Morgunblaðið - 23.02.1968, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 23.02.1968, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRUAR 19B8 7 Blessuð rjúpan hvíta Spjallað við Arnþór Garðarsson dýrafrœðing um vetrarháftu rjúpunnar — RJÚPAN er sjálfsagt ekki feit um þessar mundir. Hún lifir nú nær einvörð- ung-u á sölnuðum birkigrein- um og á raunar ekki annarra kosta völ. Það er Arnþór Garðarsson dýrafræðingur, er þessi orð mælti, þegar við hittum hann á förnum vegi okkar í fyrradag uppi í Nátt- úrufræðiistofnun við Hlemm- torg. Tilefni þess var, að laugardaginn 2. marz flytur hann fyrirlestur í 1. kennslustofu Háskólans á vegum Fuglaverndunarfélags Islands, og talar hann um vetrarháttu rjúpunnar. — Annars ætla ég að láta myndimar mest tala á þess- um fumdi. Ég mun sýna þar um 100 rnyndir af rjúpu og fleiru, sem ég hef sjálfur tekið. Það eru allt litmynd- ir. Rétt er það, að ég hef fengist við rannsóknir á lifnaðarháttuinr rjúpunn- ar um alllanga hríð, og mun ég í þessum fyrirlestri einbeita mér að því að skýra frá niðurstöðum mínum á vetrarháttum hennar. Mest hef ég verið við rannsóknir í Norðurárdal í Borgarfirði og á Holtavörðuiheiði, og auð vitað hef ég orðið að skjóta feiknin öll af rjúpu til þess að geta kannað fæðu henn- ar, en sarpur hennar og inni hald hans, ber fæðuiöflun hennar gleggst vitni. — Svo að þú hefur fengið jólarjúptma ódýrt í pottinn?, skjótum við inn í. — Víst svo, svarar Arnór, en hins er að gæta, að ekki er nú alltaf víst að maður leggi sér horaða rjúpu til munns. — Segðu okkur frá þess- um rannsóknum •'þínum ei- lítið. — Já, það ætti að vera hægt. Ég hef verið að telja ofan í hana bitana, blessaða. Ég nota skeiðklukku við verkið, og handmæli. því að ég treysti ekki minni mánu við þetta. Einbeiti ég mér við eina rjúpu í senn, tel hversu mörgum sinnum hún ber niður, fær sér bita í gogg inn á einni mínútu, Þannig get ég gert mér hugmyndir um, hversu mik ið hún safnar í sarpinn á ein- um sólarhring, Það er al- kunna, að rjúpan fær sér ekki í svanginn, nema þeg- ar birta er. Hún virðist ekki éta í ljósaskiptunum eða þeg ar myrkur er skollið á. Ég get sýnt þér hérna innilhald úr sarpi rjúpna frá ýmsum Arnþór Garðarsson dýrafræðingur situr þarna við hlið tveggja rjúpna inni á Náttúrugripasafni í fyrradag. Sveinn Þormióðsson tók myndina. Fyrir utan rjúpurnar tvær í sýn- ingarskápnum má greina uglur og fálka og rebbi karlinn gæg- ist fram með hægri öxl Arnþórs. árstímum, og það er sann- ast sagna mjög mismunandi, eftir því, hvaða mánuður er. Og Arnþór dregur fram mörg umslög, og sýnir okk- ur þar marga og misjafna fæðu rjúpunnar. — Og hvað er nú það, sem rjúpan okkar leggur sér tiil * \ förnum vegi munns um vetrarmánuðina, Arnþór? — Og það er mjög miismun andi, og raunar hægt að rekja það eftir mánuðum. Segja má, að fyrst á haustin sé aðalfæða rjúpunnar gras- víðir, eða smjörlaufið svo- kallaða, allt fram í nóvem- ber. Þá fyrst fer hún að leggja sér til munns kræki- lyng, því að það stendur upp úr á þúfnakolluim, og