Morgunblaðið - 30.05.1968, Page 23

Morgunblaðið - 30.05.1968, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1068. 23 Sjötíu ára tvíburaafmœli: Herdís Guðmundsdóttir, Hufnur- firði, Gunnur Guðmundsson, Hofi I DAG eiga 70 ára afmæli tví- fourasystkinin. Herdís Guðmunds dóttir ljósmyndari Álfaskeiði 70 í Hafnarfirði og Gunnar Guð- mundsson fyrrum bóndi á Hofi á Dýrafirði, en nú búsettur á Þingeyri. Þau eru fædd á Skarði í Lundarreykjadal í Borgarfirði 30. maí 189® og voru foreldrar þeirra Katrín. Gunnarsdóttir og Guðmundur Einarsson síðar bóndi og refaskytta á Brekku í Önundarfirði. Herdís og Gunnar eru því úr hinum stóra barnahópi Guð- mundar, sem átti alls 21 barn og eru nú lð þeirra á lífi. Herdís giftist ung að árum Guðbjarti Á&geirssyni, er lengst aevinnar var matsveinn á togur- um og síðar nálega til hinztu stundar matsveinn á Goðafossi. Hann andaðist fyrir þremur ár- um, skömmu áður en fimmtíu ára hjúskaparafmæli þeirra hefði orðið. Guðbjartur var víðkunnur fyr- ir ljósmyndir sínar úr atvinnu- lífi íslendinga á fyrri h-elmingi aldarinnar og einkum þó af tog- veiðunum um langt árabil. Ó- hætt er að fullyrða, að Herdís, sem einnig er prýðilegur ljós- myndairi, hafi einnig þarna lagt manni sínum mikið og gott lið og bæði hjónin þannig spunnið ómetanlegan þátt í atvinnu og menningarsögu okkar á merku framfaratímabili. Þetta ljós- myndasafn er nú komið í eigu ríkisins. Þau Herdís og Guðbjartur áttu ellefu börn og eru nú 7 þeinra á lífi. Gunnar kvæntist Guðmundu Jónsdóttur, Guðmundss. smiðs frá Valþjófsdal í Önundarfirði. Var Guðmunda á sinni tíð ein yngsta brúður, er sagnir fóru af þar vestra um þær mundir, því hún var aðeins 16 ára, þegar hún gekk í hjónabandið. Þau hófu búskap á Hofi í Dýrafirði og bjuggu þar óslitið, þar til fyrir nokkrum árum, að þau fluttust til Þingeyrar, þar sem Gunnar er vélgæzlumaður í frystihúsi. Þau :hjón eignuðust 9 börn og eru 8 á lífi. Hér verður ekki sögð ævisaga þessara tví'burasystkina, þótt hún væri á margan hátt í frásögur færandi. Það yrði hins vegar ®aga um dugandi manneskjur, er við hlið maka sinna hafa unnið langan og strangan vinnudag og komið stórum og mannvænlegum barnahópi á legg. Það eitt er mikið búsílag fyrir þjóðfélagið, því að allir sem til þekkja, eru sammála um dugnað og marga dýrmæta hæfileika þeirra frændsystkina. Má þar nefna, að öll bafa þau sérlega hagax og listrænar bendur til margvíslegra starfa. Enda munu þau öll sækja það í báðar ættir sínar. Herdís er mjög listhneigð og hefur hið mesta yndi af fallegri vinnu og ljósmyndir Guðbjarts heitins bera lista- mannsauga hans glöggt vitni. Þá er Gunnar hinn mesti hag- leiksmaður og völundur. Má í því sambandi geta þess, að hann smíðaði að öllu leyti spunavél, sem notuð var um langt árabil í sveitinni og þótti kjörgripur, og í ætt Guðmundu, konu hans, eru miklir snillingar og völund- arsmiðir. Þau tvífourasystkinin geta því á þessum timamótum ævi sinnar horft ánægð um öxl, þrátt fyrir harða og stranga lífsbaráttu og ýmsa skugga, sem fallið hafa á veginn. Þau hafa sjálf verið öðr- um til fyrirmyndar um dugnað og mannkosti og skilið um leið okkar litla þjóðfélagi góðum og ósviknum arfi. Því munu margrr, skyldir og vandalausir, senda þeim hlýjar kveðjur og þakkir í dag. H. í DAG er 70 ára frú Herdsí Guð- mundsdóttir, Álfaskeiði 70 í Hafnarfirði. Herdís er fædd að Skarði í Lundarreykjadal, dótt- ir Guðmundar Einarssonar og Katrínar Gunnarsdóttur. Til Hafnarfjarðar fluttist Herdís ár- ið 1916 og hefur verið búsett þar síðan. Sama ár og Herdís fluttist til Hafnarfjarðar giftist hún Guð- bjarti Ásgeirssyni frá Isafirði. Stofnuðu þau heimili að Lækj- argötu 12B í Hafnarfirði og þar áttu þau síðan heima í 50 ár. Þau hjónin eignuðust 11 börn, þar af dóu þrjú, Jón, Þórarinn og