Morgunblaðið - 30.05.1968, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1068
NÚ verður aftur hlýtt og
bjart um bæinn / af bernsku-
glöðum hlátri strætið ómar /
því vorið kemur sunnan yfir
sæinn / sjá, sólskinið á gang-
stéttunum ljómar. — Svo kvað
Tómas og þessar ljóðlínur
flugu okkur í hug, þegar við
lögðum leið okkur um Aust-
urstræti og Laugaveg í blíð-
unni í gær, til að finna vorið
í fólkinu.
—O—
íslendingar eru sagðir mjög
alvörugefin þjóð og satt er
satt er það, að fáir báru vor-
fð utan á sér. Flestir voru á
hraðri ferð, alvarlegir menn
með áhyggjur af fallandi víxl
um og gangi þjóðmála, alvar-
legar konur með áhyggjur af
þvotti og matartíma húsbónd-
ans. Það voru helzt börnin og
unglingarnir sem leyfðu sér
þann munað að finna vorið og
láta það fara næmum höndum
um sál sína.
En þó er það einhvern veg
inn svo, að vorið snertir
meira og minna sálir okkar
allra, líka þeirra, sem hafa
áhyggjur af víxlum og matar-
tímum. Og komi þessi snert-
Vorið er góður sölutími í húsgögnum og litgleði fólksins eykst með hækkandi sól.
Mbl.: Á.J.).
(Ljósm.
„NU VERÐUR AFTUR HLYTT
OG BJART UM BÆINN"
Vorinu fylgja bjartir litir, og Guðrún (t.h.) keypti ljósa dragt
af Árnýju (t.v.).
ing ekki fram í framkomu
okkar, þá birtist hún í öðrum
myndum, t.d. breyttu matar-
æði og léttari klæðaburði.
f Matarverzlun Tómasar
hittum við að máli Garðar
Svavarsson, eiganda verzlun-
arinnar.
— Jú, það verður mikil
breyting á matarkaupum
fólks, þegar vorið kemur, seg-
ir Garðar. Þá fer rauðmaginn
að veiðast, silungur og lax og
svartfugls- og svartbaksegg
eiga alltaf greiða leið á matar
borðið. Þessu fylgir minnk-
andi sala í kindakjöti og nauta
kjöti, og svínakjöt víkur
af veizluborðinu, en lax-
inn kemur i staðinn. Og ekki
megum við gleyma grænmet-
inu.
— Hvað með hangikjötið?
— Hangikjöt og fuglar eru
alltaf mikið keypt í ferðalög.
Við höfum svartfugl og lunda
allt árið og neyzla fuglakjöts
fer sívaxandi.
— Hefur mikil breyting átt
sér stað í sambandi við matar-
æði fólks hin síðustu ár?
— Já, vissulega hefur
breyting átt sér stað. Við get-
um byrjað á jólamatnum t.d.
Þar er fuglakjötið stöðugt að
vinna á. Svo kemur þorrinn
og það er alveg lygilegt,
hvað neyzlan á súrmat og há-
karli hefur aukizt. Og með
vorinu fer fólk að kaupa
frekar eitthvað handhægt í
matinn og nýjar tegundir
koma á markaðinn. Fólk er
stöðugt að læra að meta fjöl-
breyttara mataræði — notar
meira krydd og osta t.d. —
og vorið er bezti tíminn, hvað
þetta snertir. Þá er einhver
ferskleiki yfir fólki, líka þeg-
ar það kaupir í matinn.
—O—
Við litum líka inn í Hús-
gagnahöllina og spurðum Jón
Hjartarson, hvaða áhrif vorið
hefði á húsgagnakaup fólks.
— Jú, því er ekki að neita,
segir Jón, að vorið hefur sín
áhrif á þessu sviði sem öðr-
um. Þegar fólk fer að taka
fram sumarfatnaðinn vaknar
áhugi þess á ljósari litum og
léttari húsgögnum. Þegar
veðrið er gott, eykst umferð-
in mjög.um Laugaveg og vor-
ið er alltaf góður sölutími.
Það fer mjög í vöxt, að hús-
gögn séu notuð til fermingar-
gjafa og svo eru fardagarnir.
Fólk, sem er að byggja, reyn-
ir oft að gera fokhelt fyrir
haustið, er svo að ganga frá
íbúinni yfir veturinn og flyt-
ur gjarnan inn á vorin.
— Er nokkuð nýtt að ger-
ast?
— Ja, það er þá helzt, að
ég verð var við aukna eftir-
spurn eftir nýjum viðarteg-
undum, svo sem furu og öðr-
um ljósum viði. Þá finn ég
einnig, að fólk leitar nú mjög
að einfaldari og léttari form-
um.
— Hefur umferðarbreyting-
in haft einhver áhrif á verzl-
unina við Laugaveg?
— Það er engin reynsla
komin á það ennþá. En fram-
tíðin er að mínu áliti sú, að
Laugavegur verði eingöngu
gata hinna gangandi. Ég
hugsa mér þá, að Grettisgat-
an og hverfin hér fyrir ofan
geti tekið á móti þeirri um-
ferð, sem nauðsynleg er til að
Laugavegurinn geti verið
verzlunarmiðstöð. Það er
varla hægt að hugsa sér, að
hverfin hér fyrir neðan geti
þjóðnað þessu markmiði, því
fólk fæst ekki til að ganga á
brattann nema í mjög litlum
mæli.