ein- mitt um þær mundir kem- ur rjúpnalaufið alkunna til skjalanna, einnig fjalldrap- inn. Eftir það leitar rjúpan í birkikjörrin, og byrjar þar á reklunum. — Er þá ekki rjúpan einn bezti vinur skógræktar á ís landi með því að dreifa birki fræi um allar jarðir,? spyrj,- um við í fáfræði okkar. — Nei, ekki er það nú svo vel, því að þetta eru ein- göngu karlreklar, og eins og allip vita „skal der to til“. Og Arnþór hvolfir úr einu umslaginu eintómum karl- reklum. — Það má heifa, að rjúpan taki 60% af karlreklum á landinu á þessum tímia. Og þá kemur sá tími. sem nú er yfirstandandi, að þarna í byggðum Borgarfjarðar nær ist hún nær eingöngu á birki greinum, og hún á raunar ekki annarra kosta völ um þessar mundir. Rjúpnalauf er frekar lítið um í Norðurárdal, það er miklu meira um það fyrir norðan, í Skagafirði, Húna- vatnissýshi og í Þingeyjar- sýslu. Þar er mikið um rjúpnalauf. Þessi fyrirlestur minn verð ur eiginlega ailmennt skraf um rjúpuna, hvað hún gerir á dagi'nn, og hivernig hegð- un hennar er á næturnar. —Einskonar Kinsey- skýrsla? — Það miá orða það svo, en þetta er alveg „sexlaust" fram í apríl. — Hvernig ferðu að nálg- ast þennan fallega hvíta f'Ugl? — Og ég fer mest á bíl, þar sem ég kemst. Rjúpan er spakur fugl, og eins og aðrir fuglar, hræðist hún síð ur bíl en mann, enda er þetta á tiíðum kuldalegt starf að elta rjúpu um hávetur, og betra að vera inni í skjóli bílsins. — Og hvað er svo fram- undan hjá þér, Arnþór? — Ja, ég hef svo sem nóg að gera, og um sinn einbeiti ég mér að þessu verkefni. Það bendir allt til, að rjúpna stofninn fari nú ört fækk- andi, hann sé nú í öldudal, en auðvitað er bezt að full- yrða sem minnst um þetta, en það er sarnat augsýnileg greinileg fækkun rjúpunnar, sagði Arnþór Garðarsson dýrafræðingur að lokum, um leið og við kvöddum hann og héldum á ný út í iðandi umiferðina við Hlemmtorg. — Fr S. Á hverju lifir rjúpan á veturna? FRÉTTIR Föstuguðþjónusta Elliheimilið Grund Föstuguðþjónusta verður í dag kl. 6,30 síðdegis. Einar Sigurbjörnsson, stud. theol. prédikar. Heimilispretur. Kristileg samkoma verður í samfcomusalnum Mjóuihlíð 16 sunnudagkvöldið 2>5. febrúar kl. 8. Verið hjartan- lega velkomin. Boðun fagnaðarerindisihs Almenn samkoma í Hörgs- hlíð 12, sunnudag kl. 8. Aðaldeild KFUK í Hafnarfirði Fundur í fcvöld kl. 8,30. Katffi og fleira. Ingunn Gísladóttir kristniiboðd talar. Allt kven- fólk velfcomið. Fuglaverndunarfélag fslands Fundinum, sem vera átti á morgun, er frestað um viiku. Verður hann haldinn laugardag inn 2. marz kl. 4 í 1. kennslu- stofu Háskólans. Þar flytur fyrirlestur með skuggamyndum Arnþór Garðarsson dýrafræð- ingur um vetrarhætti rjúpunn- ar. Kristniboðsfélagið í Keflavík heldur samkomu í Tjarnar- lundi föstudaginn 23. febrúar kl. 8,30. Allir hjartanlega vel- fcomnir. Frá Kristniboðsfélagi kvenna Aðalfundurinn verður fimmtu daginn 29. febrúar á venjuleg- um stað og tíma. Stjórnin- Fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk Krkjunefnd kvenna Dómkirkj unnar veitir öldruðu fólki fcost