Hann sagði, að þú hefðir sett heimsmet á leið- inni til baka. Ég settist upp í rúminu. — Ætlarðu að fara að segja mér, að þessi maður þarna um nótt- ina, hafi verið lögreglumaður? — Já, það var hann sannar- lega. — Það var skammarlegt bragð, sagði ég. •— Ég hata þig, Jim Conway. Ég er búin að fá nóg af lögreglumönnum fyrir lífstíð. Hann hló. — Þú hefur ekkert um að sakast við þá, kelli mín. Ég hafði þá á hverju strái þarna um nóttina. Þegar þú fórst að ganga um alla gangana, urðu þeir að skríða í felur. Það var ekki til sá legu'bekkur þarna, að ekki væri lögregluþjónn bak við hann, bölvandi. 40. kafli. Þetta er þá sagan, eins og Jim mundi segja. Við Tony höfum aldrei rætt hana síðan hún gerð- ist, en nýlega hefur hann verið að lesa hana, kafla eftir kafla, eins og ég hef skrifað hana. Hann hefur verið að reyna að styrkja bláþræðina fyrir mig, en svo hefur hann líka fræðst um ýms atriði, sem hann vissi ekki áður. Hann gat litið upp og sagt: — Ég finn hér ekkert um afdrif hans Evans, elskan mín. Þar hefur þér orðið á í messunni. — Jú, það er þarna áreiðan- lega, sagði ég. — Að hann bjó hjá ungfrú Connor, og kafnaði út frá gasofni? Það er þarna aft- antil þar sem líkskoðarinn kom inn, þegar Bessie var ... þú veizt, þegar hann sagði, að þetta væri annað tilfellið, sem hann fengi þann morguninn. Hann var lengi að fletta gulu blöðunum og svo snuggaði hann: — Jú, þarna er það. Samkvæmt þinni frásögn, sagði hann: „Einn þessara gasofna með gúmmí- slöngu ... Hún fór af ...“ Hann ypti öxlum. — Líklega er þetta nægileg skýring? — Jú, það var Evans. Ég gleymdi bara að taka það með. — Og var hann myrtur. Var það ungfrú Connor hin fagra, sem kálaði honum? — Ég held ekki, að hann hafi verið myrtur, sagði ég. — Hún var allra bezta kerling. — Auðvitað myrti hún hann, sagði Tony. — Þú mátt ekki skilja neina gátu eftir óleysta. Hann kvartaði yfir teinu einn daginn, og hún brá við og spark- aði slöngunni af ofninum. Hvers- vegna var það ekki í blöðunum? Látið hans, á ég við. — Hann var þarna sem bróð- ir ungfrú Connor. Ég veit, að ég hef getið þess. Svo að þá varð hann líka að heita Connor. Það er greinilegt, finnst þér ekki? — Jú, þegar þú segir það. En hvað um Margery? Sagði ekki þessi Connor-kvenmaður henni, að faðir hennar væri dáinn? — Ekki strax. Margery var veik og í vandræðum. Ég held meira að segja, að hún hafi séð um jarðarförina. — Og þetta var þá loksins Evans, sem var á ferli í kirkju- garðinum? — Það er greinilegt. Hann var að reyna að bjarga Julian með því að láta, sem einhver brjál- æðingur væri á ferli. Öðru hverju leggur hann frá sér handritið og verður hugsi. Til dæmis furðar hann á því, að mamma hans og Morgan skyldu geta verið í næsta ná- grenni hvort við annað í þrjú ár. — Það var nú býsna ótrú- legt, Pat. — Jæja, Maud hafði nú átt hér heima í átján ár, án þess j að ég sæi hana nema einu sinni eða tvisvar. Og svo hreifir hann ýmsum öðrum andmælum. Hann hefur þá sannfæringu, að ég hafi dregið upp mynd af sér sem annaðhvort fá'bjána eða hugkleyfa, og auk þess sem handónýtum elskhuga. En þessar athugasemdir eru bara til þess gerðar að leyna dýpri tilfinningum hans. Það veit hann, og ég líka. Svo eru margir kafl- ar sem hann les alvarlegur á svipinn, án þess að hreifa nokk- rum athugasemdum. Og hann hef ur lesið og endurlesið kaflann um dauða Rogers. Það hefur alltaf verið viðkvæmur blettur hjá honum. Honum þótti svo vænt um hundinn. — Hvað kom fyrir hann, Pat? — Afsakaðu, Tony. Ég, sleppti því viljandi. Þú skilur ... Bessie ... — Gott og vel. Haltu áfram. — Hún hafði farið út að kvöldi dags til að hitta Mar- gery Stoddard. Líklega hefur hann gelt eða eitthvað þesshátt- ar. Hún gæti hafa skilið eitrið eftir einhversstaðar. Ég veitþað ekki. — Ég skil, sagði hann og svo var hann lengi þögull. Öðru hverju lætur hann í ljós vanþóknun, einkum yfir kaflan- um um nóttina, sem faðir hans var myrtur. 