Morgunblaðið - 30.05.1968, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.05.1968, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAI 1968. ERLENT YFIRLIT ★ Borgarastyrjöld í Frakklandi? ★ Dýrðarljómi de Gaulles horfinn ★ Víðtæk samúð með stúdentunum ★ Fær de Gaulle traustsyfirlýsingu? Kunnasti leiðtogi stúdenta er Chon-Bendit, kallaður Danny rauði, eða rauðhærður. Hann skrapp til Hollands og Vestur- Þýzkalands þegar óeirðirnar stóðu sem hæst og reyndi að komast aftur til Frakklands, en var vísað frá á landamærun- um. Hér talar hann á fundi með vestur-þýzkum stúdentum fyrir framan háskólann í Frankfurt. Öfgamennirnir hafa frumkvœðið ÓKYRRÐIN í Frakklandi held- ur áfram þrátt fyrir loforð de Gaulles forseta um að koma til móts við kröfutr stúdenta og verkamanna og hótun hans um að segja af sér embætti ef um- bótaáætlun hans verður felld við þjóðaratkvæðagreiðslu þá, sem hann hefur boðað. Enginn þor- ir að spá nokkru um það, hvað gerast muni í Frakklandi áður en gengið verður til þjóðarat- kvæðagreiðslunnar 16. júní, en margir óttast, að óeirðirnar haldi áfram að magnast, að þær breyt- ist i skærustyrjöld og að atburð- ir þeir, sem nú eru að gerast og hafa verið að gerast, séu að- eins undanfari borgarastyrjald- ar. Þeim fjölgar nú óðum, sem spá því að stjórn de Gaulle? verði kollvarpað. Ræðan, sem hann hélt til að lægja öldurnar virtist sama sem engin áhrif hafa og virðist flestum gleymd. Nú er ekki lenguæ spurt, hvort de Gaulle fari frá völdum, heldur hvenær, og heyrzt hefur, að hann hafi þegar ákveðið að segja af sér fyrir árslok. Stjórnarandstaðan, það er verkalýðsfélögin, flokkar komm únista og sósíalista og önnur pólitísk samtök, vilja víkja de Gaulle frá völdum eftir þing- ræðislegum leiðum, en stjórnar- andstaðan er knúin áfraifi af hin um herskáu stúdentum, sem þverskallast við öllum tilmæl- um stjórnmálamanna um að sýna stillingu og þolinmæði og hafa (hafið pólitískan skæruhernað, De Gaulle er hann hélt sjónvarpsræðu sína. sem beinist ekki aðeins gegn stjórn de Gaulles og stofnunum lýðveldisins heldur öllum póli- tískum flokkum og samtökum, ekki sízt kommúnistaflokknum. Bæði stjórnin og stjórnarand- staðan hafa reynt að halda þeim í skefjum, en án árangurs. Öfga- sinnar lengst til vinstri standa í broddi fylkingar, og í saman- burði við þá er franski komm- únistaflokkurinn ósköp meinleys islegur. Stjórnarandstöðuflokkaimir hafa undanfarna viku reynt að ná í sínar hendur frumkvæð- inu í baráttunni gegn stjóm de GauU.es úr höndum stúdenta og annarra öfgasinna lengst til vinstri, taka við stjórn mótmæla aðgerða, nota þessar mótmæla- aðgeirðir sjálfum sér til fram- dráttar og til þess að tryggja framgang eigin baráttumála og markmiða og reyna um leið að afstýra því að mótmælaaldan keyri um þverbak þannig að hún ógni tilveru þeirra sjálfra og annarra skipulagðra samtaka. Verkalýðsfélögin hafa einn- ig reynt að halda félagsmönn- um sínum f skefjum og koma í veg fyrir að völdum þeirra verði ógnað, og smám saman hefur þeim tekizt að ná tökum á verk- föllum þeim, sem verkamenn og ríkisstarfsmenn hófu í síðuistu viku víðs vegar í Frakklandi til stuðnings stúdentunum í Pairís, en þó ekki fyllilega. Verkamenn sem hafa lagt undir sig verk- smiðjur eiga í harðri baráttu við verkalýðsfélögin. Um miðja síðustu viku voru rúmlega átta milljónir verka- manna í Frakklandi í verkfalli, og á mörgum stöðum var um allsher j arverkfall að ræða. Heimkoma de Gaulles frá Rú- meníu hafði engin áhrif, og ó- kyrrðin magnaðist stöðugt. Þá komu verkalýðsfélögin og stjórnarandstöðuflokkarnir til skjalanna til þess að bjarga á- hrifum sínum. Verkalýðsfélögin báru fram kröfuir sínar um launahækkanir, aukið orlof, styttingu vinnutímans o.sv.frv. en tóku dræmt í kröfur verka- manna um hlutdeild í stjórn fyr irtækja og aðrar pólitiskar kröf- ur, sem voru sprottnar af því að verkamenn og stúdentar höfðu lagt undir sig margar verk- smiðjur og fyrirtæki. Stjórnar- andstöðuflokkar báru fram á þingi tillögu um vantraust á de Gaulle, en hún var felld með að- eins 244 atkvæðum gegn 233, og hefur aldrei munað eins mjóu að stjórn hans yrði' felld á þingi síðan síðustu þingkosningar voru haldnar í Frakklandi. En þótt stjórnin héldi velli, var allt gerbreytt frá því sem áður var eins og sjálfur forsætisráðherr- ann, Georges Pompidou, komst að orði. Orð de Caulles að engu höfð DE GAULLE forseti hefur beð- ið mikinn álitshnekki sem verður sennilega alctrei bættur. Hann virðist jafnvel hafa glatað trausti