á fótaaðgerðum á hverjum mánudegi kl. 9-12 í Kvenskáta- heimilinu, Hallveigarstöðum, gengið inn fná öldugötu. Síma- pantanir í síma 14693. Árshátíð Sjálfsbjargar, Reykja- vík verðuT í Tjarnarbúð 9. marz. Rauði Kross íslands vill góð- fúslega minna fólk á söfnun þá er nú fet- fram til handa bág- stöddum í Viet Nam. RKÍ. sá NÆST bezti James Whistler, aimeríski málarinn heimiskunni, sat eitt sinn miðdegisveizlu, o>g beint á móti honum sat herramaður einn, sem stöðugt talaði, og komst enginn annar að við borðið. „Raunar, herra Whistler, gekk ég fram hjá heimili yðar í gær“, sagði sá málglaði. „Ég er yður mijög þafcklátur fyrir það“, svaraði Whistler. Chevrolet ’57 2ja dyra, hardtop, 8 cyl. gólfskiptur til sölu eða í skiptum fyrir minni bíl. Uppl. á hjólb.verkst. Sigur jóns Gíslas., Laug. 171 í dag Ford-Zodiac ’58 til sölu. Nánari uppl. í síma 16394 eftir kl. 7 á kvöldin. 2ja—3ja herb. íbúð óskast Uppl. í síma 12748 milli kl. 5—7. Vinna óskast Kona óskar eftir eldhús- störfum, önnur hliðstæð störf koma til greina. — Uppl. í síma 22150. Vélaeigendur Óska eftir að komast á skurðgröfu í sumar. Hef 20 ára reynslu. Uppl. í síma 83708 seimni part laugar- dags og sunnudags. Til leigu ný 4ra—5 herb. efri hæð í tvíbýlish. við Grænutungu í Fossv. Bílsk. getur fylgt. Laus strax. Uppl. í síma 16768 og eftir kl. 6 38287. Til sölu sem ný Bendix þvottavél með þurrkara, algjörlega sjálfvirk, hagstætt verð. — Uppl. í síma 30989 frá kl. 12 til 7 í dag. Mislitt sængurveradamask, hvítt sængurv.damask, dúnléreft gæsadúnn, fiður, hálfdúnn. Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61 og Keflavík Innréttingasmíði Smíðum eldhúsinnréttingar svefnherbergisskápa og allt inn í íbúðina. Trésmíðaverk stæði Guðbjönrs Guðbergs sonar, sími 50418. Fagurrautt og fagurblátt american twill (Khaki) 67.65 kr. mtr. Röndótt nátt- fataflúnel kr. 43.50 mtr. Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61 og Keflavík Willy’s ’60 til ’63 óskast keyptur, verðtilboð miðað við staðgreiðslu, sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudag merkt: „5300“. Til leigu í Miðbænum 2 saml. stofur, ennfr. lagerpláss. Uppl. í sima 18400. Fasteignasalan, Laugavegi 65, kl. 3—5 e. m. Matráðskoiia óskast frá næstu mánaðamótum að mötuneyti starfsfólks á Símstöðinni Brú í Hrútafirði. Upplýsingar gefur símstjórinn á staðnum. Uppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaði, til slita á sameign á hluta í húseigninni nr. 12 við Snekkju- vog, þingl. eign Páis Péturssonar og Ellerts Óskars- sonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingríms- sonar hrl., á eigninni sjálfri, í dag, föstudag 23. febrúar 1968, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Uppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaði til slita á sameign á lóðinni nr. 13 við Ránargötu, þingl. eign Ewalds Berndsen o. fl. fer fram eftir kröfu Kristjáns Eiríkssonar hrl., á eigninni sjálfri, í dag, föstudag 23. febrúar 1968, kl. 3 síðdegis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.