Hallgerður í æsku, en eina dóttur, Sveindísi, misstu þau er hún var um tvítugt. Börnin sjö, sem upp hafa komizt, er Guð- munda, búsett í Hafnarfirði, Katrín gift William Richard, skipstjóra og eru þau búsett í Bandaríkjunum, Magnús, mat- sveinn í Hafnarfirði kvæntur Höllu Guðmundsdóttur, Gu'ðný, gift Jóni Björnssyni, rafvirkja í Hafnarfirði, Ásgeir matsveinn í Hafnarfirði, kvæntur Guð- mundu Guðbjörnsdóttur, Sól- veig gift Guðmundi Guðmunds- syni, trésmið í Hafnarfirði og Sveinn Þ. Guðbjartsson, útvarps virki í Hafnarfirði, kvæntur Svanhildi Ingvarsdóttur. Þá ólu þau upp tvö fósturbörn. Ævistarf Guðbjartar var alla tíð á sjónum. Hann hafði í upp- hafi lært prentiðn vestur á Isa- firði hjá Magnúsi Ólafssyni. En strax upp úr tvítugu fór hann til sjós, og var síðan stöðugt matsveinn, ýmist á togurum eða flutningaskipum, unz hann var kominn á áttræðisaldur. Guð- bjartur lézt 17. okt. 1965. Það var hlutverk Herdísar að stýra fjölmennu heimili. Það gerði hún af miklum myndar- skap. Oft var Guðbjartur lang- dvölum fjarverandi á sjónum. Þá varð Herdís, eins og títt er um sjómannskonur, að annast daglega forsjá heimilisins, jafnt störf húsfoónda, sem húsmóður- innar. Oft hefur verið annríkt og um margt að hugsa, en með dugnaði og forsjálni unnust verkin, heimilið var móta'ð af rausn og myndarskap og börn- unum, sem lifðu, komið til manns. Þau hjónin voru mjög sam- hent og áttu sér ýmis sameigin- leg hugðarefni. Snemma hófu þau að taka Ijósmyndir. Sjálf- sagt fyrst sem tómstundargam- an, en með árunum varð ljós- myndunin sífellt stærri þáttur í lífi þeirra beggja, og nú liggur eftir þau stórt og mjög merki- legt ljósmyndasafn. Safn þetta er mjög þýðingarmikið fyrir Hafnarfjörð. Það sýnir atvinnu- og byggðaþróun Hafnarfjarðar í 50 ár. Þá eru og myndir þær, sem þau hafa tekið af störfum sjómanna á hafi úti, af íslenzk- um fiskiskipum og vinnslu fisk- afurða í landi, einstakar í sinni röð og sýna þróun íslenzks sjáv- arútvegs í hálfa öld. Margsinn- is sendu þau hjónin myndir sín- ar á sýningar áhugaljósmyndara og hlutu myndir þeirra oft sér- staka vfðurkenningu. Hafa þau með ljósmyndatöku sinni unnið hið merkasta starf, og enn í dag er Herdís sífellt á þönum með myndavélina sína og sístarfandi að ljósmyndagerð. Herdís er að skaphöfn glaðleg og hjartahlý. Hún er trygglynd og vinaföst með afbrigðum, sem bezt má sjá af því, að snemma í hennar búskap kom á heimili hennar nærri blind kona, Guð- finna Sigurðardóttir frá Deild á Álftanesi. Þau Herdís og Guð- bjartur tóku Guðfinnu að sér og var hún sfðan á heimili þeirra yfir 40 ár, eða þar til hún lézt fyrir fáeinum árum. Herdís er félagslynd og hefur starfað í ýmsum félögum. Hún hefur átt sæti í stjórn Sjálfstæð- iskvennafélagsins Vorboðans í Hafnarfriði um áratuga skeið og starfað mikið innan slysavarna- deildarinnar Hraunprýði í Hafn- arfirði. Ég vil að lokum flytja Her- dísi mínar beztu árnaðaróskir á 70 ára afmælinu. Þeir verða áreiðanlega margir, sem minn- ast Herdísar í dag, á þessum merku tímamótum ævi hennar. Árni Grétar Finnsson. GUNNAR Guðmundsson frá Hofi er sjötugur í dag. Gunnar fædd- ist að Skarði í Lundareykjardal í Borgarfirði 30. maí 1898, For- eldrar voru þau Katrín Gunnars- dóttir og Guðmundur Einarsson refaskytta og bóndf Brekku á Ingjaldssandi og víðar. Gunnar er tvíburi og er foinn tvífourinn frú Herdís Guðmundsdóttir ljós- myndari í Hafnarfirði. Gunnar ólst upp í Borgarfirði og var meðal annars hjá séra Arnóri á Hesti og sat Gunnar þar hjá ánum á sumrin eins og siður var í þá daga. Gunnar fluttist úr Borgarfirði suður í Njarðvíkur og stundaði þar sjóróðra um þriggja ára skeið. Á þessu sést að Gunnar hefur byrjað snemma að vinna fyrir sér og hefur feng- izt við margt um dagana síðan Og hefur honum fleygt niður á margt