Morgunblaðið - 21.02.1968, Side 3

Morgunblaðið - 21.02.1968, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1968 3 I Borgarbúar í Hue, börn og fullorðnir, leita skjóls undir múrvegg meðan fallbyssukúlum rignir yfir borgina. HERMENN NORDUR-VIETNAM HLEKKJADIR VIB BYSSURNAR BORGIN Hue nyrzt í Suður- Vietnam hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna ©fsalegra bardaga þar milli hersveita Suður-Vietnam og Bandaríkjanna annars vegar og sveita Viet Cong skæru- liða og Norður-Vietnam hins vegar. Barizt hefur verið lát laust í borginni um þriggja * vikna skeið, og mannfall orð ið mikið. Brezka blaðið The Times í London, hefur ný- lega sent þrjá af fréttamönn- um sínum til Vietnam. Einn þeirra, Fred Emery, fór til Hue, og fer hér á eftir úr- dráttur úr grein hans þaðan. Er greinin lauslega þýdd og stytt: Tveir l'átnir hermenn frá Norður-Vietnam, sem fund- ust hiekkjaðir við vélbyssu- stæði sín, sýna af hve mikl- um ofsa kommúnistar verj- ast tilraunum Bandaríkja- manna og Suður-Vietnam til að hrekja þá frá kastalaborg- inni Hue. Það var foringi úr banda- ríska landgönguliðinu sem skýrði Emery frá því hvem- iglhermennirnir frá Norður- Vietnam höfðu látizt hlekkj- aðir við byssur sínar. Voru þeir foringinn og Emery þá á gangi áleiðis til framvarð- stöðvar innan virkismúranna í Hue, aðeins um 50 metrum frá víglínunni þar sem harð- ir bardagar geisuðu á giöt- un-um. Voru það menn úr her Suður-Vietnam, sem fundu hlekkjuðu líkin. „Við reiknum með því að rekast á það sama þarna fyr- ir handan“, sagði foringinn, meðan bandarísku landgöngu liðarnir þokuðust hægt fram, þrátt fyrir mikið mannfall, á þessum fjórða degi sóknarinn ar in-n í sjálfa kastalaborg- ina. Allt um-hverfis þá rigndi niður ótrúlegu magni af sov ézkum B-40 eldflaugum og vélbyssukúlum frá kommún- istu-m. Barizt um hvern metra. Hermenn Bandaríkjanna og Suður-Vietnam sækja hægt og sígandi fram með brugðna byssustingi. Banda- ríkjamennirnir komust um 100 metra þennan morgun meðan stórskotalið þeirra, herskiip og flugvélar létu sprengjum, eldiflauguim og í- kveikjusprengjum rigna yfir ví'glínuna aðeins 100 metrum frá þe:m. Kort af borginni sýnir að Bandaríkjamennimir eiga ekki etftir nema 400 metra að suður-múrum kastalaborgar- innar, en barizt er atf hörku um hvern metra. Hermenn kommúnista hafa halft 18 daga til að koma sér fyrir í múrum kastalaborgarinnar, og eins og ég sá með eigin augum, segir Emery, hatfa þeir grafið sér frábærar skot grafir, milli húsa og inn-an um þykkan gróður garðanna. Þótt við hefðum allt stór- skotalið heims, kæmi það ekki að notum", sagði majór einn, sem var yfirmaður land gönguliðanna. Hann er þriðji stjórnandinn á 20 dögum, hinir féllu. Kastala-borgin virðist allt í einu orðin atfar stór. Hún er ekki eins og enskir kastalar, sem falla ef óvinunum tekst að komast inn fyrir múrana. Þetta er víggirt borg þar sem hver múrinn tekur við atf ööt Framhald á bls. 21 Yderst velklædt -inderst.J Jocke Nærfötin eru þekkt um allan heim fyrir snið og gæði HERRADEILD Pósthússtræti — Laiigavegi- STAKSTEI1\IAR Ekki þjóðnýting atvinnuvega Tíminn er enn að reyna að telja lesendum sínum trú um það að Magnús Jónsson, fjár- málaráðherra, hafi haldið því fram á Alþingi að Norðurlands- áætlunin væri ekki stuðningur við atvinnulífið norðanlands- Morgunblaðið nennir nú satt að segja naumast að þrátta við þá Tímamenn út af slíkri fjar- stæðu, ,en vill þó benda á, að Tíminn slysast til að birta úr ræðu Magnúsar Jónssonar um- mæli hans um það, með hverj- um hætti Norðurlandsáætlunin á að efla og styrkja atvlnnuveg- ina. Tíminn birtir eftir honum þessi orð, þar sem hann ræðir um Norðurlandsáætlun: „Hún er kortlagning atvinnu- vandamálanna, ástandsins í at- vinnumálum á hverjum stað; athugun á því, bæði eftir því sem sérfræðingar okkar segja til um, eftir því sem skoðanir manna, sveitarfélaga og verka- lýðssamtök á hverjum stað, einnig segja til nm, hvað væri skynsamlegt að byggja upp á þeissum stað miðað við atvinnu aðstæður þar, miðað við fólks- fjölda, miðað við horfur um fólksflutninga, og síðan verður þetta vinnuplan, ef svo má segja, fyrir Atvinnujöfnunar- sjóð, og eftir atvikum aðra fram kvæmdasjóði í landinu, cf koma til aðilar á þessum stöðum, seim vilja beita sér fyrir því, á raun hæfan hátt og með skynsam- legri uppbyggingu, að þessar framkvæmdir geta orðið að verðuleika. Þannig er þessi á- ætlunargerð hugsuð“. Tímamenn halda því hins veg ar fram, að því hafi verið „lof- að“, að Norðurlandsáætlun yrði áætlun um allsherjar þjóð nýtingu atvinnuveganna áætl- un um það. að ríkisvaldið ætli að taka að sér atvinnurekstur í hinum ýmsu byggðum. Þetta er auðvitað mesta fásinna og það veit hvert mannsbam. Hin leiðin fundin Tímamenn tryllast í gær út af því, að Morgunblaðið skyldi finna fyrir þá „hina leiðina"- Morgunblaðið benti á það sl. sunnudag, að enda þótt menn skyldu ekki hvað Framsóknar- foringjarnir ættu við, þegar þeir töluðu um „hina leiðina" og segðust kunna ráð við öllum vanda í atvinnumálum, þá væri hægt að styðjast við reynsluna í þessu efni, þvi að svo vildi til, að forusta Framsóknarflokksins hefði um langt skeið tekið fram fyrir hendur framkvæmdastjóra samvinnufélaganna, er þeir vildu gera breytingar á rekstii sínum og sagt þeim nákvæm- leffa fyrir um hvernig haga bæri rekstri Sambandsins- Menn þyrftu þess vegna ekki að reyna að leysa þá vonlausu krossgátu. sem yfirlýsingar Framsóknarforingjanna í efna- hagsmálum eru. Þeir þyrftu ekki annað en líta á, hvemig Sambandinu hefði verið stjóra- að, þar talaði reynslan, þar væru fundin „hin leiðin”, „nýja leiðin“ eða „þriðja leið- in“. \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.