83 — Þú þarft auðvitað að beina gruninum að mér, sagði hann, og það getur verið allt í lagi. En hitt er verra, að þú virðist hafa ánægju af því. Hvað þarftu að vera að blaðra um, að ég hafi enga fjarverusönnun haft nótt- ina þá? — Þú hafðir hana ekki, segi ég þá blíðlega við hann. — Um tíma hafði ég sjálf þig grunað- an. Hvað varstu eiginlega að gera þessa nótt, Tony? Hann glottir, stendur upp og kyssir mig. — Ég var bara á rölti að velta því fyrir mér hve lengi ég muni þurfa að vera án þín. En seinna leggur hann frá sér handritið og horfir í arineldinn. Hann hefur verið að lesa eitt- hvað um Maud og svipurinn verð ur viðkvæmur. — Hún var mik- il kona, hún manna, segir hann. — Bara hún hefði sagt mér frá 13. FEBRÚAR. Hrúturinn 21. marz — 20. apríl. Vertu athafnasamur í dag, stundaðu uppá- haldsíþróttina þína og aflaðu þér nýrra og gó'ðra frétta. Nautið 21. apríl — 21. maí. Gerðu hreint á heimili þínu, ef til vill birtast óvæntir gestir í kvöldkaffi. Vertu undir það búinn. Tvíburamir 22. maí — 21. júní. Láttu ekki minnimáttarkenndina buga þig. Það er óþarfi að láta á sig fá, hvað aðrir segja um þig. Krabbinn 22. júní — 23. júlí. Þú skalt ekki láta eftir þér að vera fúll og önugur í dag. Hafðu stjórn á skapi þínu. Farðu snemma heim. Ljónið 24. júlí — 23. ágúst. Vertu rausnarlegur við vini og ættingja. En þú skalt ekki búast við miklu þakklæti að bragði. Jómfrúin 24. ágúst — 23. september. Allt mun ganga að óskum í dag. Reyndu áð vera einn síðari hluta dagsins og sjá ýmis mál í nýju ljósi. Vogin 24. september — 23. október. Ekkert er auðveldara en koma af stað deilum, vertu því á verði í dag. Sinntu hugðarefnum í kvöld. Drekinn 24. október — 22. nóvember. Þú verður skyndilega að taka á þig nokkra ábyrgð. Skorastu ekki undan henni. Vertu varkár. Bogmaðurinn 23. nóvember — 21. desember. Þér græðist fé fyrirhafnarlítið í dag. Vertu góður við börnin þín. Aflýstu öllum veizlu- höldum. Steingeitin 22. desember — 20. janúar. Vertu gætin í meðferð tækja og tóla í dag. Einbeittu þér að því að sýna maka þínum skilning og blfðu. Vatnsberinn 2. janúar — 19. febrúar. Láttu ekki undan freistingunni að skemmta þér á kostnað annarra. Góður dag- ur til hvers konar innkaupa. Fiskamir 20. febrúar — 20. marz. Rökræður æskilegar og árangursríkar í dag. Þú mátt búast við að verða að taka á þig skuldbir.dingar. öllu saman. En það gerði hún ekki. Hún .. . Hann veltir lengi vöngum yfir allri upptalningunni á sönnunar- gögnum, sem Jim fann. — Hvað er um þetta sokkaband? Spyr hann. — Roger fann það og þú fékkst Jim það. Svo sleppirðu því alveg. Það er ekki rétt að farið. — Það hafði raunverulega enga þýðingu. Jim segir, að þeg- ar hann og Hopper voru að reikna út tímann, sem það hefði tekið að — ja, kála honum föður þínum í leikhúsinu, og það allt saman, þá hafi það tekið nokk- urn tíma að klæða sig. En hann hefur þá hugmynd nú, að hann hafi ekki klætt sig mikið. Kann- ski bara í síðan frakka. Þú skil- ur — hér hikaði ég — hann heldur að drukknunin hafi orð- ið fyrr en við höfum haldið, — áður en samkvæminu var slitið. Þá þurfti ekki annað en færa hann úr öllu í snatri, koma lík- inu burt og fara burt með það. Svo er hann líka í vandræð- um með þetta stefnumót hennar mömmu þinnar og hennar Lydiu. — Hvað um það? sagði hann. — Lét mamma hann vita, að þær Lydia ætluðu að hittast þá um kvöldið? — Hvernig hefði hann átt að geta vitað það öðruvísi? — Hún sagði ekki Lydiu, hvers vegna hún þyrfti að hitta hana? — Nei, en Lydia fékk ein- hvernveginn þá hugmynd, að hún ætlaði að tala við hana um Audrey. — Kannski hefur röddin í mér verið eitthvað kuldaleg, því að hann lítur upp og brosir. — Ertu enn afbrýðissöm gagnvart henni Audrey litlu? spyr hann. — Nei, ekki lengur, en það var sú tíð, að mig hefði langað að klóra úr henni