— Jú, fólk vill kaupa lit-
ríkari föt og léttari, þegar
vorar, segir Árný Þórðardótt-
ir, afgreiðslumær í Tízku-
skemmunni, þegar við spyrj-
um hana, hvaða áhrif vorið
hafi á fatakaup fólks.
fslenzkar konur fylgjast
mjög vel með tímanum, hvað
fatnaðinn snertir, sérstaklega
á vorin.
— Er það einhver einn lit-
ur, sem nú er mest í tízku?
— Ekki áberandi. Fólk kaup
ir ekki eingöngu einlit föt,
heldur líka röndótt, köflótt
og eiginlega alla vegana.
Nú kemur Guðrún Garðars-
dóttir inn í verzlunina. Hún
er að leita sér að ljósri vor-
dragt og Árný tekur fram
dragtir í öllum litum og sýnir
henni. En þetta er greinilega
ekki mál, sem útkljáð verður
í einni svipan. Það þarf að
máta, skoða sig í speglinum og
sjá, hvaða breytingum útlitið
tekur. Loks finnur Guðvún
eina dragt við sitt hæfi.
— Er dýrt að klæða sig vel,
Guðrún?
— Já, föt eru dýr og það
kostar mikið að fylgjast vel
með. En það borgar sig.
Og þar með er dragtin seld.
—O—
Það var ekki laust við að
við gæfum fólkinu nánari
gætur í bakaleiðinni. Og það
sem við reyndum að lesa ur
svip þess var: skyldi þessi
áhyggjufulla manneskja
borða reyktan rauðmaga í
kvöld?
mat-
leið
eiga
Reyktur rauðmagi og svartbaksegg
borðið þegar vorar.
greiða
— Slysavarðstofan
Framhald af bls. 3
og helgidagavörzlu. Af-
greiðsla fyrir þá þjón-
ustu verður áfram á gamla
staðnum, a.m.k. fyrst umsinn.
Haukur Kristjánsson, yfir-
læknir kvað ýmsa hafa bor-
ið ugg í brjósti vegna legu
hinnar nýju Slysavarðstofu.
Hún væri ekki nægilega mið-
svæðis í Reykjavík, en hann
bað menn gæta þess að þegar
tillit væri tekið til Stór-
Reykjavíkur kæmi í ljós að
stofan væri mjög miðsvæðis.
Hann taldi þó að vinda
þyrfti bráðan bug að því að
bæta samgöngur við Slysa-
varðstofuna og malbika eitt-
hvað af leiðum að stofunni.
Ýmsar hugmyndir hafa ver
ið um rekstur Slysavarðstof-
unnar í framtíðinni. Hefur
verið rætt um það að Borg-
arsjúkrahúsið, sem nú verður
í mjög góðu sambandi við
stofuna, tæki að mestu við
hinum slösuðu, en þó taldi
Haukur að bæði Landsspítal
inn og Landakotsspítali
vildu halda áfram að taka
við sjúklingum frá stofunni.
Vegna samvinnu við Borgar-
sjúkrahúsið myndi þó ekki
þurfa að flytja hættulega
slasað fólk húsa milli.
Húsakynni nýju SlysavarS
stofunnar eru björt og vist-
leg. Starf*ðstaða er öll allt
önnur og afgreiðsla á nú að
ganga miklu betur og getur
stofan þar af leiðandi annað
mun fleiri slysatilfellum á
skemmri tíma en áður.
— Allt Frakkland
Framhald af bls. 17
vegna þess að starfsfólk þjón
ustufyrirtækja og ýmissa ann
arra fyrirtækja fór í verk-
fall, svo sem hjá síma og
pósti o.s.frv. í gær var lok-
að fyrir benzínafgreiðslu,
þannig að benzín er á þrot-
um núna og bílar að stöðv-
ast. Ástandið hér er þó enn
þolanlegt og engar óeirðir
•hafa orðið í Tours, eins og
orðið hafa í mörgum borgum
Frákklands, þar sem fólk hef
ur beðið bana og eru það ör-
ugglega verstu óeirðir, sem
orðið hafa síðan í óeirðunum
í París í síðustu heimsstyrj-
öld og beindust gegn Þjóð-
verjum.
Mín skoðun er sú, að fram
verði látnar fara almennar
kosningar. í þessum kosning-
um hljóta gaullistar að tapa
atkvæðum, en samt held ég
að þeir og miðflokkarnir fari
ekki mjög illa út úr þeim,
þannig að ég álít, að de
Gaulle haldi áfram að vera
við völd.
Ástandið við háskólann
í Tours er þannig, að próf
hafa ekki getað farið fram
nú í vor, heldur hefur þekn
verið frestað til september-
loka. Eru það aðeins fáir há-
skólar hér í Frakklandi, sem
hafa getað látið fara fram
próf við venjulegar aðstæð-
ur.
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu