Morgunblaðið - 21.02.1968, Page 19

Morgunblaðið - 21.02.1968, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1968 19 100 dagar til H-dags: Umferðarfræðsla nær til 50 þús. skólanemenda Skipulögð umferðarfræðsla í skólum um land allt. Nú er hafin lang umfangs- mesta umferðarfræðsla í skólum landsins, sem nokkru sinni hefur verið efnt til. Mun umferðar- fræðslan ná til 40—50 þúsund skólanemenda á einn eða annan hátt. Fræðslan stendur yfir frá 1. febrúar tii 25. apríl og einn- ig dagana 24., 25. og 27. mai í vor. Markmiðið með þessari miklu umferðarfræðslu er að tryggja íslenzku æskufólki eigi minna umefrðaröryggi eftir umferðar- •breytingana 26. maí, en það hafði fyrir hana. Að fræðslunni standa fræðslu málastjórnin og Framkvæmda," nefnd hægri umferðar, í náinni samvinnu við löggæzluyfirvöld ýmissa staða, eða þá aðila, sem haft hatfa með höndum umtferð- arfræðslu áðux. Skipulagning starfsins. Að tilhlutan Framkvæmda- nefndar hægri umferðar var 20. nóv. s.l. skipuð samstarfsnefnd til að skipuleggja þessa fræðslu og er hún skipuð þessum mönn- um: Stefán Ól. Jónsson, námsstjóri, formaður, Stefán Kristjánsson, í- þróttafulltrúi Reykjavíkurborg- ar, Jón Oddgeir Jónsson, full- trúi, Ásmundur Matthíasson, lög regluvarðstjóri, Guðmundur Þor steinsson, kennari, skólafulltrúi H—nefndar. Nefndin hefur skipulagt fræðslustarfið í skólunum og lát ið útbúa fræðsluefni. Er fræðslu starfinu skipt í áfanga og nem- endum skipt í flokka eftir aldri og þroska sem hér segir: Fræðsluáfangar: Fræðsluáfangar: 1. áfangi 25. nórv. — 20. dies. 1967. 2. áfangi 1. feb. — 15. marz 1968 3. áíangi 15. marz — 25. apríl 1968 4. áfangi 24. maí — 27. maí 1968 Fl'okkun skólanem-enda. 1. Baímaskólar 7—9 ára aldiur. 2. Barnaskólar 10-12 ára aldur. 3. Gagnfræðastig og húsmæðra Skólar. 4. Framihalds- og sérskólar. f fyrsta fræðsluáfanga fór fram kynning á fræðslustarfinu í vetur, en í öðrum og þriðja áfanga eru kennd öll megin at- riði umferðarlaganna og reglur, er snerta bæði gangandi, ak- andi og hjólandi vegfarendur. Miðast kennslan við aldur og þroska nemenda, og fræðsluefn- ið valið í samræmi við það. Bein kennsla er veitt öllum nemendum í barna— og fram- haldsskólum þeim, sem eldri nem endur sækja, verða flutt erindi um umtferðarmáil og dreitft fræðsluefni til nemenda og þeir kvattir til að kynna sér um- ferðarlög og reglur. FræðsluefnW. Mikil vinna hefur verið lögð í að útbúa fræðsluéfni handa nemendum og sérstakar leiðbein ingar fylgja til kennara um það, hvernig skuli farið með fræðslu efnið. Skólaútvarp. Beinar útsendingar til skól- anna verða í gegnum Ríkisút- varpið nú á næstunni. 26. febrú ar verður skólaútvarp fyrir 7 —9 ára börn kl. 10.45 — 11.00 og endurtekið kl. 14.00. Daginn eftir 27. febrúar verður á sama tíma þáttur fyrir 10—12 ára börn, og síðan 1. . marz fyrir nemendur gagnfræðaskóla og aðra skóla. í þessum þáttum verð ur tekið til meðferðar efni, sem skólarnir hafa fengið áður. Er það gert til þess að leggja aukna áherzlu á mikilvægustu atrið- in. Guðbjartur Gunnarsson kenn ari annast þessa þætti í útvarp- inu. Aftur verður skólaútvarp dag ana 2., 3. og 4. apríl með sama fyrirkomulagi. Þá er gert ráð fyrir skólaútvarpi 24., 25. og 27. maí í vor, en frá því hefur ekki verið gengið enn. Fræðslufundir með kennurum. Til þess að tryggja betur að kennslan fari vel úr hendi, er þegar búið að halda fundi með fulltrúum barna— og gagnfræða skóla í Reykjavík og nágrenni, og verður þessum fundum hald- ið áfram á næstunni. Á fundum þessum er kennurunum leiðbeint með fræðsluefnið. Heimsóknir í skóla úti á landi. Erindrekar Framkvæmda- nefndarinnar heimsækja skólana á ferðum sínum um landið, og er þannig ráðgert að heimsækja alla skóla landsins. I Reykjavík vinnur nú hópur lögreglumanna að umferðar- fræðslu í skólum. Því starfi stjórnar Ásmundur Matthíasson lögregluvarðst j óri. Umferðaræfingar. Einn þáttur umferðarfræðsl- unnar eru verklegar umferðar- æfingar í þriðja og fjórða á- fanga. Verið er að skipuleggja þær núna, en þær munu fara Skólabörn læra umferðarreglur. fram