enda hagleiksmaður góð- ur. Féfckst hann í fjölda ár við aktygja. og hnakkasmíði í hjá- verkum, með búskapnum og var slíkt ómetanlegt í afskekktum stöðum, ennfremur smíðaði Gunn ar nokkrar spunavélar og hafði spunavél á heimili sínu um mörg ár og nutu margir góðs af. Gunnar kvæntist árið 1921 Guðmundu Jónsdóttur bónda á Kirkjubóli í Vaiþjófsdal og konu hans Marzifoilar Kristjánsdóttur. Guðmunda liefur reynzt Gunn- ari hin bezta kona. Þau stofnuðu heimili á Kirkjubóli og voru þar í tvö ár. Árið 1923 fluttust þau að Hofi í Dýrafirði og bjuggu þar í tæp 35 ár. Skömmu eftir að þau hjón fluttu að Hofi fór Gunnar á nám- skeið til að læra meðferð drátt- aævéla, og var hann við jarð- vinnslu bæði vor og haust, og hefur þá hlutur Guðmundu ekki verið lítill með hóp af börnum, en við þessi störf fékkst Gunnar aUt fram til 1942, en þá hætti foann ræktunarstörfum á veg- um Búnaðarfélagsins. Búskapur þeirra hjóna á Hofi var um margt á undan öðrum, en Gunn- ar fékk hér fyrstur manna hey- skaparvélar svo sem rakstrar- vél, sláttuvél og múgavél, enn fremur setti hann upp fyrstu súgþurrkun hér í hreppi. Þá fékk hann fyrstur jeppabifreið og segir það sína sögu að maður inn hefur viljað fram á leið í hverju máli. Á Hofi byggðu þau hjón öll hús óg stórbættu jörðina á allan hátt. Lengst af allan sinn búskap ráku þau hjón fcúabú og voru þau með stórt kúabú á okkair vísu hér 1 firði hin síðari ár og fór Gunnar með mjólkina til Þingeyrar, en þær ferðir voru oft á tíðum erfiðar bæði vegna vegleysis, og svo voru þá engin tæki til að moka snjó af vegum eins og nú. Árið 1957 hættu þau hjón búskap og fluttu til Þing- eyrar, en þar hefur Gunnar stundað ýmis störf. Á vorin hef- ur hann fengizt allmikið við hrognkelsaveiðar. Gunnar hefur alla tíð verið áhugamaður í félagsmálum bæði í ungmennafélagi og öðrum fé- lögum, meðal annars í stjórn Búnaðarfélags Þingeyrarhrepps í mörg ár. Þau Gunnar og Guð- munda eignuðust níu börn, en eitt þeirra dó í æsku, en hin eru öll uppkomin og myndarfólk. Eru synirnir allir hagleiksmenn svo að af ber, til allra starfa. Börn þeinra eru Jón bóndi á Þverá á Snæfellsnesi, Gunnar bifvélavirki, Reykjavík; Guð- munda frú í Reykjavík, Aðal- steinn vélsmiður Þingeyri, Björg- vin bifvélavirki í Reykjavík, Marzifoil búsett á Þingeyri, Katrín frú, Kristján vélsmiður einnig á Þingeyri. Afkomendur þeirra hjóna munu vera orðnir um fjörutíu talsins. Einn er sá þáttur sem Gunnar hefur fengizt við hin síðari ár, en það er ljósmyndun og eru mynd- ir hans með ágætum góðar. Ég vil svo að lofcum flytja þeim hjónum báðum beztu þakk- ir fyrir ágætt samstarf alla tíð og óska þeim GuðSblessunar um ókomin ár. Þórður Jónsson. ATVINNA Húsgagnaverzlun óskar eftir laghentum karlmanni til starfa hálfan eða allan daginn. Umsóknir óskast sendar í pósthólf nr. 1238. Auglýsing nm breyttan stofutíma Sumarmánuðina júní til og með september verður stofutími minn kl. 10 — 11.30 f. hád. alla daga nema fimmtudaga, en þá er stofutíminn kl. 17.00 — 18.30. Símatími er 1 klst. fyrir stofutíma. Engin móttaka er á laugardögum í sumar. JÓN R. ÁRNASON, læknir. Námskeið í notkun rafreikna Ráðgert er að halda FORTRAN námskeið á næst- unni. Miðað er við, að þátttakendur hafi stundað háskólanám í verkfræði, náttúruvísindum, hagfræði eða viðskiptafræði. Væntanlegir þátttakendur hringi í síma 21347 kl. 14 til 17 fyrir 5. júní n.k. Reiknistofnun Háskólans. LAUGARDAGSLOKUN Frá og með 1. júní n.k. verða heildsöluafgreiðslur og skrifstofur okkar lokaðar á laugardögum sumarmánuðina. Við biðjum við- skiptavini okkar vinsamlegast að liaga pöntunum sínum sam- ræmi við þetta. Verzlanir okkar verða opnar eins og venjulega. SÖLUDEILD S. S. Skúlagata 20. VORUMIÐSTÖÐ Grensásvegur 14. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.