Morgunblaðið - 30.05.1968, Side 3
MORGtnSTBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1066.
3
Allt Frakkland ólgar og sýður
Eitthvað nýtt og dþekkt að gerast
Tveir íslendingar í Frakklandi segja frá
HÉR jaðrar við byltingar-
ástand, og ég hygg, að það
sé eitthvað nýtt og óþekkt
í heimspólitíkinni, sem hér
er að gerast. Nú eru taldar
miklar líkur á því, að de
Gaulle muni hvorki meira
né minna en segja af sér
um hádegið á morgun, eða
þá að hann leysi upp þing-
ið og efni til nýrra þing-
kosninga. Það virðist vera
komið í ljós núna, að hin
fyrirhugaða þjóðarat-
kvæðagreiðsla 16. júní nk.
muni ekki geta farið fram
vegna verkfallanna. Þann-
ig komst Huldar Smári Ás-
mundsson lektor í París að
orði í símaviðtali við Morg
unblaðið í gær, er tíðinda-
maður blaðsins ræddi við
hann og Ólaf Þóri Sigur-
jónsson, læknanema í
Tours, um ástandið í Frakk
landi.
— Upphaf atburðanna hér,
sagði Huldar, var það, að
stúdentarnir taka Sorbonne
og aðra háskóla og vilja ekki
lengur viðurkenna neina
stjórn æðri sér. Þeix vilja taka
stofnanirnar í sínar hendur
og segja, að sú stjórn sé bezt,
sem kemur neðan frá og eins
í öllum öðrum stofnunum
þjóðfélagsins. Þannig smitar
þetta út frá sér til verksmiðja
og allflestra stofnana í Frakk
landi og þetta er nokkuð, sem
er alveg nýtt hér á Vestur-
löndum og hin raunverulega
merking þess, sem hér er að
gerast. Ég myndi segja, að
það sem er að gerast hér í
Frakklandi þessa dagana, sé
ný bylting, sem erfitt sé að
segja fyrir um, hvaða áhrif
eigi eftir að hafa, en ég tel,
að hún eigi eftir að hafa mikil
áhrif, að minnsta kosti hér á
V esturlöndum.
Jafnvel þó að frönsku stjórn
inni takist að hafa stjórn á
verkalýðnum og enn fremur,
að það voru ekki þau, sem
hrundu þessu af stað, heldur
fóru verkamenn fyrst af stað,
er stúdentar höfðu tekið Sor-
bonne, og tóku verksmiðjurn
ar, án þess að stjórnir verka-
lýðs- og launþegasamtakanna
færu fram á það eða gæfu um
það skipun.
Sömuleiðis kom það einnig
í ljós, að launþegarnir vildu
ekki, í samingunum við ríkis-
stjórnina, fallast á það, sem
stjórnir launþegasamtakanna
voru búnar að samþykkja.
Nú var að ljúka hér mikilli
heldur áfram þessari hreyf-
ingu. Þessi mánuður hefur ver
ið einstakur í sögu Frakk-
lands í áratugi. Eins og er, er
erfitt að segja fyrir um, hver
þróun þessara mála verður, en
ég myndi helzt segja, að um
byltingu væri að ræða.
Það ber að hafa þáð mjög
vel í huga, að það er ekki
bara fyrir hendi óánægja varð
andi háskólakerfið, þetta
gamla Napoleonsskipulag,
þar sem öllu er stjórnað að of-
an, heldur var það það, sem
kom öllu af stað. Allt, allt
þjóðfélagið ólgar nú og sýður.
Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum í Latínuhverfinu
í París eftir götubardaga þar.
Huldar Smári Asmundsson
ástandinu núna, þá tel ég, að
það yrði aðeins gálgafrestur,
í hæsta lagi nokkur ár.
Það er einkennandi í verk-
smiðjunum, að ráðamenn þar
og í mörgum öðrum fyrirtækj
um, vilja gjörbreytingu á
stjórn fyrirtækjanna. Þeir
taka síðan saman höndum við
hina lægri settu, fjöldann.
Þannig virðist allt koma að
neðan og það sem einnig er
furðulegt, er, að, launþegasam
tökin virðast halda aftur af
kröfugöngu, sem hundruð þús
undir manna tóku þátt í. Það
hefur hins vegar komið í ljós,
áð launþegasamtökin vilja
ekki samband við stúdenta,
en þeir aftur á móti halda á-
fram að reyna að ná allsherj-
arsamstöðu og sýna þar mikla
þolinmæði.
Ég tel mjög líklegt, að dag-
ar de Gaulle sem forseta lands
ins séu senn taldir og sá mað-
ur, sem sennilega muni taka
við núna er Mendes-France.