margra stuðningsmanma sinna í fyrsta skipti síðan hann komst til valda fyrir tíu árum. Þegar de Gaulle flutti ræðu sína til þjóðarinnar á föstudags- kvöldið, hlógu mótmælendur hæðnislega, þar sem þeir stóðu og hlustuðu á ræðuna í transist- orútvarpstækjum á götum og torgum- Þeir höfðu orð forset- ans að engu og efndu til nýrra mótmælaaðgerða, og leiðtogar stjórnarandstöðunnar og verka- lýðsfélaganna fóru hörðum orð- um um „orðagjálfur og ósvífn- ar aðferðir“ de Gaulles. Ræðunnar hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu, þar sem de Gaulle hafði lítið sem ekkert látið uppi um álit sibt á ókyrrðinni í lamdinu, en þeim mun meiri urðu vonbrigðin vegna þess að engar nýjar hug myndir komu fram í ræðu hans. Hann játaði, að umbætur væru nauðsynlegar vegna hinna öru þjóðfélagsbreytinga, sem átt hefðu sér stað í Fnakklandi, og hét stúdentum rétiti til aukinna áíhrifa á stjórn háskóla og verka- mönnum auknum rétti til áhrifa á stjórn fyrirtækja. En til þess að þessar umbætur yrðu fram- kvæmanlegar, sagði de Gaulle að hann þyrfti að vera viss um stuðning yfirgnæfandi meiri hluta frönsku þjóðarinnar og þess vegna mundi hann efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði um umbótatillögur sín- ar. Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla yrði jafnframt yfirlýsing um traust eða vantraust á forset- ann og ef hann fengi ekki nauð- synlegan stuðning mundi hann „ekki gegna áfram“ embætti for seta Frakklands. Með ræðu sinni varaði de Gaulle þjóðina við því, að ef hún hafnaði þessari umbótaáætl- un gæti það haft hinar alvar- legustu afleiðingar í för með sér, jafnvel borgarastyrjöld. Þannig reyndi de Gaulle að ala á þeim ótta, sem margir Frakkar bera í brjósti, að fráhvarf frá styrkri stjórn muni leiða til stjórnmála- öngþveitis og sama vandræðaá- standsins og ríkti áður en hann komst til valda. En de Gaulle hefur svo oft alið á þessum ótta, að þessi aðferð hans virðist ekki hafa jafnmikil áhrif og áður fyrr. Krafan um að de Gaulle verði látinn víkja gerist æ hávær ari og jafnvel gaullistar draga ekki dul á óánægju sína vegna þess að de Gaulle hefur ekki jafn mikil áhirif og fyrrum. Venjuleg- ir borgarar, sem margir hafa verið tryggir aðdáendur de Gaulles, hristu höfuðið, er þeir hlýddu á ræðu forsetans, og sögðu sem svo að gamla mann- inum hlyti að vera farið að förl- ast. Ræðan virtist vera innan- tóm, og mörgum þótti einkenni- legt, að forsetinn játaði nú að margt hefði farið aflaga, en hingað til hefur helzt verið á ræðum hans að skilja, að allt sé í himnalagi í Frakklandi og Frakkar standi öllum þjóðum framar. Kommúnistar á báðum áttum ÓTTINN við borgarastyrjöld er sennilega þrátt fyrir allt sterk- asta vopn de Gaulles. En óeirð- irnar, sem fylgdu í kjölfar ræðu de Gaulles, vekja þá spurn- ingu, hvort de Gaulle geti ráð- ið við ástandið. Þrátt fyrir ræðu forsetans, tilslakanir stjórnarinn ar gagnvart verkamönnum og stúdentum og hótanir um að hert verði á varúðarráðstöfunum halda mótmælaaðgerðirnar á- fram. Pompidou forsætisráð- herra hefur bannað útifundi og skipað lögreglunni að hleypa upp öllum óleyfilegum fundum, en þetta bann virðist sama sem engin áhrif háfa. Mótmælaaðgerðirnar keyrðu um þverbak eftir að de Gaulle hélt ræðu sína og nóttina á eft- iir geisuðu hörðustu átökin, sem átt haf-a sér stað í Frakklandi síðan stúdentaóeirðirnar hófust. 447 meiddust í París, en þar af voru 176 fluttir á sjúkraihús, 715 karlar og 80 konur voru handtekin, en öllum sleppt nema 45. f Lyon meiddust 150, og voru 46 fluttir á sjúkirahús, í Strassborg meiddust 50 og í Nan terre 80. Og í fyrsta skipti síð- an óeirðirnar hófuist biðu menn bana. Lögreglumaður féll í óeirð unum í Lyon, og 26 ára gamall maður var stunginn til bana með hnífi í Latínuhveirfinu í París. Fouchet innanríkisráðherra sakaði undirróðursmenn um að hafa staðið að baki þessum óeirð um, og reyndar kom þetta blóð- bað á óvart, því að bæði stjórn- in og stjórnarandstaðan höfðu skorað á stúdemta að hætta ó- eirðum. En óeirðirnar sýndu hve stjórnarandstaðan á erfitt með að hemja hina vinstrisinnuðu öfgamenn, sem hafa staðið fyrir mótmæLaaðgerðunum. Hér er í raun og veru um stjórnmála- Framhald á bls. 19 Nokkrir úr hópi verkamannanna sem tóku í sínar hendur stjórn Renault-verksmiðjunnar í Boulogne-Billancourt, einu úthverfi Parísar, veifa rauðum fána. Verkamennirnir neituðu í fyrstu að þiggja aðstoð stúdenta og vildu ekki hleypa þeim inn í verksmiðjuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.