í íþróttasölum skólanna að nokkru leyti, a.m.k., eða þá á leikvangi skólans. Munu íþrótta kennarar skólanna annast þær að mestu leyti. Hver bekkjar- deild í barna— og gagnfræða- skólum mun fá tvær kennslu- stundir í umferðaræfingum. Þá er og gert ráð fyrir því sums- staðar, að lögreglumenn taki að sér ákveðnar umferðaræfingar úti. Ritgerðarsamkeppni í fram- haldsskólum. Efnt verður til ritgerðarsam- keppni um umferðarmál í nokkr- um framhaldsskólum landsins og mun skólunum berast erindi um það næstu daga. Verða veittar a.m.k. 10 viður- kenningar fyrir beztu ritgerðirn Tafir á fræðsluefni. Vegna skorts á pappír, sem tafði prentun, og óvenjuerfiðra samgangna, mun fræðsluefni ekki ná til skólanna á þeim tíma, sem áætlað var, og veldur það einhverjum óþægindum. Mikilvægi fræðslustarfs kenn ara. Kennurum hefur verið falið mjög mikilvægt fræðslustarf í sambandi við umferðarbreyting- una. Þvi veltur á miklu, að það starf sé vel af hendi leyst, eins og allt uppeldis— og fræðslustarf, sem þeir inna af hendi. Miklu hefur verið til kost að, í sambandi við þessa stór- auknu fræðslu í umferðarmálum, en það er líka vonast til að starfið beri ríkulegan ávöxt. ÚTSALA 'TKamneso&qi Q. 4 LESBÓK BARNANNA Kæri póstuiT, Ég ætla að segja þér frá árekstrinum, sem ég sá einu sinnd mjög greini lega. Ég var að slást við tvo stráka, og við vorurn allir á hjólum. Stirákarn- ir börðu mig og börðu. Kom þá þar að fólksbíll, maðurinn stanzaði og ætlaði út, en þá kom Willýsjeppi og ók aftarf á fólksbílinn og svo ann- ar fólksfoíll, sem ók aft- an á jeppann — og þeir fóru allir í klessu. Svona var nú árekst- urinn, sem ég sá. Vertu blessaður og sæll, Sigurður Valur Sig- urðsson, 9. ára- SMÆLKI Mióðirin: Dæmalaus pörupiltur getur þú ver- ið, Villi. Nú ertu búinn að týna. úr þér tveim tönnum enn í áflogunum. Villi: Óned, mamma, ég er ekki búinn að týna þeim, því ég er með þær hérna í vasanum. —.0 — Magga: Eg vii ekki láta þvo mér í framan í dag, amma. Amma: Jú, það er sjálf sagt að gera það. Ég hefi alltatf þvegið mér í fram an þrisvar á dag síðan ég var smástelpa eins og þú. Magga: Já„ einmitt. Þess vegna ertu orðin svona hrukkótt í andlit- inu, amimia. — 0 — Kennarinn (sköllótt- ur): Jæja börnin mín, Hvert ykkar getur út- skýrt fyrir mér orðið „ekkert“? Eitt barnið: Ekkert er það sem kennarinn hefur á höfðinu. B\Kna ? 'A R.A NE SKAi/ p STA-ÐUíl A 0 0 Og loks sendir Blma, I okkur þessa skemmtilegu 7 ára, frá Neskaupstað I mynd: 12. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 21. fébr- 1968. HANS HEIMSKI EINU siinni var piltur, sem hét Hans. Allt sem hann gerði var hlægi- legt og vitlaust, þess vegna var hann kallaður Hans heimski. Bómdi nokkur réð hann í vilst til sín, á meðan hann og kona hans fóru til borgarinnar. Konan sagði við Hans: „Þú verður að gæta barnanna vel og gefa þeim að borða“. „Hvað á ég að gefa þeim' að borða?“ „Blandaðu hveiti sam- an við vatn, fáðu þér nokkrar kartöfiur, sem þú skalt brytja ndður; 9Íðan sýðurðu allt sam- an og þá færðu fínustu súpu“. Og bóndinn sagði: „Þú verður að gæta hurðarinnar vel og sjá til þess að börnin fari ekki út og týnist í skóginum. Og gættu þeirra nú vel, annars skaltu eiga mig á fæti“. Þegar hjónin voru far- in vakti Hans börnin, dró þau fram úr rúminu, setti'st niður fyrir fram- an þau og sagði: „Jæja þá krakkar, nú er ég að gæta ykkar“. (Hann hafði nefnilega misskilið bóndann og hélf að hann ætti a-lltaf að hortfa á börnin). Þegar börnin höfðu set ið stundarkorn fóru þau að kvarta um hung- ur. Hans kom þá með vatn-sfötu, hell'ti í hana hálfum’ poka af hveiti, fleygði karöflunum út í og hrærði í m.eð skeið, því næst sagði hann við sjáltfan sig: „Hvað var það nú aft- ur sem ég á'tti að brytja?“ Börnin heyrðu til hans og urðu dauðfhrædd. „Kannski að hann ætli að brytja okkur?“ Og þau hlupu út úr kotfan- um. Hann sá þau fara, klór aði sér í hötfðinu og sagði við sjálfan sig: „Hvernig get ég núna gætt þeirra? Og ég verð að gæta hurðarinnar svo að hún hlaupi ekki í burtu“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.