Það, sem áður hafði gerzt var
það, að de Gaulle hugðist efna
til þjóðaratkvæðagrei'ðslu, þar
sem kjósendurnir segðu annað
hvort já eða nei, en í gær kom
stjórnarandstaðan með krók á
móti bragði og tefldi fram
Mendes-France, en hann er sá
maður, sem öll andstöðuöflin
virðast helzt koma sér saman
um nú. Þannig yrði ekkert
valdatóm í landinu, þó að de
Gaulle fari frá og þá er ástand
ið orðið hættulegt fyrir gaull-
istana.
Sfðan 3. maí hafa gerzt hér
athyglisverðir hlutir á hverj-
um degi og það hefur verið
nær ógerningur að segja fyrir
um, hvað myndi gerast næsta
dag eða næstu daga. Á hverj-
um degi gerist eitthvað, sem
Ólafur Þórir Sigurjónsson,
sem leggur stund á læknis-
fræði við háskólann í Tours,
telur, að almennar þingkosn-
ingar verði látnar fara fram
innan skamms. Hann ræddi
einnig um þátttöku stúdenta
og afstöðu þeirra í óeirðun-
um að undanfömu og skýrði
jafnframt frá ástandinu í To
urs, eins og það er nú. Hann
komst þannig að orði:
— Síðustu fréttir, sem eru
raunverulega aðeins orðróm-
ur enn þá, eru, að búast megi
við því, að almennar kosn-
ingar fari fram í Frakklandi
núna mjög bráðlega. Stjórn
de Gaulles hafði áður ákveð-
ið að láta fara fram þjóðar-
atkvæðagreiðslu, þar sem
svara skyldi bara já eða nei
um viðhorf fólks til stjórnar-
innar. Móttökur þessarar til-
lögu voru slæmar og ástand-
ið heldur áfram að versna,
þannig að nú er talið, að í
staðinn verði látnar fara
fram almennar kosningar til
þingsins að nýju, þrátt fyrir
það að þetta sé ekki eðlileg-
ur tími til slíkra kosninga og
yrði það mjög bráðlega. Þess
ber þó að geta, að þetta er
aðeins orðrómur, sem ekki
hefur verið staðfestur, en ég
held þó, að það sé nokkur
Ólafur Þórir Sigurjónsson
fótur fyrir þessu, vegna þess
að ríkisstjórnin átti að koma
saman til fundar í dag, en
honum hefur verið frestað til
morguns og er talið, að þetta
sé ástæðan fyrir frestun
fundarins.
Frakkland virtist hafa eina
sterkustu ríkisstjórn Evrópu
áður en atburðirnir að undan
förnu gerðust og ástandið í
landinu virtist yfirleitt sæmi-
legt, en de Gaulle hefur
greinilega gert þá skyssu að
'herða mittisólina um of að
Frökkum til þess að standa
undir álitsaukapólitík Frakk-
lands á alþjóðavettvangi.
Þetta byrjaði með því, að
stúdentar u'rðu til þess að
kveikja í óánægjunni og end
aði það með því, að lögregl-
an var kölluð inn á háskóla
svæðið í Nanterre rétt fyrir
utan París og síðan inn á
háskólasvæðið í Sorbonne.
Þetta leiddi til þess, að stúd
entar í París gengu í flokk-
um um borgina hlóðu götu-
vígi sem leiddi síðan til
hreinna götuóeirða.
Stúdentar sendu síðan full-
trúa sína til allra verkalýðs-
samtaka Frakklands, en einn
ig til samtaka ríkisstarfs
manna til þess að leita eftir
stuðningi við kröfur sínar
innan háskólanna. Síðan varð
allsherjarverkfall í landinu,
sem upprunalega átti aðeins
að standa í einn sólarhrinig
og eingöngu til stuðnings stú
dentum, en sú breyting vairð
á, að þetta allsherjarverkfall
þróaðist í að verða kröfu-
verkfall fyrir verkamenn og
úr því að verða kröfuverk-
fall í pólitískt verkfall.
Ríkisstjómin varð mjög
fljót að koma fram með til-
lögur um verulegar kjarabæt
ur, sem sýndi bezt, að verka-
menn höfðu ekki fengið þau
laun, sem unnt hafði verið að
greiða þeim, samkv. efnahag
landsins. Það sem gerist er,
að verkamenn hafna þessu
og verkfallið breytist sem-
sagt í það að verða pólitískt
verkfall. í dag fara fram
kröfugöngur í öllu Frakk-
landi og standa verkalýðs-
samtök kommúnista, sem eru
hin öflugustu í landinu, eink-
um fyrir þeim. Br þar farið
fram á hvorki meira né
minna, að de Gaulle fari frá
og öll hans stjórn. Þessu er
talið að ríkisstjórnin muni
svara með því að láta fara
fram almennar kosningar.