augun. En nú verður hann alvarleg- ur aftur. — Líklega hefur Bessie kjaftað frá, og sagt honum það, sem hún vissi, eða þóttist vita. Þessvegna varð hún að fara. Hann lætur þetta gott heita, en ég þarf að útskýra ýmislegt, sem hann hafði verið of önnum finn eða utan við sig til að taka eftir. Möguleikinn á að læðast niður tröppurnar niður í vínkjallarann undir danssaln- um og taka keðjuna af hurð- inni. Það trúlega atriði, að Búdda myndin hafi verið tekin út úr húsinu og falin nokkru fyrir dauða Bessie. Jafnvel ástæðan til þess, að ég faldi mig í her- berginu mínu í Klaustrinu, síð- ustu nóttina. Því hefur hann gaman af. Hann hallar sér aftur á bak og horfir á mig. Við erum í stofunni hennar ungfrú Mattie með handritið á milli okkar. Rétt hjá eru teikningarnar af gamla húsinu mínu. Tony hefur þær við höndina, af því að þar ætlum við að búa, þegar við erum gift. Klaustrið á að vera sumarheimili fyrir fátæk börn. — Ég geri mér alveg ljóst, að það getur verið hættulegt að giftast þér, segir hann. — Þú skýtur á lögregluþjóna, þú dett- ur niður í lyftuganga, og þú lætur greiða þér höfuðhögg í sundlaugum. Þú lætur hesta stökkva yfir hættulegar girðing- ar. Svo ertu afbrýðisöm í þokka- bót. Þú berð það nú alveg með þér. Og svo gengurðu um á nótt- unni með byssu í hendi. Það er engin furða þó ég sé hræddur. Líttu bara á mig núna. En það má þó segja þér til afbötunar, að þú hefur vit í koilinum. — Þú sagðir nú í gær, að heilinn í mér líktist mest spæl- eggi. — Það minnir mig á annað. Hversvegna heldurðu ekki áfram og segir mér eitthvað frá góða fólkinu í sögunni. Það er venju- lega gert, ekki satt? Julian slopp inn úr varðhaldinu og allt það. — Ég er ekki að segja frá neinu ævintýri, þar sem allir eiga börn og buru. Það gerir enginn. — Jæja, við skulum nú reyna samt, segir hann alvarlega. - Ég er búinn að læra mikið um lífið og þú líka, Pat. Hann hefur nú annars hjálp að mér mikið með söguna. Við höfum talað svo mikið um hana, að það er nauðsynlegt að greiða úr henni. Og það eru ekki nema tveir dagar síðan hann sagði mér frá gildrunni, sem lögð var í Klaustrinu. — Við höfðum eina tólf lögreglumenn þessa nótt, sagði hann. Þeir dreifðu sér, en ég læddist inn í Klaustrið og niður í kjallara. Keðjan hafði verið tekin af hurðinni, svo að við athuguðum lyftuna. — Og þá birtist þú. Ef nokk- ur var sektin uppmáluð, þá varst það þú, elskan. Þú varst með byssu, og læddist niður og út úr húsinu, eins og þú værir á leið til að kála einhverjum. Hopper greip í handlegginn á mér. „Guð minn góður, það er þá einkaritarinn." sagði hann. „Svo að hún er þá með í spil- inu líka.“ — Hann sendi einn mannanna til að elta þig og hann var svo viss um, að þú ætlaðir að fremja morð, að hann hlustaði eftir skot- hvelli næsta hálftímann. Svo þeg ar þú komst aftur, átti ég fullt í fangi með að hindra, að hann kyrkti þig. Þú læddist umallt með vasaljósið og það leit út eins og öll gátan væri leyst. — En maðurinn okkar var þá kominn niður í kjallara. Ef hann hefur heyrt til þín, hefur hann haldið að það væri 0‘Brian á varðgöngu. Við heyrðum lyftuna fara niður í kjallara, og við vissum, að við hefðum náð hon- um. Það var maður við hverjar lyftudyr, svo hann átti sér enga undankomuleið. — Hann vissi, að hann var króaður, þegar skotið hljóp úr byssunni þinni. Þá varð hann hræddur. Hann hélt áfram niður í lyftunni, en komst ekki út. Allt sem hann gat gert, var að hafa hana í stöðugum gangi. En þá mundi ég eftir að taka straum inn af lyftunni. Þá var hann staddur milli tveggja hæða, og vissi, að öllu væri lokið. Og þá var það, sem Dwight Elliott skaut sig. Tony hafði alltaf haldið þvi fram, að tilgangurinn með morð- unum lægi í augum uppi jafn- skjótt sem öll atvik væri kunn. Hann hafði upp úr engu, byggt sér sterka aðstöðu í Wainwright-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.