I Tours er ástandið þann-
ig, að framkvæmdalífið er
smám saman að lamast, bæði
Framhald á bls. 10
STAKSTEINAR
► ^ ^ ^ ^ ^
Nesjamennska
Þegar Johnson, forseti Banda-
rikjanna, hafði lýst því yfir, að
Bandaríkin væru reiðubúin til
friðarviðræðna um Víetnam, og
að hann gæfi ekki kost á sér
sem frambjóðandi við forseta-
kosningarnar i landi sínu, spurði
Morgunblaðið nokkra lesendur
sína að því, hvernig þeir brygð-
ust við þessu og hver þeir vildu
að yrði næsti forseti Bandaríkj-
anna. Kommúnistablaðið for-
dæmdi þessar spurningar Mbl.,
og sumir aðrir tóku undir það
þótt furðulegt sé.
í brezka blaðinu „Sunday
Times“ birtist á sunnudaginn
úrslit skoðanakönnunar blaðs-
ins um afstöðu Breta til fram-
bjóðenda til forsetaembættis í
Bandaríkjunum. Samkvæmt
könnuninni nýtur Róbert Kenne
dy mest fylgis í Bretlandi eða
55%, sá sem kemur næstur hon
um er Richard Nixon með 13%,
en þriðji er Eugene McCarthy
með 10%.
Þá vekur það og athygli, að
nær því 80% þeirra, sem spurð-
ir voru, telja, að úrslit forseta-
kosninganna í Bandaríkjunum
skipti Breta miklu eða talsverðu
máli.
Að sjálfsögðu varða úrslit for-
setakosninganna í Bandaríkjun-
um íslendinga miklu eins og
alla aðra íbúa heimsins. Nesja-
mennskan er hins vegar enn
það rík hjá sumum landsmönn-
um, að þeir geta ekki viður-
kennt það.
Oíbeldiseðlið
Almenningur fordæmir aðfar-
ir kommúnista á sunnudaginn í
svo ríkum mæli, að jafnvel
kommúnistablaðinu finnst
ástæða til þess að gefa for-
sprakka þeirra „tækifæri til að
útskýra fyrir almenningi sjónar-
mið sín“ í blaðinu í gær, en í
þessum útskýringum hefur hann
þetta m.a. fram að færa: „Að-
gerðirnar á sunnudaginn hafa
hins vegar greinilega borið
mikinn árangur hvað það snert-
ir að vekja athygli".
Þessi afstaða lýsir betur en
annað ofbeldishugarfarinu, þar
sem allt er talið leyfilegt aðeins
ef það vekur athygli. Sálfræði-
legar rannsóknir hafa leitt rök
að því, að mörg ódæðisverk eru
aðeins unnin í þeim tilgangi, að
vekja athygli á ódæðismönnun-
um. Eru það merkilegar upplýs-
ingar, að sömu sjónarmið ráða
aðgerðum kommúnista gegn
NATO og sýnir bezt, hversu
gagnmerkur málstaður þeirra
er!
Hörmungar í Hué
Eftirfarandi klausa birtist I
brezka vikuritinu „The Econo-
mist“ nýlega:
„f öllum styrjöldum eru unn-
in grimmdarverk, en sum eru
öðrum hryllilegri. f bandarísku
borgarastyrjöldinni ráku Suður-
ríkjamenn Andersonville; en
Norðurríkjamenn ráku einnig
fangabúðir, sem voru nær því
jafn ómannúðlegar. f seinni
heimsstyrjöldinni voru særðir
drepnir með byssustingjum liggj
andi á sjúkrabeði; þá komu gas-
klefarnir og lifandi beinagrind-
urnar í Belsen. f stríðinu í Víet-
nam gerðist sá margumræddi at
burður í febrúar, að Loan, hers-
höfðingi, skaut bundinn Víet-
kong mann, sem tekinn hafði
verið höndum; en þar urðu einn-
ig hörmungarhar í Hué.
Samkvæmt opinberri banda-
rískri skýrslu hafa fundizt í Hué
meira en þúsund lík fólks, sem
Norður-Víetnamar myrtu í Tet-
sókninni og grófu i 19 fjöldagröf
um. Sumir voru skotnir, aðrir
hálshöggnir, enn aðrir limlestir;
og í sérflokki voru þeir, sem
voru grafnir lifandi. Þetta var
ekki hefnd: Þetta var sadismi".